Landið


Landið - 20.09.1918, Blaðsíða 1

Landið - 20.09.1918, Blaðsíða 1
HiMiréti: Jaktk Jék. Snárl ■■glriir arttaui 8 B. LANDIÐ Afgreiðslu og innheimtum. ólnfnr Ólnfsson. Lindargötu 25. Pósthólf. 553. 38. tölublað. Reykjavík, föstndaginn 20. sept. 1918. III. árgangur. 9 Arni Biríksson. c Heildsala. 3 Talsími 265. Pósthóif 277. [ Smásala. Vefnaðarvörur, PrjónavÖPUr mjög fjölbreyttar. Saumavélar með hraðlijóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörur, er snerta saumavinnu og hannyrðir. Pvotta- og lircinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjaflr — Jólagjafir — Leikföng. V. B. K. Vandaðar vörur. Odýrar vörur. VEFNAÐARVARA. Pappír og1 ritföng. LEÐTJR og SKINN. Ileildsala. Smásala. Verzlunin gjörn Kristjánsson. ^nðersen 8 Sön, Reykjavlk.. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastöfa. Stofnsett 1887. Aðaistræti 16. Simi 32. Stærsta úrva! af allskonar fata- efnum og öllu til fata. Tennur. eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgötu 46. .. Tennur dregnar út af lækni dag- iega ki. ii—12 með eða án deyf- ingar. — Viðtalstími kl. io—5. Sopliy Bjamarson. Hviti hanzkinn er einhver bezta sagan. Fæst hjá b ó k s ö l u m. Bazarinn á Laugaveg 5 hefur ávalt allskonar tæki- færisgjafir fyrir börn og ==eeeí fullorðna. Ennfremur bróderaðir og áteikn- aðir dúkar, kragar og fleira. Vanskil á biaðinu. Ef vanskil verða á blað- inu, eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslunni að- vart um pað svo fljótt sem hægt er. Sambandslögin. Til fróðleiks fyrir kjósendur prent- urn vér hér upp helztu atriðin úr nefndaráh'ti um frumvarp til dansk- (slenzkra sambandslaga, frá meiri hluta sameinaðra fullveldisnefnda efri og neðri deildar Alþingis 1918. „Á fyrsta fundi sameinaðra full- veldisnefnda beggja deilda Alþingis var frumvarpið tekið til meðferðar. Meiri hluti nefndanna tjáði sig frv. fylgjandi óbreyttu, en einn nefnd armanna (Magnús Torfason þingm ísfirðinga) Iýsti sig ósamþykkan. Mun minni hlutinn lýsa afstöðu sinni í séráliti. En meiri hlutinn leyfir sér að ráða Alþingi til þess að samþykkja frv. óbreytt. Að öðru leyti skal meiri hlutinn láta það um frv. mælt, er nú skal greina:" I. (Sögulegur inngangur) ÍI. Uiii frumvarpið alment, fyrirsögn og I. kafla þess. í þessum kafla er sýnt fram á, að í frumvarpinu felist „jull viður kenning á óskoru <lu fullveldi Is- lands í hreinu konungssambandi við Danmörku". III. Kunnugt er það, að vér höfum hingað til deilt við Dani um rétt vorn Eftir vorum skilningi var þeim alla t!ð skylt, og þá eigi síð- ur nú, að viðurkenna allan þann rétt, sem sannað var hér að ofan, að viðurkendur væri í frv. En Dan- ir töldu sér það eigi skylt, og fyrir því vildu nú samningamenn þeirra eigi gera það, nema Dönum væri veitt ýms fríðindi í staðinn. Samn- ingamönnum vorum í sumar þótti eftir atvikum rétt að fara svo langt í þessu sem í frv, stendur, heldur en verða af viðurkenningunni, er hún bauðst án frekari kostnaðar eða áhættu. En nú líta nokkrir menn svo á þetta mál, að viður- kenning fullveldis vors f konungs- sambandi við Dani sé of dýru verði keypt. Fyrir því telur meiri hluti nefndanna rétt að fara nókkrum orðum um þau atriði og skýra greinar frv. að því leyti, sem það hefur eigi verið gert, Um 6. gr. í 1. málsgr. þess- arrar gr. segir, að danskir ríkis- borgarar njóti að öllu leyti sama réttar á íslandi, sem íslenzkir ríkis- borgarar fæddir þar, og gagn- kvæmt. Þetta ákvæði segir fyrst og fremst, að hvort ríki hafi sinn ríkis- borgararétt, sína ríkisborgara, eins og sagt er f aths. dönsku og ís- lenzku samningamannanna við þessa grein, enda leiðir slíkt beinlínis af fullveldi landsins, að það hafi sína þegna (ríkisborgara). ísland ákveð- ur því sjálft um veizlu þessa rétt- ar, hvaða réttindi og skyldur hon- um séu samfara og hvernig menn missi hann. Enda þótt þegnar ann- ars ríkisins hafi jafnrétti við þegna hins ifkisins samkv. þessari máls- grein, skiftir það afarmiklu máli, að þegnréttur er hvoru ríki sér- stakur, auk þess, sem þegar er sagt, að þegnar eru eitt grundvallarskil- yrði þess, að ríki megi til verða, Skal hér skýrt nokkuð, hvaða þýð- ingu sérstakur þegnréttur hefur að öðru leyti. Út á við, gagnvart öðrum ríkj- um, kemur þetta skýrt fram. Ef t. d. annað ríkið áskildi þegnum sínum, eftir að sambandslögin eru í gildi gengin, sérstök réttindi, t. d. atvinnuréttindi, tollfrelsi, fram- færslurétt í öðru ríki eða Iegði á þá sérstakar skyldur öðru ríki til handa, þá væti slíkt óviðkomandi þegnum hins ríkisins. Þess vegna birtist aðgreining þegnréttarins ljóst í miliiríkjaskiftum. Inn á við, í skiftum þegna ann- ars ríkisins við hitt, kemur aðgrein- ingin einnig glöggt fram í fram- kvæmdinni. Ef Danmörk og ís- land gerðu t. d. gagnkvæman samn- ing um framsal afbrotamanna, sbr. 12. gr, mundi hvort ríki um sig undanskilja þegna sína framsali, eins og venja er að gera í slíkum samningum. Danmörk mundi t d eigi undirgangast, að framselja danskan þegn, sem hefði framið hér glæp, né ísland íslenzkan þegn, er framið hefði glæp í Danmörku. Danskur þegn mundi eigi sæta refsingu í Danmörku fyrir svikræði við ísland, því að hann yrði ekki dæmdur eftir IX. kap. danskra hegningarlaga um landráð, þvf að þau ákvæði eiga aðeins við ríktð Danmörk, en eigi ríkið ísland. Slíkt hið sama væri um íslending, er fremdi svikræði við Danmörk. Þar á móti gæti verknaðúrinn heyrt undir X kap. hegningarlaganna, ef hann miðaði til að svifta konung konungdómi eða breyta ríkiserið- unum, því að það væri jafnframt brot á sambandslögunum, sem bæði ríkin eru bundin við. Mörg fleiri dæmi mætti nefna, en þetta nægir til þess að sýna aðgreininguna milli þegna ríkjanna. Skal þá vikið að jafnréttisákvæð- inu sjálfu í því felst það, að ís- lendingar hafi jafnrétti við Dani, ef peir fullnœgja þeim skilyrðum öllum, er dónsk l'óggjóf setur til nautnar hverra réttinda, og að þeir verði að hlíta öllum takmörkunum. er dónsk löggjóf setur gagnvart sínum þegnum um nautn hverrar réttindagreinar. Oldungis satnsvar- andi gildir um jafnrétti Dana við íslendinga. Danir verða að Jull- nœgja s'ómu skilyrðwn og sœta s'ómu takmörkunum, sem sett eru eða sett verða um réttindanautn ís- lenzkra þegna í hverri grein, Til þess að njóta kjörgengis og kosn- ingarréttar þarf maður samkv. lög- gjöf beggja ríkja að vera búsettur í landinu, og getur hvort ríkið um sig sett þau skilyrði, að hver sá þegn þess, er slept hefur heimilis- fangi í ríkinu, eða hefur aldrei haft það, skuli enn fremur hafa verið þar heimilisfastur óslitið ákveðinn tíma, áður hann megi neyta téðra réttinda, t. d^ að hver maður verði að hafa átt fast heimili 5 ár f Dan- mörku til að njóta þar kosningar- réttar og kjörgengis, hvort sem haan væri danskur þegn eða eigi. Mundi íslenzkur þegn verða að sæta þvf, að hann fengi sama rétt í þessu efni, að uppfyltum sömu skilyrðum sem danskir þegnar. Öldungis samsvarandi gildir um hitt ríkið. í Danmörku er búseta í landinu skilyrði til ýmiskonar at- vinnurekstrar, og er sýnt, að fs- lenzkir þegnar verða að fullnægja þeim skilyrðum. Danir geta t. d. gert búsetu í löggjöf sinni að ski! yrði til þess að eignast fasteignir í Danmörku, sbr. grvl. Dana 5, júní 1915, 50. gr. 2. mgr., og yrðu íslenzkir þegnar jafnt og danskir annarsstaðar búsettir að sæta því. Að því leyti, sem samsvarandi ákvæði eru í löggjöf vorri, sbr. t. d. fossalöggjöfina, eða verða sett, verða danskir þegnar einnig að fullnægja þeim. Ef sett verður í íslenzka löggjöf það ákvæði, að föst búseta sé skilyrði til þess að mega verzla hér, yrðu danskir þegn- ar að sæta því. Til þess að verða t. d. dómari í Danmörku þarf Iaga próf frá Khafnarháskóla. íslenzkur þegn getur þá því að eins orðið þar dómari, að hann hafi slíkt próf Dómari hér verður meðal annars að kunna íslenzka tungu og hafa lagapróf frá háskóla vorum. Þess- um skilyrðum yrðu danskir þegnar einnig að fullnægja til þess að vcrða hér dómarar. Aðeins gildir það eftir 6. gr. 3. mgr. um fiski- veiðarétt í landhelgi ríkjanna, þar á meðal landhelgi við Grænland, þegar hún verður heirnil dönskum þegnum -— og þar með ísleczkum — til fiskiveiða, að þar má hvor- ugt gera búsetu að skilýrði. Þar á móti getur hvort ríkið sett regl- ur bæði þegnum sínum og öllum um veiðiaðferðir, sbr. fiskiveiða- samþyktirnar, botnvörpuveiðalög- gjöfina, um meðferð aflans í landi o. s. frv. Sem dæmi takrnarkana um rétt- indanautn, er þcgnar ríkisins verða að sæta, má nefna hið skilyrðis- lausa bann við botnvörpuveiðum í íslenzkri landhelgi. Sömu takmörk- un verða og danskir þegnar að hlíta, því að þeir hafa eigi meiri rétt en íslenzkir þegnar, heidur jafnan, sbr. 6. gr. 3. málsgr.: „að jöfnu", í danska textanum: „i iige Grad“. Ákvæði 6. gr. 4. málsgr. um jafnrétt' skipanna felur það í sér, að dönsk skip á íslandi og íslenzk skip f Danmörku greiði t. d. jöfn hafnargjöid, vitagjald o. s. frv. Samskonar fyrirmæli er eigi eins- dæmi í ríkjasamningum. 6. gr. 5. málsgr. hefur satris- konar fyrirmæli að geyma sem margir aðrir tíkjasamningar. Af þessari málsgr. leiðir það, að ef vér t. d. hétum einhverju öðru rfki en Danmörku tollfrelsi á einhverri vöru þaðan, fluttri hingað, ætti danska ríkið rétt á því, að sama vara það- an, flutt hingað, yrði einnig toll- frjáls. Samsvarandi gildir um ís- lenzka vöru, flutta til Danmerkur. Þessi málsgrein hefur, í almennum orðuni sagt, að geyma það ákvæði, að hvort ríkið fvilni hinu um vör- ur, afurðir og afrek svo, að réttur þess verði að þessu leyti eigi lak- ari en nokkurs annars rfkis. Þeir menn, sem telja viðurkenn- ing fullveldis vors of dýru verði keypta, einkum sakir 6. gr., sera nú hefur verið skýrð, munu telja hana svo skaðvænlega í atvinnu- og fjáihagsmálum vorum, að hún ónýti fullveldið. Því er rétt að ltta á, hvort sú skaðsemi hefði orðið minni, ef eigi hefði verið gengið að þessum samningi. Tvent var til, ef eigi hefði orðið úr samningum: Annaðhvort hefði leitt af því skiln-

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.