Landið


Landið - 20.09.1918, Side 2

Landið - 20.09.1918, Side 2
152 LANDIÐ Lifsábyrgðarfélagið JYLLAND, undir eftirliti danska rikisins og við- urkent af því, býður íslendingum hagkvæm lífsábyrgðarkjör. Ávaxtar íslenzkar innborganir hér á landi. Alíslenzk læknisskoðun; yfir- læknir félagsins hér er Guðmundur Björnson landlæknir. Skírteini geíin út hér í Reykja- vík af aðalumboðsmanni félagsins hér, samkvæmt umboði félagsins. Athugið tryggingarskilyrðin áður en þér kaupið líftryggingu annars- staðar. Aðalumboðsmaður á fslandi Ó. G. Eyjólfsson, Reykjavík. Þakkarávarp, Hjartans þökk frá okkur hjón- um til allra þeirra manna, sem fluttu manninn minn veikan suður í Borgar- nes og gjörðu það svo dásamlega vel, að honum varð ekkert meint við ferðina og var þó yfir Bröttu- brekku að fara. Bændurnir voru þessir: Bjarni Jensson, Baldvin Bald- vinsson, Baldvin Sumarliðason, Bene- dikt Snorrason, Finnbogi Finnson, Sigurður Guðmundsson, Hildiþór Hjálmtýsson og Páli Jónsson, ásamt sonum okkar. Þessum mönnum vottum við þakklæti okkar. Guðný og Björn Bjarnason frá Sauðafelli. að milli landanna, eða alt hefði setið við sama. Hugsum oss, að vér hefðum lýst yfir skilnaði við Danmörku og fengið viðurkenningu annara ríkja. Þá hefðu þessar rétt- indaveiziur reynst óþarfur tilkostn- aður frá vorri hlið, ef þeir, sem þá viðurkendu oss, hefðu eigi sett oss skiiyrði, sem eigi væru hagfeldari En heíði nú alt verið látið sitja við hið sama sem riú er, þá verð- ur að telja þessa ráðstöfun hyggi- legs. Því að þá hefðu Danir haft öll þessi réttindi um óákveðinn tíma, en vér ekkert í staðinn. Og stafi oss stórhætta af þessum ákvæð- um, þótt vér séum fuilvalda ríki og getum sett þau lög oss til varn- ar, sem oss eru fullnægjandi, og það leyfir samningurinn, þá mundi hún þó verða margföld án full- veldisins. Því að þá mundum vér hafa féngið synjanir, í stað þess, að nú, þ. e. eftir frv,, erum vér fullvaldir um löggjöfina. Fyrir því geta engir lastað þessa ráðstöfun, ncma þeir menn einir, sem stað- ráðnir voru að skilnaði heldur við Dani, en að veita þeim nokkrar íviinanir. En auk þess hvílir á þeim sönnunarskylda þess, að skilnaður hefði gengið fram og viðurkenn- ingin minna verði keypt. Um ii. gr. Nefndin telur þessa grein góða, þar sem hún sýnir, að íslenzka ríkið ætlast ekki tii, að sambandsríkið annist málefni þess endurgjaldslaust. Þessi grein tekur þó eigi til ko3tnaðar við landhelgis- gæzlu, því að hann er talinn full- goldinn með réttindaveizlum 3. máls- gr. 6. greinar. Um 13. og 14. gr. Ársgreiðsla Danmerkur til íslands er nú 60 þúsund krónur. Vextir af þeirri miljón króna, sem hverfur undir forræði íslands samkvæmt 14 gr., er með vöxtum þeim, er banka- vaxtabréf veita, og þegar rnunur á nafnverði og gangverði þessara bréfa er tekinn til greina, um 47 þús. króna. Mismunur árgreiðslunn- ar nú og vaxta þessara verður þá 13 þús. kr. Að vísu falla burt for- réttindi íslenzkra námsmanna í Khöfn. En í fyrsta lagi er það vafa bundið, hvort þau forréttindi hafa orðið íslandi að miklu gagni, einkum síðan háskóli vor var stofn- aður, og í öðru lagi eiga íslenzkir námsmenn samkvæmt 6. gr. i.máls- gr. kost á að fá námsstyrk í Khöfn eftir sömu reglum sem danskir stúdentar, og einnig rétt til náms styrks hvar sem vera skal af þeim miljónar-sjóði, er undir forræði Dana hverfur samkvæmt 14. gr. Vér verðum að telja það heppilegt, að fé þetta er lagt í sjóð, en eigi haft að eyðslueyri, eins og verða myndi, ef það hefði verið greitt í ríkis- sjóð vorn, og mundi þess þá hafa Iítið gætt. Vér mundum auðvitað hafa kosið, að alt þetta fé hefði til vor horfið og sætt forræði voru, einkum þar sem skoðun Islendinga hefur verið, að það væri greiðsla á lögmætri skuld til vor, en fjár- atriði þetta teljum vér svo algert aukaatriði, að eigi hefði komið til má!a að láta samninga stranda á því. Raddir hafa heyrzt um það, að Danir gætu notað sjóð sinn bein- línis oss til óhags. Þar til liggur það svar, að vér getum á engan hátt spornað við því, að Danir fari svo með sitt fé sem þeim líkar, eins og þeir mega engu um það ráða, hvernig vér förum með vort. Þess getum vér þó krafizt hér, að stofnskrá Dana nm sjóðinn verði í samræmi við ákvæði 14. gr. frv. En ef Danir hefðu varið slíkri fjár- hæð án samninga við oss, sem þeir hefðu mátt gera, ef eigi hefði af samningum orðið, þá hefðum vér eigi mátt hafa þar hönd í bagga. Um 18. gr. Samningsslit sam- kvæmt þessari grein orka því, að samfélag um konung einn yrði eftir. Ríkin hefðu þá felt burt jafnréttis- ákvæðin í 6. gr„ umboðið samkv. 7. gr. og önnur atriði samningsins, sem haldist kynnu að hafa næstu 25 árin og eigi er ákvæði um til fullnaðar í honum, svo sem skulda- skiftin í 13. gr. og sjóðirnir í 14. gr. Danir telja, að samningsslitin hljóti að valda skilnaði, og samn- ingamenn þeirra óskuðu þvf, að þau færu eigi fram, nema sýnt væri, að eindreginh þing- og þjóðarvilji stæði á bak við. íslenzku samningamenn- irnir létu til við þá svo langt sem greinin segir, og nefndirnar geta eigi séð, að þar af þurfi að stafa nein hætta. Um atkvæðamagn í þinginu er sama krafa gerð sem um samþykt laga í sameinuðu Alþingi. Og vegna kröfunnar um það, að 75% greiddra atkvæða verði að vera með samningsslitum, hefur eigi heyrst óánægja. Við hitt, að einnig þurfi 75 % kosninga- bærra manna að taka þátt í at- kvæðagreiðslunm, eru sumir eigi óhræddir. En með þessu er þó eigi krsfist meira en að 9/i6 eða 56,25% allrá atkvæðisbærra manna í landinu greiði atkvæði með samn- ingsslitum. Ótti manna er á þvf bygður, að eigi muni fást nægur fjöldi kjósenda, því að svo margir muni eigi taka þátt í atkvæða- greiðslu. Með því skipulagi, sem á var 1908 og 1911, er hver mað- ur skyldi koma á einn og sama ákveðinn stað í hreppi hverjum sama dag, var kosningahluttakan þó 75,7% og 78,4% af öllum þeim, er á kjörskrá voru. Fyrir þeim, sem hræddir eru við þessa kröfu um hluttökuna, mun það vaka, að atkvæðagreiðslu þurfi að haga eins og nú er hagað atkvæðagreiðslu við kosningar til Alþingis. Og ef svo væri, væri þá sönnu nær, að svo mikil hluttaka gæti verið erfið- leikum bundin í víðlendum hrepp- um, eftir að bæði konur og hjú hafa fengið atkvæðisrétt. En það er algjör misskilningur, að atkvæða- greiðslan eftir 18. gr. þurfi að fara fram með þeim hætti. Islenzka rfkinu er það alveg í sjálfsvald sett, hvernig það hagar henni, þvf að í 18. gr, er þess aðeins krafist, að þáttíakan í atkvæðagreiðslunni verði svo sem þar segir, en engin skil- yrði sett um það, hvernig henni skuli hagad. Það má því setja svo marga kjörstaði í hverjum hreppi sem þurfa þykir, til þess að allir gcti sótt. Einnig má láta hvern kjósanda greiða atkvæði á heimili sfnu, eða þar sem hann er stadd- ur, og er slfkt sjálfsagt um þá, sem eigi eru heimanfærir eða utan hrepps síns eða kaupstaðar, eins og nú er um alþingiskjósendur, samkv. lögum nr. 47, 30. nóv. 1914. Svo má og taka fleiri en einn dag til atkvæðagreiðslu, svo að menn mættu fara til skiftis hver af sínu heimili. Og loks, ef eigi þætti enn nægilega trygt, mætti skylda menn til að greiða atkvæði, að við lögðum háum sektum eða réttindamissi, svo sem dæmi eru til í Belgíu, á Spáni, í sumum sambandsríkjum f Svisslandi og víðar. — Ilitfregnir. Eimreiðin XXIV, 1.—2. — Þá er nú „Eimreiðin" (sem fleira gott) flutt hingað heim til íslands. Hinn ötuli bóksali Arsæll Árnason er út- gefandinn, og ritstjóri Magnús dó- sent JónssOn. Fyrst byrjar ritið með ávarpi, er heitir Eimreiðin komin heim. Þvf næst kemur langt snild- arkvæði, Looksley höll, frumort af enska skáldinu Alfr. Tennyson, en þýtt með mesta hagleik af Guðm. Guðmundssyni. Þetta kvæði þurfa menn að lesa aftur og aftur til að njóta gæða þess að fullu. Þýðing- ar, sem vel eru gerðar af slíkum skáldverkum, eru velkomnir gestir. Aftan við þetta kvæði er athuga- semd um það eftir ritstjórann til leiðbeiningar. Með 17. bls. byrjar frumsamin ritgerð eftir próf. Lárus Bjarnason: Nýja sambandslagafrumvarpið. Sú ritgerð er skýr og glögg, svo sem þeim manni er lagið að rita. Það munu allir óhlutdrægir menn játa, að þeir græði mikið við Iestur þess- arar ritgerðar. Þó skjátlar höf. á 30. bls. Þegar hann talar um „kosn- inga-jafnréttið". Það er satt, að eftir núgildandi stjórnarskrá ísiands hafa Islendingar og Danir að fullu sama réttinn. Kjósandinn þarf ann- aðhvort að vera fæddur hér á landi eða haýa átt hér lógheimili síðustu S ár. En þegar Sambandslögin eru gengin í gildi, þá breytist þetta, því að þá verða Danir rétthærri en vér sjálfir erum nú, því þar stend- ur: „Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á íslandi sem íslenzkir ríkisborgarar ýœddir þar". Þetta: „eða hafa átt hér lögheimili sfðustu 5 ár“, nær því ekki lengur til þeirra, heldur verða Danir undir- eins jafnstæðir hér fæddum mönn- um. Með því nú að þrengja ofur- lítið, en víst án alls skaða, að rétti vor sjálfra, stafar oss þó engin hætta af þessu ákvæði, eða þeirri breytingu, er gera verður á Stjórn- arskránni. Með því einu, að setja og fyrir eða og segja í Stjórnar- skránni: „karlar og konur, sem ýædd eru hér á landi, og hafa í síðustu s ár átí hér lögheimili, haýa kosningarrétt" — er fult samræmi fengið og hættan horfin. Vel er það sagt hjá höf, að með Iögum einum reynist torvelt að komast undan skaðlegum áhrifum útlendinga, því þegar við hættuleg- ustu áhrifin, peningavaldið, sé að tefla, reyni meira á brjóst valdhaf- anna, en iagabókstafinn. Þá koma tvær útlendar smásög- ur, og eru báðar gamansögur. — Hin fyrri, „Veizlan í gryfjunni", er mjög Iítils verð, en á víst að sýna skárri hlið lífsins í skotgröf- unum. Hin gamansagan „Guðinn Gleraugna-Jói" er talsvert betri. Annars ætti tímaritin að gera sem minst að því, að flytja útlendar skáldsögur, nema því að eins, að þær séu meira en í meðallagi góð- ar. Það er þó betra að fylla síðurn- ar með innlendu moði en útlendu. Næst koma „Þrjú kvæði" eftir Guðm. G. Hagalfn, sem eiginlega er ekkert hægt um að segja, nema það, að miðkvæðið dettur botnlaust niður, þegar það byrjar. Fyrra er- indið er þar í tilbót alt ruglað í prentun, og er undarlegt, að próf- arkalesari tók ekki eftir því. Þá birtist veigamikil og vel sam- in ritgerð eftir ritstjórann sjálfan: „Heljartök miðaldaveldanna". Þar er mikið efni, nfl. baráttan milli kirkjuvalds og keisaravalds, sýnd með skýrum orðum og er furða, hversu höf. hefur tekist að koma svo miklu efni að f stuttri ritgerð án þess að alt verði tómir molar. Það er góður fengur að fá slíkar ritgerðir í alþýðlegum tfmaritum. Svo kemur sagan: „I lífi og dauða" eftir Gunnar Gunnarsson, en þýdd af Sigurði Gunnarssyni. Það er víst erfitt að segja, til hvers sú smásaga er eiginlega rituð. Hún líkist svo mjög þvf, sem skrifað er aðeins til að skrifa. Sagan gerir Iesandann víst engu betri og varla miklu glaðari eftir lesturinn, en það skyldi vera að hann yrði fróðari og þarna sé verið að menta mann í sálarfræði með því að sýna, að svona kátlegir menn séu til. En það má teljast hæpið, að þeir fyrir finnist. Næst kemur grein er heitir „Bein- asta leiðin". Skáldlegur staðleysu- draumur bandarfkskrar konu um það, hvernig stríðið muni hætta, nfl. á þann hátt, að allir hermenn Mið- velda og Sambandsþjóða, kasti alt í einu frá sér vopnum og haldi hver heim til sín. En því miður verður það víst aldrei, að þessi draumur rætist Þá er næst „Skopvísa um skálda- leyfi" eftir Jónas heitinn Hallgríms- son. Hæðir hann þar, nú upp úr gröf sinni, snildarlega, þó nær því 80 ár séu liðin, skáldaleyfin hjá allmörgum nýju ljóðasmiðunum meðal hálærðu mannanna á vor- um dögum og þessum skammsýnu og skjallandi ritdómurum þeirra, er taka að sér að verja vandræðin og vitleysurnar. Mörg alþýðuskáld yrkja fyrirtaks vel og kvarta þó ekkert undan ljóðstöfunum, en þessir nýj- ungavinir vilja veita leyfi til að hætta við eða til að nota lögmáls- laust stuðulstafina f fslenzkum ijóð- um. Færi menn að hallast að því ráði, þá er eitthvert fegursta einkenni íslenzks máls og íslenzkr- ar snildar gert landrækt (ágætt Ness — Jóhanness: dæmi, rfmsins vegna !1). Skáldsagan „Phocas", eftfr Per Hallström, er þessu næst. Það er ágætt æfintýri frá píslarvættistím- unum. — Þá kemur grein eftir ritstjórann: „Er íslenzkt pjóðerni í voðar" Þar virðist höf. vera blóðhræddur um, að íslenzka þjóðernið deyi út við vaxandi samgöngur við útlendar þjóðir, einkum þegar flugvélarnar fara að koma hingað. En slík hjartveiki virðist á litlum rökum bygð. Næst kemur upphafið á útlendri sögu, er heitir „Freskó" (o: múr- pent) og loks að síðustu „Ritsjá". Eru þar ritdómar: 1) á Hræðum eftir Sig. Heiðdal, 2) á Nýjum tím- um eftir Axel Thorsteinsson, 3) á íslenzk húsgerðarlist eftir J. Rávad, 4) á Overblik over det islandske folks historie eftir Age Meyer Bene- dictsen, 5) á Skýrslu um bænda- skólann á Hólum. Og svo eru nefnd þessi rit: Réttur III. ár, Ró- bínsson Krúsóe og Útilega og end- ar svo heftið með ávarpi til kaup- endanna. En um suma þessa rit- dóma má segja, að þar muni margir

x

Landið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.