Alþýðublaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.07.1963, Blaðsíða 7
 ■ ' ' f 1' ' •• í'' liÍÉIÍIi »V-' , mjög strangar kröfur til dæg- urlagasöngvara sinna var þetta einkar vel af sér vikið hjá Sólveigu. Er Alþýðublaðið hafði tal af Sólveigu núna í vikunni, var hún önnum kafin við erfiðar æfiijgar. Hún gaf sér þó tíma til að segja okkur, að henni geðjaðist mjög vel að því að syngja fyrir íslendinga. — Mér hefur fallið framúr- skarandi vel við ísland og ís- lendinga, sagði frú Sólveig, er hlé varð ó æfingunum. ís- lendingar eru mjög elskulegir óheyrendur. Og ísland er fal- legt land. Er við spyrjum, hve lengi hún muni skemmta íslending- um að þessu sinni, svarar frú- in á sinn hógværa og kurteis- lega hátt: — Það er alveg óráðið enn. Eg býst þó viðt að verða hér að minnsta kosti næstu vik- urnar. Sólveig hverfur aftur til æfinganna. Hljómsveit Magn- úsar Péturssonar byrjar að leika á ný. Úti er sól og sum- ar. Sundin eru óvenju blá í sólmóðunni. í kvöld verður margt um manninn í Klúbbn- um. SKROPPIÐ í KLÚBBINN: SUMARSTÚLKAN Á 1SLENZKAN MANN Þeir segja, að söngkonan í Klúbbnum syngi á sex tungu- málum: dönsku, ensku, ís- lenzku, ítölsku sænsku og þýzku. Þeir segja einnig, að hún syngi jafn vel á þeim öll um. Sólveig Björnsson heitir hún og er dönsk-að þjóðerni, en gift íslenzkum manni. Kvöld eftir kvöld kemur Sólveig fram á svið Klúbbs- ins og syngur fyrir gestina. Og kvöld eftir kvöld er henni jafn vel fagnað. Hún syngur gömul lög og ný, íslenzk og erlend lög lög við allra hæfi, lög um hryggð og fögnuð, gleði og sorg. En það eru ekki einungis gest irnir í veitingahúsinu Klúbbn- um hér inni við sundin bláu, sem Sólveig hefur hrifið með söng sínum. Hún hefur víða farið og víða skemmt. — Hún er til dæmis alkunn söng- kona í heimalandi sínu, Dan- mörku, og hefur komið fram þar bæði á veitingahúsum og í söngleikjum. Sólveig lióf söngferil sinn fyrir alvöru árið 1958, er hún bar sigur af hólmi í dægur-' lagasamkeppni, sem danskt hljómplötufyrirtæki gekkst fyrir. Þar var keppt um titil- inn „Sommerens pige,” — og hlaut Sólveig hann með heiðri og sóma. Þar sem Danir gera FIMMTUDAGUR 4. júlí. 8.00 Morgunútvarp. Bæn. Tónleikar. 8.30 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilk. 13.00 Á frívaktinni, sjómannaþáttur. (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar. 16.30 Veðurfr. —.• Tónleikar. 17.00 Fréttir. Tónleikar.). 18.30 Danshljómsveitir leika. 18.50 Tilk. 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr ferðaminningum Sveinbjarnar Egilsonur (Þorsteiim Hannesson les). 20.20 Samsöngur: Kórinn Coneordia í Minnesota Syngur bandarísb: lög. Söngstjóri: Paul Æhristiansen. 20.40 Erindi: Lúðvig Hai'boe og störf hans á íslandi. (Bragi Bene- diktsson stud-. theol.). 21.10 Haydn: Sinfónía nr. 45 í fismoll. „Kveðjuhljómkviðan”. 21.35 í heimsókn hjá Salla sérvitringi, smásaga eftir Jón Kr. ísfeld, Valdimar Lárusson). 22.00 Fréttir og veðurfr. * 22.10 Kvöldsagan: Keisarinn í Alaska, (Hersteinn Pálsson). 22.30 Djassþáttur. (Jón Múll Árnason). 23.00 Dagskrárlok. EFTIRTALÐIR aðilar, erlendir piltar og stúlknr hafa bcðið Al- þýðublaðið, að koma sér í bréfa- samband við íslenzkt fólk: 14 ára gömul skólastúlka í Eng landi óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á líku reki. Nafn Uennar og heimilisfang er: Snsan Howard 43 Moseley Wood Gardens, Cookridge. Leeds 16, Yorks- hire, England. 14 ára gömul japönsk skólastúlka óskar eftir að komast í bréfasam- band við íslenzkan pilt eða stúlku. Auk þess sem hún hefur mikinn áhuga fyrir öllu, sem íslenzkt er, er hún mjög áhugasöm um frs- merkjasöfnun. Nafn hennar og heimilisfang er: Takae Sakai 655 Kusama Nakano City Nagano-ken Japan. Önnur japönsk stúlka, 16 ára gömul, biður einnig um bréfavin. Nafn og heimilisfang: Shizuko Nakahata 2379 Midorigaoka Meguroku Tokyo Japan. 16 ára japönsk stúlka óskar eft- ir bréfaskiptum við jafnaldra sinn. Nafn og heimilisfang hennar er: Youmi Tokamatsu 231 Moto Oe-machi Kumamoto City Japan. Ungur japanskur piltur óskar bréfaskipta við unga íslenzka stúlku eða pilt. Nafn og heimili: Miyazu — cho Naniwa-ku Osaka. Japan. Allir Japanarnir lesa og skrifa ensku, og biðja væntanlega bréfa vini um að stíla bréf á þeirri ) tungu. Bandarískur piltur um tvítugt„ sem gegnir herþjónustu í herstöff" einni í U.S.A., og leiðjst hermanna. lífið, biður um bréfasamband vtff íslending, stúlku eða pilt. Han». býst við að halda áfram námi sínot í blaðamennsku að lokinni her- þjónustunni. Áhugamál hans em saga og stjórnmál, og einníg h.eV ur hann áhuga á írímerkjaskipt- um. Nafn og heimilisfang Banda » ,ríkjamannsins er: Edward M. Runsforú RA 11 402 323 594th TOM, APO 11, Uew York, N.Y. U.S.A. í síðastliðinni viku var stærstit sumarhótel Noregs opnað gestum. Það er sumarhótel stúdenta í Ós - ló. Sumarhótelið er vistai*verúlt háskólastúdentanna á veturna, en. er rekið af þeim, sem hótel &. sumrin. Hinn 1. júní höfðu allii* stúdentarnir sig á burt og var þá: tekið að undirbúa komu sumai - gestanna. j. í sumarhótelinu eru 1000 gestu. rúm, og mjög fullkomin lífsþæg- indi. Er búizt við, að 80-90 prcs- ent þeirra gesta, sem sumarhót- elið sækja heim, muni verða ú(,» lendingar. MIN SlÐAN AJ-Þ.ÝQUBLÁÐVÐ — 4. júlí ,1963, Jg’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.