Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.01.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.01.1906, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA. anleg. Rjett undan landi er t. d. krafan um jafnrjetti fyrir alla kjós- endur, afnám gömlu skiftingarinn- ar á hærri og lægri gjaldendum. Eitt atkvæði á mann. Og þá ætti um leið að taka upp bæjarfulltrúa- kosningar annaðhvort ár og kjósa þriðjunginn í senn. Og síst af öllu má þá bæjarstjórn- in nýja gleyma sjálfri undirstöðu farsællegrar lýðstjórnar, en það er alþýðumentunin. Barnaskólinn og fræðsla æskufýðsins í bænum þarf að vera augasteinn hennar. Frá Berlín. Nlðurl. --------- Mig bar að höllinni um það leyti, sem sagt var að keisari væri vanur að aka út; en ekki birtist hann í það skifti. Gekk jetr þá í Zeughaus (tsöjg- hás), sem er rjettnefnd Valhöll Prússa- veldis, einkum frægðarsalurinn. Ruh- meshalle. Eru þar á veggjunum feikna- stórar litmyndir af ýmsum atburðum úr hinum sigursælu orustum Prússa. Myndasagan endar á krýningunni í Versölum, þar sem Vilhjáimur L, sem sonarsonur hans heflr skírt hinn mikla, lætur á hftfuð sjer keisarakórónuna þýsku í sölum Loðviks 14. og Napó- leons mikla; en umhverfis standa kappar hans, og fiemstir í flokki tröllið Bismarck, Priðrik keisaraefni sem var fult eins hár vexti, og hinn herkæni Moltke. í Zeughaus er enn- fremur mesti fjöldi af herteknum gunnfánum og kanónum, mest úr striðinu við Frakka 1870—'71; þar er hattur Napoleons, sverð og ýmsir dýrgripir er hann hafði með sjer í orustunni við Waterloo. Fólkið stóð hugfangið og horfði á dýrlinga sína, sem birtast því þarna í nokkurs konar vígljóma; troðfult var í öllum sölunum af fólki, og svo kvað vera hvern dag. Eftir- tektarverður er sá munur, sem er á aðsókninni að þessu safni, er sýnír herfrægð Prússans, og að hinum söfn- unum, vísindasöfnum og lista; má nærri geta, hve Þjóðverjum svellur móður og eykst þjóðardramb við að ganga í þennan helgidóm, sem fráleitt er til eflingar friðinum. Það er sagt, að mjög mikill ófriðarhugur sje í þýskum herforingjum, ekki síst eftir sigurvinningar Japana, sem þeir teija iærisveina sína í hernaðaríþrótt. Vopnasafnið í Zeughaus er afar fjölskrúðugt og nær langt aftur í aldir; furða er að sjá, hvað mannskepnan hefur notað margs konar handvopn til að slíta líflð úr sínum líkum ; einna óskemtilegust eru gaddaverkfærin álits, og eiga eflaust mörg þessi vopn Jjóta og blóðuga skelfingasðgu. Mjög mikið er þar af herbúningum og herklæðum, hringofnum serkjum og pönsurum alls konar. En að þessu leytijafnast þetta vopnasafn þó varla á við safnið í Vínarborg; að minsta kosti eru þar skrautlegri herklæði, og er mjer einkum minnisstæð gull- rend brynja, Karls keisara fimta; hún jafnast á við herkiæðaiýsingarnar í riddarasöírun u m. Um kvöldið gekk jeg út í Sigesalle (sigurbraut); þaðer breiður skemtistígur og beggja vegna háar marmaramyndir, 32 að tölu. 2 af þessurn myndum (ef ekki fleiri) eru eftir myndasmið af íslenzkum ætturn, Harro Magnús- sen, sonarson Finns prófessors Magn- ússonar, en hann var bróðursonur Egg erts Óiafssonar. Hefur Vilhjáimur 2. látið reisa þar likneski af öllum fyrir- rennurum sinum, frá fyrsta greifan- um af Brandenborg og að föður sín- um, Friðriki keisara Þjóðverja; þar er kjörfurstinn mikii, Friðrik mikli og Vilhjálmur mikli, er Vilhjálmur hinn stórorði vill svo nefna láta, en óvíst ^hversu nafnið festist Svel við hann. Jeg settist á bekk þar sem jeg sá sigurevðjuna gnæfa við himin á sig- ursúlu sinni, sem þrígirt er gyltum karónum, rændum frá Dönum, Aust- urríkismönnum og Frökkum. Það sem jeg hafði lesið um Prússasögu hafði legið dautt í huga mjer, en nú færðist líf í það. Ruhmeshalle, Sieges- saule, Siegesalle! hvílíkt sigurhrós í í þessum orðnm. Og ekki að ástæðu- lausu. Höfðingjar Prússaveldis hafa í sannleika farið sigurbraut og það stórstigir. En hvilikur munur á Friðriki öðrum vini Voltaires, og Vil- hjálmi 2., sem stefndi hermönnum sinum saman með blæstri og bumbu- slætti fyrir framan háskólann, þar sem verið var að halda minningar- hálíð Schillers í vor; auðvitað til að lýsa vanþóknun sinni á þjóðskáldinu. Danir hugsa sumir með ugg og ótta til jötunsins fyrir sunnan, er svo heflr verið stórhöggur; en aldrei hefir hann hærra reitt til höggs en nú, og er ekki ólíklegt að hann muni einhversstaðar vilja ]áta niður koma. Sumir eru jafnvel hræddir um, að hinar ósigrandi hersveitir Þjóðverja muni vaða yflr Danmörk. áður en lýkur fyrsta tug þessarar aldar. Vilj- ann þarf víst ekki að efa. enda væri Danmörk einhver hin besta viðbót við keis.'iiaveldið þýska. En þar mundi nú líklega við rammari reip að draga, en eina smá- þjóð. Bretar sendu Érmarsunds deild- ina af flota sínum til Eystrasalts í haust, eins og kunnugt er; er talið að það hafl verið af svipuðum á- stæðum eins og þegar Ófeigur Járn- gerðarson setti hnefann á borðið fyrir Guðmund ríka forðum. Otí árangur- inn verður ef tii vill svipaður. Það hafði sýnt sig, að allur þýski tlotinn, sem komið hefur veiið upp af svo ærnu kappi og kostnaði. mundi eiga við ofurefli að etja þar sem er þessi eina deild hins tröllaukna herflota Bretans. Heíqi Pjetursson. Varnarþing í skuldamálum. Það þykir ástæða til að leiða at- hygli almennings að lögum 10. nóvbr. f. á. um varnarþing í skulda- málum. Þau koma í giJdi 23. fe- brúar þ. á., og fyrir skuld, sem stofnuð er upp frá þeim degi við fasta verslun lijer á landi, eða aðra heimilisfasta atvinnustofnun.á skuld- heimtumaður rjett á, ef liann vill, að stefna skuldunaut til greiðslu skuldarinnar fyrir gestarjett á þeim stað, þar sem verslanin er eða at- vinnustofnunin. Til þess að skuldamál verði eftir þessum lögum tekin fyrir á þeim slað.er skuldin er stofnuð á, eða með öðrum orðum: þar sem sú eða þær vörur eru teknar út, eða sú vinna er fengin, er skuldað er fyrir,—án tillits til þess, livort skuldunautur á heima í hinni sömu þinghá eða ekki, — og til þess að fara megi íram hjá sáttanefnd og stefna málinu beint fyrir gestarjett, þarf, að skuldin sje stofnuð við eða varan tekin út í fastri verslun, eða hjá heimilisfastri atvinnustofnun, hjer á landi, að skuldheimtumaður sje kaupmaður eða hafi á annan hátt atvinnu sína af viðskiftum svo sem lyfsali, bók- sali, veitingamaður, iðnaðarmaður, kostnaðarmaður blaðs, eða rits, og sama er að segja um aðra, sem líkt stendur á með. Þannig er það, að komi Skaftfellingur til verslunar á Eyrarbakka, og taki þar til láns vörur, eða Eyrbekking- ur fái að láni meðöl í lyfjabúð í Reykjavík, eða Bárðda'lingur hafi bein viðskipti við verksmiðju á Ak- ureyri, og sje eigi staðið í skilum með endurgjald, þá á skuldheimtu- maður rjett á, að stefna viðkom- andi skuldunaut fyrir gestarjett á Eyrarbakka, Reykjavik, eða Akur- ureyri. Aftur á móti er það efa- samt, að umgetin lög eigi við, eí t. a. m. föst verslun í Reykjavík sendir út farandsala til þess að bjóða vörur hingað og þangað um land og afhenda vörurnar aftur. Þá verður varla sagt, að skuldin sje stofnuð í Reykjavík, nema sjer- stök atvik liggi til, heldur á þeim stað, þar er samið er við farand- salann eða vörurnar afhentar. Lög þessi breyta að sjálfsögðu ekki þeirri reglu: að hver eigi við sinn sala. Þannig veita þau t. a. m. blaðamönnum eða verksmiðjum að eins rjett gagnvart beinum við- skiftaniönnum, þar á meðal útsölu- mönnum og umboðsmönnum, en ekki gagnvart þeim, er við um- boðsmennina skifta. Mál samkvæmt lögum þessum má eigi taka fyrir nema á sumar- mánuðunum (maí—október), og skal stefnu birta á lögheimili skuldu- nauts með 3 vikna fresti, ef það er innan sama lögsagnarumdæmis og fyrirtökustaðurinn, með 6 vikna fresti, ef það er utan lögsagnarum- dæmisins, en þó í sama landsfjórð- ungi, og með 9 vikna fresti, ef það er í öðrum landsfjórðungi. Ef manni er stefnt samkvæmt lög- um þessum fyrir skuld, sem hann veit, að ekki er til og máske ald- rei hefur verið til, þá er honum samt ráðlegra að mæta eða láta mæta eftir stefnunni, endamun varla hjá þvi fara, að dómur dæmi skuld- Iieimtumann til að greiða máls- kostnað, ef hann beitir þessum lög- um, en fær sjer ekltert dæmt ai' kröfu sinni. Það er engin ný nauðsyn, fram komin vegna þessara laga, að menn þurfi að hafa viðskifti sín við aðra sem glöggust, en þessi lög ættu að minna menn á, að gæta þess vand- lega í viðskiftum, þar sem það á við, að heimta reikninga, og kvitt- anir, hvenær sem eitthvað er borg- að, og geyma vel kvittanir sínar; og annað, sem vera má, að verði enn nauðsynlegra en áður, eftir að þessi lög koma í gildi, er þetta, að þess sje vandlega gætt, að þegar maður fær reikning frá viðskift- anda sinum, þá er skylt að gera svo fljótt sem kostur er á við reikn- inginn þær athugasemdir, sem mað- ur kann að hafa við hann. Að öðrum kosti má vera, að skuldu- nautur verði að greiða reikninginn að fullu, þótt einhverjir liðir hans sje þannig lagaðir, að þeir hefðu átt að falla burt, ef fundið hefði verið að í tíma. Hjer á það oft fyllilega heima: að segja til í tíma eða þegja síðar. Æi Gapons prests. Eftir sjálfan hann. Eftirfarandi saga skýrir mörg atriði i hinum merkustu viðburðum sem nú eru að gerast, stjórnarbyltingunni á Rússlandi. Gapon prestur er kunnur frá verkmannauppþotinu í St. Pjeturs- borg í janúar síðastl. ár. Nú lifir hann í útlegð og hefur hann ritaö æflsögu sina, sem hjer fer á eftir, fyrir frægt tímarit enskt, »The Strand Magasinet. I. Mig drej'mdi draum. Hópur af grimmum hundum sótti að risafer- líki, sem lá meðvitundarlaust á grúfu í forardíki. Húsbóndi hundanna stóð hjá og stjórnaði atlögunni. Hundarnir læstu tönnum í hold risans og sleiktu blóðið af sárun- um. Yfir flögraði hópur af krák- um, sem beið eftir bráðinni og færð- ist neðar og neðar. En nú sá jeg undarlega sjón. Blóðdroparnir úr skrokki risans urðu að vængsterkum örnum og skarpeygum fálkum, sem hófu sig upp í Ioftið og vildu verja hann. Þeir görguðu hátt til þess að reyna að vekja hann, fá hann til að rísa upp og kasta óvinunum af sjer. Lengi lá risinn í dvala. Loks stundi hann, opnaði augun til hálfs og hlustaði milli svefns og vöku á liáreystina, án þess að skilja hverju fram fór. Fuglarnir, sem höfðu fengið hann til að rumskast, voru nú komnir í blóðugan bardaga við liundana og krákurnar, en risan- um var enn ekki ljóst, hverjir voru vinir hans og hverjir óvinir. Loks vaknaði hann, rjetti úr sjer og reis á fætur. Var hann þá ekki smár á velli, en fötin hjengu i tusk- um utan á honum. Hann rjeðst nú vopnlaus móti hundaflokknum og húsbónda þeirra. Hundastýrir rak upp hvelt hljóð; kom þá alvopnaður dáti fram á sjónarsviðið, ljet skotin dynja á hlífarlausum risaskrokknum og gekk svo nær honum með beran byssustinginn. Risinn kendi sárs- auka og riðaði á fótum, en greip þó vopnið aí' dátanum og fleygði þvi langar leiðir. Svo leit hann á mótstöðumann sinn; varir risans titruðu og svipurinn varð dimmur; hann byrgði andlitið í höndum sjer og stóð eins og þrumulostinn. Hann sá að dátinn var enginn annar en sonur hans. En nú mintist risinn þess, að hann átti annan son, auðsveipan og tryggan son, sem yrkti jörðina og aldrei mundi bregðast föður sínum. En hvar var hann? Því kom hann nú ekki og hjálpaði? Rísinn leit í kringum sig og sá hann álengdar, sterkbygðanogmein- leysislegan, hlekkjaðan við plóginn, óhreinan og illa til fara, eins og föðurinn, þrælkandi til hagnaðar fyrir aðra, með bindi fyrir augum. Hann gat ekki lijálpað — ekki ennþá. Al'tur titruðu varir risans og heit tár runnu niður eftir kinnum hans. Jeg leit í andlit honum og virti hann iyrir mjer. Mjer fanst jeg sjá þar sambland af ótæmandi afli og algerðu umkomuleysi, — líkams- fegurð eyðilagða af óhreinindum, sterka limi svekta af svívirðilegri meðferð og vanrækslu. Jeg leit á blóðpollinn við fætur hans og á

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.