Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.01.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.01.1906, Blaðsíða 2
10 L0GRJE7TA. Utan úr löndum. Eftir Guðm. Björnsson lækni. I. Aumingjarnir í stórbæjunum á Englandi. Strit, sorgir, sjúkdómar, st.yrjaldir, áþján — það er ekki til neins að telja; mein mannanna eru óteljandi. Aumingjar stórbæjanna þekkja þau öll, þekkja öll mannanna mein, af eigin reynslu, og þeim ber öllum saman um, að eitt er þungbærast. Hungrið er þungbærast. Englendingar eru voldugust þjóð í heimi, ríkust, mentuðust. Þetta er orðið að máltæki. En vesælust skepna í mannsmynd er auminginn í úthverfum ensku stór- bæjanna. Hann fær enga vinnu, hann hefur gleymst þegar það boðorð var geflð, að sá sem ekki vildi vinna ætti ekki heldur mat að fá. Það hefur gleymst, að til geta verið menn, scm fá ekki að vinna þó að þeir vilji vinna. Yinnuleysið í Englandi er afskap- legt. Nú í vetur er það hryllilegt. Kunnugir menn segja að vinnu- lausa fólkið í stórbæjunum ensku skifti nú miljónum. í Lundúnaborg einni er það taiið í mörgum hundr- uðum þúsunda. Skömmu eftir veturnætur komu 6000 fátækar konur í einum hóp úr einu úthverfl bæjarins til þess að rekja. raunir sínar frammi fyrir æðsta ráðgjafa konungsins (Balfour); þær komu fölar, horaðar og nötrrndi í haustkuldanum, margar með smá- börn á handleggjunum, bláogskinin. Þær áttu allar sömu raunir að rekja — maðurinn vinnulaus, sultur á heimilinu. „Það á að bera okkur út á morgun, af því að við getum ekki borgað húsaleiguna"; .Jeg hefl barnið mitt á brjósti og jeg hefl ekki bragð að mat síðan í fyrradag"; „það er mánuður síðan maðurinn minn misti vinnuna, hálfur mánuður síðan við fórum að svelta". Ein voru allra, orð: Vinnu handa mönnunum okkar, brauð handa börnunum okkar. Þær fóru þess á leit. að þingið væii kaliað saman tii að finna ráð við vinnuleysinu. Og æðsti ráðherra ríkisins tók þeim vel; hann hlustaði á orð þeirra með athygli og það segja menn, að hann hafi brugðið litum. Hann sagðist kenna i brjósti um þær, en ekki sjá sjer fært að kalla saman þingið, ekki sjá önnur ráð en að — ieita sam- skota. Þar með var þessari áheyrn lokið. Konurnar fóru heim aftur í hungrið og ráðherrann fór heim aftur í alls- nægtirnar. En sveitin — fátækrastjórnin? Jú, þangað fara margir, fara í hin svonefndu vinnuhús (workinghouse) og eiga þa.r góða daga. En megnið af þessum hungraða her eru menn og konur, sem vilja vinna, vilja lifa frjálsu lífi, viija ekki fara á sveitina. Það var eitt sinn uin þetta leyti, í vökulok, hálfri stundu eftir mið- nætti, að vegur minn lá yfir Trafalg- artorg, stærsta og fegursta torgið í Vesturbænum, auðmannabænum. Þar kom jeg auga á ianga halarófu af manneskjum, sem stóðu í kringum Nelson’s-styt tuna, eins og þær væru bundnar á streng. Jeg vjek mjer nær og rendi augum yfir hópinn. Og það var sem jeg sæi vofur upp úr kirkjugarði, það var sem jeg sæi dauðra manna svipi; þeir stóðu þarna í rifnum ræflum sínum, álútir, nötr- andi, bláir og fölir! sami sálarleysis- blærinn yfir öllum andlitunum; því að langvint hungur deyðir líka sál- ina. En hvers voru þeir að bíða? Það fjekk jeg að vita daginn eftir. Þet.ta var litill hópur af aumingjun- um í Lundúnum, þeim sem ekkert húsaskjól eiga, en hafast við á göt- unum nótt og dag. Hjálpræðisher- inn gerir sitt til að seðja sárasta hungrið, hefur fengið sjer húsnæði í því skyni hingað og þangað í bæn- um, eitt nálægt Trofalgartorginu. Um miðnætti smala aumingjarnir sjer saman fyrir utan þessa skála — lögreglan hjálpar til — svo er þeim hleypt inn í smáhópum. Þeir fá hver um sig súpu í skál og brauð- bita., og þeir fá að halla höfði fram á borðið og blunda fjórðung stundar. S.yo verða beir að fara út, til þess að hinir komist að, og hýma það sem eftir iiflr nætur á dyraþrepum og stjettasteinum. Það er erfitt að segja hversu margt manna í London er húsnæðislaust og liggur úti, en oft mun talan vera talsvert hærri en íbúatala Reykjavikur. Skömmu eftir kvennagönguna hóf- ust samskot í stórum stýl. Alex- andra drotning er annáluð fyrir brjóst- gæði; hún varð fyrst til að gefa og gaf 36,000 kr. Síðan hefur safnast stórfje. En hvað gagnar það til frambúðar? Alls ekki. Það vita allir. íhaldsmenn hafa nú ioks hröklast úr völdum og frjálslyndi flokkurinn hefur tekið við stjórnartaumunum. Henry Carnpbell-Bannermann er orð- inn forsætisráðherra. En jeg hef ekki heyrt nokkurn Englending vænta þess, að frjálslyndi flokkurinn muni ráða bót á vinnu- skortinum og sultinum. Gainli Chamberlain er eini mað- urinn, sem þykist vita ráð, það ráð, að tolla ýmsa innflutta vöru; þá eykst iðnaður í landinu, segir hann, og þá verður til vinna handa þeim sem nú eru vinnulausir. Chamberlain er enn í minnihluta og honum litlum, en hann segir svo: Jeg og mínir menn, við vitum hvað við viljum; við viljum gera stórbreyt- ingu á þjóðarbúskapnum, þjóðinni til þrifa. Þeir frjálslyndu vita ekki hvað þeir vilja, vilja bara bola sjer að. Lofum þeim að komast að. Það stendur ekki lengi. Og það er líka svo að sjá, sem allir búist við því, að Englendingar muni innan skamms aðhyllast póli- tík Chamberlain’s. II. Kirkjan á Frakklandi. Frakkar eru flestir kaþólskir — að nafninu til. Einu sinni var franska þjóðin vóld- ugasti vörður kaþólskunnar — páf- arnir kölluðu hana óskabarn kirkj- unnar. En nú er öldin önnur. Trúarbragðakensla er afnumin í barnaskólunum. Munkar og nunnur eru rekin úr klaustium sínum, eí þau vilja ekki lúta landsstjórninni um skipulag í fjelagsskap sinum. Ríkið slær eign sinni á alt kirkjufje. Prestar verða hjeðan af að lifa á bónbjörgum. Rjett fyrir skömmu, 6. dag desem- bermánaðar, hálfri stundu eftir mið- aftan, gerðist sá merki atburður að kirkja og riki voru skilin að lögum. Á þeirri stundu samþykti efri deild franska þingsins (senatið) lögin um aðskilnað ríkis og kirkju, samþykti þau óbreytt eins og þau komu úr neðri deild þingsins (chambre des députés); og atkvæðamunurinn varð býsna mikill í senatinu, 181 atkvæði móti 102. Það er sagt að guðs vegir sjeu ó- rannsakanlegir. Það er víst, að trúarlíf þjóðanna er mjög erfitt rannsóknar, torskilið, dularfult. Víða í lúþerskum löndum riður ka- þólskan sjer óðum til rúms, en víða í kaþólskum löndum fer henni óðum hnignandi. Það var sunnudagsmorgun, fyrsta sunnudaginn minn í Paris; þegar jeg kom út þótti mjer sem annaðhvOft hlyti jeg eða bærinn að hafa ruglast í dagatalinu: Allar búðir stóðu opnar, öll veitingahús opin, vinnuvagnar á fleygiferð um göturnar. Og mjer kom til hugar að gá að því, hvort kirkjurnar væru þá líka opnar. Maríukirkjan (Notre Dame) er stærst og fegurst af kirkjunum í París — þangað reikaði jeg. Það var um miðja messu. Á torginu fyrir framan kirkjudyrn- ar voru menn að vinna að vegabót- um rjett eins og á rúmhelgum degi. Inni í kírkjunni var fátt manna — tómt hús að heita mátti — og jeg er þess fullviss, að meir en helming- urinn af kirkjugestuuum voru ekki kaþólskir menn heldur, eins og jeg, komnir í forvitniserindum. Mjer er sagt að á aðfangadags- kveld sjeu mjög margar búðir opn- ar fram að miðnætti; þá hefst inessa í kirkjunum og þá þyrpist fólk- ið þangað til að skemta sjer. Annar í jólum er rúmhelgur dagur. Kirkjulífið er álíka aumt og blakt- andi hjer eins og á íslandi. En munurinn er sá, að menn hræsna minna hjer en þar. Prh. Þýðingarmikill fundur. Mánudaginn hinn 8. þ. m. hjeldu bændur úr Rangárvallasýslu og Ár- nessýslu rnikinn fund með sjer að Þjórsárbrú. Voru þar saman komnir margir helstu og bestu búendur úr nefndum sýslum til þess að ræða það, á hvern hátt þeir mættu kom allri verslun þar í sýslunni undir sig sjálfa, og auk þess var með miklum hug rætt um stofnun slátrunarhúss hór í Reykjavik, eða við bæinn. Fundurinn byrjaði nokkru eftir há- degi á því, að Sigurður ráðunautur Sigurðsson flut.ti fróðlegan fyrirlestur um almenna samvinnu í verslunar- málum og um kaupfjelög. Þökkuðu menn honum alment fyrir lesturinn og hófust, síðan umræður, sem brátt snerust að slátrunarhússmálinu, með því að fundarmönnuin þótti það liggja nær til úrslita. Urðu umræðurnar helst um það, hvort hið vænta.nlega slátrunarhús ætti að stofna sem hluta- fjelag eða á samvinnugrundvelli, og voru flestir á þeirri skoðun, að sam- vinnufjelag væri heppilegra.; tóku menn það alment fram í ræðum sín- um, að hjer væri eigi tilgangurinn sá, að mynda neinn hring eða annaðþví um likt, er ráða skyldi verði á kjöti í Rvík, heldur væri svo mikill slátr- unarfjelagsskapur miklu fremur bygð- ur á því, að geta sent betri og vand- aðri vöru til útlanda, verkað skinn og yíir höfuð að koma kjötversluninni í eðlilegra og notadrýgra horf en hing- að t.il. Eptir umræðurnar var kosin nefnd til þess að undirbúa mál þetta og koma með tillögur sínar og voru þessir kosnir: Ágúst Helgason, Birt.ingaholti; Sig- urður Guðmundsson, Helli; Vigfús Guðmundsson, Haga og Þórður Guð- mundsson, Hala. — Auk þessara eirm eða tveir varamenn. Síðan var tekið til umræðu hið al- menna verslunarmál og var á að heyra, að hjer væru allir á eitt sát.tir; áhuginn mjög mikill, og má víst bú- ast við því, að endirinn á þessu verði sá, að stofnuð verða smá-samvinnu- fjelög, sem ná yfir einn eða fleiri hreppa eftir því sem til hagar, og öll- um smáfjelögunum síðan slengt saman svo að keypt verði inn fyrir öll í einu. Nefnd var einnig kosin til að und- irbúa þetta mál, og sitja í henni r Eyjólfur Guðmundsson, Hvammi; Skúli Skúlason, Odda; Kjartan Helga- son, Hrnna og Eggert Benediktsson, Laugardælum. — Auk þessara tveir varamenn og einn úr Vestur-Skafta- fellssýslu, sem enn er ókosinn. Það er víst óhæt.t að segja, að þessi fundur er eitthveit hið þýðingarmesta spor í áttina til þess að koma hinni ísr lensku bændastjett upp úr þeirri deyfð,. sem hún um langan aldur hefur átt við að búa. Hjer kom fram dugnaður, þol og þrek hjá mörgum manni, og lýsti þetta sjer ekki, eins og oft áður, í hroka og digurmensku einstaklingsins, held- ur í þvi, að allir voru sammála um, að verja fjöri sínu í þarfir heildarinn- ar og vera ekki lengur eins og stirðir staurar að glíma :— mest við sjalfa sig. Líf og fjör var allan daginn í umræðunum og skildu menn fyrst þegar liðið var fram undir miðnætti. Með þessum fundi og öðrum slík- um vex bændum fiskur um hrygg; tortrygnin týnir lífinu, en trúin á landið og landa tekur víð. r Utlendar frjettir. Byltingin á Rússlandi er nú orð- in óstöðvandi. Witte hugðist um tíma í haust geta komið stjórnar- farsbreyting friðsamlega á, en reyndin ætlar að verða önnur. Menn treysta illa heitorðum keis- arans og byltingamenn heimta nú öllum kröfum sínum fullnægt við- stöðulaust. Föstudaginn 22. des. hófst alment verkfall um alt land. Rjett fyrir jólin, á Þorláksmessu, varð ákaft uppþot í Moskwa; rjeð- ust uppreisnarmenn á húsakynni bæjarstjórnarinnar, en hermenn voru sendir til varnar þeim og voru uppreisnarmenn skotnir nið- ur svo þúsundum skifti. Virki höfðu þeir gert sjer þversum stræt- in, en þau voru skotin sundur og saman með fallbyssum. Allt að 6000 manns er talið að farist hafi í þessu uppþoti, en miklu fleiri særst og meiðst. — Síðan hefur allt verið í uppnámi þar í borg- inni; þó segja hraðskeyti frá 4. þ. m. að óspektirnar þar sjeu i rjen- un. Eystrasaltsfylkin eru öll í upp- reisn og er nú herlið senl frá Pjetursborg til þess að kæfa hana niður. Hið nýja þing Rússa á nú inn- an skams að koma saman. Ný lög eru komin í gildi í Eng- landi, sem hefta innflutning ann- ara þjóða i landið, og hefir þeim þegar verið beitt gegn nokkrum innflytjendum frá Hamborg og þeir gerðir afturreka. Ameríkumaður, Wellmann að nafni, ætlar i vor að reyna að komast til norðurheimskautsins á loftfari; er nú verið að smíða það í París og ætlar hann að leggja upp frá Spitsbergen. "" Nóbelsverðlaununum var úthlut- að 10. des. síðastl. og hlutu pess- ir: Bertha von Suttner barónessa, austurríksk skáldkona, friðarverð- launin; F. Lenard, háskólakennari í Kiel, eðlisfræðisverðlaunin; Adolf von Bayer, háskólakennari í Munc- lien, efnafræðisverðlaunin; Robert Koch, þýskur læknir, læknisfræðis- verðlaunin; Henryk Zienkiewicz,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.