Lögrétta

Issue

Lögrétta - 14.03.1906, Page 2

Lögrétta - 14.03.1906, Page 2
LOGRJETTA. 46 Lögrjetta kemur út á hverjum Miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minnst 60 blöð alls á ári. Verð: 3 kr. érg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl, 10*/*—11 árd, og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arin- björn Sveinl)jarnarson, Laugaveg 41. á Gautl., Einars í Nesi, sr. Bene- dikts í Múla, og er jeg viss um það, að enginn fundarmanna hefur kent þá við klíku-nafn. Eins og rangfærslan með fund- ardagana, þannig eru hinar aðrar frásagnir í greininni, junist rang- hermi eða þá sleggjudóinar. Hvað segja nú annars heiðvirð- ir menn og ritstjórar um svona lagaðan rilhátt eða frjettaburð? Er það ekki nóg að misþirma mannorði þeirra, sein uppi standa, þó að ekki sje farið að draga inn í deilurnar minningu látinna merk- ismanna, í þeim eina tilgangi, að misbjóða henni líka ? Rvík. 11. marz 1906. Arni Jónsson. Pjárkláðinn. I hrjefi úr Steingrímsfirði, skrif- uðu 21. f. m., segir svo: »Hjeðan er ein frjett vond og hún er sú, að fjárkláðinn er kominn með krafti á 3 bæi á Selströnd, ef ekki fleiri. Verið að skoða á Kleifum í dag og það með þeim árangri, að finna kláðavott á tveimur kindum, en 10 kindur eru með kláða á næstu bæjunum og honum mögnuðum í sumum, svo að líf þeirra er í veði, ef ekki er læknað. Enginn getur gert nokkra grein fyrir, af hverju kláði þessi stafi, svo framarlega sem kenningar Myklestads sjeu rjettar. Maðurinn, sem baðaði, er vand- virkur, skynsamur og í alla staði heiðarlegur maður, og allir bera honum besta vitnisburð að því cr þetta verk snertir. Hitt er nrjer ekki eins kunnugt um, hvort bændur þeir, sem kláðinn kom upp hjá, liafa nákvæmlega fylgt fyrirskipuðum reglum eflir baðanirnar. Þó ímynda jeg mjer, að þar liafi ekki borið meira út af leið en víða annars- staðar, ef nokkuð hefur verið, sem jeg veit ekkert um. Svo er þetta með tímann. Það er baðað snemma í desember 1904, en frá því og þar til nú í febrúar 1906 finst enginn kláði, og nú eru 10 kindur á tveim bæjum, Hafnarhólmi ogGautshamri, með verulegum kláða, er orðinn er magnaður í sumum, og í dag finst vottur í 1 eða 2 kindum á Kleifum. Og allar þessar kindur eru lömh, sem liafa fæðst eftir að allur kláða- maur hefði átt að vera dauður eftir kenningu kláðafræðinganna, og eng- in kind, sem böðuð var, eða þá var tii, hefur fundist með kláða. Það liggur næst að halda, að húskof- arnir geti smittað vetur eflir vetur, en það stríðir víst á móti kláða- fræðinni. — Von er á Birni Guð- mundssyni baðstjóra og bíður hans aðgerða um frekari ráðstafanir gegn kláðanum, en baðmeðul eru hjer nú hvergi nálæg«. Þetta brjef hefur »Lögr.« sýnt hr. Myklestad og beðist álits hans á málinu. Hann segir, að þótt lifandi maur kynni að hittast þarna norður frá á stöku kind, þá geti ekki komið til nokkurra mála, að um reglulegan ljárkláða geti verið að ræða í öllu því Qe, sem brjefið talar um. Skýrslur, sem nú sjeu komnar til stjórnar- ráðsins frá fjárskoðuninni í desem- ber, segi þarna engan kláða. Þar sem sagt sje, að allar þessar sýktu kindur sjeu lömb, sem fædd eru nál. 6 inánuðum eftir að böðun fer fram, sje það víst, að svo framar- lega sem á þeim finnist reglulegur kláði, þá hafi þau sýkst af full- orðnu fje, sem illa hafi verið baðað, og finnist það fje ekki nú, þá hafi því verið slátrað í haust. Hann þvertekur fyrir, að lömbin hafi getað fengið á sig maur úr húsum eða haga, því að í húsaveggjum geti maurinn ekki lifað ncma i mesta lagi 14 daga. Hann gat þess, að útbrot í fje gætu líkst svo mjög kláða, að erfitt væri fyrir óvana að gera greinarmun þar á. Annars kvaðst hann ekkert ákveðið geta um þetta sagt fyr en hann fengi fregnir frá Birni Guðmundssyni bað- stjóra, sem nú er á leið norður. Frjettir hafa einnig komið um, að kláði hafi fundist í Lönguhlíð í Skriðuhr. í Skagafjs., en ótiltekið í hve mörgu fje, og á Þverá í Vind- hælishr. í Húnavatnss., í 3 kindum. Strandmannaskýli Tliomsens konsúls. Þær nánari upplýsingar hefur »Lögr.« fengið hjá Thomsen kon- súl um strandið 18. f. m., að kl. 5a/i um morguninn stóð skipið fast. Það var hjer um bil 4x/2 mílu frá strandmannaskýlinu. Mennirnir komust ekki í land fyr en siðari hluta dags; kl. 4 lögðu þeir á stað til að leita skýlisins. Fæði höfðu þeir ekkert með sjer. 6—8 stiga frost var og hvass vindur. Urðu þeir að vaða yfir nokkrar vatna- kvíslar á sandinum og voru því mjög votir. Ekki náðu þeir skýl- inu um kvöldið og lágu því úti um nóttina. Húsið stendur á hæð og sáu þeir það í U/2 mílu fjarlægð. Strax og þeir komu þangað hituðu þeir te og suðu kjötsúpu. Voru öll mat- væli, sem Thomsen hafði lagt fyrir í húsinu, þar vel geyind. Nú á að flytja þangað nýjan vistaforða og auk þess galv. járn til að klæða þak og veggi, og á hús- ið að verða rauðmálað, til þess að það sjáist sem best álengdar. Vista- forða á nú að leggja þar handa 15 mönnum í 15 daga. t Jónatan Þorláksson, fyrrum bóndi á Þórðarstöðum í Fnjóskadal, andaðist 9. febr. þ. á. á Öngulstöðum í Eyjaíirði, hjá Jóni bónda syni sinum, er þar býr, rúmra 80 ára að aldri. Hann fæddist á Þórðarstöðum 3. des. 1825 og dvaldi þar alla sína löngu æfi, nema síðasta árið. Hann var gáfumaðnr og fyrir nokkrn orð- inn þjóðkunnur fyrir sagnafróðleik sinn og ættfræði. Hafa stöku sinn- um komið á prent sagnaþættir eftir hann, en allmikið mun hann hafa átt af handritum, einkum snertandi ættfræði. — Bókasafn átti hann og meira en bændur eiga að jafnaði til sveita og allmargar fágætar bækur. Hann hafði safnað nokkru af forn- menjum og verndað frá glötun, með því hann hafði yndi af öllum forn- um fróðleik, enda var liann flest- um betur að sjer í sögu lands þessa og ættfræði. Á ábýlisjörð hans er skógur mik- ill, og hefur hann vaxið mjög um hans daga, því hann Ijet sjer eink- ar ant um hann, — svo ant, að hann forðaðist að nota hann til sauðtjárbeitar, hversu hart sem var um jörð. Hann var sannur ættjarðarvinur, en einkum unni hann dalnum sín- um, og lagt hafði hann fyrir, að lík sitt yrði flutt til greftrunar að sinni gömlu sóknarkirkju á Illuga- stöðum. Jónatan heitinn var mikill á velli, fríður sýnum og liinn höfðingleg- asti, bar sterka sál í sterkum lík- ama. Svipur hans var hreinn og göfugmannlegur, enda var hann jafnan mjög vel látinn og þótti sómi sveitar sinnar og stjettar. Hann var tvíkvæntur og á 4 sonu á lífi. Mynd af Jónatan og æfi- ágrip hans er í »Sunnanfara« (II. ári, 7. tbl.) Á. G. Æfi Gapons prests. Eftir sjálfan hann. (Frh.). ----- Á leiðinni til höfuðstaðarins kom jeg í hið fræga klaustur Troitsky- Lavra, sem pílagrímar streyma til frá öilum hjeniðum Rússlands. Stofn- andi klaustursins var hinn heilagi Sergíus frá Radónyesj, og eru líkams- leyfar hans þar enn geymdar. Hafði Illaríon biskup beðið mig að koma þarna við og biðjast þar fyrir. Jeg hafði reyndar, þegar hjer var komið, mist alla trú á líkamsleyfum helgra manna, en samt sem áður fann jeg hjá mjer knýjandi löngun til þess að falla á knje frammi fyrir þessum dýr- lingi, því mjer fanst hann hafa lifað samkvæint þeirri hugsjón sem jeg elskaði mest. Hann hafði ávalt reynt að breyta samkvæmt kenningu sinni. Hann var ekki einn af þessum helgu mönnum, sem einangra sigáafskekt- um eyðimörkum. Kenning hans var um elskuna til náungans. Sjálfur elsk- aði hann mennina, gaf fátækum al- eigu sina og lifði miög sparlega. Hann prjedikaði fyrirgefning ogfyiir- gaf sjálfur. Sannarlega var hann helg- ur maður og einlægur föðurlandsvin- ur. Fyrir hið síðarnefrida elskaði jeg hann enn meir. Hann blessaði Di mitrí Donskví, furstann mikla, áður hann lagði nt í striðið til þess að frelsa ættland sitt unda.n oki Tartara, og hann fjokk furstanum til fylgdar tvo af munkum sínum, er hann treysti hest, og urðu þeir siðan báðir ein- hverjir hinir mestu hernaðargarpar þeirrar aldar. Þarna í klaustrinu er klukka sú, sem er allra klukkna stærst í Rúss- landi. Þegar jeg nálgaðist það, heyrði jeg óm hennar, og fanst mjer sem jörðin Ijekiáþræði undir fótum mjer. Jeg gekk inn í kirkuna fullur lotn- inaar fyrir hvílustað hins ágæta manns, ætlaði stiax að ná til skrínis hans og kasta mjer þar á knje. En rjett í því kom erkibiskupinn frá Moskvu, Vladímír, inn i kirkjuna og fylgdi honum mikil sveit. æðri og lægri klerka. Biskupinn var blátt áfram, en mjer hnikti við, er jeg sá, hve prestarnir og munkarnir, sem fylgdu honum, voru vambviðir og sællegir. Biskupinn hóf nú kvöldmessu dýr- lingnum til dýrðar, og prestarnir hneigðu sig og signdu sig eftir þvi sem við átti, en þess á milli sá jeg, að þeir stungu saman nefjum, og heyrði þá skjóta spurningum hvern til annars. Helgiathöfnin hafði sýni- lega enga þýðingu í þeirra augum. Þetta hafði ill áhrif á mig, svo að að jeg gat ekki beðið guðsþjónustuna til enda og fór út úr kirkjunni, án þess að falla til fóta dýrðlingnum, því mjer fanst það guðlasti næst, að á- varpa hann í augsýn þessara feitt- brosandi Farisea. Þegar jeg kom heim, beið min þar fregnskeyti með þá tilkynning, að uppeldisnefnd helgu synódunnar ætl- aði að tveim dögum liðnum að taka umsókn mína til athugunar og úr- skurðar. Jeg varð því að flýta mjer. Höfuðborgin reyndist mjer alt, öðru- vísi á að lita en jeg hafði búist við. Jpg hafði hugsað mjer, að jeg kæmi inn í gríðarstóra verksmiðjuborg, fulla af kolareyk, þoku og lyki; og íbú- arnir hjelt jeg væru fölir, magrir og ta'ugaveiklað'r a,f óeðlilegum lifnaði. Jeg kom til borgarinnar á sólbjðrt- um júlidegi, þegar götulífið er sem glaðlegast og fjörmest. Það var síð- ur en svo, að fólkið, sem jeg sá þarna fyrsta daginn, liti út fyrir að vera kúgað eða óánægt; það var þvert á móti miklu glaðlegra og hraustlegra en fólkið heima í Poltava. Húsin þóttu mjer tilbreytingalitil og fanst þau öll helst líkjast stórum her- mannaskálum. Þeir eru þar7 lika ó- fáir til og frá um borgina, og alls- staðar var fult af hermönnum og lögregluþjónum. Heimboðið. Um heimboð konungs og ríkis- þingsins til alþingis, sem skýrt er frá í fremstu greininni hjer í hlað- inu, fer danska blaðið »Pólitíken« þessum orðum: —»Sú ráðagerð, að bjóða Al- þingi íslendinga til heimsóknar í Danmörku, hefur fengið fylgi allra flokka í Ríkisþinginu. Væntan- lega verður því tekið með sama velvilja af öllum flokkum Alþingis ..... Samfundirnir gefa gott tæki- færi til þess að ræða um, hvort þörf sje enn á nýjum stjórnlaga- breytingum, ogyfir höfuð, hvað gera megi til þess að sambúðin nrilli hinna fjarlægu ríkishluta verði sem happasælust. Sje það rjett, að Friðrik konung- ur eigi sjálfur uppástunguna um þetta, þá er full ástæða til þcss að óska honum til hamingju með svo góða hugmynd....... Krónan er einmitt sambandsliðurinn milli Is- lands og Danmerkur, og það er ekki nema fagurt og eðlilegt, að sá sem krónuna ber gangist fyrir samfund- um hinna tveggja fulltrúaþinga rík- isins. Vera má, að fyrirmynd þessarar heimsóknar frá íslandi sje að finna í innbyrðis heimsóknum þingmanna Frakka og Englendinga og Frakka og Skandínava nú á síðustu tímum. Það hefur margt fallegt verið sagt um þessar innbvrðis heimsóknir. En allar ástæður, sem mæla með slík- um samfundum, verða enn veiga- meiri þegar um er að ræða tvö full- trúaþing, sein standa í eins nánu sambandi og þing Dana og íslend- inga. Menn gætu þvi jafnvel undr- ast yfir, að hugmyndin skuli ekki liafa komið fyr fram. En ein- hverntíina verður alt fyrst — —«

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.