Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 30.05.1906, Side 2

Lögrétta - 30.05.1906, Side 2
102 LÖGRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum Miö- ▼ikudegi og auk þess aukabiöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 3 kr. Arg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddag: 1. júlí. Skrifstofa opin kl, 101/*—11 árd, og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arin- björn Sveinlíjarnarson, Laugaveg 41. því mjög mikilsverðan ljetti, efdóm- ari gæti verið með varðskipinu, svo gera mætti tafarlaust út um málið, einkum þegar svo stendur á, að aíli er ekki gerður upptækur og ekki þarf að flytja hann til lands. Virðist mjer sú tillaga góð, svo framarlega sem hún kemur ekki í bága við almennar rjettarfarsregl- ur, og vert væri, að hún væri tek- in til íhugunar. Eg hygg, að þessi bæklingur hafi einkum verið gefinn út til þess að færa dönskum löggjöfum heim sann- inn um það, að fullþörfhafi verið á því, að smíðað væri sjerstakt varðskip fyrir ísland, en hann er þess vel verður, að íslenskir lög- gjafar, sýslumenn og aðrir, er hlut eiga að máli, kynni sjer hann. Og höt á þakkir skilið fyrir hann. Fyrst vjer nú höfum fengið sjer- stakt varðskip, þá er mikið í það varið, að samvinna geti orðið sem mest milli þess og landsmanna, þeirra er hlut eiga að máli. Jeg efast ekki um, að foringjar skips- ins og skipshöfn yfirleitt vilji gera sína skyldu eftir mætti og láta sem mest gott af störfum skipsins leiða, og þá er það ekki síður skylda vor, að aðstoða skipið eftir föngum, og jeg tel víst, að allir, sem hlut eiga að máli, vilji gera það. En alþýða getur oft verið í vafa um, hvað helst megi gera til gagns og væri því full þörf á því, að prentuð væri leiðbeining og útbýtt meðal fiski- manna.og ætti þá best við,að stjórn- in hlutaðist til um það og fengi for- ingja varðskipsius til að frumsemja hana, því hann má best vita, hvað almenningur getur helst gert varð- skipinu til aðstoðar og um leið sjálfum sjer til gagns. Bjarni Sœmundsson. Xirkjumálaneþtðin. Fækkun prestakalla. „Lögrjett.a“ hefur áður (í 16. tbl.) flutt yfirlit yfir gerðir kirkjumála- nefndarinnar. Þar er þess getið, að nefndin leggi til, að prestakölium sje fækkað um 30, úr 142 í 112, en að tveir prestar þ.jóni Reykjavíkurpresta kalli. Verða þá prestar als 113. Þau prestaköll, sem , nefudin vill leggja niður, eru þessi: Hjaltastaður, Klippstaður, Stöð i Stöðvaifiiði. Bjarnanes, Ásar í Skaft ártungu, Meðallandsþing, Eyvindar- hólar, Haltaþing, Ólafsvellir, Gaul- verjabær, Selvogsþing, Lundur í Borg- arfirði, Gilsbakki, Hjarðarholt, Skarðs- þing, Gufudalur,Dýrafjarðarþing,Vatns- fjörður, Staðarbakki, Undirell, Hof á Skarðströnd, Ríp, Goðdalir, Vellir, Saur- bær i Eyjafirði, Gienivík, Þöngiabakki, Lundarbrekka, Heigastaðir, Fjallaþing. Þessum prestaköllum er svo rað- stafað þannig: Hjaltastaður (með Eiðasókn) legst i til Kirkjubæjar og fylgir því 200 kr. uppbót á brauðinu. Klippstaðarsókn legst til Dverga- steins, en Húsavíkursókn til Desjar- mýrar. Stöð í Stöðvarfirði legst til Eydala. Bjarnanessókn legst til Stafafells, en Einhoitssókn til Kálfafellsstaðar. Prestssetur þó ákveðið í Bjarnanesi, en ekki á Stafafelli. Ásar og Meðallandsþing sameinast Þykkvabæjarklaustri. Þetta brauð á að fá erfiðleikauppbót. Eyvindarhólar sameinast Holti und- ir Eyjafjöllum. Holtaþingum er skift: Árbæjarsókn legst til Kálfholts, en Marteinstungu- og Hagasóknir til Landsprestakalis og sje prestssetur þá flutt frá Fellsmúla. Ólafsvellir leggjast til Stóranúps, en Skálholtssókn til Torfa.staða og sje það brauð þá bætt upp með 200 kr.. en kirkjum fækkað um eina, svo að þær verða þar 4. Gaulverjabæjarsókn skiftist þann- ig, að Villingaholtssókn iegst til Hraun- gerðis, en Gaulverjabær til Stokks- eyrar. Selvogsþing skiftast og fær Arnar- bæli Strandasókn, en Staður í Grinda- vík Krísuvíkursókn. Lundsprestakall í Borgarfi.iði legst óskift til Hestsþinga. Gilsbakkaprestakall skiftist og fær Reykholt Gilsbakkasókn, en Hvamm- ur i Norðurárdal Síðumúlasókn. Hjarðarholt sameinist Suðurdala- þingum. Þeirri stækkun fylgir upp bót. Skarðsþing skiftist þannig, að Stað- arhóll fær Skarðssókn, en Helgafell Dagverðarnessókn. AfturleggistGarps- dalssókn frá Staðarhóli til Tröllatungu. Gufudalur legst til Staðar á Reykja nesi og fylgir 200 kr. uppbót. Seiárdalssprestakail skift.is þannig, að Selárdalssókn legst til Otradals. en Stóra-Laugardalssókn sameinast Pat- reksfirði og nefnist það prest.akail Eyr- arsókn. Dýrafjaiðarþing skiftast þannig, að Mýra- og Núpssóknir leggjast til Sanda og heiti það prestakall Dýrafjörður og fái 200 kr. uppbót; en Sæbólssókn leggist tii Holts í Önundarfirði. Hóissókn i Bolungarvik sameinist Stað i Súgandafirði og sitji prestur- inn í Hólssókn. Prestakailsnafnið „Eyri við Skurulsfjörð". (frá því kalli er Bolungarvík skilin) leggÞt uiður, en i staðinn komi ísafjarðarpresta- kall. Vatnsfjörður leggist til Kirkjubóls þinga og sitji prestur á Melgraseyri. Því brauði er ætluð 300 kr. uppbót. Staðarbakki legst til Meistaðar. Undirfell legst tii Þingeyrarklaust- urs. Hof á Skagaströnd legst til Hösk- uldsstaða, en frá þeim tekst Holta staðasókn og legst til Bergstaðakalls og sitji þá prestur þess kalls á Ból- staðarhlíð eða þar í grend. Goðdalir sameinast Mælifelli og Ríp Reynistað. Vallaprestakall skiptist og legst Vallasókn ti) Tjarnar í Svarfaðardal, en Stærraársskógssókn til Möðruvalla- klausturs og fylgir þar 150 kr. uppbót. Saurbær í Eyjafirði sameinist Grund- arþingum pg sje kirkjumíþeim presta- köilum fækkað úr 7 í 4. Grenivík og Þönglabakki, að frá- skildri Brettingsstaðasókn, leggjast til Laufássprestakalls 'og fylgir þar 200 kr. uppbót. Brettingsstaðasókn fær Háls í Fnjóskadal og með henni 300 kr. uppbót. Lundarbrekka legst til Skútustaða og fylgir 200 kr. uppbót. Helgastaðir leggjast til Grenjaðar- staðar. Fjallaþing skiftast og fær Hofteig- ur Möðrudalssókn, en Skinnastaðir VíðirhóJssókn. Nýjar bækur. ,,An(latrnin“ krnlin. Tala eftir Ágúst Bjarnason, flutt í Rvík s/4 1906. 38 hls. Verð : 35 au. Þetta kver ættu þeir allir að iesa, sem ekki hafa iátið andatrúarumtalið eins og vind um eyrun þjóta. í því er fremst, stutt ágrip af sögu „spíritismans". Sú hjátrú hefur verið tiJ frá alda öðli, að andar dauðra manna geti átt mök við þennan heim, geti valdið ýmsum andlegum og lík- amlegum fyrirbrigðum. Þvi hefur til dæmis verið trúað hjer á landi til skamms tíma, að dauðir menn geti birst lifa.n di mönnum bæði í vöku og svefni, að þeir geti „gengið aftur“ og jafnvel drepið bæði menn ogskepn- ur, enda væri hægt að „vekja þá upp“. Hin nýja hjátrú — andatrú in — er ekki eins agaleg; þvi er nú trúað, að andar dauðra manna geti hlaupið í borðlappir eða skotist inn í lifandi manneskjur, talað með tungu þeirra og skrifað með höndum þeirra. Á i' iðöldum var því trúað, að djöfl- ar gætu sest að í mönnum og urðu þeir þá djöfulóðir; þá voru það djöfl- ar eða illir andar, sem þutu í fólkið; nú eru það sálir dauðra ma.nna eða meinlausir andar. Þó kemur það fyr- ir, að lyga-andar — illir andar — skjóiast í miðla andatrúmanna, að því er þeir sjálfir segja, svo að mun- urinn á gömlu og nýju er hjer býsna lítill. Þá er það, eins og fyr var sagt, fullkunnugt, að fyrrum gengu dauðir menn Ijósum logum; — hjátruin var svo sterk, að fjöldi manna þóttist sjá dauðra manna svipi (meinlausa anda), afturgöngur eða drauga (illa anda). Andatrúmenn þykjast og nú stund- um sjá anda sína og enda geta tekið myridir af þeim. Sama trú. en nýt.t nafn. i bæklingnum er nú stuttlega skýrt frá öllum þessum „dularfuliu fyrir- brigðum" ; þar er lýst borðdansi, sál • rita, miðlastörfum, bæði talmiðlum og ritmiðlum, andabirtingum, andaljós- myndum 0. s. frv.; þar er og gerð grein fyrir því, að sannast hefur um allflesta frægusfu miðlana, að þeir hafa riotað sjer hjátúna til þess a.ð beita menn svikum. „Hver einn og eiriasti miðill öndunga., sem nokkuð kvað að og var of „ „forhertur í synd- inni ““ til þess að hætta prettum sín- um nógu tímanlega, hefur verið af- hjúpaður". Að lokum skorar höfundurinn á andatrúmenn hjer, að láta óvilhalla menn „sem bera gott skyn á sálar leg fyrirbrigði", rannsaka íslensku miðlana. þá Indriða og Guðmund. Honum muri ekki grunlaust um, að þeir kynnu þá að verða „athjúpaðir“, líkt og stjettai bræður þeirra utan- lands. En vjer teljum ekki líklegt, að anda- trúmenn vorir verði við þessari á- skorun. Oss er kunnugt um, að einri andatrúarmaðurinn sagði lækni hjer í bærium frá því, að hann hefði verið við, þá er andarnir tóku handlegg af Iudriða eða afholdguðu handlegginn. Læknir kvað engan efa á þvi, að þar hefði Indriði beitt þá brögðum, og sagði, að sjer mundi verða lítið fyrir að finna handlegginn og láta hann aftur 1 ermina, ef hann fengi að vera viðstaddur þetta fyrirbrigði, en gat þess tiJ um leið. að andarnir (0: Ind- riði) mundu aldrei leyfa þetta, aldrei þora að láta hann vera við þessa íþrótt. Andatrúmaðurinn spurði lækninn, hvort hann mætti flytja fjelögum sín- um þessi ummæli og kvað læknir hon- um það fullfrjálst. Nokkru síðar sagði andatrúmaðurinn Jækninum, að nú hefði hann skýrt. fjelögum sínum frá þessu og fengið það svar, að „þeir“ (= andarnir) yrðu að ráða, hvort lækn- ir mætti koma. Lækninum hefur ekki enn verið boðið að koma. Það er skoðun vor, að hverjnm manni eigi að vera frjáJst að ala í brjósti sjer hverskonar trú eða hjá- trú, sem ekki kemur öðrum að meini. En það teijum vjer algerðan mis- skilning átrúfrelsi, að halda því fram, að enginn megi í móti mæla, ef við- lesin frjettablöð fara að gera tilraun- ir til þess að fylla almenning með hjátrú og hindurvitnum. Písiarvottar sannleikans eru als góðs verðir. en ekki píslarvottar heimsk- unnar. Og í trúarefnum oru hámentaðir vís- indamenn eigi allsjaldan mikluheimsk- ari en margur ómentaður alþýðumaður. Bendingar um ágang búfjár. Fyrir sýslunefndarfund ÁrnessýsJu (22.—27. apr. 1906) Jagði stjórnar- ráðið málið um ágang búfjár. Úrslit þess máls á fur.dinum voru dálítið undarleg. En það verður skiijanlegt þegar þess er gætt, að fræðslumálið tók mestan tímann upp fyrir bestu mönnum nefndarinnar. Hefur þetta málið því ósjálfrátt orðið á hakanum og þar verið farið nokkuð fljótt yfir sögu. Atkvæði fjellu svo, að fundur- inn lýsti frumvarpið eigi vel fallið til að verða að lögum, en óskaði heim- ildarlaga til að gera samþyktir um þesskonar mál. En nú stóð einmitt þessi heimild í 8.— 13. gr. frumvarps- ins. Neíndarmenn hafa víst óttast fyrir, að 14.—19. gr. frumvarpsins kynni að vekja upp nágrannakrit. en sýnst frumv. limlest ef þær væru feld- ar úr. þótt því vafningaminst að fella frumv. alt, en frjálslegast að iiiðja um samþykta-heimiidarlög í staðinn. Og fljótt álitið virðist það geta verið nóg. En ekki nema fljótt á litið. Því að hjer i Árnessýslu st.endur sjerstaklega á, og verður að taka það í reikning- inn með. Hjer er það t. a. m. víðar en í einum stað, að minni hreppur líður ágang af afrjettarfje stærra hrepps eða hreppa. Svo er t. d. í Grafnings- hreppi, að heimalönd líða ágang af afrjettarfje Ölfusmanna. Mest tveður þó að slíku í Gnúpverjahreppi. Þar fast við heimalöndin eiga 2 hreppar (0: Flói og Skeið) sameiginlegan af- rjett og sækir fje þaðan svo mjög ofan í heimalöndin, að tjón það, er þar af verður á engjum og málnytu, og örð- ugleikar við smölun, verður eigi virt til peninga. Hingað til hafa menn álitið ómögulegt að fyrirbyggja þenna ágang. En siðan gaddavírsgirðingar eru farna.r að tíðkast, er vaknaður á- hugi í Gnúpverjahr. á því, að girða milli afrjettar og heimalanda. En það er langur vegur og hlýtur að kosta mikið. Þess mun verða farið á leit við afrjettar-eigendur, að þeir Jeggi skeif til girðingarinnar. Og ef þeir gera það af frjálsum vilja, þá eru þeir, að mínu álití, sannmentaðri menn, heldur en sumir Játa yfir að vjer ís- lendingar sjeum. En ef þeir skorast undan því, þá er auðsjeð hvernig fara mundi þó reynt væri að fá þa til þess með samþykt; þeir hafa svo marg- faldan atkvæðafjölda, að þeir geta öllu

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.