Lögrétta - 30.05.1906, Side 3
LÖGRJ ETTA.
103
OLVEK TWIST,
In heirasfrœíia skáldsaga eftir Charles
I3ickens, kemur nú út í vandaðri islenskri
þýðingu. Saga þessi hefur verið gefin útáflest-
um öðrum tungumálum og hvervetna verið vel
tekið. Oliver Twist er jafn vel fallin til lest-
urs fyrir fullorðna sem börn. Pað mun óhætt
að fullyrða, að þeu, er lesið hafa sögu þessa, telja
hana agæta. Hún er þannig skrifuð, að hún
hlýtur að glæða alt gott og göfugt hja hverjum
manni — ungum og gömlum — en vekja við-
bjóð a öllum smasalarskap og varmensku í hverri
mynd sem er. Höfuncturinn, Charles Dickens,
er heimsfrægur og mesta uppahald allra ment-
aðra manna, sem hann þekkja.
Hver sem vill eignast góða og sprnnandi skáld-
sögu til að lesa, ætti að kaupa OLIVKR
T WIST.
ráðið á venjulegum samþyktarfundi.
Niðurstaðan yrði þá sú, að engin sam-
þykt kæmist, á og Gnúpverjahreppur,
sem áganginn iíður, yrði einn að kosta
girðinguna.
En ef 4.—7. gr. frumvarpsins um
ágang húfjár næði iagagildi. þá mundu
þær eiga hjer við og leiða til jafn-
rjettis og einingar, og ef þeim væri
breytt á þann hátt. að þær næðu
einnig til ágangs milli heimalanda, þá
mundu þær mjög víða koma í góðar
þarflr. Þótt ekki kynni að koma til
þess, að beita þeim stranglega, þá
yrðu þær þó hvöt fyrir þá, sem á-
gangsfjenað eiga, til þess að gera
sanngjarna samninga við þá, sem á-
gang liða. — Og þó að ágangsfjár-eig-
endur sýni í einu eða öðru tilfelli
þann andans þroska, að þeir, án laga-
þvingunar, taki sinn þátt í lagningu
vörslugarðs, þá er naumast við að
búast, að svo yrði alstaðar. Því áiit
jeg mjög æskilegt, að framangreindar
frumvarpsgreina.r yrðu gerðar að laga-
boði breyttar á þann hátt, sem bent
er á að framan. Það gæti oft bætt,
en aldrei spilt.
Þessar bendingar bið jeg góða menn
að vii ða á betra veg og taka þær til
rækilegrar athugunar.
Br. J.
íslands banki.
Reikningur bankans er nú nýkominn
út og nær yfir þrjú fyrstu missirin,
sem bankinn hefur starfað, frá því i
júní 1904 til ársloka 1905.
Arður af bankarekstrinum hefur
orðið tæp 143 þús. kr., er skiftast
þannig samkv. 38. gr. í reglugerð
bankans:
Landsjóður fær (10% af arðinum
—r- 4% af hlutafjenu) rúm 6 þús. kr.
Þá fær varasjóður 10% af því sem
eftir er, eða rúml. 13% þús.
Rentur af hlutabrjefum 4% nema
80 þús.
Þá eru eftir rúm 43 þús., er skift-
ast þannig, að fulltrúaráðið og fram-
kvæmdastjórnin fá 10°/0 (rúm 4 þús.),
varasjóður 20% (rúml. 8x/2 þús.) og
hlut.hafar 70% (30 þús.).
Hluthafar fá því í arð als 5% af
hndr. eftir 3 missiii og er það hjer
um bii sama sem 3%% í ársvexti.
Kostnaður hefur ais orðið rúm 77
þús. kr.. þar af laun bankastjóra og
starfsmanna rúm 47 þús. og þóknun
handa fulltrúaráðinu og ferðakostn-
aður þess tæp 13 þús.
Auðvitað hefur bankastofnunin haft
í för með sjer ýmsan kostnað i byrj-
uninni, er eigi verður fast.ur kostn-
aður árlega.
Umsetningin hefur als orðið tæp 41
milljón, þar af rúml. 31 millj. við
aðalbanka.nn og nál. 93/4 millj. við
útibúin öll saman.
Endurskoðunarmennirnir segja um
rekstur bankans, í athugasemd við
reiKninginn. að þeir áliti, „að frábær
reglusemi eigi sjer (þar) stað og að
bankanum sje stjórnað með fyrir-
hyggju“. ______________
Æfi Gapons prests.
Eftir sjálfan hann.
(Frh.). ----
VI.
Jeg rjeð af að halda áfram háskóla-
námi mínu; með því móti hugsaði jeg
mjer að ná í stöðu i mannfjelaginu,
er gerði mjer fært að verja kröftum
mínum í þjónustu verkmannalýðs höf-
uðborgarinnar. Til námsins hugsaði
jeg mjer að verja ekki meiri tíma en
nauðsynlegur væri til þess að ná prófi,
og nota svo allar stundir, sem afgangs
yrðu, til þess að komast í kynni við
verkmannaflokkinn. Þegar Sables, að
stoðarmaður Pobyedonostseffs, heyrði,
að jeg væri aftur kominn til borgar-
innar, bauð hann mjer hlutdeiid í trú-
vakningarstarfsemi við kirkju eina,
sem hann hafði þá umsjón yfir. Sú
kirkja er í þeim hluta borgarinnar
sem kallaður er Höfnin og liggur niður
við á. Er þar svo láglent, að oft flæðir
þar yfir til stórtjóns. Þar býr fátækt
fólk. Vöruskipin frá Eystrasaltsfylkj-
unum eru affermd þarna og er þar
því fjöldi geymsluhúsa. Verksmiðjur
eru þar einnig margar og fjöldi af
mylnum. Brátt varð þarna svo mikil
aðsókn að ræðum mínum, að húsrúmið
nægði ekki. Áheyrendur mínir voru
oft yfir tvö þúsund.
Um þetta leiti kyntist jeg mörgum
verkmönnum; jeg gekk milli þeirra á
farmstöðvunum og tók þá tali. Þeir
fengu traust á mjer, og sumir þeirra
játuðu fyrir mjer, að byltingahug-
myndir hefðu fest rætur hjá sjer. Á
þeim tímum áleit jeg ekki stjórnar
byitingu nauðsynlega. Jeg sagði þeim,
að innbyrðis fjelagsskapur til atvinnu-
bóta mundi reynast þeim miklu heilla-
vænlegri en uppreisnir gegn stjórninni.
Mig tók það sárt, að heyra að þeir
örvæntu um allar endurbætur á kjörum
sínum. Einu sinni sagði verkmaður,
sem jeg gekk framhjá í málmbræðslu-
smiðju, við mig: „Er helvíti verra
en þetta?“ — Jeg gaf mig á tal við
hann og í einhverju sambandi nefndi
jeg guð. En ha.nn æpti þá í íeiði:
„Það er enginn guð til. Jeg hef ótal
sinnum beðið hann að frelsa mig úr
þessu helvíti, sem við eium píndir til
að vinna í fyrir mat okkar, en hann
hefur engu sint því“.
Jafnframt þessu stundaði jeg nám
mitt. En á næsta ári bauðst mjer
starf við aðra kirkju og tók jeg því.
Um sama leiti bauðst mjer biblíu-
kensla á fátækrahæli, sem stóð undir
sjerstakri vernd keisaradrotningarinn-
ar. Vegurinn að heiman frá mjer til
beggja þessara staða lá yfir svonefnda
Hafnarflöt, stórt óbygt svæði, sem
mætti gera að fögrum ieikvelli handa
börnum, en er í þess stað slík óþrifn-
aðarkös, að heilsu þeirra sem í kring
búa stendui hætta af, því bæði er
hrúað þangað sorpi og svo hefur sor-
inn úr borgarlýðnum valið sjer þar
samkomustað, þessir vesælíngar sem
lýst er svo nákvæmlega í skáldritum
Maxims Gorkís. Oft nam jeg staðar
og gaf mig á tal við þet.ta fólk. Jeg
aumkaði það því meir sem jeg kyntist
lífi þess betur, og hugsunin um, hver
ráð væru til viðreisnar því, varð rik-
ari og ríkari i huga mínum. Til þess
að kynna mjer lif þeirra sem best
fór jeg að heimsækja gistihúsin, sem
þeir hafast, við í a nóttuuni. Mörg
þeirra voru sannnefnd pestarbæli, loftíð
víða svo þungt og daunilt, að um það
mátti segja, eins og viðkvæðið er í
Rússiandi. að öxi þyrfti til þess að
brjótast í gegn um það. Jeg dulklæddi
mig og dvaldi nokkrar nætur í þessum
gistihúsum. Þegar jeg þóttist nægi-
lega kunnugur þar, tók jeg að koma
þangað reglulega á hverju kvöldi, og
var þá í prestshempu; fjekk jeg ein
hvern af verkmönnunum til aðstoðar
og hjelt þar guðsþjónustur. Þegar
svo var komið, fór fólkið að hænast
að mjer; það gaf sig fúslega á tal við
mig og vildi segja mjer æfisögur sínar.
Það fann, að hjer átti það vini að
mæta, og jeg fann, að jafnvel í þessu
hyldýpi eymda og spillingar megnar
kraftur mannúðarinnar og kærleikans
að endurreisa þá sem dýpst virðast
sokknir.
Sumir þeirra manna, sem jeg hitti
þarna, voru svo gáfaðir, að mig stór-
furðaði á því. Þar voru menn, sem
komist höfðu í háar stöður i lifinu,
foringjar úr hernum, löafræðingar og
jafnvel menn af aðalsættunum. Það
var augljóst, að margir þeirra hefðu
aftur getað orðið mannfjelaginu nýtir
menn, ef þeir hefðu mætt mannúð-
legri meðferð og hægt hefði verið á
einhvern hátt að vekja sjálfstraust
þeirra.
Jeg ritaði skýrslu um ransóknir
mínar á lífi þessara manna og Ijet
fylgja henni rökstuddar uppástungur
um endurbætur á kjörum þeirra. Uppá-
stungurnar voru þær, að stofna skyldi
vinnuhús í stórborgunum og. í sam-
bandi við þau, vinnufjelög í sveitun-
um. Jeg ætlaðist til að vinnan bjarg-
aði þeim og að hver maður yrði lát-
inn vinna eitthvað. (Prh.).
Reykjavík.
Aðstoðarmaður í stjórnarráðinu,
á 3. skrifstofu, er Karl Einarsson cand.
jur. orðinn, í stað Jóns Sveinbjörns-
sonar, er afsalaði sjer stöðunni og er
nú alfarinn tii Khafnar.
Kvennaskólinn. Frú Thora Mel-
steð hefur nú sagt af sjer forstöðu
skólans, en við henni tekið fröken
Ingibjörg H. Bjarnason. Frú Melsteð
stofnaði skólann svo sem kunnugt er,
og hefui' frá byrjun hans til þessa
veitt honum forstöðu. Hún hefur
ætíð látið sjer mjög ant um skólann
og á miklar þakkir skilið fyrir alt starf
sitt, í hans þarfir.
„Hótel ísland“ selt. Halherg
veitingamaður hefur selt það Þá næst-
komandi áramótum. Kaupendurnir
eru 12 menn hjer í bænum og hef-
ur Halldór Jónsson bankagjaidkeri,
sem er einn þeirra, staðið fyrir kaup-
unum. Kaupverðið er um 90 þús-
und kr. Ætlun kaupendanna .er, að
nota húsið fratnvegis fyrir bindindis
manna-hótet. Frú Halberg, sem veit-
ingaleyfið hefur, afsaiar sjer því frá
næstu áramótum.
„Nýja túnið“ svo nefnt. vestan
við kirkjugarðinn, keyptu í vetur sem
leið fjórir menn: Einar Gunnarsson,
Einar Jónasson, dr. Jón Þorkelsson
og Þórður Jensson, fyrir 12000 kr.;
ætla þeir að selja það aftur undir
húsgrunna.
Bökunarhússgrunninn ofan við
iatínuskólann, sem húsin brunnu af
í vetur. hefur nú „Kiistil. fjel. ungra
manna“ keypt og ætlar að reisa þar
samkomuhús í stað hinS gamla á
Lækjartorgi. — Grunninn undan íbúð-
arhúsinu, sem þarna brann. hefur
Sighvatur bankastjóri Bjarnason keypt
og ætlar að reisa þar nýtt hús.
Safnabyggingin. Það er kunnugt,
að síðasta þing ákvað að i eisa skyldi
eitt stórt hus yfir heistu söfn iands-
ins (landsbókasafn, landsskjalasafn,
forngripasafn, málverkasafn og nátt-
úrugripasafn). Þörfin var afarbrýn.
í haust er leið, fól stjórnarráðið
dönskum húsmeistara, Magdahl-Niel-
sen. að gera uppdrætti að húsinu.
Þessum uppdráttum er nú lokið og
iætur blaðið „Dannebrog" mjög vel yf-
ir þeim, segir, að íslendingar hafi þar
hitt á mjög hæfan mann og mikið
vel fróðan í öllu er að söfnum lýtur,
enda hefur hann verið yfirsmiður við
stóru konungsbókhlöðuna, sem verið
er að reisa í Kaupmannahöfn.
Herra Magdahl-Nielsen ætlaði að
senda uppdrættina heim hingað nú
um mánaðamótin. Er búist við að þeir
komi með næstu skipum. Mánuði síðar
kemur ungur danskur húsmeistari,
Kjörhoe að nafni, sem hann hefur
fengið til að líta eftir vinnunni í
sumar — getur ekki komið sjáifur
fyr en í haust. íslenskum siniðum
er ætlað að reisa húsið og verður
þeiin veittur kostur á að bjóða í verk-
ið á sama hátt og gert var í fyrra
um Islands banka og nú um geðveikra-
hælið.
Þetta hús verður stærra og dýrara
en nokkurt það hús, er áður hefur
verið reist hjer á landi; lengd 56
áln., breidd 29 áln. og hæð til mænis
25 áinir. Þingið veitti til þess 160-
000 kr. og er gert ráð fyrir, að það
fje og enda meira komi inn fyrir sölu
á Arnarhólstúni (sbr. lög um bygg-
ingarsjóð og opinberar byggingar), því
að hússtæði eru þar í mjög háu verði,
hver feralin metináö—10 kr. Þingið
hefur þó haldið eftir vænni spildu,
sem ætluð er undir þessa og aðrar
væntanlegar opinb. byggingar.
Slys. Tveir Norðmenn, af segl-
skipinu „Yisa“, sem strandaði hjer
hjá Arnarhóli fyrir skömmu, drukn-
uðu á sunnudaginn var hjer innan
við Yiðey. Þeir voru á siglingu og
hvolfdi bátnum, þótt vindur væri mjög
hægur. Þriðji maðurinn, sem á bátn-
um var, bjargaði sjer á sundi til lands.
Seglskipið „Yrsa“, sem um tíma
hefur legið brotið í klettunum hjer
utan i Arnarhólnum, er nú komið á
flot aftur og vænt, að gera megi við
það. „Fálkinn" dró það út frá klett-
inum og gekk vel. Nú hefur það verið
lagt upp inni hjá Gufunesi.
Stgr. Matthíasson læknir kom frá
útlöndum með „Skáiholti" ífyrra kvöld.
Frá fjallatindum til fiskimiða.
Landsdómarar eru kosnir í Mýra-
sýslu : Ásg. Bjarnason í Knararnesi og
Guðm. Ólafsson á Lundum. í Borg-
arfj.s.: Hjörtur skólastjóri á Hvann-
eyri og Bjarni Bjarnason á Geitabergi.
Lagaskólinn. Styrk þann, sem
alþingi veitt.i til undirbúnings kenn-
araembættis við lagaskólann væntan-
lega, hefur Lárus H. Bjarnason sýslu-
maður fengið. Styrkurinn er 2500
kr. hvort ár yfirstandandi fjárhags-
tímabils. Um styrkinn sótti aðeins
einn maður, auk hans. Magnús Jóns-
son cand. jur. í Khöfn. Styrkurinn
er veittur frá 1. júlí þ. á.
Settui’ sýslumaður i Snæfelisnes-
sýslu, í fjarveru L. H. B., er Guðm.
Eggerz cand. jur.
Blönduóslijeraði er Siðurður hjer-
aðslæknir Pálsson á Sauðárkróki settur
til að þjóna ásamt sínu embætti frá
1. júní.
.Umsóknarfrestur um Blönduóshjer-
að er til loka júnímánaðar.
Isinn. Ferðamenn á „Skálholti"
höfðu frjett í Leit.h, eft.ir einu af Thore-
skipunum, að fyrir um 10 dögum hefði
enginn is verfð a Eyjafirði, og er svo
að heyra, að um það leyti hafi verið
ís á Húnaflóa,en þar fyrir austan eng-