Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 29.08.1906, Qupperneq 2

Lögrétta - 29.08.1906, Qupperneq 2
166 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/»—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbjörn Sveinbjarnaí’son, Laugaveg 41. konur — væru trúaðir mjög og hjeldu sjer bókstaflega við kenningar kirkj- unnar (Páls postula) um að konur ættu að þegja í söfnuðinum og láta sjer nægja að vera meðhjálp bænda sinna o- s. frv. — „En“, sagði hún, „þetta fólk gætir þess ekki, að Páll postuli lifðí ekki á vorum dögum; þá hefði hann auðvitað sagt alt annað". — (Niðurl.). Kaupm.höfn 14. ágúst 1906. Björg Þ. Blöndal. + Gísli Jónasson. 23. f. m. andaðist í Nýja-íslandi í Canada Gísli Jónasson, 72 ára, f. 16. apríl 1834. Hann var ættaður úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Jónasi Jóns- syni og Steinunni Jónsdóttur, er lengi bjuggu þar í Reykjadalnum, og flutt- ist- síðan með þeim að Presthólum í Núpasveit, er síra Hjálmar Þorsteins- son, sem áður var aðstoðarprestur á Grenjaðarstað, fjekk það brauð. Gísli lærði ungur sjómannafræði, sem þá var kend á Önundarfirði vestra, og tók þar skipstjórapróf, eins og það tíðkaðist þar. Þó hætti hann sjóferð- um snemma, en ýmsum kendi hann sjómannafræði. Um þrítugt flutti hann til Eyjafjarðar, að Stærra-Ár- skógi á Árskógsströnd, og var síra Hjálmar Þorsteinsson, frændi hans, þá orðinn prestur þar. Með honum, eða rjett á eítir honum, ílutti hann síðan að Kirkjubæ í Hróarstungu, skömmu eftir 1870. Bjó svo þar eystra til 1887. En hann var meira gefinn fyrir bækur en búskap og var miklu betur að sjer en alment gerð- ist um samtíðarmenn hans. T. d. lærði hann tilsagnariaust á fullorðinsárum ensku og þýsku, svo að hann gat lesið bækur á báðum þeim málum.— Hann var stór maður vexti og sterk- bygður og orðlagður fyrir krafta á yngri árum. Kona hans lifir hann, Ingunn Ste- fánsdóttir, stúdents og umboðsmanns, síðast á Snartastöðum í Núpasveit, og Þórunnar Sigurðardóttur Guð- mundssonar í Krossavik í Vopnafirði. Þau áttu 16 börn og lifa 10 þeirra, 5 í Ameríku og 5 hjer á landi. Eitt af þeim er ritstjóri þessa blaðs. Þau Gísli og Ingunn fluttu vestur sumarið 1905, og andaðist hann hjá Ragnheiði, elstu dóttur sinni, konu Jóns Geirssonar Gunnarssonar, frá Harðbak á Sljettu. En áður þau fóru vestur höfðu þau lengi verið hjá Jón- asi syni sínum, nú sjálfseignarbónda á Nesi í Loðmundarfirði. Höfnin enn. Eins og stuttiega var sagt frá í síðasta blaði „Lögrjettu", ijet Smith hafnarstjóri álit sitt uppi um hafnar- stæðið fyrir Reykjavík á aukafundi bæjarstjórnarinnar hjer 24. þ. m., og komst að þeirri niðurstöðu, að til- tækilegast væri, að hafa höfnina áfram þar sem hún er nú, fyrir miðbænum. Hann kvaðst hafa athugað vandiega tillögur þær um höfn á Skerjafirði, sem honum hefðu verið gerðar kunnar. Hann var þeirrar skoðunar, að þar þyrfti litið annað að gera til þess að fá þar höfn, en að byggja bryggju eða bryggjur, en auðvitað þyrfti þá, ef höfnin ætti að verða að notum fyrir Reykjavik, að ganga þaðan járnbraut- arvagnar til bæjarins, og ættu vagn- arnir að vera knúðir fram með raf- magni. Hann ætlaðist á, að kostnaður við höfn þar, að meðtöldu geymsluhúsj, nauðsynlegum vitum og járnbraut, mundi nema um 560 þús. kr., og væri þó ótalið andvirði lóða undir járnbrautina í sjálfum bænum, og jafn- vel kostnaður við að rýma burt hús- um. Þótt höfnin sjálf gæti orðið góð og fengist fyrir tiltölulega lítið fje, að viðbættum kostnaðinum við járnbraut til bæjarins, þá taldi hann nokkra agnúa á því frá náttúrunnar hendi, að hafa hana þar, og sjerstaklega þann, að innsiglingin væri ekki góð, og svo kynni máske lagís að verða til fyrir- stöðu, stundum. En einkum taldi hann frágangssök fyrir Reykjavík að hafa þar höfn, fyrir þá sök, að -rerð á húseignum hjer í bænum mundu brátt breytast í þá átt, að þær mundu lækka mjög í verði, að minsta kosti í sumum hlutum hans, því að hafn- arstaður í nánd við bæinn, sem bærinn notaði, hlyti að draga frá Reykjavík; mætti ekki jafna bæ með um 10,000 manns við stórbæi utanlands, sem þyldu að hafa hafnarstaðinn í nokk- urri fjarlægð. Hann kvaðst því verða að ráða alveg frá því, að hugsa um höfn fyrir Reykjavík í Skerjafirði. — Sömuleiðis kvaðst hann verða að ráða frá því að hafa höfnína nálægt Kleppi, bæði vegna fjarlægðarinnar, og svo vegna þess að landslagið væri óhent- ugt fyrir járnbraut til bæjarins. — Loks sýndi hann fram á, að tryggileg höfn fyrir Skuggahverfinu yrði svo dýr, að ekki væri tiltök að hafa hana þar (skjólgarðarnir einir beggja megin mundu kosta svo milljónum skifti. Um höfn í Tjörninni kvað hann ekki geta verið að tala. Niðurstaðan varð svo sú, sem áður hefur verið frá skýrt, að tiltækilegast væri að hafa höfnina þar sem hún nú er: hlaða upp grandann, hlaða skjólgarð frá Örfirisey í stefnuna til Battarísins, og annan á móti út frá Bataríinu og opið bil í milli, fylla upp fjöruna út fyrir bryggjusporða frá Battaríinu vesturí Gróf, byggja bryggju út í höfnina, er við gætu legið tvö stór gufuskip í einu, annari bryggju mætti svo bæta við, útvega rafmagns- krana, hreinsunarvjel (muddervjel) m. m. Kvaðst ekki vera í efa um það, að með þessu mætti fá góða og tryggi lega höfn hjer, ogáætlaði hann kostn- aðinn við alt þetta rúmar 1800 þús. króna. Enn sagðist hann vera þess fullviss, að tryggilega höfn, og höfn, er örsjaldan yrði ófært að athafna sig á, mætti fá fyrir um 1 millj. kr., þannig, að slept væri garðinum útfrá Batteríinu og garðurinn suðaustur af Örfirisey væri hafður styttri (um 300 metra, í stað um 650 metra), en að öðru leyti gert hið sama við höfn- ina eins og nú var sagt. Hann gat þess, að hann hefði brátt veitt því eftirtekt, að hjer kæmi aldrei mikili sjór inn á höfnina, því að væri það, þá mundu trjebryggjurnar hjerna ekki standa lengi, og ekki mundu siikar bryggjur standa marga mánuði í Nor- egi, þar sem likt stæði á. Lokaða höfn kvað hann vera altof dýra hjer, enda óþarfa. Tíminn hafði verið svo naumur, að herra Smith gat eigi látið bæjarstjóm- inni í tje tillögur sínar skriflega. En hann kvaðst mundi skrifa nákvæma lýsingu og áætlanir um hafnargerðina, þegar er hann kæmi heim, og senda bæjarstjórninni. Jafnframt iofaði hann bæjarstjórninni — bauðst til þess að fyrra bragði — að útvega henni kostn- aðarlaust tilboð frá áreiðanlegum fje- lögum í Noregi um að taka að sjer verkið. Bæjarstjórnin saroþykti, að hallast að tillögum herra Smith’s, eða með öðrum orðum: að láta gera höfn fyr- ir miðbænum, ef auðið verður að fá til þess nægilegt fje. Herra Smithfór hjeðan með „Lauru" á mánudaginn, og mun það sam- mæli allra þeirra, er við hann kynt- ust hjer, að hann hafi áunnið sjer fult traust þeirra, og að koma hans hingað hafi verið hin þarfasta. Nýjar bækur. Góð bók og þörf. Matar og drykkur. Alþýðlegar reglur um mataræði fyrir heil- brigða menn og sjúka, eftir Chr. Júrgensen próf. dr. med. sjerfræð- ing í meltingarsjúkdómum. Is- lensk þýðing með ýmsum breyt- ingum. Þýtt hefur Björg Þorláks dóttir Blöndal. I. Fæði heil- brigðra manna. Reykjavík 1906. Á kostnað hins ísl. Þjóðvinafje- lags. Þjóðvinaíjelagið vinnur þarft verk með því að taka að sjer útgáfu þessarar bókar í íslenskri þýðingu, því allir, og ekki síst læknarnir, munu vera sammála um, að mesta þörf sje á að leiðbeina alþýðu um mat og drykk, þar sem meltingar- kvillar eru mjög algengir hjer á landi. Bók þessi hefur unnið mikla hylli í Danmörku, eins og sjá má af því, að hún hefur komið þar út í fjóruin útgáfum. Höfundur hennar, próf. Júrgensen, er víðþektur fyrir framtirskarandi dugnað í ransókn á meltingarsjúkdómum, og þylcir fyrirtaks læknir í þessari sjergrein læknisfræðinnar. Fyrri hluti hókarinnar hirtist hjer í íslenskri þýðingu með ýmsum breyt- ingum, sem hjeraðslæknir Guðm. Björnsson hefur gert í samráði við höfundinn. Breylingar þessar snerta ýmislegt, sem frábrugðið er í matar- æði íslendinga frá því sem tíðkast í öðrum löndum, en þess utan er bætt inn í ýmsum þörfum bending- um um næringargildi hinna og þess- ara íslenskra rjetta, sem als ekki þekkjast erlendis, svo sem: skyrs, kæfu, lifrarpylsu, harðfisks o. fl. Þessi fyrri hluti ræðir eingöngu um fæði heilbrigðra manna, og er 120 blaðsíður á stærð í litlu átta blaða broti. Síðari hlutinn, sem mun bráðlega fylgja á eftir, er við- líka stór og ræðir um fæði sjúkra. Bókin er mjóg fróðleg, og með köflum jafnvel skemtileg, einkan- lega fyrir kvenfólkið, sem þekkir til allrar matreiðslu betur en karlmenn- irnir, og ættu sem flestar búsmæður að kynna sjer liana. »Kvennafræð- arinn« og »Kokkabækurnar«, sem þær vanalega hafa til hliðsjónar við alla matargerð, gefa þeim góðar reglur um hvernig sjóða skuli og samansetja hina og þessa rjetti, en tala ekkert um notagildi þeirra nje liollustu. Hjer fá þær liins vegar mjög ítarlegan fróðleik um hvernig meltingarfærin starfi, hvað þeim sje ætlandi og hvað ofvaxið, hvaða nær- ingarefni líkaminn þurfi og hvernig sje heppilegast að blanda þeim sam- an, hverjir drykkir sjeu hollir og og hverjir óhollir. I einum kafl- anum er talað um skaðsemi áfeng- isins og ekkert talið því til gildis sem nautnarmeðali; þvert á móti er það lastað á allar lundir að mak- legleikum. Eina af aðalorsökum allra melt- ingarkvilla telur höfundurinn þá,að menn tgggja illa, og verður aldrei nógsamlega brj'nt fyrir mönnum, hversu afarnauðsynleg tyggingin er fyrir góða meltingu. Þeim sem hafa skemdar tennur, eða engar, er auð- vitað vorkun, en þeir geta þó fengið bót á því hjá tannlæknum. Við ýmsar ransóknir, á seinni tímum, hefur komið í Ijós, að menn geta komist af með margfalt minna fæði en vanalegt er, ef þeir tyggja mat- inn vel. Það er því ráðlegt fyrir menn að fylgja dæmi Gladstones og tyggia hvern bita 54 sinnum áður en rent er niður. Karlinn varð lÍKa fjörgamall og var fílhraustur. Frú Björg Blöndal á miklar þakkir skilið fyrir þýðinguna, sem er prýði- lega vel af hendi leyst, og ber þó að gæta þess, að efnið er víða mjög strembið og erfitt að koma því í ís- lenskan búning vegna orðfæðar tungunnar. Málið er fyrirtaks gott og lipurt, eins og hún hefur áður sýnt mönnum í ýrnsum þýðingum í »Eimreiðinni« og víðar. »Sæld mansins er komin undir góðri meltingu« stóð í Brahmabók- inni og Brahmaauglýsingunum, og munu flestir viðurkenna að þetta sje rjett. Dálítill kveisustingur nægir lil þess að setja í mann ólund og eyðileggja bestu sælustundir. Brahminn er nú úr sögunni og ljettvægur fundinn, en þessi bók kemur nú í staðinn og nær vonandi sömu þjóðhylli og Brahminn sálugi, því flestir munu sannfærast um, að með því að hlýða ráðum hennar rnuni þeir, betur en með nokkrum Brahma, geta varðveitt magann frá öllu illu, og læknað bans lasleika, og orðið ef til vill sælir. Tvær slæmar og leiðinlegar prent- villur hafa læðst inn bókina og má því miður finna þær á hverri blað- siðu. ViIIurnar er i því fólgnar, að hvergi sjest ý nje z, heldur í og s í þeirra stað. Þetta er ekki að kenna frú Blöndal, heldur þeim próf. dr. Birni M. Olsen og Guðm. Björns- syni lækni, sem kváðu hafa lesið prófarkirnar. Stgr. M. Smávegis úp þingmannaförinni. Túristatjelagið danska sendi öll- um þingmönnum 2 árganga af ritL sínu 1898 og 1899, og eru þar í ítar- legar ferðaleiðbeiningarum Island, eft- ir kaptein Daniel Bruun, með ijölda mynda, seni einnig munu vera biit- ar í fylgiritum F’ornleyfafjelagsins. Framan á bókunum var álímd kveðja skáldsins Olafs Hansens, sem var f. stúdentaförinni 1900: Leiðarstjarnan ljós og há leiddi’ oss yfir djúpan sjá. Hjer á danskri móðurmold minnumst vjer á ísafold. Stfgðu sæl á segulstól, systir góð, við norðurpól! Frelsishiminn blíður, blár, blessi þig í þúsund ár. Andreas Dolleris er eittafskáld- um Dana, á hann heima f Vejle.. Hann orti kvæðið til þingmanna, sem sungið var f samsætinu í Esbjerg.. Annað kvæði orti hann til alþingis-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.