Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 03.10.1906, Side 3

Lögrétta - 03.10.1906, Side 3
L 0 G R J E TjTA. 187 kenslunni uppi, hafa margir hverjir ekki verið færir um það. Vinnan hefur verið mikil og erfið, mörg- um kennurum um megn, en laun- in svo sorglega ljeleg. Lausamað- ur, sem annars þarf að kosta ein- hverju til sín að vetrinum, býðst til að verða umferðakennari, — til þess að fá „frítt fæði". Hann er tekinn, þó að vitanlegt sje, að hann sje að engu leyti færari í bóklegum fræð- um en heimilisfólkið, eins og það gerist almennast. — Þeir sem þessu ráða tapa sjónar af því, sem í fyrstu vakir fyrir mönn- um, er farkenslan var byrjuð. Ger- samlega ómentaður farkennari gerir hvorki að hjálpa heimilinu til að kenna, svo að nokkur hjálp sje í, nje heldur hefur vekjandi áhrif á heimili, sem ef til vill hefur meira vit á kenslu og meira vakandi áhuga á barna- fræðslu og barnauppeldi en hann hefur sjálfur. Margir góðir hlutirog fagrir hafa ljóta „úthverfu". Þetta er úthverfan á farkennslunni. Hún lítur alt öðruvísi út, þar sem góðir og vel hæfir menn hafa starfað að henni. Þar heyrist henni hrós- að; þar hafa börnin lært nokkuð, og heimilin grætt nokkuð andlega af samvistinni við hinn góða kennara, þó að hún hafi verið stutt. — Jón Þórarinsson. Gjöf Vestui-íslendinga til samskotasjóðsins. Landar vestan hafs hafa orðið miklir styrktarmenn samskotasjóðsins, sem efnað var til eftir mannskaðana miklu í vor. Auk gjafa frá einstökum mönnum, sem samskotalistinn hjeríblaðinuhefur sýnt, sendi Hagyrðingafjelagiðí Winni- pegsjóðnum i sumariookr. Þess hefur áður verið getið hjer í blaðinu, að fjelagið „Helgi magri" í Winnipeg væri að safna gjöfum handa sjóðnum, og hefur það nú sent honum 10,428 kr. 30 au. og fylgdi gjöfinni eftirfar- andi brjef: „Herra Geir Zoéga, R. af Dbr., Dbm. Reykjavík. Fjelag nokkurra Islendinga í Winni- peg, er kaliar sig „Klúbburinn Helgi magri", tók sjer það fyrir hendur í sumar, eftir að frjettist um mann- skaðann miklá af fiskiskipunum við ísland snemma á þessu sumri, að gangast fyrir samskotum til eftirlif- andi barna og annars ættfólks manna þeirra er fórust. Samskotum þessum hefur verið svo vel tekið meðal Vestur-íslendinga, að vjer nú getum sent yður ávísun á Landsbanka íslands, sem nemur kr. 10,428,30. Nöfn gefendanna hafa verið birt í blaðinu „Lögberg", við og við í sumar. Fje þessu óskum vjer að verði varið á sama hátt og útbýtt eftir sömu reglum og samskotatje því, er safnað hefur verið á Islandi og ann- arstaðar í þessu augnamiði, og nefnd sú, er þjer eruð fjehirðir fyrir, hefur til umráða. Guð blessi gamla ísland! Winnipeg, 7. sept. 1906. Ólafur S. Thorgeirsson, forseti. Aibert Johnson, J. W. Magnússon, fjehiröir. skrifari. Friðrik J. Bergmann. Sigtryggur Jónasson. Wilh. H. Paulson. J. G. Thorgeirsson. Jósep Thorgeirsson. Jóhann Johnson. Kristján G. Johnson. Kristján Albert. Sigfús Jóelsson. C. B. Júlíus. Hannes S. Biöndal. Gísli Goodman. P. H. Tærgesen. Hannes Hannesson. Eiríkur H. Bergmann. Jóhann Halldórsson. Lúðvík Laxdal. Páll Magnússon. Steingrímur Jóns- son. Ketill Sigurgeirsson. Meðlimir klubbsins „Helgi Magri". P. O. Box 32. Winnipeg". Þessu brjefi hefur samskotanefndin hjer svarað svo: »Reykjavík 27. september 1906. Forseti og fjelagsmenn klúbbsins „Helgi magri", Winnipeg. Háttvirtu herrar! Með brjefi 7 þ. m. hafið þjer sent samskotanefndinni, sem safnar fje til eftirlifandi vandamanna íslenskra sjó- manna, er farist hata í hinum miklu mannsköðum hjer við land þ. á., 10,428 kr. 30 au. og meðundirritaður fjehirðir samskotanefndarinnar hefur veitt gjöfinni móttöku. Vjer færum forgöngumönnunum fyrir þessum samskotum meðal landa vorra í Vesturheimi og getendunum öllum vorar hjartfólgnustu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf, sem bætir svo mjög úr sárri þörf margra bágstaddra og ber svo fagurlega vitni um kær- leiksþel gefendanna til ættjarðarinnar fornu og treystir bræðraböndin milli Islendinganna vestan hafs og austan". ísafjarðarálman. Halvorsen verkfræðingur hefur, á- samt Birni í Gröf, ferðast fram og aftur um Vestfirði síðari hluta sum- arsins til að leggja ráðin á um það, hvar koma skuli landsímanum vestur til ísafjarðar. Hafa þeir ferðast í kring um ísafjarðardjúp og með Breiða- firði norðanverðum. Upptökustaður álmunnar er Borðeyri, og Halvorsen mun þykja það tiltækilegast, að gera þar lykkju á leiðinni yfir Laxárdals- heiði að Búðardal við Hvammsfjörð. til þess að koma Dölunum í sam- bandið. Frá Búðardal um Svínadal og Saurbæinn og fyrir Gilsfjarðar- botn. Þaðan eftir Steinadal að Felli í Kollafirði og yfir Heydalsfjall að Hólmavík. Þaðan inn að Stað í Steingrímsfirði og upp Staðardal og yfir Steingrímsfjarðarheiði að Laugár- bóli. Þá inn fyrir botn á ísafirði og þá vestur um hálsa og firði og liggi um Ögur. Stutta sæsímabúta þarf yfir Mjóafjörð, Hestfjörð og Álftafjörð. Frá ísafjarðarkaupstað er svo búist við símalagningu suður um kaupstað- ina Flateyri, Þingeyri og Bíldudal, alla leið til Vatneyrar, eftir alfaravegunum um heiðarnar, og yfir firðina með sæ- þráðum. ísland erlendis. Frá Iíhöfn er skrifað 16. f. m.: „Hjeðan er lítið, eða sama sem ekki neitt, að frjetta úr nýlendunni. Fje- lögin eru að rísa úr rotinu, en slíkt er ekki með frjettum teljandi. Það er gleðilegt að sjá hvað út- lendar þjóðir eru altaf að fá meiri smekk fyrir fyrir gömlu bókmentunum okkar. Sem dæmi upp á það má meðal annars benda á, að nú eru hjer við Khafnarháskóla tvær ungar hollenskar stúlkur, sem báðar leggja stund á ís- lensku, og er önnur að búa undir prentun útgáfu af nokkrum af „Forn- aldarsögum Norðurlanda". Dönsk blöð hafa flutt fregnir um að Sameinaða gufuskipafjelagið, 0st- asiatisk Kompagni og Thorefjelagið sjeu að taka sig saman um nýtt fyrir- komulag á skipaferðum milli íslands og útlanda og milli hafna á Islandi. Kvað eiga að láta miklu stærri far- þegaskip, en nú tíðkast, ganga til út- landa og tíðar en nú. Annars mun ekki enn vera útkljáð um þetta, en vafalaust fær alþýða manna eitthvað að heyra nýstárlegt frá fjelögunum, ef eitthvað verður úr þessu. Prófessor Björn M. Olsen hefur verið á ferð um Þýskaland og Svissland og er búist við honum hingað til Khafnar um þ. 20. þ. m. Hann ætlar heim til íslands með „Lauru" þ. 28. þ. m. Metúsaleni Stefánsson, einn af hinum mörgu bræðrum Stefánssonum prests Pjeturssonar, sem var á Hjalta- stað, hefur tekið próf á búnaðarhá- skólanum í Ási í Noregi, og verður í vetur við framhaldsnám við skólann og hefur Landsbúnaðarfjelagið heitið honum 400 kr. styrk til þess. Ragnhildur Pjetursdóttir frá Eng- ey hefur þetta árið verið við hússtjórn- arslcólanám í Noregi og heldur því á- fram til næsta sumars, og nýtur nokk- urs styrks frs Landsbúnaðarfjelaginu. Búist er við því að hún muni taka að sjer, ef þess er óskað, umferðar- kenslu hjer sunnanlands á svipaðan hátt og Jónína Sigurðardóttir hefur undanfarið rekið nyrðra. Við landhúnadariiáskólann í Höfn hafa þeir tekið fyrra hluta prófsins í sumar Hannes Jónsson fra Hva.rfi í Bárðardal og Páll Jónsson frá Reyk- kúsum í Eyjafirði og báðir staðist prófið ágætlega. Landsbúnaðarfjelagið veitir þeim hvorum 300 kr. styrk hvort árið, 1906 og 1907. fyrsta simskeytið frá útlöndum fjekk „Lögrjetta" kl. 10V2 í dag og er það svo: „Kaupmannahöfn 3. okt. ’oð, kl. 850" árd. Formenn ríkisþingsins eru endur- kosnir. Konungur sagði í þingsetn- ingarræðu sinni, að hann ætlaði að gera gangskör að því, að sinna ósk- um íslendinga um endurbætur á lög- gjöfirini um stjórnlagalega stöðu ís- lands í ríkinu. Fram komin tillaga (í ríkisþinginu) um að styðja ráðaneytið. Alþingismanna-heimboðið hefur kostað (ríkissjóð) 85 þús. kr.“. r Utlendar frjettir. Rússland. Sífeldar óeirðir eru þar og verður nánar skýrt frá þeim síðar. — Trep- hofif var jarðaður 24. f. m. Keisari ætlaði að vera við jarðarförina, en þorði ekki er til kom. Það er nú sagt, að Trephoff hafi verið drepinn á eitri af þjónum sínum. — Rússar eru að fala nýtt lán hjá Frökkum. Síðustu liraðskeyti: Slys varð 24. f. m. á járnbrautar- lest, sem fer milli Lundúna og Skot- lands; lestin hljóp út af sporinu og fengu .13 menn bana, en 16 meiddust. Enska stjórnin kvað hafa afráðið að veita írum heimastjórn. Hvirfilbylur gerði stórtjón í Kína seint í f. m. Mörg skip fórust með öllu, sem á var. Manntjón talið um 5000, en fjártjón metið um 2 milj. pd. sterl. Hvergi nema hjer í Reykjavík hafa stjórnarandstæðing- ar sneitt hjá að taka þátt í fagnaði við opnun símans. A Akureyri var fjölment samsæti haldið, er ritsíminn tók til starfa. Þar voru þeir ekki svo barnalegir að gera þá samkomu að pólitísku ágreinings- efni. Minnihlutamenn sátu og veisl- una,t. d. Stefán kennari. Bæjarstjórnin gekst fyrir samkvæminu þar sem hjer (og bæjarfógetinn var við). Sím- skeyti voru send konungi og ráð- herra og konui kveðjur frá þeim aftur. Þetta var tónað frá Akureyri kl. 11 í dag til eins af Lögrjettumönnum. Símskeyti bæjarstjórnarinnar á Ak- ureyri til ráðherrans 29. f. m. hljóð- ar svo: „Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar sendir ráðherra íslands virðingarfylstu kveðju með óskum þess, að hið þýð- ingarmikla stórvirki, sem fullgert er í dag, verði vísir nýrra tíða, nýrra framkvæmda og framfara, landi voru til hagsældar og blessunar. Vjer árn- um ráðherranum heilla og gæfu á komandi tíð. Fyrir bæjarstjórnina. Gudl. Guðmundsson. “ A Seyðisfirði varð einskis flokka- rígs vart, er síminn var opnaður þar. En hjer vildu sumir bæjarfulltrúarnir, og þar á meðal bæjarfógetinn, ekk- ert af neinum fagnaði vita við opn- un símans, tóku engan þátt í hon- um, en sátu heima. Reykjavík. Síniinn og skipaferðiriiar. Sú venja ætti að komast á, að skipin, sem á íerð eru kring um Iandið, Ijetu Pósthúsið hjer við og við vita, hvað ferðinni liður, t. d. er þau koma til Seyðisfjarðar, Akureyrar og Blöndu- óss, og ætti svo að auglýsa þetta í hvert sinn á pósthúsinu. Sama ættu skipin að gera, sem hjeðan fara til útlanda, þegar þau koma. þar til fyrstu hafna. Ávísanir með síma. Póstávisan- ir á að vera hægt að senda með sím- anum, og getur oft verið æskilegt fyr- ir menn að koma þeim á þann hátt fyr áleiðis en með póstum. Símskeyt- in eru þá búin til og borguð á póst- húsinu og send þaðan. Farist hefur skip hjeðan úr Rvík í stórviðrunum um miðjan síðastl. mánuð, „Hjálmar", seglskip, er Thor kaupm. Jensen átti og notaði til flutn- inna hjer um Flóann. í þetta sinn var það leigt Duusverslun og var á heimleið sunnan úr Leiru. 5 menn voru á skipinu og hafa farist með því: Þorst. Ólafsson, skipstjóri, ættaður úr Mýrdal, Hafliði Pálsson, stýrimaður, sonur Páls skipstj. Hafliðasonar, Guð- mundur .Jónsson og Arnfinnur Pálsson. Þessir voru skipsmenn. En með þeim var aðsunnanMagnús Jónss.frá Flanka- stöðum þar syðra og lætur hann eftir sig konu og mörg börn. Símastöðin. Þar eru nú, auk síma- stjórans, 5 menn, símritararnir Gísli J. Ólaísson og Magnús Thorberg, tvær stúlkur og sendisveinn. Mikið hefur verið þar að gera siðan síminn var opnaður. Fyrsta kvöldið sem opið var, á laugardagskvöldið, komu inn á stöð- inni 400 kr. í gærkvöld höfðu verið send hjeðan um 150 skeyti, flest til útlanda. Talsíminn um landið er mikið notaður' Af Akureyri er fónað: „Engin síld, enginn afli“. Ræjarstjórnin. Fundur var hald- inn 20. f. m. Fullnaðarsamþ. var lögð á fjárhagsáætlunina fyrir 1907 (sem áður er prentuð hjer í blaðinu) með óverulegum smábreytingum. Samþ. kaup á 750 ferálna lóð af Sv. Sveinssyni undir fyrirhugað torg í Skólavörðuholti, og skal það heita „Óðinstorg". Seljandi vill fá fyrir blett- inn 1500 kr., en bæjarstj. vill kaupa eftir mati. Samþ. að gefa 3 kr. fyrir feralin í lóð Þorl. Jónssonar undir Bók- hlóðustíg. Afsalað forkaupsrjetti að 500 ferálnum af erfðafestulandi Matth. kaupm. Matthíassonar og „Þorsteins- túni“, sem selt er fyrir 900 kr. Kauplaus kensla veitt í barnaskól- anum 99 börnum og 38 börnum veitt hálf eftirgjöf áskólagjaldi, hvorttveggja eftir tillögum skólanefndarinnar. Kosnir í nefnd til þess að sjá um hátíðarhald við opnun ritsímans ihjer í bænum: Tr. Gunnarsson, Halldóv Jónsson og Jón Magnússon. Þeirkusu sjðan til aðstoðar sjer kaupmennina Ásg. Sigurðsson og Kr. Ó. Þorgrímss.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.