Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.12.1906, Blaðsíða 2
126 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Yerð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/a—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innbeimtu og afgreiðslu annast Arinbjörn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. og ritstjórann hendir þá þessi „fljót- færnisyfirsjón". Og þegar er um símskeyti að ræða hjeðan úr Reykjavík, þá verður þessum „íslenska frjettasnata í Höfn“ þar ekki til að dreifa. Stjórnvalda-auglýsingar, Þær eru nú boðnar upp til næsta árs, og með sama fyrirvara og áður, að stjórnarráðið megi taka þær frá blaðinu aftur, þegar því svo sýnist. Alberti mun hafa komið þessu á- kvæði að, sem síðan hefur haldist. Þarflaust sýnist það vera, og hef- ur ráðherra verið beðinn skýringar á því og kvað hann það eitt liggja f því, að slíkt auglýsingablað mætti ekki gerast saurblað, sem menn vildu fyrir þá sök hvorki heyra nje sjá. Hitt væri mesta fjarstæða, að nokk- urt haft væri lagt á pólitiskar skoð- anir blaðsins. Þeirra hluta vegna gæti aldrei komið til mála að svitta það auglýsingarjettinum, óg heimilt kvað ráðherra að láta þess getið opin berlega. Þetta er rjett að gera heyrum kunn- ugt áður en fresturinn er liðinn, og er það hreinn barnaskapur af and- stæðingablöðum stjórnarinnar að láta þetta ákvæði hamla sjer frá því að taka þátt í tilboðum um auglýsinga- rjettinn. Annars mjög fáránleg kenning, að sá, sem á uppboði kaupir hlut hæsta verði, sje í nokkurri þakkarskuld við þann, sem sölunni stýrir. Fyrir hvert blaðið um sig er það einfalt fjárhagslegt mál, hvað gefa má fyrir þessar auglýsingar um árið, kemur móts við afslátt, sem gefinn er öðrum auglýsendum. Alls eigi annað. Vonandi skýrist skilningur Ingólfs við þetta. Og sennilegast teljum vjer, að hann geti og komið til greina, þrátt fyrir sína mjóu dálka, því að bæta mætti upp á lengdina. Vátrygging sveitabxja. S(ra Sigurður Stefánsson í Vigur hefur ritað um það máí í „ísafold": »Húsabætur og híbýlaprýði geta því að eins talist veruleg þjóðarframför, að þeirn sje samfara almenn vátrygging,— En hjer erum vjer Islendingar, sem í svo mörgu öðru, langt á eftir öðrum þjóð- Um, og einnig eftirbátar forfeðra vorra á gullöld lands vors. Þeir höfðu »al- menna vátrygging á bæjum sínum«. Hann lýsir ókjörunum, sem vátryggj- endur verða nú að búa við, og eins sveitabæir, þótt brunahætta sje þar stórum minni: »Sje nokkur mannræna í bændastjett vorri, hlýtur hún að telja þetta ástand óþolandi. En nú er henni og innan handár að fá skjótar bætur á þessu. Það kostar að eins dálítil samtök og fjelagsskap, sem löggjafarvaldið styður kröftulega. .... Löggjafarvaldið heitir bjer á fje- lagsskap og samtök bændastjettarinnar sjálfrar til að auka efnalegt sjálfstæði hennar og þar af leiðandi velmegun þjóðarinnar. En hvernig bregðast nú bændur við? í dag (20. okt.) er rjett ár liðið frá staðfesting laganna, en ekkert heyrist enn um stofnun hins almenna bruna- bótasjóðs, sem auðvitað stafar af því, að 10 hreppar hafa ekki enn stofnað hjá sjer brunabótasjóð, eða tilkynt stjórn- inni það. .... Það er tjón og það er vanvirða fyrir þjóðina, ef annað árið líður svo, að ekkert er gert í þessu máli. Það er vottur þess, að hún heldur vill liggja aðgerðarlaus undir oki útlendra stór- gróðamanna, en reyna að spila á eigin spýtur efnahag sínum til viðreisnar. En vonandi rætist það ekki, og að því ættu allir hugsandi menn að vinna«. „Lögr.“ flutti rækilega grein um málið í byrjun þessa árs og þykir vel að fleiri taki í strenginn. Sem stendur hafa tveir hreppar á landinu tilkynt stjórnarráðinu að þeir stofni hjá sjer brunabótasjóði samkvæmt lögunum og eru það Lýtingsstaða- hreppur í Skagafirði og Ögurhrepp- ur í Isafjarðarsýslu. Nú hefur stjórn- arráðið sent sveitarstjórnunum reglu- gerð þá, sem um ræðir í 23. gr. lag- anna, um fyrirkomulagið á bruna- bótasjóðum hreppanna, og verður það nú vonandi til að skýra máiið og hrinda því áleiðis. Ósannur orðrómur. Sá orðrómur hefur daglega borist mjer til eyrna, síðan jeg tók við land- læknisembættinu, að jeg sje hættur, eða ætli að hætta, öllurr læknisstörfum. Jeg veit ekki hvaðan þessi kvittur er runninn. Það mun þó vera kunnugt, að landlæknar allir á undan mjer hafa fengist við læknisstörf. Og mjer hefur aldrei komið í hug að hætta þeim störfum, sem mjer eru tömust og hug- feldust ailrar vinnu; mun jeg hjer eftir sem hingað til gegnasjúklingum, þegar embætttisannir kalla ekki að. G. Björnsson. Nýjar bækur. Ljóðrmeli eftir Matth. Jochums- son. V. bindi. Rvík 1906. 316 bls. 8V°. Nú er útgáfu þessa stóra og ágæta ljóðasafns lokið, hins langstærsta, sem til er eftir nokkurt íslenskt skáld. Bindin eru orðin 5 og hafa verið 5 ár að koma út, eitt komið út hvert ár. Utgáfan er vel úr garði gerð að öðru en því, að prentvillurnar eru margar og niðurskipun kvæðanna reglulaus. Ur síðari gallanum er þó nokkuð bætt með efnisyfirliti yfir alt safnið, er fylgir þessu síðasta bindi. Kvæðunum í því er skift í 8 kafla. 2 hinir fremstu eru þýðingar, fyrst nokkur biblíuljóð eftir Gerok, en þá kvæði úr „Fánrik Stáls Sánger", eftir Runeberg, og eru þau kvæði áður kunn. Næsti kaflinn hefur fyrirsögn: „Frá Danmörku". Það eru kvæði úr bók skáldsins hinni nýju, er svo héitir, og eru þau öll ort meðan hann dvaldi ytra sfðastiiðið ár. 4. kaflinn er „Ymsir kveðlingar" og þar á meðal hið ágæta minningarkvæði um Jónas Hallgríms- son, er síra Matthías flutti fyrir nokkru á Akureyri, á skemtun, er þar var haldin til styrktar minnisvarðasam- skota-sjóði J. H. 5. kaflinn er erfi- ljóð og má þar t. d. minna á eftir- mæli eftir síra Arnljót Ólafsson, Jón háyfirdómara Pjetursson, síra Magnús Jónsson í Laufási, Pál Briem amtmann og Skafta Jósefsson ritstjóra. 6. kafl- inn er ljóðleikurinn „Aldamót", sem áður hefur komið út í sjerstakri bók. 7. kaflinn er „Fermingin", þýtt kvæði, eftir E. Tegnér. I 8. og síðasta kafl- anum eru nokkur nýort kvæði. Ekki er nærri því öllum kveðskap síra Matthíasar safnað í þessi 5 bindi. ' Eftir eru Grettisljóð, Friðþjófs saga í og Brandur íbsens. Þau þrjú rit mundu fylla 2 bindi álíka stór og þau eru í þessu safni. Verðið á satninu er mjög lágt; það kostar io kr. heft (öll 5 bindin), en 15 kr. í fallegu, vönduðu bandi. Nú hefur þó útgefandinn auglýst, að hann hækki verðið á kvæðunum eftir næstu áramót og kosti þá hvert bindi heft kr. 2,50, en bundið kr. 3,50, og má það enn kallast lágt verð. Fyrsta bindið er nú uppselt, 2000 eintök, og á að prenta það á ný í vetur. (í 103:111. Kvæði eftir GuBm. Guð- mundsson. Rvík 1906. 112 bls. 8vo. Þetta er þriðja kvæðabók Guð- mundar Guðmuirdssonar og er hann þó að aldri skamt kominn yfir þrítugt. Braglistarmaður er hann mestur allra íslenskra skálda, og sýnileg eru áhrif frá honum að þessu leýti á kveð- skap ýmsra þeirra, sem yngri eru. „Strengleikar" hjet ljóðabók hans, sem kom út fyrir nokkrum árum, en þessi heitir „Gígjan". Nöfnin eru vel valin, því bestu kvæði Guðmundar eru söngljóð; þau eru hljómar frá strengjum tilfinninganna, Ijettir, þýðir og viðkvæmir tónar. Svona eru „Strengleikarnir" allir frá upphafi til enda, og svona eru bestu kvæðin í þessari bók: „Lóan" bls. 27, yndis- lega þýtt kvæði, „Miðdalur" bls. 38, „Kvöld" bls. 40, „Sumar" bls. 52, „Norðan frá hafi" bls. 89, „Mann- skaðinn" bls. 104, minningarkvæði um sjómennina, sem fórust hjer utan við höfnina í vor sem leið, sungið við útför þeirra. Þegar Guðmundur fer að lýsa öðrum mönnum, eða einhverju öðru en til- finningum sfnum, þá verður kveð- skapurinn daufari. „Gamli Mangi" og „Atli gamli", tvö löng kvæði í þessari bók, eru vel kveðnar rím- þulur, en lítill skáldskapur í þeim. Efnið er ljettvægt, en þynnist meir og meir við lengd kvæðanna, og verður loks ekkert úr. „Flosi og Hildigunnur" er vel kveðið kvæði, en gefur enga nýja skýringu á söguatriðinu, sem ort er um, og af þeirri ástæðu er í raun og veru lítið í það varið, eins og ýms samskonar kvæði eldri, t. d. af sagna- kvæðum Gríms Thomsens. „Guð- björg í Dal“ er kvæði, sem miklu meira er í varið en þau þrjú, sem talin eru hjer á undan. Það er rímuð smásaga, með nægu söguefni, og jafn- framt þarfleg hugvekja. Mörg falleg kvæði eru í bókinni önnur en þau, sem nefnd eru hjer að framan, t. d. eftirmæli eftir Pál skáld Olafsson, Vilhjálm Jónsson cand. phil., móður skáldsins, og enn margt fleira, bæði tækifæriskvæði og önnur kvæði. Bókin er óskiljanlega ódýr, aðeins 1 kr., en útgáfan er líka ekki vönduð: pappírinn ljelegur, og efnisyfirlit ekk- ert. Kvæði Guðmundar verðskulda miklu vandaðri útgáfu, og bókin hefði vel mátt vera miklu dýrari en hún er. Mynd höfundarins er framan á káp- unni. Símskeyti til „Lögrjettu“. Khöfn 6. des.: Islands Falkkom í gær. Yfirmaðurinn, Petersen höf- uðsmaður, fer frá 1. jan., en viðtek- ur Saxild. Tillagan um viðgerð á konungsskip- inu fjekk góðan byr í fólksþinginu. Kliöfn 11. des. 6!/6 síðd.: Nobels- verðlaunin eru nú veitt. Friðarverð- launin fjekk Roosevelt Bandaríkja- forsetí, bókmentaverðlaunin Carducci (ítalskt skáld) í Bologna, eðlisfræðis- verðlaunin Thomson (prófessor) í Cam- bridge, efnafræðisverðlaunin Moissan j (prófessor) í París, læknisfræðisverð- laununum var skift á milli Golgi í Pavía og Cajal í Madríd. Um nýár fer »Islands P'alkc, kapt. Saxild, hjeðan (til Islands). Hvidbjergsmorðinginn dæmdur til dauða af hæstarjetti (sbr. »Lögr« 30. júní, og er þetta maðurinn, sem framdt þriðja morðið, sem þar er lýst). Stormar hafa gengið við vestur* strönd Noregs. Fiskieimskip söklc þar og druknuðu 8 menn. Frá fjallatindum til fískimiða, Af Seyðisfírðí er símritað 6. þ.. m.: Mikill snjór. Frost í nótt 7 st. C., en hiti í dag 11 st. „Kong Inge“ er í Færeyjum. Prosperó kemur fi kvöld. Ur Svarfaðardal er símritað 2. þ. m: Tíð stirð; jarðlaust fyrir skepnur,, en þó snjóljett. Afli enginn. Yestur-Barðastranuasýslu 4. des.. ’06: »Hjeðan úr plássi er fátt að' frjetta. Tíð fremur óstilt og storma- söm, en sjaldan mjög vond áhlaup.. Snjór hefur mátt heita enginn til þessa,. en helst snjóað þessa seinustu daga. Kirkjur hafa þrjár verið í smíðum hjer vestra. Ein á Bíldudal, ný kirkja,. sem á að koma í stað Otrardalskirkju^ hún átti að vígjast næstliðinn sunnu- dag; önnur, í Stóra-Laugardal í Tálkna- firði, er bygð í stað gamallar, óbrúk- legrar kirkju, er þar var; hún er langt komin, og búist við, að hún verði vígð í vetur; þriðja er í kauptúninu Patreksfirði, er það ný kirkja, sem verður aðeins fyrir kauptúnið, er á að verða sókn sjer; vænta menn, að> henni verði loks lokið í vetur, enda er bygging hennar búin að standa yftr á þriðja ár. Kirkjurnar á Bíldu- dal og Patreksfirði eru úr steinsteypu, en Laugardalskirkja úr timbri. Kauptúnið Pa:treksfjörður ætlar að slíta fjelagi við Rauðasandshrepp á næsta vori og verða hreppur út af fyrir sig. Á Patreksfirði eru kaupmennirnir og embættismennirnir að leggja tal- síma milli sín.« Brnni. Srremma í síðastl. mán. brunnu verslunarhús R. Magnússens kaupmanns á Tjaldanesi í Dalasýslu með öllu, er inni var, til kaldra kola. Hafði olíulampi fallið niður í búðinni og kviknaði þegar í, en varð slökt í. það skifti, að menn hjeldu. En litlu síðar gaus eldurinn upp aftur og enn tókst að slökkva, svo að menn hugðú, brunanum lokið. Þó hafði eldur enn leynst í húsinu, kom upp um nóttina á eftir og brann það þá. Húsið „mun hafa verið vátrygt og eins vörur", segir „Vestri". Vopnafjarðar-læknishjerað er veitt Ingólfi Gíslasyni, settum lækni þar, en áður lækni Reykdæla. Engey seld. Tveir hlutar Eng- eyjar eru seldir Bjarna snikkara Jóns- syni fyrir 39 þús., í skiftum fyrir hús hjer í bænum. Sjógarðurinn fyrir Öseyrarneslandi verður fullhlaðinn í næsta mánuði, og er alls 830 faðmar. í ráði er að girða alt nesið örugglega og rækta upp síðan allan sandflákann, og verður það verk Eyrbekkingum til mikils gagns og sóma. Nielsen factor lagði til ókeypis járnbraut og vagna við grjótkeyrslu til mikils ljettis. Skarlatssótt á Norðuriandi. í 54. tbl. „Lögr«. var sagt frá byrjun skarlatssóttar á Akureyri. Nú er hún komin víða um Eyjafjörðinn og Þing- eyjarsýslu. Um mánaðamótin síðustu var hún , komin í um 20 hús á Akureyri og og sjúklingar orðnir 44. I gærkvöld er símað þaðan, að síðan hafi veikin komist í 14 hús og 21 sjúklingur bætst við, þar af 5 í Kvenna--

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.