Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1906, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.12.1906, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 227 skólanum. Á 6 bæi frammi í firð- inum er veikin komin, og hefur henni verið leynt þar. Að Vjegeirsstöðum í Fnjóskadal er hún einnig komin. Einn bær í Svarfaðardal er sóttkví- aður, en heyrst hefur, að veikin muni vera þar víðar, en henni sje leynt. I 12 hús á Húsavík er hún komin. Nýlega komst upp, að veikinni hefði verið leynt í heilan mánuð í einu húsi á Akureyri, Alstaðar er veikin sögð mjög væg. Reykjavík. „Óðinn“. Desemherblaðið flytur mynd af Guðm. Björnssyni landlækni og grein um hann, eftir Jón Magn- ússon skrifstofustjóra; kvæði eftir Edgar Poe, „Bjöllurnar", í ísl. þýð- ingu eftir Ág. Bjarnason; mynd af Jóni sagnfræðingi og greinumhann; mynd af Ágústi Bjarnasyni mag. art. og grein um hann; mynd af Kr. Jón- asarsyni heitnum umferðasala og fylg- ir henni kvæði um hann, eftir Guðm. Magnússon. Þá er dálítil saga, eftir Helga Valtýsson, og niðurlag á rit- dómi um „Huliðsheima". Bæjarstjórnarfnndur var haldinn 6. þ. m. Veittar við fyrri umræðu 90 kr. til matreiðslukenslu við barna- skólann í nóvember og desember. Samþ. að fara fram á þá breyt- ingu á samþ. um stjórn bæjarmálefna Rvíkur, að auk dómkirkjuprests skuli í skólanefnd vera 4 menn, er bæjar- stjórn kýs, þar af 2 úr flokki bæjar- fulltrúa. Afsalað forkaupsrjetti að erfðafestu- landi Jóns. Guðmundssonar, í Sauða- gerði, á Melunum fyrir sunnan og austan Sauðagerði, er hann selur fyr- ir 3,900 kr. Samþ. að byggja jÖTÖina Ártún næsta fardagaár sama manni, sem nú býr þar, Þorb. Finnssyni, fyrir 100 kr., eins og áður, og Breiðholt Guðna Símonarsyni næstu 3 fardagaár fyrir 300 kr. eftirgjald á ári. Bærinn hef- ur heimild til að leggja vatnspípur um landið endurgjaldslaust, og ábú- andi má ekki taka fleiri tjenað til göngu i landinu en formaður bæjar- stjórnarinnar tiltekur. Heilbrigðisnefnd falið að rannsaka og undirbúa, á hvorn hátt tilhlýði- legast væri, að koma á almennri sal- ernahreinsun í bænum. Hjúkrunarfjelagi Rvíkur veittar 400 kr. styrkur, er tekst af bæjarfje 1907. Gísli Þorbjarnarson búfr. kosinn til að mæla jarðabætur ræktunartjel. Rvíkur 1906. Samþ. brunabótav. á þessum hús- um : Á. Thorsteinssonar landfógeta í Austurstræti 17,619 kr.; Ástv. Gísla- sonar á Melunum 6,660; Bj. Bjarna- sonará Bergi (viðbót) 1,880; B. Jóns- sonar ritstj. í Austurstr. 39,243; B. Jónssonar í Njálsg. (viðbót) 1,704; Búnaðarfjel. Islands íLækjarg. 21,049; O. Ellingsens á Stýrim.st. 16,565; Eyv. Árnasonar í Óðinsg. 7,334; Godthaabsversl. í Austurstr. 15,285; sömu versl, í Pósthússtr. 15,433; Guðm. Þorsteinssonar í Nýlendug. 13,284; Hjörl. Þórðarsonar í Holtsg. 8,609; J. Zimsens konsúls í Hafnarstr. (við- bót) 6,385; Jóh. Hafliðasonar í Grett- isg. 8,795 ; Sv. Ólafssonar á Smiðju- st. 3,865 kr. Ólögleg vínsala. Tveir kafflsalar hjer í bænum hafa verið sektaðir ný- lega fyrir ólöglega vínsölu: Kristín Jónsdóttir á Laugavegi, í annað sinn, um IOO kr., og Helgi Þórðarson á Geysi, í fyrsta sinn, urn 60 kr. Kirkjusöngurinn, sem sagt var frá í síðasta blaði að ráðgerður væri, fórst þá fyrir, en verður nú haldinn i kvöld. Eldur. í fyrra kvöld kviknaði í húsi Einars Finssonar verkstjóra við Klapparstíg, en eldurinn varð slöktur áður en nokkuð brynni að ráði. Veðl’ið. Síðari hluta næstl. viku voru útsynningsstormur með frosti og hríð, en um helgina skifti um til þíðu, og var rigning á mánudaginn, en síðan góðviðri. Kvenfrelsismálið. »Lögr.« vill leiða athygli manna, einkum kven- folksins, að auglýsingu hjer í blaðinu um fyrirlestur frú Bríetar Bjarnhjeð- insdóttur. Kvenfrelsismálið er nú komið ofarlega á dagskrá í flestum löndum hjer álfu og Norður-Ameríku, og er það gott og þarft verk, að vekja athygli á þeirri hreyfitigu. Málverkasýning Asgríms Jóns- sonar er mjög svo ásjáleg. Einna fegurstar eru vatnslitarmyndirnar. Myndirnar fylla að mestu veggina þrjá uppi á lofti í templarahúsinu. Ótrú- legt er það en satt, að fáir hafa enn komið á sýninguna. En velja þurfa menn sjer bjarta stund til þess. Sænsknr varakonsúll er Kr. Ó. Þorgrímsson kaupmaður orðinn. Skoskt liey kemur nú rjett með hverju skipi, stöðugt heykeyrsla í gær frá „Helga kongi". Verð mun vera 6—7 aura pundið. Undrum sætir slfkt í öðru eins graslandi og Island er. Heiðruðum kaupmönnum og kaupfélögum á íslandi tjl- kynnist hér með, að við undirritaðir höfum bundið með oss fé- lagsskap undir íirmanafninu O. Jolinson & H.aalter til að annast um innkaup á útlendum vörum og sölu á islenzkum afurðum. Á ferð okkar um Þýzkaland, Bretland hið mikla og Danmörku hefir oss öðlast að ná einkasölu fyrir ísland hjá fjölda af beztu og ódýrustu verksmiðjum og verzlunarhúsum í ýmsum greinum, eptir því sem liezt hentar fyrir íslenzka markaðinn. Verðlistar og sýnishorn til sýnis á skrifstofu okkar í Lækjargötu 4. Virðiugarfylst. Olafur Johnson. Ludvig Kaaber. Símautauáskrift: .•lniporl*'*. Talsími 174. Frá 1 Desember. er á 1. og 2. flokks stöðvum tekið á móti innanbæjarskeytum til afgreiöslu fyrir helm- ing hins ákveðna innanlandsverðs, eða 5. aura fyrir orðið, minst 50 aura fyrir almenn skeyti. Skeyti þessi geta haft áritanirnar D — Rp -— Rpd — Ro — og Mp. Rammalistar fyrirlestur um tildrög og sögu kvenrjettinda- málsins í Ameríku og Evrópu fram til þessara tíma, heldur Bríet Bjarn- hjeðinsdóttir fimtud. 1 3. þ. m., í I ð n a ð a r m a n n a h ú s i n u kl. 9 síðd. — Aðgöngumiðar fást í álna- vörulbúðinni í Thomsens Magasíni. Nánar á götu-auglýsingum. Enn þá talsvert úrval af alfata- og vetr- arfrakka-efiiuin hjá Q. jffnðersen S Sön. • nAg vCý- HTh AThomsen-aS', HAFNARSTR-17181920 21-22-K0LAS1-2-LÆKJAKT-1-2 THOMSENS MAGASINI. Heiðruðu húsmæður! Þegar, yður vanhagar um eitthvað til matár, þá þarf ekki annað en telefónera eða senda niður i Thom- sens Magasín; þar er þrautalendingin. Ef þjer eruð í vandræðum með mið- degismat, þá fæst þar alt af: Alftir, Rjúpur, ekta góðar, ódýrari en annað kjöt. Nautakjöt nýtt. Kinda- kjöt. Svínakjöt nýtt. Nautakjöt saltað. Kindakjöt. saltað. Kiötfars. Medister- pylsur. Saltfiskur. Ef þjer þurflð í snatri að fá eitt* hvað á kvöldborðið, eða morgunborð ■ ið, þá er fljótráðið úr því. Nógu er lír að velja: Reykt flesk. Rullupylsur. Spegi- pylsur. Servélatpylsur. Blóðmör. Lifrarpylsa. Lifrarposteik. Kæfa. Kinda- sylta. Svínasylta. Egg. Smjör. Mar- garine. Nú, en ef þjer þurflð að bregða upp pönnu, þá er hægt að fá: Svínafeiti. Plöntufeiti. Pálmafeiti. Matardeildin. nýkomnir. Sturla Jónsson. Hentugar Jólagjaíir: Quo Vadis? skáldsaga eftir H. Sienkiewicz. Gullöld íslendinga, eftir J. Jöns- son. Jþyrnar, ljöðmæli eftir Þ. Erlings- son. Hafhlik, ljóðmæli eftir Einar Benediktsson. Ljóðmæli eftir Gr. Thomsen. Halla, skáldsaga eftir Jón Trausta. Sálmahókin, gylt í sniðum. l’assíusálmar í skrautbandi. Þessar bækur fást í Bókaverslun m SlNllARSOM fást með því verði til jóla í verslun reiðhjól eru best. Auglýsingum í „Lögr.“ veitir viðtöku Jón Brynjólfsson ÁUSturstr. 3. ' 12 lifandi GRÍSI gefur Thomsens Magasin. Hver, sem kaupir minst fyrir 1 krónu á jólabasarnum í Hafnarstræti 17, hefur rjett til þess að geta, hve þungur grísinn er, sem er þar til sýn- is allan daginn í glerbúri. Kl. 8 um kvöldið verður grísinn viktaður, og sá, sem getið hefur rjett þann dag- inn, eða næst því rjett, fær grísinn, eða andvirði hans í peningum, 50 aura fyrir hvert pund í lifandi vigt, hvort sem hann viil heldur; geti fleiri rjett, verður dregið um, hver hljóta skuli. Á þeuuan liátt verður einu grís geflnn á dag í 12 daga. Hentiipr Júlagjafir cr u: Ferðaveski, Vindlahylki, Brjefa- og Seðlaveski, Peningabuddur, Nálakassar. Þessir munir fást hestir og Ódýrastir í Leðurveriiluiiiimi Austurstræti 3, Þar er líka mesta úrval. jin Srynjóljsson. Til jólanna: Vestis-efnin mislitu. Mikið úr að velja hjá H. ANDERSEN & SÖN. Prentsvniðjan Gutenberg. >

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.