Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.02.1907, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.02.1907, Blaðsíða 1
LOGRJETTA = Ritstj óri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. = M ®. Reykjavík 20. febráar 1907. II. ár <»•. HAFNARSTR' 17-18 1920 21-22 ■ KOLAS 1-2-LÆKJAKT-1-2 • reykjavik « Netjagarn, Hampnr, Manilla, tjörguð og ótjörguð, Kork, Flotholt, Blakkir, Línur, Sökkur, Síldarnet, Segldúkar (Fálki), Tjara, Sjóföt og yfir höfuð alt til útgerðar, fæst best og ódýrast í Pakkhúsdeildinni í Thomsens Magasini. Alþýðumentamálið og frumvörp þings og stjórnar. Eftir síra Ólaf Ólafsson í Hjarðarholti. „Það er ekki nema einn vegur til að hefja þjóðina, og það er vegur trúar og mentunar. Lif- andi trú og sönn mentun eru máttarstoðirnar undir siðgæði og siðmenr.ingu þjóðanna. Þær eiga að styðja hið sama, og styðja hvor aðra. (Páll Briem: Lögfr. 4. ág. 2. h.). Það gegnir mestu furðu, hve und- ur-fáir verða til þess að ræða og rita um alþýðumentarnálið. Hjer er þó í sannleika að ræða um eitt stærsta velferðarmál þjóðarinnar, mál, sem tekur svo að segja til hvers einasta heimilis á landinu, og sem brýnasta nauðsyn er á, að fái sem heppileg- 'ustu úrslit. Stjórn og þing á heiður og þökk skilið fyrir að hata sýnt vilja á, að koma lögun á þetta mál. Að vísu var hjer, eins og öllum er kunnugt, engu ráðið til lykta á síðasta þingi, heldur var frumvörpum stjórnar og þings skotið undir álit og tillögur þjóðarinnar, og ætti að vera fylsta ástæða fyrir þjóðina að gera sig á- nægða með þá ráðstöfun. Henni er hjer með gefinn kostur á, að leggja orð í belg um þetta þýðingarmikla mál, þinginu til leiðbeiningar undir fullnaðarúrslit þess á næsta sumri.— En það gegnir furðu, hve fáir verða til að láta hjer skoðun sína í ljósi. Um óverulega smámuni, í saman- hurði við þetta þýðingarmikla mál, geta menn verið að þinga vikum saman, og fylt marga blaðadálka, en um þetta mál er svo að sjá, sem fáa fýsi að rita. Ástæðurnar geta verið ýmsar, og skal hjer eigi reynt að greina þær, en af því að mjer er ekki grunlaust um, að þeir kunni að vera nokkuð margir, sem ekki er fyllilega ljóst, hverja vegi þing og stjórn vill fara í þessu máli, þótt frumvörpunum hafi verið útbýtt óspart um land alt, en hafi hinsvegar ein- hverja óljósa hugmynd um, að hjer eigi, hvað kröfur og útgjöld snertir, að taka stærra stökk en fært sje, þá langar mig til, í fám orðum, að benda á þessar leiðir, er þing og stjórn vill fara, ef einhverjir kynnu þá betur að átta sig á málinu. Mentunarkröfur þær, er þing og stjórn hefur komið sjer saman um að gera til 14 ára gamals barns, sem annars er hæft til náms, eru þessar: 1. að það lesi móðurmálið skýrt og áheyrilega, og geti sagt munn- lega frá því, er það les; sömu- leiðis geti gert skriflega grein fyrir efni, sem það þekkir vel, nokkurn veginn ritvillu- og mál- villulaust; viti nokkuð um rnerk- ustu menn vora, einkum þá, er lifað hafa á síðustu öldum, og kunni utanbókar nokkur íslensk kvæði, helst ættjarðarljóð; 2. skrifi læsilega og hreinlega snar- hönd; 3. hafi lært í kristnum fræðum það sem heimtað er eða heimtað verður til fermingar; 4. kunni 4 höfuðgreinir reiknings með heilum tölum og brotum, kunni að leysa úr auðveldustu dæmum, er koma fyrir í daglegu lifi, meðal annars, að reikna flat- ar- og rúmmál einföldustu lík- ama; 5. kunni að nota landabrjef, viti nokkuð um náttúru íslands, legu helstu landa í Norðurállunni og hvernig álfur liggja á hnettinuum; 6. kunni nokkur einföld sönglög, einkum við íslensk ættjarðarljóð. Jeg tel víst, að fáum þyki hjer far- ið óhóflega í kröfurnar, að fáir for- eldrar, fyrir hönd barna sinna, sætti sig, á þessum tímum, við öllu minni þekkingu á fermingaraldri. Til þess að ná nú þessu takmarki, sem auðvitað er mergurinn málsins, gerir frumvarp stjórnarinnar hverjum þeim hreppi, er ekki á kost á að senda börn á fastan skóla, að skyldu, að halda á sinn kostnað farkennara, einn eða fleiri, og skal kenslunni haga svo, að hvert barn í hreppnum, 10 til 14 ára, geti notið, að minsta kosti, tveggja mánaða fræðslu hjá farkenn- ara ár hvert, nema fræðslunefnd hrepps- ins veiti undanþágu, en það skal hún gera, ef hún álítur, að fræðsla sú, er börnin fá með því móti, verði jafn- gild þeirri fræðslu, sem fer fram á hreppsins kostnað. í kaupstöðum, sjóþorpum og þjett- býlum sveitum, þar sem, eru eða sett- ir verða á stofn, fastir heimangöngu- skólar, skulu öll börn 10—14 ára að aldri, þau er skóla geta sótt að heim- an, njóta kenslu, nema foreldrar eða húsbændur hafi fengið undanþágu hjá fræðslu- eða skólanefnd, eins og áður er sagt. Próf skal halda árlega, að vorinu, yfir öllum börnum 10—14 ára. Skóla- eða fræðslunefnd skal vera í hverjum kaupstað og hreppi. Þetta er nú í aðalefninu sú leið, er stjórnin lagði til, að farin væri til þess að ná því takmarki eða þekk- ingarstigi fyrir börn um fermingu, sem að framan er sagt, og sem á þessum tímum verður að teljast bráð- nauðsynlegt. Þegar til þingsins kom, var það fyllilega samdóma stjórninni um kröfurnar og takmarkið, sem að skyldi stefnt; það sem á milli bar var það, hverja leið skyldi halda til að ná takmarkinu. Ef komast mætti svo að orði, að stjórnin, með öðrum kafla frumvarps síns um skólahald, hafi svo sem ætl- að sjer að fara fjallveg, þá má segja, að þingið, með öðrum kafla irum- varps síns, um fræðslusamþyktir, hafi ætlað að fara með bæjum. Og það er aðallega um þessar tvær leiðir, sem þjóðinni er gefinn kostur á að velja eða láta í ljósi álit sitt. (Niðurl.). Hjúkrunarfjelag Reykjavíkur hjelt aðalfund sinn 11. þ. m. i Iðn- aðarmannahúsinu. Fundurinn var vel sóttur. Formaður fjelagsins, síra Jón Helga- son, lagði fyrir fundinn ársreikning fjelagsins, og var hann í einu hljóði samþyktur. Þá skýrði formaður frá starfsemi fjelagsins á umliðnu ári og hag þess. íársbyrjun 1906 áttifjelagið kr. a. í sjóði...................... 710,58 Greidd árstillög námu........ 612,50 Borgað var af efnaðri mönn- um fyrir hjúkrun á árinu 155, „ Gjafir til fjelagsins námu... 125, „ Vextir af bankainnieign...... 10,92 Samt. kr. 1614, „ Hins vegar hafði fjelagið'borg- að 3 hjúkrunarkonum....... 1187,50 og í ýmislegan annan kostnað 32,58 En í sjóði við árslok voru 393,92 Samt. kr. 1614, „ Fjárhag fjelagsins kvað hann þannig ekki jafn glæsilegan sem í ársbyrjun, en þess bæri að geta, að útistand- andi væri enn borgun fyrir hjúkrun, sem búast mætti við að innheimtist innan skams. Á árinu hafði stjórnin samkvæmt heimild frá aðalfundi í fyrra ráðið 3. hjúkrunarkonuna, eða vökukonu, frá 1. apríl. Fjelagið hefði á árinu látið í tje hjúkrun á 46 heimili og stundaðir hefðu verið samtals 47 sjúklingar. Hjúkrunarkonur fjelagsins stunduðu á árinu sjúka samtals 638 dægur og þar af sagði formaður að mætti telja, að fjelagið hafi látið hjúkrun í tje að minsta kosti 360 daga fyrir alls enga borgun. En síðan fjelagið tók til starfa fyrir 7 missirum hefur það hjúkrað sjúkum á 108 heimilum í 1454 daga og 178 nætur, eða sam- tals í 1632 dægur. Eftirspurnin eftir hjúkrunarkonum fjelagsins hefur farið sívaxandi og altaf orðið erfiðara að fullnægja beiðn- um manna. Þó hefur þörfin aldrei verið jafn-tilfinnanleg og á síðastliðnu hausti, eftir að taugaveikin magnað- ist, því að naumast hefur orðið hægt að sinna V4 hluta þeirra, sem um hjúkrunarkonu hafa beðið, og má gera ráð fyrir, að ekki hafi allir, sem þurftu, leitað til fjelagsins, af því að læknar höfðu látið þá vita, að það væri ekki til nokkurs. Þessi mikla þörf varð til þess, að fjelagsstjórnin rjeðst í að ráða 1 þjónustu fjelagsins 4. hjúkrun- arkonuna, danska konu, sem komið hafði hingað af þrá eftir að geta helg- að sig sjúkum og bágstöddum hjerá landi. En þar sem fyrirsjáanlegt var, að fjelagið gæti sem stendur naumast ris- iðundir hinum auknu útgjöldum, er af ráðningunni leiða, þá leitaði fjelags- stjórnin til bæjarstjórnar Reykjavíkur um styrk, með það sjerstaklega fyrir augum, að aðalmarkmið fjelagsins er að Ijetta eftir megni undir með fá- tækum og firra þá frá að komast á sveitina fyrir kostnað af sjúkdómum. Bæjarstjórnin veitti fjelaginu þegar 400 kr. styrk fyrir þetta ár. Með þessum styrk ætti fjelagið að geta komist af þetta árið. En helst ætti ekki að þurfa að leita til bæjarstjórn- arinnar aftur, og lægi þá ekki annað fyrir en að finna einhver ráð til að auka tekjur fjelagsins á annan hátt. Kom tillaga fram frá einum fund- armanni um, að reyna til að fá fleiri menn til þess að ganga í fjelagið með því að gera þá lagabreytingu, að fje- lagsmenn skyldu að öllu öðru jöfnu liafa forgangsrjett, að fátæklingum frá- gengnum, til hjúkrunar fyrir öðrum, er ráð hefðu á að borga fyrir hana. En sú tillaga var feld með öllum þorra atkvæða. Hins vegarvar sam- þykt tillaga um, að breyta lögum fjelagsins þannig, að taka mætti fyrir hjúkrun að minsta kosti 1 kr. á dag. Formaður skýrði frá því, að stjórn- in hefði, samkvæmt ályktun á aðal- fundi, leitað fyrir sjer um, hvort fje- lagið gæti trygt hjúkrunarkonunum ellistyrk með því að greiða fyrir þær viss gjöld til einhvers líftryggingarfje- lagsins, en með því að hjúkrunar- konurnar væru orðnar of gamlar, hefði slíkt reynst með öllu ókleift fyrir fje- lagið. í stjórn fjelagsins voru endurkosn- ir með lófaklappi: Prestaskólakennari síra Jón Helga- son, bankastjóri Sighvatur Bjarnason og cand. jur. Hannes Thorsteinsson. Á sama hátt voru endurkosnir end- urskoðarar: Kaupmaður B. II. Bjarnarson og bankagjaldkeri Halldór Jónsson. Að lokum flutti herra landlæknir Guðm. Björnsson fróðlegt erindi um smurning framliðinna hjá Forn-Egipt- um með sjerstakri hliðsjón af lífs-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.