Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.02.1907, Blaðsíða 2

Lögrétta - 20.02.1907, Blaðsíða 2
28 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöd við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl. 10*/»—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. skoðun og trúarkenningum þeirra fornmanna, og var gerður besti róm- ur að. Xonungskoman. Um hana flytja nú dönsku blöðin þessar frjettir: „ . . . Undir eins og skipið „Birma“ kemur úr Austur-Asíuleiðangrinum, verður því lagt í kví til eftirlits og máln- ingar. Einnig þarf að gera á því tölu- verðar breytingar fyrir íslandsferðina. Meðal annars á að útbúa það með loftskeyta-tólum og með tækjum til skrautlýsingar með rafmagni. í þau herbergi, sem ætluð eru konungi, verða flutt ýms húsgögn og málverk úr konungshöllinni. Konungur hefur með sjer matsvein sinn og þjónustufólk hans, svo að hann getur, bæði meðan hann dvelur á íslandi og líka á leiðinni, haldið stórar veislur. Ennfremur verður með „Birma" hljóðfæraflokkur, rakarar og hárskerar, og einn af vögnum sínum flytur konungur með sjer, einnig öku- mann og þjón. Það er haldið, að Valdemar prins og Haraldur prins fari með konungi. Herskipin „Hekla“ og „Geysir" eiga að fylgja „Birma“. Dönsku blöðin. Þau flytja enn öðru hvoru greinar um íslensk mál, og eins og getið er um í Khafnar-brjefinu á öðrum stað hjer í blaðinu, tala nokkur þeirra meðal annars um þingrofskröfur ís- lensku blaðanna. Út af þessum greinum gera nú sum íslensku blöðin hjer mikið veð- ur. En þær eru alls ekki þessverð- ar. Þær eru ekkert annað en berg- mal af samskonar greinum í blöðum stjórnar-andstæðinga hjer heima, rit- aðar eftir innblæstri frá íslendingum eða þá af íslendingum. íslenskir stjórnarandstæðingar fræða dönsku blöðin á því, að meiri hluti þingsins hjer hafi ekki meiri hluta þjóðarinnar að baki sjer; óánægjan, sem nú bryddi á hjá hinni íslensku þjóð með sambandið við Dani, snú- ist alls ekki gegn Dönum eða Dana- stjórn, heldur eigi að eins rót sína að rekja til vantrausts þjóðarinnar á sínum eigin fulltrúum, þingmönnum meiri hlutans, og ótrúar á þeim. Úr því að dönsku blöðin á annað borð ljá þess- um sagnaburði rúm, eða eyra, þá þykj- ast þau ekki heldur geta gengið þegj- andi framhjá efninu. Þetta er hugs- unin, sem fram kemur í dönsku blöð- unum fjórum, sem á þetta minnast. Annars mun afstaða Dana til ís- lands mála nú alment vera sú, sem kemur fram í ritstjórnargrein í stjórn- arblaðinu »Köbenhavn« 21. f. m. Þar segir meðal annars: »í þessu máli á afstaða Danmerk- ur að vera óhagganlega þessi: Allir Danir eru sammála um það, að viðurkenna, að íslenska þjóðin sje sjálfstætt þjóðfjelag; sjermál þess og inri stjórnarháttu þess látum við af- skiftalausa og viðurkennum fyllilega þjóðlegt jafnrjetti þess. Hins vegar verður það að vera ó- raskanlegt, að þessi sjálfstjórnarþjóð sje áfram einn hluti konungsríkisins, og hin ytri tákn, er sýna þetta um- heiminum, mega ekki raskast. Þetta er afstaða Danmerkur í mál- inu«. Á þennan hátt líta frjálslyndir Dan- ir nú yfirleitt á þetta mál, og virð- ist það ekki ilt til samkomulags. Blöð hægri manna eru að tefla fram tillögu hr. E. B. um, að setja hingað danskan prins fyrir landstjóra, og kemur það heim við greinar dr. Birchs um það efni í sumar sem leið. Annars eru tillögur og greinar danskra blaða um íslensk sjermál þýð- ingarlausar, og alls engin fremd fyr- ir Islendinga, að koma þar fram mis- sögnum og rangfærslum um íslensk mál. Reykjavíkin strandar. Nokkru fyrir kl. 1 í nótt rak gufu- bátinn Reykjavík upp í klettana norðan í Battaríinu. Stormur var hvass á hánorðan og hafði verið svo í allan gærdag. Næturverðirnir vöktu menn upp, er þeir urðu varir við strandið, og var skipshöfninni þegar bjargað í land. En skipið rær þar enn úti í klettunum og kvað vera svo mikið brotið að engin von sje um viðgerð. Það er enskt skip, sem er sök í strandinu, gufuskipið „Mod“, er liggur hjer á höfninni, fermt til Edinborgar- verslunar. Það rakst á Reykjavíkina á höfninni, sleit frá henni annað akkerið ogbrautúrhenni stefnið. Varð hún að láta berast til lands undan veðrinu til þess að sökkva ekki úti á höfninni. Umsjónarmaður gufubátsins hjer, Björn kaupm. Guðmundsson, símaði í morgun til eigandans, Friðriksens í Mandal, og skýrði honum frá slysinu. Býst Björn við að hann sendi hingað, svo fljótt sem hægt er, annað skip, til þess að taka við ferðum Reykja- víkur, samkvæmt samningum. Reykjavíkin var vátrygð í Þilskipa- ábyrgðarfjelagi Faxaflóa fyrir 24 þús., en annarstaðar ekki. Símskeylii til „Lögrjettu“ frá R. 11. Khöfn 14. febr.: í ræðu sinni við setningu enska þingsins viður- kendi Játvarður konungur, að írar ættu rjett á að fá sjálfstjórn. Gufuskipið Lechmond frá New- York rakst á annað skip og sökk við Rode Island. 182 menn fórust, en 19 varð bjargað. Khöfn 19. fehr.: Secher, rit- stjóri blaðsins „Dannebrog", dó í gærkvöld. Stofnað er fjelag, sem heitir „Hið nýja dansk-íslenska verslunarfjelag". Höfuðstóll 4 milljónir. Aðalstofnarn- ir í þessu fjelagi eru Tulinius, Örum & Wulff og Gránufjelagið. Ákveð- ið var á fundi á laugardaginn, að aðalstjórn fjelagsins skyldi vera í Khöfn og var Tulinius kosinn fram- kvæmdastjóri fyrst um sinn, en full- trúar á íslandi: Chr. Havsteen, for- stjóri Gránufjelagsins, og J. Arnesen konsúll á Eskifirði. Blöðin „Köben- havn" og „Pólitiken" eru fjelaginu andvíg. I New-York fór járnbrautarlest út af sporinu og fórust 20 menn. Þýska þingið er sett og hjelt keis- arinn þá ræðu. Carducci, (ítalska skáldið, sem No- bels-verðlaunin fjekk í vetur) er dauð- ur í Bologna. íslaiul erlendis. Khöfn 2. fehr.: „Helstu frjett- irnar hjeðan eru þær, að stúdenta- fjelagið okkar hefur gleypt hráa flug- una, sem Reykjavíkur-stúdentarnir sendu út, með óskinni um það, að Danir skuli missa rjett innborinna manna á íslandi og íslendingar af- sali sjer þeim rjetti í Danmörku. Til- lagan var borin upp seint á fundi, eftir allsnarpar umræður; þá voru flestir farnir og var hún samþykt með 17 atkv. gegn 3. í fjelaginu eru alls um 70 manns, svo það er ómögulegt. að skoða þessa fundar-samþykt sem yfirlýsing stúd- enta hjer alment. í dönskum blöðum af ýmsum flokk- um, t. d. hægriblöðunum „YortLand" og „Nationaltidende", vinstrimanna- blaðinu „Köbenhavn" og blaði jafn- aðarmanna „Social Demokraten", hafa upp á síðkastið staðið ýmsar greinar, sem hvetja ísl. stjórnina til að rjúfa þing nú þegar og láta kjósa á ný í vor.— Eru greinarnar bersýnilega inn- blásnar af anda einhvers íslensks mót- stöðumanns stjórnarinnar, og líklega fremur af Landvarnarmanni en Þjóð- ræðismanni, eftir greininni í „Nat.“ að dæma. Einar sýslumaður Benediktsson dvel- ur hjer. Hann hjelt fyrirlestur ný- lega í íslendingafjefagi um íra á ís- landi. í íslendingafjelagi er nú formaður Andrjes (Stefánsson) Guðmundsson, verslunarmaður. Haukur Gíslason hefur tekið em- bættispróf í guðfræði með betri 2. einkunn. Lárus sýslumaður Bjarnarson ætl- ar að fara hjeðan í marsbyrjun, líkl. til Þýskalands. Þangað fer líka Sig- urður skólastjóri á Hólum, sem hefur dvalið hjer um hríð og ferðast um Danmörk". Frá fjallatindum til fiskimiða. Frá Patreksfirði er skrifað 30. f. m.: „Versta ótíð í allan velur, sí- feldir umhleypingar og oft ilt til jarð- ar, eða haglaust. Frost mikil öðru hvoru, t. d. í gær 16° C. Bændur kvarta; heyskapur er víða lítill, en útigangur góður, svo þetta er ekki hentugt tíðarfar, enda haglaust stund- um. Botnvörpungur, sem hjer kom í gær, sagði talsverðan íshroða hjer úti fyrir, og Önundarfjörð, Súgandafjörð og ísa- fjarðardjúp lokað af ís; væru nokkrir botnvörpungar inniteptir á ísaf. Lítið jakastangl kom hjer inn á Flóann, en hjer er ekki svo mikil hætta á, að skip þurfi að teppast, eða sigling hing- að hindrist, því Látraröst og straum- arnir bera allan ís langt til hafs. Þetta ætti að vera ein óhrekjandi sönnun fyrir nauðsyn símans hingað til Patreksfjarðar, því ekkert gagn hafa sjómenn af því, þó sími liggi til ísafjarðar, ef ekki er hægt að kom- ast þangað fyrir ís, og þó er jafnvel enn verra að eiga á hættu, að tepp- ast þar inni um lengri eða skemri tíma. 23. þ. m. dó maður á fjallinu milli Patreksfj. og Breiðuvíkur; var að fara með póst út í Breiðuvík; útsynning- ur var og hvast, en ekki svo, að neinn mundi saka. Er því getið til, að hann hafi orðið bráðkvaddur, enda var hann á rjettri leið, og hafði bor- ið yfirhöfn sína á bakinu. Maðurinn hjet Guðmundur Ólafsson, dugnaðar- og skerpumaður, og vel látinn af öll- um; hann var ekkjumaður og átti tvær dætur uppkomnar". Lóðaveiða-gufuskip. Jón Árna- son á Heimaskaga á Akranesi fór ut- Oli-vier Twist er heimsfræg skáldsaga, eftir Charles Dickens. Hún fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifæris- gjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagtumNjálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lærðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Tvist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og þó til skemtunar um leið. an nú með Láru til þess að kaupa gufuskip með lóðaútbúnaði, og áþað að stunda hjer fiskiveiðar og síldveið- ar. Skipið verður keypt í Englandi. Kaupin eru gerð fyrir fjelag, sem „Nökkvi" heitir, og er nýstofnað, en þrír menn eru aðaleigendur: Böðvar Þorvaldsson kaupmaður á Akranesi, Jón Árnason skipstjóri og Thor Jen- sem kaupmaður hjer. Hásetar eiga V4 hlut skipsins. Því verður haldið út hjeðan frá Reykjavík og stjórnar Thor Jensen útgerðinni. Þó er búist við, að verkun aflans fari fram á Akranesi, enda eru hásetar allir þar búsettir. Kjötsalan. Sigurður stórkaupmað- ur Jóhannson í Khöfn skrifar alþm. Hermanni Jónassyni, að hann hafi í þetta sinn fengið til sölu fullar 3000 tn. af íslensku saltkjöti. Yms slæm mistök kveður Sigurður enn vera á nokkru af kjötinu, en þó yfirleitt betra en áður. Alt kjöt, sem var í góðu lagi, seldi hann á 60—63 kr. tn. (224 pd.). Riis kaupmaður á Borðeyri sendi Sigurði um 1400 tn., og var óvanalega góður frágangur á því kjöti í alla staði. Væntanlega verður nán- ara skýrt frá þessari sölu í Búnaðar- ritinu. Heilsuhælisljelagið. Jón versl- unarstjóri Laxdal á ísafirði hefur gef- ið IOO krónur til fjelags þessa. Reykjavik. J. Wood, skipstjórinn á „Imperia- list“, sem nýlega strandaði í Grund- arfjarðarmynni, kom hingað, ásamt allri skipshöfn sinni, á fimtudaginn var, en var þá strax dreginn fyrir dómara, með því að hann var marg- kærður og sannur að sök um ólög- legar veiðar í landhelgi, þótt eigi hefði hann náðst nje orðið sektaður. Eitt sinn hafði hann haft búnað til að varna sýslumanninum í Vestmanna- eyjum uppgöngu á skip sitt,—En af því svo illa stóð á fyrir honum nú, veitti stjórnin honum uppgjöf saka og slepti honum, en þó með strangfi áminning. Atti hann þetta þó einna mest því að þakka, að hann hafði tvívegis bjargað hjer skipshöfnum, eins og áður er sagt. Snjótitlingarnir eiga ósæla daga nú í illviðrunum og væri fallegt af mönnum að minnast þeirra með smá- sendingum út í snjóinn og hríðina. Gullið. Einhverjir partar af bornum komu nú hingað með „Ceres", en það sem á vantar kemur með næstu skipum. Alt var sent á stað frá verksmiðjunni og átti að verða samferða hingað, en mikill hluti sendingarinnar hefur tafist einhverstaðar á leiðinni. Hótel ísland hefur talsvert verið dubbað upp, sjerstaklega stóra veit- ingastofan að norðanverðu og gamla »Svfnastíjan«. Stórir Lux-lampar hafa verið settir upp í austurstofunum. »Svínastíjan« hefur breytt bæði öllu útliti og nafni. Trjególf er sett í hana, ný borð og bekkir og ait málað og prýtt. Sá salur heitir nú „Dagsbrún" og á þar að selja kaffi, mjólk, smurt brauð o. fl. fyrir lœgra verð heldur en annarstaðar í veit- ingahúsinu, og opna þar fyrir kl. 6 á morgnana.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.