Lögrétta - 17.04.1907, Blaðsíða 2
62
L0GRJET7A.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð viö og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Skrifstofa opin kl. 10‘/a—11 árd. og kl.
3—4 síðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj.
Sveinbjarnarson, Laugaveg «.
í 6oo kr. sekt og fjekk að halda afla
og veiðarfærum; hann var tekinn fyrir
utan landhelgi, en nýkominn út fyrir
markið; hinn fjekk 1200 kr sekt og
upptækan afla og veiðarfæri.
Foringjarnir á varðskipunum hafa
jafnan getið sjer besta orð hjer á
landi, enda hafa þeir verið hver öðr-
um duglegri.
Þjóðræðisblöðin fluttu um daginn
þá tilhæfulausu fregn, að Saxild hefði
verið „kvaddur heim" af því að hann
hefði tekið of marga botnvörpunga.
Nú hefur eftirmaður hans, Amund-
sen, unnið sjer það til frægðar, að
taka fjóra seka botnvörpunga í fyrstu
ferð sinni. Og nú hlæja allir að
getsökunum þeim um daginn — nema
Þjóðólfur. Hann heldur að þetta sje
sjer að þakka, danska stjórnin hafi
ekki þorað annað en senda hingað
duglegan mann, af því að hann fann
að því, að Saxild ljet af forustunni!
Foringjarnir á varðskipinu eru mjög
gramir við þýska konsúlinn, af því
hann vefengdi mælingar þeirra og
heimtaði, að þeir sönnuðu framburð
sinn með eiði; telja það móðgun við
sig, sem vonlegt er. Konsúllinn hef-
ur einnig orðið fyrir almennu álasi
hjer í bænum fyrir kappsemi sína í
því, að frelsa sökudólgana.
Úr brjefi frá Hafnarfirði.
Söngkensla og söngur.
..... Alt er hjer venju fremur kyrt
og hljótt. Sjómennirnir eru farnir
frá heimilum sínum á þilskipin og
skólunum er slitið, en útivinna ekki
byrjuð að ráði.
Gagnfræðaskóla Flensborgar var
sagt upp í lok fyrra mánaðar. Alls
voru a skólanum á þessum vetri um
80 nemendur. 25 tóku burtfarar-
próf frá gagnfræðaskólanum og er
það fleira, en nokkru sinni hefur ver-
ið áður. Skólinn mun vera eini skól-
inn á landinu, er ekki getur veitt
viðtöku nærri öllum, sem um hann
sækja.
í sama mund var barnaskóla hrepps-
ins slitið og sóttu hann nokkuð á
annað hundrað börn.
Eitt var það, sem sjerstaklega vakti
eftirtekt manna við prófin í skólun-
um. Það var söngurinn. Sigfús Ein-
arsson tónskáld hefur kent söng og
söngtræði í báðum skólunum í vetur.
Hefur hann komið hingað 2 daga í
viku í allan vetur og kent 4 stundir
hvorn daginn í skólunum. Þykir
hann hafa stundað það með miklum
áhuga og kent af mikilli snild, enda
þóttu söngprófin bera þess vott.
Söngfjelag var hjer stofnað í
haust og kendi Sigfús Einarsson
einnig því söng f vetur. Hjelt það
að lokum tvo samsöngva, og með
tilliti til þess, að það hafði stuttan
tíma verið að æfingum, þótti það
syngja mjög vel og míklu betur en
áður hafði heyrst í Hafnarfirði. Á
síðara samsönpnum söng Arni Thor-
steinsson „sóló". Þótti það nýlunda,
að hafa undir eins hjer þá tvo ein-
ustu listamenn í sönglistinni, sem til
eru í sjálfum höfuðstaðnum. . . .".
Brjef af Fljótsdalshjeraði,
Verð á fje í haust var mun
betra en næstl. haust. PöntunarQelag
Fljótsdalshjeraðs gaf fyrir dilka á fæti
14 au. pd. Á öðru fje var verðið mis-
munandi. I.ægst mun pað hafa verið
12 a. pd. í dilkum, en hæst í sauðum
17 a. Voru pað kaupmenn, er gáfu
hæst fyrir sauði. Fjelagið gaf, að jeg
ætla, hæst 16 au. Þá gáfu kaupmenn
vel fyrir fje óvegið; fyrir tvævetra sauði
20—22 kr., en hæst fyrir sauði 25 kr.
Hjá pöntunarfjelaginu var útlenda
varan petta: rúgur 8 a., bygggrjón 10
a., baunir kl. 13, hafragrjón 14, hrís-
grjón 12 au., kaffi 50, kaffibætir 45,
kandís 27, melis 24, munntóbak digurt
2 kr. 20 a., 1 gall. fjárbað 4 kr. 75 au.,
eitt fat steinolíu 25 kr., skeifnajárn 15
a. pd., mais 71/* eyri.
Lömbum var mikið lógað í haust.
Nokkrir setja ekki á nema fyrir við-
haldi ánna. Sauðaeign hefur yfirleitt
minkað hin síðustu ár. Vanhöld á
Jömdum hjer á Upp-Hjeraði voru orð-
in svo ískyggileg, að eitthvað varð til
bragðs að taka, og hið besta hefur pótt,
að lóga peim að haustinu. Þau, sem
á eru sett, fóðrast nú allvel, enda er
hægt að fara betur með pau, og svo
eru pau líka betur undirbúin að ganga
með ánum að sumrinu. Á Upp-Hjer-
aði er óvíða fært frá, sjer i lagi vest-
an Lagarfljóts. Afturá móti er niðri á
Hjeraði að eins hjer og par látið ganga
með.
Þyngd fjárins hefur á seinni árum
aukist að mun. Jeg hef vegið sauði til
pöntunarfjelagsins í nærfelt 20 ár og
tel jeg pyngd peirra hafa vaxið alt að
20 pundum. Er petta fyrir betri fóðr-
un, pví proski sá, er kemur fram i
fjenu fyrir pað, að lömbin ganga með,
er enn ekki kominn fram að neinum
mun. Þó má geta pess, að vegin var
hjer í fyrra haust veturgömul ær, sem
var 115 pd.; er hjer pó fremur land-
ijett.
Gamla fólkið segir, að öllu sje að
hraka, en hið yngra, að öllu fari fram.
Eg er á takmörkunum milli pessara
flokka, hallast meira á sveif yngra
fólksins, pótt árin sjeu að flytja mig
inn i hinn hópinn.
Eitt er pað, sem jeg tel til afturfarar;
pað eru mjölkaupin; vatnsmylnur eru
víða lagðar niður. Pöntunarfjelagið
hefði átt fyrir löngu að setja á stofn
vatnsmylnu, Nú er pað á vegamótum
og bíður Fagradalsbrautarinnar með
ópreyju og ræðst hvorki i pað nje
annað meðan svo stendur.
Flestu öðru tel jeg poka áfram; má
margt par til nefna, smátt og stórt, og
verð jeg að láta mjer nægja, að nefna
fátt eitt.
Húsakynni fara mjög batnandi, bæði
fyrir fólk og fjenað. Nú síðustu árin
virðast menn hallast aðallega að stein-
húsunum til íbúðar, og tel jeg pau
framtíðarhúsin, sjeu pau vel bygð; pau
hvorki gisna nje fúna með aldrinum.
Á Brekku í Fljótsdal hefur sjúkrahús
verið bygt af steyptum steini með tvö-
földum veggjum og að öllu leyti hið
vandaðasta hús. I sumar var eitt íbúð-
arhús byggt af steinsteypu (einfalt) og
í ráði er, að tvö verði bygð næsta
sumar. Hefur verslun Þorst. Jónsson-
ar í Oshöfn (Unaósi) selt sementið,
kaupendum til stór-mikils hægðarauka
við flutninginn,pví peirhafa nú ekið pví
alla leið heim.
Búnaðarskólinn á Eiðum hefur ekið
miklu að sjer í vetur; hafa pað víst
mest verið matföng, svo pað er að
sjá, að piltum sje ætlaður annar starfi
næsta sumar, en að flytja varning í
klyfjum frá Seyðisfirði.
Vatn er víða leitt í bæi á Upp-Hjer-
aði vestan Lagarfljóts, niðrum Bangá,
og pykir hagræði. Skilvindurog elda-
vjelar eru nærri á hverjum bæ um alt
Hjerað, einkanlega Upp-hjerað. Nú er
ein vjelin komin á Hjeraðið (Hjaltastað),
sem mörgum sýnist vel pess verð, að
fyrir hana sje látið hálft annað kýr-
verð, fyrst útsölumenn skilvindanna
og djáknar peirra töldu pað búhnykk,
að láta kú úr fjósinu, og pað enda pá
bestu, fyrir skilvindu. Þetta er sláttu-
vjel. Nokkrar vóru pantaðar hjá
búnaðarsambandinu, en svo er sagt,
að Þorsteinn kaupm. Jónsson ætli að
láta nokkra fá pær. Vjelapöntun pessi
er aðallega frá neðstu bæjum Hjeraðs-
ins, pví par eru sljett engi. Þó má
geta pess, að síra Jakob á Hallfreðar-
stöðum, sem er nú áttræður að aldri,
pantaði bæði sláttuvjel og rakstrarvjel,
og sýnir pað, hvern pátt hann hefði
tekið í umbótum vorurn, hefði hann
verið 30—40 árum yngri.
Nokkrir bændur á Miö-Hjeraði pönt-
uðu i vor er leið kol hjá Þorsteini
kaupm. Jónssyni. Á Jólaföstunni sendi
einn pví með sleða út á Os, en par
fjekst pá ekkert kolablað. Að eins
einn pessara bænda hefur verið svo
sjervitur að flytja kol af Seyðisfirði, en
flutt sauðataðið á túnið.
Eiðaskólinn hafði og beðið um kol,
og er sagt hann hafi nú fengið helm-
ing sinna kola.
Fyrir ihtutan búnaðarsambandsins,
var 1904 plægt töluvert í móum í grend
við túnin, petta hálf og heil dagsverk
og mest 4—5. Flest pessi flög liggja
óhreifð enn, en pað dregst vonandi
ekki lengur. Annars er plógur litið
notaður hjer, utan á Eiðum; par pyk-
ir hann nú nauðsynlegt áhald.
Af landsmálum er lítið að segja.
Þingrofsbækling Bjarna lásu menn bros-
andi, töldu ekki sjálfsagt, að peim fjölg-
aði mjög á bekkjunum, sem litla bið-
lund hafa, pótt kosið yrði«.
Mamialát.
3. þ. m, dó hjer í bænum presta-
skólastúdent Gunnar Sæmundsson,
hafði legið lengi þungt haldinn af
berklaveiki. Hann lætur eftir sig
ekkju. Elísabetu Tómasdóttur prests
Hallgrímssonar á Völlum í Svarf-
aðardal.
29. f. m. dó hjer í bænum Felix
Guðmundsson, fyrrum bóndi á Ægis-
síðu í Holtum, um áttrætt. Synir
hans tveir eru hjer í Reykjavík, Jón
og Guðmundur, en hinn þriðji er 0-
lafur ritstjóri í Álasundi í Noregi.
4. þ. m. andaðist að Leirá í Borg-
arfirði Jón Jónsson. fyrrum sæluhúss-
vörður á Kolviðarhóli, um sjötugt.
5. þ. m. andaðist á Árbæ í Mos-
fellssveit Eylcifur bóndi Einarsson, er
þar hefur lengi búið, dugnaðar maður.
Dainn er 28 febr. sl., ettir langa
og þunga sjúkdómslegu, öldungur-
inn Jóhann Arngrímsson á Leysingja-
stöðum í Dölum. Hann var fæddur
26. jan. 1828 í Hrafnadal í Hrúta-
firði, en giftur 1852 Þórunni, dóttur
Jóns bónda Bergþórssonar í Ljár-
skógum, er lifir mann sinn. Tvo
sonu áttu þau, en mistu báða, ann-
an í æsku, en hinn uppkominn efnis-
mann, Jón Jóel. Lengst af bjuggu
þau hjón í Ásgarði í Dölum, góðu
búi, og var heimili þeirra sómi og
prýði sinnar sveitar; en á efri árum
brugðu þau hjón búi og fluttu til
uppeldissonar síns, Einars Einars-
sonar, núverandi bónda á Líysingja-
stöðum. Jóhann heitinn nam ungur
gullsmiðsiðn og stundaði hana jafn-
framt búi sínu og þótti smiður góð-
ur. Hann var prýðisvel greindur,
glaðlyndur á yngri árum, háttprúður
og hvers manns hugljúfi. Veikindi
sín bar hann með ró og stillingu,
enda naut hann frábærrar ástar og
hjúkrunar konu sinnar.
Br. M.
Dáinn er nýlega Stefán bóndi Sig-
urðsson á Ánastöðum í Hjaltastaða-
þinghá. Um lát hans er Lögr. ritað
að austan: „ . . . Þótt hann væri ekki
riðinn við opinber störf, utan hrepps-
nefndar, þá var hann hinn nýtasti
bóndi. Hann var fæddur og uppal-
inn í Fellum, giftist þar og reisti bú
fyrir 27 árum, bjó þar í 3—4 ár á
þrem jörðum. Leiddist sá hrakning-
ur og seldi alt bú sitt með þeim á-
setningi, að flytja til Vesturheims,
en varð ekki nema á Seyðisfjörð,
því hann var þá tengdur böndum við ■
»gamla Iandið hvíta«. Flutti að Hóli
í Hjaltastaðaþinghá næsta vor; bjó
þar á nokkrum jörðum, þar til hann
fjekk Anastaði, sem er landsjóðs-
jörð. Þegar hann kom þangað, var
túnið hraun-þýft, en er nú nærri al-
sljett. — Af því ekkja Stefáns sál.
heldur ekki áfram að búa þarna, þá
hefur jörðin verið laus og hafa marg-
ir sótt um hana til ábúðar, en svo-
er önnur landsjóðsjörð þarna við hlið-
ina á Ánastöðum, sem fyr meir þótti
betri en þeir, nú laus til ábúðar, en
enginn beðið um. Sýnir þetta best,
hve góðum orðstýr Stefán sál. hefur
getið ábýli sínu".
8. þ. in. andaðist hjer í bænum
Þuríður Jónsdóttir, ekkja Eiríks Ei-
ríkssonar frá Hoffelli, á 84 aldursári.
Sama dag andaðist hjer Jón Guð-
mundsson, fyrrum útvegsbóndi í Hlíð-
arhúsum, tengdafaðir Gunnars kaup-
manns Gunnarssonar, 78 ára.
Sj ómannalíf.
Eftir
Itudyard Kipling:.
(Frh.). -----
Harvey kom að vörmu spori aftur
með stóra striffu, fulla af litljótu, velgju-
legu vatni, en peir Diskó og Tom Platt
svolgruðu það stór.um, og eftir það fór
þeim að verða liðugra um málbeinið.
„Þetta kalla jeg þorsk", sagði Diskó".
„Svona vil jeg hafa þá, Tom Platt! —
Það hef jeg sagt þjer öll þau ár, sera við
höfum siglt saman".
„Og þau eru nú orðin sjö“,svaraði Tom
Platt og leit yfir það sem þeir höfðu gert.
„Það þarf lag til að hlaða skip svo að í
lagi sje", sagði hann svo. „Þó ekki sje
nema að hlaða grjóti til kjölfestu, þá
verður að gera það með lagi. Þú hefðir
átt að sjá fjögur hundruð lestum af járni
komið fyrir í —
„Nú!“ var hrópað uppi á þilfarinu. Það-
var Manúel, og vinnan byrjaði aftur með
sama kappi og fyr, og henni ljetti nú
ekki fyr en bástnn var tæmdur. Undir
eins og síðasti fiskurinn var horfinn nið-
ur um lúkugatið, kom Diskó upp, og
gekk þá umsvifalaust aftur í káetu, og
Salters bróðir hans með honum, en þeir
Manúel og Langi-Jakk gengu fram eftir
skipinu og hurfu niður í hásetaklefann.
Tom Platt lokaði söltunarrúminu í mesta
flýti og hvarf svo niður á eftir þeirn.
Lítilli stundu sfðar heyrði Harvey hrot-
ur neðan úr káetunni. Hann stóð uppi
á þilfarinu hjá þeim Dan og Penn og
horfði spyrjandi augum á þá til skiftis.
„í þetta sinn gekk mjer dálítið betur
en vant er, Dan", sagði Penn, og var
auðsjeð á andlitinu, að hann var grút-
syfjaður. „En mjer finst það vera skylda
mín, að hjálpa þjer nú til að þvo“.
„Jeg vildi ekki eiga að burðast með
samviskuna þfna, þó mjer væru gefnar
með henni hundrað vættir af fiski", svar-
aði Dan. „En nú er best að þú farir að
hátta, Penn. Það er ekki þfn skylda, að
gera verk okkar drengjanna. Náðu sjó-
í fötuna þarna, Harvey. En það er rjett,.
Penn; heltu þarna úr lifrarfötunni upp fi
tunnuna, áður en þú ferð að sofa!“.
Penn rambaði með fötuna frain eftir
skipinu og helti úr henni í tunnu, sem
þar var bundin föst, en hvarf svo niður
1 hásetarúmið.
„Þegar búið er að verka fiskinn, þá
eiga skipsdrengirnir að þvo alt upp, og
í góðu veðri hafa drengirnir fyrstu vökui
hjerna á Stundvís", sagði Dan og tók til
að skola innan fiskibásinn. Svo tók
hann borðið ofan og reisti þaö á rönd
til þerris í tunglskinu, tók svo hnífana,,
þurkaði þá vandlega og fór svo að*
hvessa þá á litlum hverfisteini, sem þar
stóð á þilfarinu. En á meðan sagði
hann Harvey fyrir verkum og Ijet hanni
kasta slógi og dálkum fyrir borð.