Lögrétta - 17.04.1907, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
En alt í einu reis silfurhvít vofa upp
úr hafinu ograk upp óviðfeldið, skerandi
væl, líkast stunu. Harvev hrökk hrædd-
ur aftur á bak og hljóðaði, en Dan skelli-
hló.
„Það er ekki annað en háhyrningur,
sem er að fá sjer þorskhöfuð", sagði
hann. „Þeir rísa svona upp á sporðin-
um þegar þeir eru soitnir. En lyktin af
þeim er eins og hugsa mætti sjer hana
af vofum, sem risu upp úr gröfum 1
kirkjugarði; eða finst þjer það ekki?“.
Illþolandi rotnunarfýla fylti loftið um
leið og hvlta vofan hvarf aftur niður i
hafið.
„Hefurðu ekki sjeð háhyrning íyr en
nú ?“ spurði Dan. „Þú færð að sjá þá
hundruðtim saman, áður en þú kemur
heim. En heyrðu: Mjer þykir vænt um
að hjer er kominn aftur annar drengur
á skipið. Ottó var of gamall, og svo var
hann Þjóðverji, eða eitthvað þess háttar.
Við flugumst oft á í illu. En það gerði
ekkert til. Verst var, að það var ekk-
ert hægt að kjafta við hann. — En ertu
orðinn syfjaður?"
„Dauðsyfjaður", svaraði Harvey og
dró ýsur.
„Menn mega ekki sofna, þegar þeir
eiga að hafa vöku. Upp með þig, og
h'ttu eftir, hvort ljósið logar vel á akkera-
luktinni. Þú ert á verði nú, Harvey!"
„Skftt með það! Og hvaða hætta er
svo sem á ferðum? Það er eins bjart og
um hádag", svaraði Harvey og ljet höf-
una síga niður á bringu.
„Þá er einmitt hættan mest, segir fað-
ir minn. í góðu veðri hættir mönnum
við að sofna, og óðar en varir rennir
svo stórt gufuskip á miðja skútuna;
sautján borðalagðir sjóliðsforingjar, allir
valinkunnir sæmdarmenn, rjetta þrjá
fingur í loftið og sverja, að ekkert ljós
hafi verið lifandi á skipinu og, að það
hafi verið biksvört þoka. — Mjer fellur
reyndar mjög vel við þig, Harvey, en
ef þú heldur áfram að draga ýsur, þá
tek jeg kaðalspottann þarna og !em þig
með honum".
Máninn hefur sjeð marga kynlega sjón
á sumarnóttunum þarna úti á fiskimið-
unum. Nú starði hann á grannvaxinn
dreng, í stuttbuxum og rauðri skyrtu, sem
flúði fram og aftur um þilfarið á sjötíu
lesta fiskiskútu, en í hælunum á honum
var böðull, með kaðalspotta f hendinni,
— ungur drengur lfka, sem gapti af á-
fergi, en hnikti á með höfðinu f hvert
sinn sem hann kom höggi á flótta-
manninn.
Smábrestir heyrðust við og við frá
stýrishjólinu, er það kyptist við og reyndi
á fjötrana, sem á það voru lagðir; segl-
ið slettist letilega frarn og aftur; það
brakaði og brast í akkerisvindunni og
drengirnir hjeldu rásinni hringinn íkring
á þilfarinu. Harvey bölvaði og steytti
hnefana, ók sjer svo og kvartaði, og loks
fór hann að gráta. En Dan talaði um,
hve fallegt væri að vaka trúlega, og
danglaði í sífellu með kaðalspottanum
a!t í kring um sig, en var sjálfur svo
syfjaðttr, að röddin var drafandi, og hitti
oftar borðstokkinn og bátana, en Har-
vey. I.oksins sló klttkkan í káetunni tfu,
og urn leið og hún sló sfðasta höggið,
rak litli Penn höfttðið upp úr hásetarúm-
inu og kom fram á þilfarið. Hann fann
tvo drengi steinsofandi við stórlestar-op-
'9- Þeir sváfu svo fast, að hann gatekki
vakið þá, og varð að bera þá ofan í
rúm þeirra. (Frh.).
ísafold prœr.
Fjallkonan er ekki dáin enn. Einar
Arnórsson sótti urn iausn úr stjórnar-
ráðinu eftir þriggja daga þjónustu og
var settur aftur á pínubekkinn, sem
hann hafði strokið trá, þ. e. í ritstjóra-
sess hins sjúka blaðs. Líklega hefur
hann óttast málsókn frá eigendanna
hálfu, því áður hafði hann, að nákunn-
ugra sögn, með skriflegum samningum
tekið blaðið á leigu. Annars skiftir
það engu rnáli, hvað valdið ltefur. En
einhverri veiklun lýsir þetta hjá ntann-
inum, enda kvað hann vera undirlækn-
ishöndum — Þórðar Sveinssonar geð-
veikralæknis.
Þótt ekki sje þetta merkilegt ntál, þá
hefur það samt vakið töluverðan hlátur,
einkum eftir að Isafold kom út á laug-
ardaginn með háðgrein um það. Háð-
greinar Björns Jónssonar eru ætíð með
því marki brendar, að ef á annað borð
er hlegið að þeim, þá er það gert á
hans kostnað. Sú ritmenska lætur
manninttm svo nauða-illa, að það má
merkilegt. heita, að smekkbetri vinir
hans, t. d. E. H., skuli ekki hafa djörf-
ung til þess að sýna honum fram á
þetta og venja hann af þvi.
I þessari grein lætur Björn sem hann
hafi verið að togast á við stjórnarráðiö
um dýrgripinn Einar Arnórsson og
þykist hafa dregið hann með jötun-
kröftum undan blóðugum nöglunt þess;
stendur svo sigri hrósandi með óum-
ræðilega kýntilegum gleiðgosalátum og
veifar Einari kringum sig eins og klút
á spjótsoddinum.
En i greininni er varla satt orð. Sann-
leikurinn er sá, að þeir sóttu tveir um
aðstoðarmanns-starflð i stjórnarráðinu,
báðir ungir lögfræðingar. Eftir venju-
legum veitingareglum hlaut Einar að
fá það, og fjekk það lika. En ekki var
hann með einu orði laítur burtfarar-
innar, þegar hann sótti aftur um lausn-
ina. Stjórnarráðið er i engu manna-
hraki, og þvi getur ekki verið þessi
maður að neinu leyti kærari en hver
óvalinn maður annar. Hann er ger-
samlega óþektur, alt annað en álitlegur
sýnum, og sú litla raun, sem fengist
hefur á honum, sem er flökt lians milli
stjórnarráðsinsogísafoldarprentsmiðju,
er alls ekki til þess fallin, að afla honum
álits, en hefur, þvert á rnóti, gert hann
að almennu athlægi.
En undarlega má maður sá vera
gerður, ef hann gerir sig vel ánægðan
með laugardagsþvottinn í ísafold. Hon-
um er ekki trúað fyrir að skýra sjálfum
frá ferðalagi sinu í Fjallkonunni; hann
steinþegir um það. En Björn skýrir
frá því öllu í ísafold, auðsjáanlega í
þeirri öruggu trú, að Einar þori engu
að mótmæla. Er hægt að gera tninna
úr manninum en þetta? — Er hægt að
hugsa sjer öllu aumlegri meðferð?
Birni þykir hann hafa óhreinkað sig,
tekur hann og dýfir honum niður i
þvottastamp ísafoldar, þvættir hann þar
í þykku löðri af ósannindum urn sjálfan
hann og hengirhann svo hlæjandi upp
tilþerris, eins og hverja aðra tusku eða
heybrók.
Og nú dingiar hann væntanlega fram-
vegis á stagi ísafoldar, og verður þvi
skringilegri sem vindurinn fyllir bet-
ur út skálmarnar. P. G.
Frá fjallatindum til fiskimiða.
Fáninn. Úr Hiínavatnssýslu er
er skrifað: „Jeg er ekki heitur fána-
maður, að minsta kosti ekki „á þessu
stigi málsins". Mínar tillögur eru því
hvorki um mynd nje litskifti fánans,
heldur um hitt, að fáninn hjá hinum á-
hugasömu og kappgjörnu fánamönnum
sje nú dreginn niður um stund, og
helst eigi minst á hann framar til
næsta þings. Ef fánamálið þannig
rýmdi fyrir ýmsum stærstu velferðar-
málum vorum og þau yrðu til næsta
þings rædd af jafnmiklum áhuga og
fjöri sem það hefur verið rætt, þá
mundi merki vort hefjast og þá ættum
vjer skilið, að fá lögleiddan fegutsta
og sjerkennilegasta fánann, sem til-
lögur liggja að“. Þráinn.
Rangárvallasýslu io. apríl: „„Var-
legir eru vorísar". Það kom frant
nú sem oftar. 26. mars druknaði
drengur frá Borgartúni í Þykkvabæ,
í Þykkvabæjarvötnum, niður um ís.
Fullorðinn maður var nteð drengn-
um og komst hann af. Drengurinn
komst samt upp á vakarbarntinn og
náði í hest sinn, en hesturinn dró
hann ofan í vökina aftur. í þessu
bili ruddu vötnin sig og náðist hest-
urinn, sem drengurinn reið, ekki fyr
en eftir þrjá kl.tíma, en samt lifandi.
Drengur þessi var á fermingaraldri,
og hafði alist upp hjá Kristjáni í
Borgartúni. Kristján hefur áður mist
tvo sonu sína uppkomna, annan í
þessi fyrnefndu vötn fyrir tveim árum.
Daginn eftir, 27. mars, hleyptu 4
menn ríðandi ofan í Hvítá, allir í
sömu vökina, en vildi til, að menn
voru á eftir þeim, sem komu óðara
þeim til hjálpar, og gátu dregið þá
alla upp úr, áður en straumurinn bar
þá undir ísinn. Einn misti hest sinn,
sem ekki hafði skotið upp, en lent
undir ísnum. Menn þessir komu ut-
an úr Grímsnesi og ætluðu að verða
við jarðarför á Olafsvöllum á Skeið-
urn.
Óminnileg veðurblíða hefur verið
hjer síðan um páska, hver dagurinn
öðrum betri, enda verða margir því
fegnir, því yfirleitt voru menn farnir
að kvíða því, ef harðindin stæðu
lengur, sem svo að segja hafa staðið
látlaust síðan á jólaföstu. En slíkt
gleymist fljótt, ef við að eins fáum
vor með vori. Bara að við fáum nú
að halda þessari vorblíðu áfram".
Örendur fanst maður á föstudag-
inn var suður við Arnarnesveg, Guð-
jón Eiríksson að nafni, sjómaður hjer
í bænurn; var á leið suður í Grinda-
vík, í ver, og mun hafa orðið veik-
ur barna, en sjór svo fallið yfir hann.
Landburður af afla hefur verið
nú undanfarandi í veiðistöðunum hjer
suður á Reykjanesinu.
Verslun seld. Einar Markússon
kaupm. í Ólafsvík hefur, segir „Vestri",
selt verslun sína hlutafjelagi, sem
þar er stofnað af bændnnt og borg-
urum. Ætlar fjelag þetta einnig að
reka fiskiveiðar.
Fiskiskipið Georg, eign Þorst.
kaupm. Þorsteinssonar o. fl., eru menn
hræddir um að farist hafi í ofveðr-
inu 21. f. m. Nafnspjald skipsins
er rekið austur á Landeyjasandi, en
annars hefur ekkert tii þess spurst
eftir óveðrið. Þó er ekki vonlaust
um, að skipið komi fram enn, því
nafnspjaldið gat það mist, án þess
að farast.
Hxossasala tii Danmerkur. For-
göngumaðurinn fyrir kaupum danskra
húsmanna á ísl. hestum að sumri,
dýralæknir Svend Larsen í Höfn, rit-
ar um það mál til form. Landbún-
aðarfjelagsins, og birtist það í „Frey“.
Larsen á von á 400 hestum hjeðan
í ágústmánuði (fyrir milligöngu Zöll-
ners?). Húsmenn mega skila aftur,
getist þeim eigi að. Verðið sett 150
kr. Húsmenn í Danmörku 150,000
að tölu, svo að mikill væri markað-
urinn, ef lánaðist.
Hestakynbóta-bú vilja Skagfirð-
ingar fá hjá sjer. Akhestadeild og
önnur reiðhesta. Búið sje eign Herm.
Valdimats Guðmundssonar í Ytra-
Vallholti, er reki búið eftir settum
reglum með styrk af almannafje.
Gaddavírsgirðing setur Glæsibæj-
arhreppur frá takmörkum hreppsins
við Glerárgil, norður Kræklingahlíð,
yfir Moldhaugnaháls, suður Þelamörk,
alstaðar ofan við bæi, alla leið að
takmörkum hreppsins við Bægisárgil.
Vegalengdin er 12,500 faðmar, eða
fullar 3 mílur, og kostnaður áætlað-
ur fullar 7000 kr. Byrjað var á verk-
inu í sumar sent leið.
Fáein orð um verndun dýra.
Síðastliðið sumar var jeg spurður
af enskri hefðarkonu, hvers vegna
ntönnum hjer væri ekki refsað fyrir
slíka meðferð og hún sá framda á
hesti. Jeg varð mjer til stór-leið-
63
OlíVOI- Twist
er heimsfræg skáldsaga, eftir Charles Dickens. Hún
fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar
um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifæris-
gjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa saetum Njálu,
að hvað oft sem þeir litu í hana, lærðu þeir eitthvað
af henni. Sama má segja um Oliver Tvist: hversu oft
sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og þó til
skemtunar um leið.
inda að svara: Jeg held að við höf-
um engin lög, sem banna þessa með-
ferð. En til að bæta svo lítið úr
fyrir okkur, skýrði jeg henni frá, að
við hefðum horfellislög. Jeg hef síð-
an spurt mjer fróðari menn, hvort
nokkur almenn dýraverndunarlög
væru til. Svarið hefur verið neit-
andi. Jeg veit, að lög hafa verið
samin um friðun fugla og hreindýra,
og á þingið þakkir skilið fyrir. Það
gengur nærri því yfir mig, að ekki
skyldu vera samin lög um aðra með-
ferð á dýrunum, en þá, að mönnum
liðist ekki vítalaust að drepa þau úr
hor, þvt' varla get jeg ímyndað mjer,
að löggjafarnir hafi álitið, að þeirra
væri ekki þörf. Horfellislögin hafa
þótt nauðsynleg, en það er ekki minni
nauðsyn á, að lög sjeu samin, sem
eiga við aðra meðferð á dýrum,
einkum hvað hestana snertir, að
minsta kosti hjer í höfuðstaðnum.
Mjer hefur blöskrað að sjá, hvernig
útlitið hefur verið á hestum þeirra
manna hjer, sem hafa haft það fyrir
atvinnu, eða aukaatvinnu, að kaupa
hesta á vorin til að leigja út á sumr-
in hverjum sem hafa vill, og svo þegar
búið er að gera þessa aumingja hor-
aða og uppgefna, þá eru þeir sendir
flestir á útlendan markað. Skyldi
það bæta fyrir áliti á íslenskum hest-
um? Jeg held að slíkt ætti að vera
bannað með lögum, því fyrst erþað
þjóðarskömm, að senda svona skepn-
ur til útlanda. og svo hlýtur það ,að
spilla fyrir áliti á íslenskum hestum,
sem verslunarvöru.
Jeg vildi óska, að mjer færari menn
vildu taka þetta mál til íhugunar og
láta opinberlega álit sitt í ljósi, og
svo, að þingið gerði sitt til. En mitt
álit er, að lögin þurfi að vera ströng,
ef duga skal; annars er jeg hrædd-
ur um, að þau komi ekki að veru-
legtt gagni.
Dýravinur.
Tekjur og gjöld Landakots-
spítalans 1906.
Forstöðukona Landakotsspítalans
hefur látið mjer í tje þetta yfirlit yflr
ársreikning spítalans 1906 :
Gjöld .... 20,344 kr. 97 au.
Tekjur1). . . 19,527 — 29 —
Mismunur: 817 kr. 68 au.
Sjest af þessu, að spítalinn hefur eigi
borið sig þetta ár og. að hann græð-
ir eigi á því gjaldi, er hann krefur
af sjúklingum. Yfirleitt mun þó spí-
talinn geta borið sig, en það er ein-
göngu að þakka því, að allar syst-
urnar, er starfa í þjónustu hans, þiggja
ekkert kaup, nema fæði og klæði,
en slíta kröftum sínum af óeigin-
gjörnum hvötum í þarfir sjúklinganna.
Stgr. M.
Símskeyti
til „Lögrjettu“ frá R. 1L
Khöfn 11. apríl: Lausn frá em-
bætti hefur Einar Benediktsson feng-
ið með eftirlaunum (sem lögum sant-
kvæmt eiga að verða um 630 kr.).
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón-
skald í Edinborg hefur verið sæmd-
ur riddarakrossi dannebrogsorðunnar.
Frá Pjetursborg er símað, að mik-
r) Jeg sagðiígrein minni í síðasta blaði
„Lögrjettu" — urn 20,000 kr.