Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.05.1907, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.05.1907, Blaðsíða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17.= 18. Reykjavík 1. maí 1907. II. árg. HAFNARSTR:I7I8I920 2I-22-K0LAS 12-LÆKJAKT 17 . REYKJAVíK * Saltkjöt í tunnum og lausri vigt. Ham>ik jöt. Itautakjöl. nýtt íjvanneyrarsmjör. Matarieiliii. Stjórnarlrumvörpin. II. Frumvarp til laga um skipun læknahjeraða o. fl. Síðasta alþingi skoraði á stjórn- ina, »að hlutast til um, að lækna- skipunin hjer á landi verði end- urskoðuð og að fyrir alþingi 1907 verði lagt frumvarp um breytingu á henni«. Stjórnarráðið hefir fengið tillög- ur landlæknis um málið og er þetta frumvarp bygt á tillögum hans og þær prentaðar með írum- varpinu. Nýmælin í frumvarpinu eru þessi: Hjeruðin verða jafnmörg og þau nú eru, cða 43, og 2 aðstoðar- læknar. En ýmsar breytingar eru gerðar á hjeraðaskipuninni. hess- ar helstar: Reykjavíkurhjerað er minkað, látið ná yfir Reykjavík- urbæ, Seltjarnarnes, Engey og Yið- ey. Kjósarhjerað er lagt niður, Hvalfjarðarströnd (innhlutinn) er lagðurvið Skipaskagahjerað, Þing- vallasveit við Grimsneshjerað, en Ivjós og Kjalarnes sameinuð Mos- fellssveit, Haínarfirði og Álftanesi og er það nýtt hjerað og nefnt Hafnarfjarðarhjerað. Borgarhrepp- ur er tekinn frá Borgarfjarðar- hjeraði og lagður við Mýrahjer- að,enMiklaholtshreppurvið Stykk- ishólmshjerað; er Mýrahjerað nú kallað Borgarnesshjerað og lækn- isselrið í Borgarnesi. Nauteyrar- hjerað er lagl niður, bætt við ísa- ijarðarhjerað, en hjeraðslækni á tsafirði ætlaðnr aðstoðarlæknir. Höfðahverfishjerað er aukið aust- anfjarðar, allur Fnjóskadalur lát- inn fylgja því. En vestan Eyja- fjarðar er stofnað nýtt hjerað, Arn- arnesshjerað, sem á að ná yfir Svarfaðardalshrepp, Arnarness- hrepp og Skriðuhrepp. Breiðdal- urer tekinn undan Fáskrúðsfjarð- arhjeraði og lagður við Bernfjarð- arhjerað. Álftaver er tekið frá Siðuhjeraði og lagt við Mýrdals- hjerað. Hjeraðslækni á Akureyri er ætlaður aðstoðarlæknir eins og að undanförnu. Búast má við því, að þessar hreytingar verði þrætu- efni á þingi, hver togi í sinn skika, eins og jafnan áður, þegar hjer- aðaskipnnin hefur verið til um- ræðu. Þá fer frumvarpið fram á, að allir hjeraðslæknar hafijöfn laun, 1500 kr., og allir eftirlaunarjett. í stað núgildandi ákvæða um borgun fyrir læknisverk, hefur frumvarpið það ákvæði, að borg- nn sknli, ef ágreiningur verður milli sjúklings og' læknis, fara eftir gjaldskrá, er ráðherra semnr með ráði landlæknis, en þar eru þau takmörk sett, að minsta borgnn fyrir hvert læknisverk skuli ekki vera hærri, en sú borgnn, sem nú er lögskipuð, og hæsta borgnn ekki meiri en lágmarkið margfaldað með 3. Fyrir ferðir ætlar frnmvarpið læknum 1 kr. fyrir 1. slund, 75 au. fyrir 2. slund, 50 au. fyrir 3. stimd og 25 au. fyrir hverja stund úr því, sem læknir er á ferð eða að læknisstörfum. en hálfu hærra gjald, ef læknir gegnir þessum kvöðum að nóttu dags. Alþýða manna hefur jafnan lát- ið sig þetta mál miklu varða og þykir því rjett, að birta megin- atriðin í tillögum landlæknis; þær skýra málið vel og eftir þeim hef- ur stjórnin farið í flestum greinnm. Hjer fara á eftir orðrjettir kafl- ar úr tillögum landlæknis: 1. Um skipun læknislijeraðanna. Alþýða manna hefur stöðugt heimt- að fjölgun á hjeraðslæknum. Allir vilja eiga sem skemst til læknis. Þessi krafa er eðlileg, enda hefur henni jafnan verið vel tekið af þingi og stjórn. Um 1800 voru læknaumdæmin 6; um 1850 voru þau orðin 8. Árið 1875 var landinu skift í 20 hjeruð (lög 15. okt. 1875). lnnan skamms komu enn á ný kvartanir um læknis- leysi úr ýmsum áttum og tók þá þingið að veita styrk til aukalækna. Árið 1899 var landinu skift í 42 hjeruð (lög 13. okt. 1899). Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun hefur enn verið beðið um viðbót; hjeraðs- læknunum á Akureyri og í Reykjavík hefur undanfarin ár verið veittur styrkur til að taka sjer aðstoðarlækna; og á síðasta þingi var stofnað nýtt hjerað, Bíldudalshjerað. Enn er ekkert útlit fyrir, að þessari eftirsókn eftir fleiri læknum muni linna. Úr Höfðahverfis- hjeraði hefur komið beiðni um lækni, er ætti bústað í þeim hluta hjeraðs- ins, sem er vestanvert við Eyjafjörð. Mjófirðingar vilja fá lækni; Önfirð- ingar telja sig læknisþurfa, og skuli sá læknir sitja á Flateyri. Nú er það augljóst að einhvers- staðar verður að láta staðar numið. Landsjóður getur ekki borið þá byrði, að kosta lækni í hverja afskekta sveit á landinu. Þeir af landsmönnum, sem lifa fáir saman í afskektum sveitum, Grímsey, Öræfum o. s. frv., geta ekki ætlast til sömu þæginda sem þeir, er lifa í fjölbygðum hjeruðum. Yfirleitt er læknisþörfin mest í kaupstöðum og kauptúnum landsins; þar er þjett- býlast, mest um innlendar farsóttir, mest hætta af útlendum sóttum. í af- skektum sveitum er jafnan minst um veikindi; þar lifir fólk hollara lífi; þar ber minna á allskonar óreglu; þangað koma farsóttir miklu sjaldnar. Hins vegar er og þess að gæta, að mjög fámenn hjeruð verða mjög ólífvæn- leg fyrir lækna, einkum strjálbygð* sveitahjeruð, vegna þess að auka- tekjur nema þar svo litlu, og er því hætt við, að þau hjeruð verði tímum saman eða að staðaldri læknislaus. Þau hjeruð, sem stofnuð voru 1899, hafa aldrei verið fullskipuð; nú sem stendur eru 5 af þeim læknislaus; Kjósar-, Mýra-, Nauteyrar-, Reykdæla- og Þistilfjarðar-hjerað; og í eitt þeirra hefur aldrei fengist læknir, Þistilfjarð- arhjerað. Ef læknum er enn fjölgað, hjeruðin smækkuð, má ganga að því vísu, að læknaskorturinn verði enn tilfinnanlegri. En af læknaskortinum leiðir tvent: Sum hjeruð fá enga lækna; sum fá lítt nýta lækna. Menn kunna nú að segja, að úr þessu megi bæta með því að hækka hin föstu laun læknanna; en svo ant sem mjer er um það, að landið sje sem best skipað læknum, þá verð jeg þó að játa, að launakostnaðurinn er orðinn það mikill, að á hann er naum- ast miklu bætandi; jeg verð að telja það hagkvæmara fyrir þjóðina, að auknum útgjöldum sje varið til sjúkra- skýla og annars því um líks, fremur en til þess að hækka föst laun lækna, eða fjölga læknum. Annað mál er það, að vel er hugs- anlegt að hjeraðaskipunin gæti verið hagkvæmari og mætti víða bæta úr vandkvæðum með því að breyta hjer- aðsmörkum eða færa til bústaði lækna, án þess að fjölga læknunum. 2. Uni föst laun og eftirlaun hjeraðslækna. Hingað til hefur stöðugt vantað lækna í ýms minstu og lægst laun- uðu hjeruðin, þeirra er stofnuð voru 1899. Nú sem stendur eru 5 hjeruð lækn- islaus. Framvegis verður og vafalaust stöð- ugt skortur á læknum, ef ekki eru bætt kjör þeirra. Menn hafa haft orð á því, að rangt sje að hafa launin lægst í fólksfæstu hjeruðunum, þar sem aukatekjur eru minstar, og því verð jeg að samsinna. Hins vegar get jeg ekki fallist á það, að reynt sje að gera öll hjeruðin jafn- aðgengileg með því að hafa hæst föst laun í fólksfæstu hjeruðunum, en lægst í hinum fólksflestu. Jeg tel æskilegt, að munur haldist. í fólksflestu hjer- uðin þarf duglegasta lækna; þeir hata mesta ábyrgð og erfiði og eiga að hafa þeim mun meiri arðinn, sem erfiðið er meira og ábyrgðin. Ef allir hjeraðslæknar hefðu jafnhá laun, þá yrði engu að síður mikill munur á hjeruðunum, vegna þess að íbúatalan er mjög mismunandí, og af því að eitt hundrað manns í kauptúni veitir lækni jafnmikla atvinnu sem 2—3 hundruð í strjálbygðri sveit. Nú tel jeg nauðsynlegt að hækkuð sjeu launin í þeim hjeruðum, þar sem þau eru lægst (1300 kr.), en hins vegar vel gerlegt að lækka launin í fólksflestu hjeruðunum. Jeg legg þrí til að olhm lijeraðs- lœknum sjeu œtluð jofn laun og sjeu það 1500 Jcrónur. Útgjöldin eru nú: 4 hjeruð með . . 1900 kr. 7600 kr. 4 — — . . 1700 — 6800 — 25 — — . . 1500—37SOO — 10 — — . . 1300 —13000 — 2 aðstoðarlæknar með.......... 800— 1600 — Alls 66500 kr. Ef allir hjeraðslæknar hefðu að launum 1500 kr., þá verða útgjöldin samkvæmt framanskráðum tillögum mínum: 43 hjeraðslæknar hver með 1500 kr. og 2 aðstoðarlæknar hver með 800 kr.; það eru alls 66100 kr. Hjer er því ekki farið fram á aukin útgjöld. Mjer virðist ekki rjett, að hjeraðs- læknar ráði sjálfir aðstoðarlækna sína, þá er laun fá úr landsjóði. Ráðherra eða landlæknir ættu að veita þær stöður. Um eftirlaun er það að segja, að jeg verð að mæla eindregið með því, að allir hjeraðslæknar hafi eftirlauna- rjett. Allir aðrir embættismenn hjer á landi njóta þessara hlunninda. Helm- ingur hjeraðslækna er sviftur þeim, en þó hvíla á þeim allar hinar sömu skyldur, sem á þeim embættismönnum, er eftirlauna njóta. Ranglætið er aug- ljóst. 3. U111 aukatekjur tijeraðslækna. Þjóðin heimtar í sífellu fleiri lækna. Þess verður ekki vart, að hún heimti fleiri presta eða sýslumenn —r- þeim vill hún fremur fækka en fjölga. Það er augljóst, að þjóðin telur læknana þarfasta allra embættismanna. Engu að síður hafa læknaembætt- in verið gerð svo óaðgengileg, að læknar hafa ekki fengist í þau öll. Reynslan sýnir, að til þess verður að bæta kjör læknanna frá því sem nú er. Og það er ekki nóg að skapa lækn- um þau kjör, að einhver maður með læknapróf fáist í hvert embætti. Læknisstarfið er svo mikilsvert og svo afarvandasamt, að þar er þörf á nýtustu mönnum. Ef læknar lifa yfirleitt við þröng kjör, þá munu flest efnileg og áhuga- mikil ungmenni sneiða hjá þessu lífs- starfi, og fremur halla sjer að ein- hverju öðru. Námstími ísienskra lækna er nú hjer á landi 5—6 ár að afloknu stú- dentsprófi, en 6—8 ár í háskólanum. Það er augljóst, að efnilegir stú- dentar munu framvegis fælast þetta langa nám og allan þann mikla kostn- að, sem því fylgir, ef ekki er ann- að í boði en 1500 kr. embætti með litlum aukatekjum og oft engum eftir- launum. Það er af sú tíð, er embættin voru álitlegasti æfivegurinn. Laun em- bættismanna hafa yfirleitt verið lækk- uð og eftirlaun rírð eða afnumin, og jafnframt hafa peningar lækkað í verði; ýmsir aðrir atvinnuvegir, t. d. í iðnaði og verslun, eru nú miklu fýsi- legri, miklu líklegri til fjár og frama fyrir unga dugnaðarmenn, en em- bættavegurinn. Ef þjóðin vill eiga sjer nóg af nýt- um læknum, þá verður hún að gera læknisstarfið girnilegt í augum ungra efnismanna: Það verður að vera arð- vænlegt. En það er ekki að minni hyggju rjett leið, að hækka föst laun lækna. Hitt er rjetta leiðin, að ætla þeim

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.