Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.06.1907, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.06.1907, Blaðsíða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17.= I 27. Reykiavík 20. jiiní 1907'. II. árg-. HAFNARSTR-1716 19 20 21-22 ■ KOLAS -1-2- LÆKJAKT-1-2 * REYKJAVÍK» Bestu oínkolin, sem til Reykjavíkur flytjast, eru T inomseBs í dag kom stór farmur af þessum alþektu góðu kolum, og ættu allir að birgja sig upp til sumarsins á meðan verið er að skipa þeim upp. Ressi kol verða seld með sama verði og kol annar- staðar hjer í bænum. thomsens jlíagasin. Brynjólfur Björnsson, tannlæknir, heima kl. 10—2 og 4—6. Þingholtsstræti 18. Dr. Porvaldur Thoroddsen. Prófessor dr. Þorvaldur Thorodd- sen og kona hans, frú Þóra Pjeturs- dóttir, komu með „Ceres" á sunnu- daginn var. Þau hjón fóru alfarin hjeðan til Hafnar sumarið 1895, og hefur frú Þóra eigi komið til lands- ins síðan, en dr. Þorvaldur kom hjer síðast sumarið 1899 og varþá rann- sóknarferðum hans lokið um landið, og höfðu staðið yfir ein 17 sumur. Dr. Þorvaldur er frægastur maður í heimi allra þeirra íslendinga, er nú eru uppi, og enginn maður hefur fyr nje síðar unnið á við hann að því, að fræða umheiminn um ísland. Helst væri að líkja honum til Arngríms lærða, en fróðleikur Þorvaldarum ís- land fer á mörgum tungum til fleiri þúsunda, en Arngrímur prestur náði tii latínulærðra manna einna hverra um sig. Árið sem leið kom út á þýska tungu stórmikið rit í 2 bindum eftir dr. Þorvald, og er það yfirlit yfir all- ar hans jarðfræðilegu rannsóknir hjer á landi. Eiga útlendingar þar greið- an aðgang að þeim fræðum. Rit það er gefið út í Gotha á Þýska- landi, og er í ritsafni sem fylgir með landfræðislega tímaritinu heimsfræga, sem kent er við Petermann. Á þessu vori er út komið hjá Bókmentafje- laginu í Höfn 1. hefti af hinni miklu íslandslýsingu hans, og verður það rit væntanlega eigi stórum minna en Landfræðissaga hans, og eigi síður hið kærkomnasta. Dr. Þorvaldur og kona hans eru hingað komin sjer til skemtunar, og verða hjer sumarlangt. Hjeðan fara þau til Lundúna, eru þau boðin á 100 ára minning Jarðfræðisfjelagsins þar, í septembermánuði. Er það fje- lag elst og merkast slíkra fjelaga, og er dr. Þorvaldur heiðursfjelagi í því. Vjer segjum prófessorinn og trú hans velkominn til landsins og ósk- um þess, að sumardvöl þeirra hjer verði þeim sem ánægjulegust í hví- vetna. Þingmálafundur fyrir Reykjavík var haldinn laugardaginn 22. þ. m., eftir fundarboði frá þingmönnum kjör- dæmisins. Fundarstjóri var kosinn Sighvatur Bjarnason bankastj. Stjórn- arandstæðingar ætluðu að koma Krist- jáni Jónssyni yfirdómara að, en það místókst og voru þeir í minni hluta í fundarbyrjun. Fundarskrifari var Olatur Davíðsson bankabókari. Þingmenn lögðu dagskrá fyrir fund- inn og voru þar þessi mál: 1. Sambandsmálið. 2. Hlutfallskosningafrumvarp stjórn- arinnar. 3. Kirkjumál. 4. Almennur kosningarjettur. 5. Bindindismál. 6. Höfn í Reykjavík. Guðmundur Björnsson landlæknir var frummælandi í sambandsmálinu. Mælti hann langt erindi, rakti all- ítarlega helstu atriði úr stjórnskipun- arbaráttu íslendinga og sýndi fram á, hvernig sambandi Islands við Dan- mörku væri nú farið og hverjum breytingum það, eftir hans skoðun, þyrfti að taka til þess að það eftir- leiðis gæti orðið til hagnaðar fyrir bæði löndin, enda taldi hann það eitt vera rjettan grundvöll undir sam- bandi milli tveggja þjóða, að kosti hvorugrar væri að nokkru leyti þröngv- að með samningunum. Taldi hann mjög líklegt, að þannig lagaða samn- inga væri nú hægt að fá; að lokum bar hann fram svohljóðandi tillögu til fundarályktunar: a. Fundurinn telur rjett, að kon- ungur skipi menn, er alþingis- rnenn tilnefna, helst af öllum flokk- um, í millilandanefnd, til þess að íhuga sambandið milli ís- lands og Danmerkur og undir- búa og koma fram með tillögur um sambandslög. b. Fundurinn vill, að þjóðinni gef- ist kostur á, að láta vilja sinn í ljósi við nýjar kosningar um þær tillögur, sem gerðar kunna að verða, áður en þær eru lagðar fyrir alþingi. c. Fundurinn vill að Ieitað sje sam- komulags á þeim grundvelli, að ísland sje frjálst sambandsland, sjeu sem fæst mál sameiginleg og löggjöf í þeim málum þann- ig háttað, að það eitt verði að lögum hér á landi, sem alþingi samþykkir. d. Fundurinn telur nauðsynlegt, að í væntanlegum sambandslögum sjeu skýr og hagfeld ákvæði, er tryggja rjett íslands, ef ágrein- ingur rís um, hvað sje sjermál þess. Af hendi stjórnarandstæðinga tal- aði því næst Magnús Blöndahl trje- smiður og bar fram svohljóðandi til- lögu til fundarályktunar: Fundurinn krefst þess, að vænt- anlegur sáttmáli um samband ís- lands og Danmerkur byggist á þeim grundvelli einum, að Island sje trjálst sambandsland Danmerk- ur og hafi fult vald yfir öllum sín- um málum og haldi fullum forn- um rjetti sínum samkvæmt gamla sáttmála, en mótmælir harðlega allri sáttmálsgerð, er skemra fer. Sjálfsagða afleiðing af þessu tel- ur fundurinn, að íslensk mál verði ekki borin upp fyrir konungi í rík- isráði Dana. Við hana bar Guðm. Björnsson fram viðaukatillögu svohljóðandi: „— og að eigi verði skipaður land- stjóri yfir þau“. Um málið urðu síðan langar um- ræður. Af hendi heimastjórnarflokks- ins töluðu, auk Guðm. Björnssonar: Jón Olafsson, Tryggvi Gunnarsson, Lárus Bjarnason sýslumaður og Hann- es Hafstein. Af stjórnarandstæðingum töluðu auk Magnúsar Blöndahls: Ein- ar Hjörleifsson, Björn Jónsson og Benedikt Sveinsson. Guðm. Finn- bogason mag. talaði utan dagskrár um fánamálið. Fundarstjóri vakti máls á, að umræðum um það mál mætti ekki blanda saman við málið, sem fyrir lægi, heldur yrði að hafa það sjer á eftir. Þá gerðu stjórnar- andstæðingar hark mikið með ópum og óhljóðum og fótastappi, en þó tók út yfir, þegar Lárus Bjarnason ætl- aði að tala. Voru þá svo mikil ó- hljóð og gauragangur, að enginn heyrði til sjálfs sín, auk heldur til annara. Forgöngumenn fyrir ólátum þessum voru þeir Björn Jónsson rit- stjóri og Gísli Guðmundsson, og höfðu þeir góða fyigd af sínum flokksmönn- um. Áminningar tundarstjóra voru ekki hafðar að neinu, og yfirleitt hög- uðu þeir menn sjer svo, að líkara var æstum skríl, en borgurum, sem saman eru komnir til að ræða mik- ilsvarðandi iandsmál. Eftir nærri klukkutíma ólæti varð þó komið svo mikilli reglu á, að gengið varð til atkvæða um tillögurnar. Stjórnar- andstæðingar hötðu notað tímann til að smala vel sínu liði og mun í því hafa verið nokkuð töluvert af ung- um mönnum, ekki kosningarbærum, enda var atkvæðagreiðsla öll mjög svo ógreinileg. Tilllaga Guðm. Björnssonar var fyrst borin upp og fjellu atkvæði þannig: 1. liður feldur með 107 atkv. gegn 99. 2. liður tekinn aftur af tillögum. 3. og 4 liður feldir með 120 at- kv. gegn 87. Því næst var tillaga Magnúsar Blöndahls samþykt með 144 atkv. Segn 33 °g viðaukatillagan feldmeð 90 atkv. gegn 39. Kl. var þá orðin eitt og var því enginn tími til að ræða önnur mál, sem á dagskrá voru, en þeim var flaustrað af, að kalla umræðulaust. I ýánamálinu var svohljóðandi til- laga samþ. með 126 samhljóða atkv. Fundurinn telur sjálfsagt, að ís- land hafi sjerstakan fána, og felst á tillögu Stúdentafjelagsins um gerð hans. í hlutfallskosningamálinu bar Guð- mundur Björnsson upp svohljóðandi tillögu: Fundurinn er í öllum aðalatrið- um samþykkur frumvarpi stjórn- arinnar um hlutfallskosningar til al- þingis, og Björn Jónsson svohljóðandi breyt- ingartillögu: Þó fundurinnjáti,að ýmislegtrjett- látt og vel ráðið sje í hinu nýja frum- varpi um kosningar til alþingis, þá telur hann frv. ótímabært að svo stöddu. Breytingartillagan var samþykt með 73 atkv. gegn 14. Um almennan kosningarjett var með 136 samhlj. atkv. samþ. svohlj. tillaga: Fundurinn aðhyllist almennan kosningarjett, er nái jafnt til kvenna sem karla. Um kirkjumál var samþykt svo hljóðandi tillaga með 119 atkv. gegn 2. Fundurinn aðhyllist aðskilnað rík- is og kirkju og vill því ekki, að sett sjeu nein þau lög, er geti orð- ið skilnaðinum til hindrunar. Um bindindismál var með 121 at- kv. gegn 3 samþ. svohlj. till.: Fundurinn skorar á alþingi, að banna með lögum veitingar áfengra drykkja á skipum í landhelgi við ísland. Um h'ófn í Reykjavík var með 124 samhlj. atkv. samþ. svohlj. tillaga: Fundurinn skorar á alþingi að kosta höfn í Reykjavík til helm- inga við bæinn og sje höfnin sam- eign landsins og bæjarins. Frá Benedikt Sveinssyni kom fram svohlj. tillaga: Fundurinn skorar á stjórn og þing, að fresta tilnefningu í milli- þinganefndina þangað til nýjar kosningar til alþingis hafa farið fram. Samþ. með 67 gegn 25 atkv. Frá Sigurði Jónssyni barnakennara komu fram svohlj. tillögur: a. Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja lög um kennaraskóla. Samþ. með 67 samhlj. atkv. b. Fundurinn skorar á alþingi, að samþ. barnafræðslufrumv. stjórn- arinnar. Samþ. með 30 atkv. gegn 6. Frá Birni Jónssyni kom fram svo- hljóðandi tillaga:

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.