Lögrétta - 21.09.1907, Side 2
170
L0GRJET7A.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Skrifstofa opin kl. 10‘/i—11 árd. og kl.
3--4 siðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj.
Sveinbjarnarson, Laugaveg 41.
ir þær, er þar að liggja, eða rjett-
indi, sem hann hefur yíir þeim, þeg-
ar almenningsheill krefst þess til mann-
virkja í þarfir landsins eða sveitar-
artjelaga.
13. gr. Stjórnarráð íslands ákveð-
ur í hvert skifti, hversu mikið skuli
af hendi látið samkvæmt 12. gr., það
er og á þess valdi að ákveða, að á
eignir þær, er getur í 12. gr., skuli
gegn endurgjaldi lagðar kvaðir.
14. gr. Éf samningum verður ekki
við komið, skulu 3 óvilhallir, dóm-
kvaddir menn meta kaupverð fossa
og endurgjald fyrir starfsafl, sem um
er rætt í 2. gr., svo og skaðabætur
þær, er getur í 12. og 13. gr., og má
skjóta gjörð þeirra til 5 manna mats-
nefndar, er hinn íslenski landsyfir-
rjettur kveður í hvert skifti.
Fiskimat. Svohljóðandi þingsá-
lyktunartillaga var samþykt:
Alþingi skorar á stjórnina, að
leggja fyrir næsta alþingi frumvarp
til laga, er lögbjóði fiskimat á öllum
fullverkuðum saltfiski, er flytst frá
íslandi til Spánar og Ítalíu, og að
engan fisk megi flytja til þessara
staða, nema lögskipaðir fiskimats-
menn hafi gefið vottorð um gæði hans.
Lög um skipun prestakalla.
1. gr A íslandi skulu vera fau presta-
köll, sem nú skal greina:
I. Norðurmúlaprófastsdœmi.
1. Skeggjastaðir: Skeggjastaðasókn.
2. Hof i Vopnafirði: Hofs og Vopna-
fjarðarsóknir.
3. Hofteigur: Hofteigs, Brúar og Möðru-
dalssóknir.
4. Kirkjubær í Hróarstungu: Kirkju-
bæjar-, Hjaltastaðar- og Eiðasóknir.
5. Valþjófsstaður: Valþjófsstaðar ogAss-
sóknir.
6. Desjarmýri: Desjarmýrar-,Njarðvíkur-
og Húsavíkursóknir.
II. Suðurmúlaprófastsdœmi:
7. Dvergasteinn: Vestdalseyrar- og
Klippsstaðarsóknir.
8. Mjóifjörður: Brekkusókn.
9. Vallanes: Vallaness- og Þingmúla-
sóknir.
10. Norðfjörður: Nessókn.
11. Hólmar í Reyðarfirði: Hólma-, og
Eskifjarðarsóknir.
12. Kolfreyjustaður: Kolfreyjustaðarsókn.
13. Eydalir: Eydala- og Stöðvarsóknir.
14. Hof í Álptafiði: Hofs- og Djúpavogs-,
Berufjarðar- og Berunessóknir.
III. Auslur-Skaptafellsprófaslsdœmi:
15. Bjarnanes: Bjarnaness og Stafafells-
sóknir.
16. Kálfafellsstaður: Kálfafellsstaðar- og
Einholtssóknir.
17. Sandfell: Sandfells- og Hofssóknir.
IV. Veslur-Skaptafellsprófaslsdœmi:
18. Kirkjubæjarklaustur: Prestsbakka-og
Kálfáfellssóknir.
19. Þykkvabæjarklaustur: Þykkvabæjar-,
Langholts- og Grafarsóknir.
20. Mýrdalsþing: Höfðabrekku-, Reynis-,
og Skeiðflatarsóknir.
V. Rangárvallaprófastsdœmi.
21. Holt undir Eyjafjöllum: Eyvindar-
hóla-, Ásólfsskála-og Stóradalssóknir.
22. Breiðabólsstaður 1 Fljótshlíð: Breiða-
bólsssaðar- og Hlíðarendasóknir.
23. Landeyjaþing: Kross-, Voðmúlastaða-
og Sigluvíkursóknir.
24. Oddi: Odda, Stórólfshvois-ogKeldna-
sóknir.
25. Landprestakall: Skarðs-, Haga- og
Marteinstungu-sóknir.
26. Kálfholt: Kálfholts-, Áss-, Háfs- og
Árbæjarsóknir.
27. Vestmannaeyjar: Ofanleitissókn.
VI. Árnessprófastsdœmi.
28. Stórinúpur: Stóranúps-, Hrepphóla-
og Ólafsvallasóknir.
29. Hruni: Hruna- og Tungufellssóknir.
30. Torfastaðir : Torfastaða-, Haukadals-,
Bræðratungu-, Uthlíðar- og Skálholts-
sóknir.
31. Mosfell í Grímsnesi: Mosfells-, Mið-
dals-, Klausturhóla- og Búrfellssóknir.
32. Þingvellir: Þingvalla- og Ulfljóts-
vatnssóknir.
33. Hraungerði: Hraungerðis-, Laugar-
dæla- og Villingaholtssóknir.
34. Stokkseyri: Stokkseyrar, Eyrarbakka-
og Gaulverjabæjarsóknir.
35. Arnarbæli: Arnarbælis-, Hjalla-,
Reykja- og Strandarsóknir.
VII. Kjalarnesprófastsdœmi.
36. Staður í Grindavík: Staðar-, Krísu-
víkur og Kirkjuvogssóknir.
37. Utskálar: Utskála-, Hvalsness- og
Njarðvíkursóknir.
38. Garðar á Álptanesi: Garða- og Bessa-
staða- og Kálfatjarnarsóknir.
39. Reykjavfk: Reykjavíkur-, Lágafells-
og Viðeyjarsóknir.
40. Reynivellir: Reynivalla-, Saurbæjar-
og Brautarholtssóknir.
VIII. Borgarfjarðarprófastsdœm i.
41. Saurbær á Hvalfjarðarströnd : Saur-
bæjar- og Leirársóknir.
42. Garðar á Akranesi: Skipaskaga- og
Inrirahólmssóknir.
43. Hestþing: Hvanneyrar-, Bæjar-, Lund-
ar- og Fitjasóknir.
44. Reykholt: Reykholts-, Stóra-Áss-,
Gilsbak.ka- og Síðumúlasóknir.
IX Mýraprófastsdœmi.
45. Stafholt: Stafholts-, Hjarðarholts-,
Hvamms- og Norðtungusóknir.
46. Borg : Borgar-, Álptaness- og Álptár-
tungusóknir.
47. Staðarhraun: Staðarhrauns-, Akra-
og Kolbeinsstaðasóknir.
X. Snœfellsnessprófastsdœmi.
48. Staðastaður: Staðastaðar-, Búða-,
Miklaholts- og Rauðamelssóknir.
49. Nesþing : Ólafsvíkur-, Ingjaldshóls-
og Hellnasóknir.
50. Setberg: Setbergssókn.
51. Helgafell: Stykkishólms-, Helgafells-
og Bjarnarhafnarsóknir.
52. Breiðabólsstaður á Skógarströnd:
Breiðabólsstaðar- og Narfeyrarsóknir.
XI. Dalaprófastsdœmi.
53. Suðurdalaþing: Sauðafells-, Snóks-
dals-, Stóravatnshorns- og Hjarðar-
holtssóknir.
54. Hvammur í Hvammssveit: Hvamms-,
Staðarfells- og Dagverðarnessóknir.
55. Staðarhóll: Staðarhóls-og Skarðs-og
Garpsdalssóknir.
XII. Barðastrandarprófastsdœmi.
56. Flatey: Flateyjar- og Múlasóknir.
57. Staður á Reykjanesi: Staðar-, Reyk-
hóla- og Gufudalssóknir.
58. Brjánslækur : Brjánslækjar- og Haga-
sóknir.
59. Sauðlauksdalur: Sauðlauksdals-,
Breiðuvíkur og Saurbæjarsóknir.
60. Eyrar: Eyra- og Stóru-Laugardals-
sóknir.
61. Bildudalur: Bíldudals- og Selárdals-
sóknir.
XIII. Vestur-ísafjarðarprófastsdœm í.
62. Rafnseyri: Rafnseyrar- og Álpta-
mýrarsóknir.
63. Dýrafjörður : Sanda-, Hrauns-, Mýra-
og Núpssóknir.
64. Holt í Önundarfirði: Holts-, Kirkju-
bóls- og Sæbólssóknir.
XIV. Norður-ísaffarðarprófastsdœmi.
65. Staður í Súgandafirði: Staðarsókn í
Súgandafirði.
66. Isafjörður: ísafjarðarsókn og Hóls-
sókn í Bolungarvík.
67. Ögurþing: Ögur- og Eyrarsóknir.
68. Vatnsfjörður: Vatnsfjarðar-, Nauteyr-
ar- og Unaðsdalssóknir
69. Staður í Grunnavík: Staðarsókn.
70. Staður í Aðalvík: Staðarsókn.
XV. Strandaprófastsáœmi.
71. Árnes: Árnessókn.
72. Staður 1 Steingrímsfirði: Staðar- og
Kaldrananessóknir.
73. Tröllatunga: Tröllatungu-, Fells- og
Óspakseyrarsóknir.
74. Prestsbakki: Prestsbakka- og Staðar-
sókn í Hrútafirði.
XVI. Húnavatnsprófastsdœmi.
75. Melstaður: Melstaðar-,Kirkjuhvamms-,
Staðarbakka- og Núpssóknir.
76. Tjörn á Vatnsnesi : Tjarnar- og
Vesturhópshólasóknir.
77. Breiðabólsstaðurí Vesturhópi: Breiða-
bólsstaðar og Víðidalstungusóknir.
78. Þingeyraklaustur: Þingeyra-, Undir-
fells- og Blör.duóssóknir.
79. Auðkúla: Auðkúlu- og Svínavatns-
sóknir.
80. Bergstaðir: Bergstaða-,Bólstaðahlíðar-
og Holtastaðasóknir.
81. Höskuldsstaðir: Höskuldsstaða-, Hofs-
og Spákonufellssóknir.
XVII. Skagafjarðarprófastsdœmi.
82. Hvammur í Laxárdal: Hvamms- og
Ketusóknir.
83. Reynistaðarklaustur: Reynistaðar-og
Sauðárkrókssóknir,
84. Glaumbær: Glaumbæjar- og Víði-
mýrarsóknir.
85. Mælifell: Mælifells-, Reykja-, Goð-
dala og Ábæjaisóknir.
86. Miklibær: Miklabæjar-, Silfrastaða-
og Flugumýrarsóknir.
87. Viðvík: Viðvíkur, Hóla-, Hofstaða-
og Rípursóknir.
88. Fell í Sléttuhlíð : Fells og Hofssóknir.
89. Barð í Fljótum : Barðs-, Holts- og
Knappsstaðasóknir.
X VIII. Eijjafjarðarprófastsdæm i.
90. Grímsey: Miðgarðasókn.
91. Hvanneyri : Hvanneyrarsókn.
92. Kvíabekkur: Kvíabekkjarsókn.
93. Vellir í Svarfaðardal: Valla-, Stærra-
Árskógs-, Tjarnar-, Urða- og Upsa-
sóknir.
94. Möðruvallaklaustur: Möðruvalla-,
Bægisár-, Bakka- og Myrkársóknir.
95. Akureyri: Akureyrar, Lögmannshlíð-
ar- og Glæsibæjarsóknir.
96. Grundarþing: Grundar-, Munka-
þverár-, Kaupangs-, Saurbæjar-,
Möðruvalla, Miklagarðs- og Hóla-
sóknir.
XIX. Suður-Pingeijjarprófastsdœm i.
97. Laufás: Laufás-, Svalbarðs-, Greni-
vfkur- og Þönglabakkasóknir.
98. Háls í Fnjólkadal: Háls-, Illugastaða-
Draflastaða- og Brettingsstaðasóknir.
99. Þóroddsstaður: Þóroddsst'aðar- og
Ljósavatnssóknir.
100. Skútustaðir: Skútustaða-, Reykja-
hlíðar- og Lundarbrekkusóknir.
101. Grenjaðarstaður: Grenjaðarstaðar-,
Nes-, Einarsstaða- og Þverársóknir.
102. Húsavík: Húsavíkursókn.
XX. Norður-Pingeyjarprófastsdœmi.
103. Skinnastaðir: Skinnastaða-, Garðs-,
Presthóla- og Víðihólssóknir.
104. Svalbarð í Þistilfirði : Sválbarðs- og
Ásmundarstaðarsóknir.
105. Sauðanes: Sauðanessókn.
2. gr. í Reykjavíkurprestakalli skulu
vera tveir þjóðkirkjuprestar: dómkirkju-
prestur og annar prestur honum jafnhliða.
Lanastjórnin, 1 samráði við biskup, skipar
fyrir um aðstöðu þeirra hvors til annars,
samband sfn á milli og verkaskiptingu í
söfnuðinum.
3. gr. Landstjórnin hlutast til um,
að þær breytingar á skipun prestakalla,
sem að ofan eru ákveðnar, komist á,
eptir því sem prestaköllin losna, svo fljótt,
sem því verður við komið.
4. gr. Nú vilja menn breyta skipun
sókna eða takmörkum prestakallaeðaleggja
niður kirkju, færa úr stað eða taka upp
nýja kirkju, og skal þá mál það koma
fyrir safnaðarfund eða safnaðarfundi, ef
fleiri en einn söfnuður eiga í hlut. Ef
breytingin viðkemur að eins einum söfn-
uði, ræður meiri hluti atkvæða á lögmæt-
um safnaðarfundi. Séu söfnuðirnir tveir,
ræður meiri hluti atkvæða á báðum fund-
um. Séu söfnuðirnir fleiri en tveir, ræð-
ur meiri hluti safnaðafunda. Samþykki
héraðsfundur tillögu safnaðarfundar (eða
safnaðafunda) er rjett, a"ð landstjórnin, f
samráði við biskup, veiti leyfi til að breyt-
ing sú, sem um ræðir fái fram að ganga.
5 . g r. Þegar Ijenskirkja er lögð niður,
fellur sjóður hennar til þeirrar kirkju, eða
þeirra kirkna, sem sóknin erlögðtil. Svo-
er og um skrautgripi (ornamenta) kirkj-
unnar og áhöld (instrumenta), og andvirði
fyrir kirkjuna sjálfa.
Sjómannalíf.
Eftir
Rndyard Kipling.
(Frh.). ----
Tvær skútur keptu um það, hvor fyrri
yrði að fylla Iestina. Önnur þeirra var
Stundvís, en hin hjet Parry Norman, og
var svo nærri um þær, að földi manna
veðjaði um það tóbaki, hvor fyrri yrði.
En þá meiddi einn af hásetunum á Parry
Norman sig svo að hann varð frá verk-
um, og við það komst Stundvís á und-
an. Þó Ijet Diskó troða í hana eins og hægt
var; þeirTom Platt fundu rúm fyrir hvert
„dagsverkið" eftir annað, þótt Harvey
sýndist alt fult. Loks var saltið þrotið
og talaði Diskó þá ekki framar um, að
hægt væri að koma meiru í skútuna.
En hann fór strax að leysa stórseglið.
Það var kl. 10 að morgni dags. Um há-
degi voru seglin öll í lagi og komu þá.
úr öllum áttum bátar fullir af mönnum.
Allir öfunduðu þá Stundvísmenn af því,
að verða fyrstir heimleiðis, en komu nú<
til að biðja þá fyrir brjef og boð. Svo
var þilfarið rutt, flagg dregið á stöng og
akkerið tekið inn. En Diskó sagðist
gjarnan vilja gera sem flestum greiða
með því að taka af þeim brjef heim, en
þeir hefðu ekki næiri allir komið þeim
af sjer enn. Þess vegna sigldi hann
fram og aftur innan um flotann, áður
hann legði á stað. En í rauninni var
þetta sigurför hans. Hann hafði fjögur
undanfarin ár orðið fyrstur að ljúka sjer
af þar úti á miðunum og alt af faiið þá
þessa förað sigrinum unnum. Dan þandi
harmómiku sína, Tom Platt sveiflaði
fiðluboganum, en allir sungu með full-
um röddum versið, sem enginn má.
syngja fyr en „alt salt er vott":
„Nú, sendið okkur brjefin.
Við siglum ykkur frá,
því saltið alt er vott
og norðanvindur á.
Við siglum burtu hlaðnir
og sjáum bráðum land,—
með fimtán hundruð tunnur,
með fimtán hundruð tunnur,
með fimtán hundruð tunnur
á milli Quereau og Grand",
Brjefum var fleygt inn á þilfarið á
Stundvís og voru þau bundin við kola-
mola, en Gloucestermenn kölluðu ogbáðu
að bera heilsan konum sínum, kærust-
um og útgerðarmönnum. Svona leið
Stundvís innan um flotann, með blakt-
blaktandi framsegl eins og hönd, sem
veifað er til kveðju.
Harvey sá fljótt, að sú Stundvís, sem
færði sig með hálfum seglum til og frá
á miðunum um sumarið, var alt annað
skip, en þetta, sem nú sigldi með full-
um seglum heimleiðis.
Fyrst þótti honum nóg um öldulöðrið
við skipshliðina, en vandist því samt
fljótt og skemti sjer vel á ferðinni. Mest
þóttifdrengjunum 1 það varið, að fá að
standa saman við stýrið, en hafa Tom