Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 05.02.1908, Síða 2

Lögrétta - 05.02.1908, Síða 2
18 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og viö, minst 60 blöð als á ári. Verö: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/*—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. son bankastjóri, var endurkosin með lófaklappi. Sömuleiðis endurskoðun- armenn Halldór bankagjaldkeri og Br. H. Bjarnason kaupm. I fundarlok talaði Guðmundur hjer- aðslæknir Hannesson alllangt mál um sjúkrahjúkrun og meðalabrúkun, sem viðstöddum fundarmönnum var mikil unun á að hlýða, svo fræðandi sem það var og nýstárlegt í mörgu tilliti. Fundurinn var prýðilega sóttur, því sem næst húsfyllir. sem frá er skýrt í símskeyti hjer í blaðinu, er endalok rimmu, sem staðið hefur þar yfir síðan snemma í fyrra. Þeir Carlos ‘konungur og forsætisráð- herra hans, J. Francó, rufu þá þingið, en efndu ekki til nýrra kosninga, oggaf konungur síðan ný lög út eins og einvaldur, bæði fjárlög og fleiri lög. Reyndu þeir á ýmsan hátt að þröngva frelsi landsmánna, takmörkuðu funda- frelsi og fjelagafrelsi, gerðu blöð upp- tæk og bönnuðu útkomu þeirra o. s. frv. Var þess nokkrum sinnum getið í símskeytum hjer í blaðinu í haust, að ástandið í Portúgal væri ískyggi- legt og að þar horfði til vandræða. Mótflokkur þeirra konungs og Francós óx stöðugt og gerði uppreisn gegn ofríkinu. En þeir konungur voru ó- sveigjanlegir. I haust ljetu þeir hand- sama um 300 af mótstöðumönnum sínum og sendu herskip með þá yfir til Afríku. Nú um áramótin var þó sagt, að lag mundi ætla að fara að komast á óstandið og væri ráðið, að þingið yrði kaliað aftur saman á næstkomandi vori. Bændaskólinn við Þjórsárbrú. Lögr. er skrifað að austan 23. f. m.: „Skólinn var settur 20. þ. m. af Sigurði Sigurðssyni búfræðingi, og hófust svo fyrirlestrar, er síðan hafa farið fram með mjög miklu fjöri, og hafa þeir hrifið svo tilheyrendurna, að þeir munu lengi minnast þeirra og reyna að geyma þá sem fersk- asta í minni. Fyrirlestrarnir fara fram frá kl. 11 til 3. Svo eru samræðufundir frá kl. 5—7, og hafa þeir verið fjörugir og rætt um framfaramál og fjelagsmál, en síðast er leikfimi, sem Magnús Einarsson dýralæknir kennir, og er það aukakensla, en mönnum þykir mjög gaman að henni og eru hon- um þakklátir fyrir. A öðrum tím- um hefur verið söngur og aðrar skemtanir. Yfir höfuð er almenn ánægja með fyrirkomulagið á þessu skólahaldi og framkomu kennaranna. Og þótt nú sje hjer húsfyllir, þá mun aðsóknin síðar verða hálfu meiri, ef framhald verður hjer á þessu skólallaldi, en allir óskum við, að það veröi, því fátt mun glæða betur hug manna til starfs og framkvæmda. Nemandi úr Rangárvallasýslu “. Frá Vestmannaeyjum. Vestmannaeyja er fremur sjaldan getið í frjettablöðum vorum, og þó er paðan oftar nokkurra frjetta að fá, sem eðlilegt er, þar sem um framfarahjerað er að ræða. — Margir þekkja þó Vest- mannaeyjar, þótt ekki sje nema af af- spurn, og allir hugsa, að þar sje gott að vera: allir sjeu þar að minsta kosti sjálfbjarga, margir vel efnaðir, og þó nokkrir auðugir, borið saman við ís- lenska auðlegð. Það, sem fyrst vekur atliygli vora, þegar vjer komum til Vestmannaeyja, eru hinir þverhníptu, háu hamrar með hinum mikla fuglasæg. Ber Heimakleftur þar af öllum hömrum, þessi risalega hamraborg, gefin Eyjunum til skjóls og prýðis. En þegar á land er komið, þá er það hinn álitlegi fjöldi vjela- báta, sem hlýtur að vekja athygli manna. Þeir eru nú sem stendur aðal- lífæð Eyjabúa og Ijölgar þeim óðum. í fyrra vetur gengu hjer c. 17 vjela- bátar, en nú eru komnir hingað til Eyja 35, og er von á fleirum, svo að ef vel safnast, ættu að ganga lijer 40 i vetur. Allir eru bátar þessir með þílfari; stærðin er 7—8smálestir (tonn); aðeins 2 eru 6 smálestir og 1 smærri. Þeir eru flestir 33 fet á lcngd og 9 á vídd. — Það er afarmikið fje, sem liggur í þessum skipastóli, líklega nær 300,000 krónur, og Eyjabúar spara ekkert til þess, að búa þá sem best út í baráttuna við Ægi, sem oft hefur revnst lijer sem annarstaðar hörð og tvísýn. Sem eðli- legt er, er mikið af þessari upphæð i skuld, og eflaust hefðu Eyjabúar ekki af eigin ramleik getað kfofið fram úr þessari upphæð, ef ekki hefði verið lilaupið undir bagga mcð þeim, en það hafa kaupmenn hjer gert, þeir konsúll Gíslí J. Johnsen og etazráð J. P. T. Bryde. Þeir hafa vonað og treyst því, að hjer væri um verulegt framfara- fyrirtæki að ræða, og þess vegna hafa þeir drengifega stutt þetta fyrirtæki. Ifafa þessir tveir kaupmenn bæði nálg- ast flesta bátana og síðan lánað þá með mjög aðgengilegum kjörum, og hljóta Eyjabúar að vera þeim þakklátir fyrir. Samþykt hefur verið hjer á fundi ekki alls fyrir löngu, að kaupa öfluga festi, 400 faðma langa, til þess að leggja vjelabátunum við, og er áætlað, að sá útbúnaður kosti um 4—5000 kr. Verður eflaust ánægjusamt að sjá þennan fríða flota prýða höfnina í tveimur skipu- legum röðum. íshús hefur verið hjer, að nafninu til, sem nú reynist auðvitað óhæfilegt með öllu. Var því á fundi 8. þ. m. samþykt að leggja það niður, en byggja í þess stað stórt og vandað íshús með frysti- vjelum eftir Overrislings-Modstroms- systemi. Giskað er á, að húsið með vjelum kosti 15—lfi þúsundir króna. Verður það bygt á steinlimdum stólpum, sem oftar flæðir í kringum. Hver vjel- arbátur leggur 200 kr. í þetta fyrirtæki, en síðan tekið lán fyrir þvi, sem á vantar. Maður verður látinn fara utan til þess að kynna sjer meðferð vjelanna og annað, sem lýtur að því að veita húsinu förstöðu. Ætlasf er til, að húsið komist upp næsta sumar. I stjórn fje- lagsins eru: konsúll G. .1. Johnsen (for- maður), gullsmiður Gísli Lárusson (varaformaður), verslunarstjóri. Anton Bjarnesen (gjaldkeri), útvegsbóndi Þor- steinn Jónsson (ritari) og Jón Einars- son á Hrauni; ennfremur varanefndar- maður sýslumaður Magnús Jónsson. — Menn vænta hins besta af þessu fyrir- tæki, einkanlega ef sildarútvegur sá hepnast, sem ætlast er til að rekinn verði í sambandi við þetta fyrirtæki. Bryggjur tvær öflugar hafa verið gerðar hjer á þessu ári. Önnur algert úr steini og steinlímd að mestu. Er hún gerð á kostnað sjóðs þess lijer, sem nefndur hefur verið Lendingarsjóður. Hún er c. 77 álnir á lengd og 8 álnir á breidd. Hina hefur látið gera konsúll Gísli ,1. Johnsen úr steini og steinlimi og trje. Sú bryggja er c. 155 álnir á lengd og 6 álnir á breidd að framan, en 5_álnir að ofan, þ. e. það, sem er úr trje. Húsabyggingar hafa verið með mesta móti á þessu ári. Hafa mörg snotur og vönduð hús verið reist hjer. Er sönn prýði að fögrum og vel gerðum húsum, en að hinu leytinu dregur það tals- vert úr ánægjunni, ef húsin eru sett svo flest, aö þau veki hugmynd um hrúta, búna til atlögu. Beint er þó ekki hægt að ásaka menn hjer í þessu efni, þar sem hver er látinn að mestu sjálf- ráður og bygginganefnd fyrirfinst ekki á staðnum — ekki sköpuð enn. Fiskafli lítill um þessar mundir, svo sem venja er til hjer um þetta leyti; þó oftar vart, þegar róið hefur verið; en það er lítið stundað um þennan tíma árs, enda ærið að starfa á landi við útbúning vjelabáta o. m. fl. Þó flskaði bátur hjer 14 i hlut — þar af 9 af þorski — 14 þ. m. (haf'ði smokk- fisk til beitu). Gufuskip rak hjer á land 8. þ. m. og verður líklega strand úr. Það var »Sea- gull«, sem margir munu kannast við; fyrrum eign Þorvaldar á Eyri. Flutti J skip það kol hingað, átti síðan að flytja j flsk til Bretlands, en þar á eftir að fara til Noregs til viðgerðar. — Lítið happ telja menn lijer í því að fá þetta strand. Mislingar eru búnir að húsvitja hjer. Voru þeir allþungir á mörgum, en ekki skæðir. Eitt barn, á fyrsta ári, dó úr þeim hjer. — Við höfum verið hepnir með nýjalækninn okkar; hann ergóður og skyldurækinn og mjög við alþýðu skap. Vonum við, að við berum gæfu til að halda honum hjá okkur. Berklaheilsuhælis-deild hefur nýlega verið stofnuð hjer. — Hjelt læknir hjer fyrst undirbúningsfund, þar sem hann flutti mjög fróðlegan og skipulegan fyrirlestur um berklaveikina. Síðar hjelt læknir annan fund í þvi augnamiði, að safna fjelagsmönnum, og gerðust þá 68 fjelagsmenn 117 fjelagsgjöldum. Eflaust fjölgar fjelagsmönnum stórum hjer á næsta ári, því að öllum stendur ótti af »livíta dauða«, sem því miður hefur ekki sneitt hjá þessum cyjum. Bindindisfjelag Good-Templara starf- ar hjer á Eyju. Stúkan »Báran« nr. 2 telur nú 127 meðlimi og unglingastúkan lijer telur 60—90 meðlimi. Sje miðað við fólksfjölda hjer — scm nú mun vera 940 — þá er tala bindindismanna hjer álitleg. Og þótt pottur kunni að vera brotinn í þessum fjelagsskap sem öðr- um, þá er það engum efa undirorpið, að bindindishreiflngin hefur hjer sem annarstaðar mörg blessunarrík áhrif í för með sjer og mun hjer sem annar- staðar bjargvættur sumra þeirra, sem ratað hafa út á ógæfubraut ofdrykkj- unnar. Tilflnnanlegur skortur er hjer á hæfl- legu samkomuhúsi, en til að ráða bót á því hafa allmargir lijer tekið sig saman um að koma upp sem fyrst hæfilegu samkomuhúsi. Er vonandi, að hús þetta verið komið upp fyrir næsta vetur og að þar verði þá liægt að veita mönnum hollar skemtanir, sem dragi hugi manna frá þvi, sem spillir góðum siðum. Nú eru Mormónar horfnir hjeðan úr Eyju og var tími til þess kominn, enda er nú búið að kippa Mormóna-athuga- semd þeirri, sem límd var við Vest- mannaeyjar, úr nýjustu landfræðis- bókum vorum. Þar á móti hefur á þessum siðustu timum orðið vart við aðeins vott af andatrú svonefndri. Þó er þaö ekki nema á allra bestu bæjum og því ekki orð á því gerandi. Flyja- búar kunna illa þeirri nýju speki, jafn- rel ver en Valtýskunni lijer um árið. Ekki eru þcir myrkfælnari en fólk er flest; þó hafa þeir óbeit á því, að fjölgað sje lijer tölu drauga í Eyju, en það hafa þeir heyrt sannorðan mann segja, sem talinn er, en þó eflaust ranglega, andatrúar, að þegar miðillinn mikli var hjer síðast á ferö, þá hafi hann upp- götvað tvo drauga (fylgjur), lijer áður með öllu óþekta. Telja Eyjabúar þessa uppgötvun litla hepni fyrir vísindin, en öðrum kann að þykja meira um vert, þvi að sínutn augum lítur hver á silfrið. Hafa þeir sumir jafnvel í hyggju, ef hinn mikli miðill skyldi heimsækja þá oftar, að sleppa honum ekki aftur fyr en hann hefði komið óvættum þessum fyrir kattarnef. Finst þeim nóg um innflutninga í Eyjarnar úr ýmsum áttum og landþrengsli, sem þvi eru eðlilega samfara, þó að ekki bætist þar ofan á slíkir kolapiltar. 16. desember 1907. Skeggi. Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 4. febr.: Konungur Portú- gals og krónprins skotnir í vagni á aðalgötu (í Lissabon). Manúel kon- ungsson særðist (var f vagninum með> þeim), en tókvið konungdómi. Upp- reisnin bæld niður. Francó útfægur. Ofurefli. Jeg viltist eitt kvöld inn í hús, sem þeir kalla Bárubúð. Það átti að fara að syngja. Efst á söngskránni, sem kölluð er, stóð »Claver-sóló Kr. Hallgrímsson«. »Hvaða maður er þessi Claversóló Hallgrimsson?« spurði jeg sessunaut minn. »Hann er ekki maður, hann er stúlka, karl minn«, var svarað. »Svo hann er stúlka; en sá næsti? Jeg sje, að næst kemur »Sóló E. Þor- kelsson«; er hann líka stúlka?« »Nei, nei; hann er ekki stúlka; hann er ekkja, en ekki í bæjarstjórn«, sagði sessunauturinn. »En þessi »Þórður Pálsson«; er hann þá stúlka eða ekkja?« »Hvorugt, lagsi; hann er inaður, kunn- ingi, í buxum, tvennum, sjáðu; en meðal annara orða: Þú munt ekki eiga heima á Kleppi?« Jeg skildi sneiðina og hypjaði mig betur út i hornið. Svo var farið að syngja og leika á hljóðfæri. Mjer þykir gaman að skáldskap og söng. En þó varð ánægjan lítil þarna um kvöldið. Flest kvæðin voru útlend, dönsk held' jeg; skildi ekki eitt orð. Og raddirnar voru eitthvað svo und- arlegar. Sóló lí. Þorkelsson, ekkjan, sem ekki er í bæjarstjórn, hal'ði líka rödd og hljóðpípa úr blikki, sem jeg aulaðist til að kaupa í fyrra á Eyrinni handa stráknum mmum. Og maðurinn á báðum buxunum ljet eins og land- nyrðingur; mjer var líka sagt, að liann væri nýkominn að norðan; samt þótti mjer gaman að heyra hann syngia Aldamótaljóð Þorsteins Erlingssonar, og heyrði jeg þó, að liann hefði áður sungið þau miklu betur en nú. En best skemti jeg mjer við söng Elinar Matt- híasdóttur; hún er hvorki sóló eða son; á söngskránni stóð blátt áfram: »Elín Matthíasdóttir«. Og hún söiig meðal annars lag, sem jeg þekki, við kvæði, sem jeg kann; og það skildi jeg alt, því það var alt íslenskt; kvæðið heitir Kirkjuhvoll, ort af Guðm. Guð- mundssyni, sem er karlmaður, og lagið er eftir Árna Thorsteinsson — líka karl- maður; og lílín þessi söng það svo vel, að mjer fanst jeg vera orðinn ungur og horfinn upp að Álfhóli. Hitt var mjer ofurefli; og það er mjer ofurefli, að vera hjerna lengur. Jeg hef aldrei áður komið til Reykjavíkur, og flnn, að jeg botna ekki neitt i neinu, og verð líklega fluttur inn að Kleppi, ef jeg flýti mjer ekki heim á leið. Jeg fer á morgun. Gamall sveilaskrjóður.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.