Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.02.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.02.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 23 og ástandið þar innanlands hefur ver- ið mjög bágt nú síðustu árin, jafn- vel hungur og hallæri. Síðan þetta var skritað, hefur kom- ið sú frtgn, að sættir sjeu komnar á °S samningar gerðir milli Banda- manna og Japana; hafi Japanar látið undan kröfum þeirra og heitið, að hefta með öllu útflutning frá sjer til Bandaríkjanna. Samskonar samn- >ng kvað og Kanada hafa gert við Japan. Sistihus í taugarðalnnm. Það eru mikil líkindi til, að straumur útlendra ferðamanna fari óðum vax- andi hjer til landsins, og má þó bú- ast við, að hann yxi enn meir, ef við gerðum dálítið meira til að taka vel á móti þeim. 011 lönd, sem eiga því láni að fagna, að hýsa útlenda íerðamenn, kosta ærnu fje til að gera þeim dvöl- ina hjá sjer þægilega, því reynslan hefur sýnt þeim, að þær fá þann kostnað margendurgoldinn. Aftur gerum vjer harla lítið til að hæna gesti að garði vorum, og þeir nienn, sem bera skyn á þá hluti, vita, að útlendum skemtiferðamönnum er Btt mögulegt að dvelja hjer á landi að staðaldri nema í einstöku kaupstöðum, en þar vildu þeir kann- ske síst eiga viðdvöl, ef þeir ættu nnnars kost. Það er því augljóst, hverjum hugsandi manni, að ef vjer ekki eigum að fara á mis við þann hagnað, sem leiðir af því að hýsa útlenda ferðamenn, verðum vjer að gera meira til að hæna þá að oss, °g koma upp öðrum híbýlum til að bjóða þeim inn í en misjalnlega hrein- um bóndabæjum. Vjer verðum að koma upp almenni- legum gistihúsum þar sem náttúran og samgöngurnar hafa búið best í haginn fyrir þau. Vjer eigum nóg af hremu og heilnæmu loíti, og það hefur oft verið viðurkent í útlendum ntum, að frjálsi íslenski fjallablærii væri hreinn og heilsustyrkjandi, og ; þeh, sem mættu njóta hans í næí þyrttu ekki að kvíða ýmsum þei kvillum, sem algengir eru í hinu kv« aða mollulofti í flötu löndunum, ei 1 óheilnæmu reykjarlofti borganna. Vjer þurfum líka stundum sjálfir heilnæmu lofti að halda, til að styrk heilsu vora, og er leiðinlegt fyrir os að þurfa að sækja það suður á J( land eða annað vegna þess, að vj höfum ekki tilfæringar til að hagný vort eigið andrúmsloft, sem þó miklu heilnæmara. Suðurgöngur sjú hnga mundu þá miklu fátíðari, vjer hefðum sjálfir viðunanleg heils hæli í heilnæmustu sveitum vorum. kað hefur áður verið bent á Lau ardalinn sem jjjnn stag fy verulegt ferðamannahótel, þar se enn, útlendir og innlendir, gæ dvahð .11. . bótar. Þaa , ' ,.h,reSSlnSar °g heils • , , . uer öllum saman um, se ?C t :I,' að eaugardalurinn aje brr byrasta bygði„ hjer sunnan|a;d , þar sen, hann nu einmit, „ mj, vel við að oðru levri • f , • . ytl> virðist sá stað emmttt sjalfkjörinn til athugunar þessU augnamiði. Hann g alþjóðbraut allra skemtiferðamanr m.ðja vega milli Geysis og Þingval Par eru fossandi ár og freyðandi læk hair hamragarðar og hrikaleg fjc sem eru hinar bestu sjónarhæðir, gróðursæl engi og grænar skógarhlíð- ar með bjarkilm og blíðu fuglakvaki, silfurskær vötn og sjóðandi hverir. Vötn og ár og hver pyttur er þar fullur af silungi. Með öðrum orðum: Þar er flest það saman komið, sem sveit má prýða, og öll þau þægindi, sem menn annars geta fengið að njóta í skauti íslenskrar náttúru; að- eins vantar gott gistihús og laglegan seglbát á vatnið til þess, að þar sje hinn ákjósanlegasti dvalarstaður fyrir þá menn, sem langar til að hressa hugann og stæla kraftana í heilnæmu lofti við hugljúfa náttúru. Þaðhefurtilmargs lakaraverið stofn- að, og margt heimskulegra hefur verið hafið, en þó einhverjir framfaramenn, helst þó bændurí Laugardalnum reyndu að stofna hlutafjelag í þeim tilgangi, að koma upp slíku húsi og starfrækja það. Nú er akfær vegur kominn næstum alla leið og því naumast það til fyrirstöðu lengur. Væri húsið látið standa nærri hverum, t. d. á Laugarvatni, mætti að líkindum beisla einhvern þeirra og nota fyrir miðstöðvarofn til að hita og hafa í böð og til þvotta, en til þess þyrfti útbúnað, sem yrði sjálf- sagt nokkuð dýr, og því vafasmál, hvort því yrði komið við. En þrátt fyrir það yrði bæði gagn og ánægja að hverunum, og sjálfsagt er íslenskt hveravatn engu óheilnæmara en vatnið í mörgum þeim heilsubrunnum í út- löndum, sem fólk streymir að hvað- anæfa. Búast má við, að veruleg aðsókn yrði elcki að gistihúsi þessu nema á sumrin, en þá mætti nota það á vet- urna bæði fyrir skólahús og sam- komuhús; eru slík hús nauðsynleg al- staðar í sveitum, því ekkert verulegt fjelagslíf getur þrifist án þeirra. Vjer Islendingar erum ótrúlega gjarnir á að halda að við getum ekkert af eigin ramleik, að alt veru- legt verði að framkvæmast af útlend- ingum, að vjer náum aldrei tak.i á öllum vorum geisisterku náttúruöflum, nema með aðstoð útlendinga, eða getum hagnýtt oss frjósemi dala vorra. En þetta er ein sú skaðlegasta hugsun, sem vjer getum alið í huga vorum, því hún stendur í vegi fyrir öllum verulegum framförum. Ef vjer eigum nokkurntíma að byggja landið og klæða, verðum vjer fyrst og fremst að sætta oss við þá hugsun, að vjer sjeum þess megnugir, því það, sem vjer viljum, það getum vjer. Vjer ættum sem fyrst að sýna það í verkinu, að vjer viðurkennum orð skáldsins: Tign býr í tindum, traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl. Indriði ilbreidur. Fyrsta sporið. Nýja bæjarstjórnin er tekin til starfa. Einu sinni í vikunni sem leið mæltu þeir sjer mót fulltrúarnir, nokkru eftir dagsetur, til að undirbúa nefndarkosn- ingar og velja karlmenn til að fylgja konunum heim á kveldin. Sænski konsúllinn hlaut þann heiður og ánægju, að fylgja þeirri, sem var tal- in sjálfsögð í þrifnaðarnefnd. Og svo fóru þau á leiðinni að gæta að læknum; og lækurinn haíði fylt sig af fögnuði, þegar hann heyrði, að hann ætti að fá fríða konu til að þjóna sjer framvegis; og konsúllinn gekk á bakk- anum og konan húsamegin; og það get- ur verið, að hún hafi verið að hugsa um þrifnaðinn; og það getur verið, að hún hafi vaggað ögn í ganginum, eins og konum er títt; og það getur verið, að myrkrið kring um ljóskerin hafi verið óvenju svart — hver veit hvað — fátt segir af tveimur — en einhvern veginn vildi það nú svona til, að alt í einu hrapaði hann í lækinn og hún stóð ein eftir á'.bakkanum.' En (konan er skörungur; hún hreif konsúlinn óðarúr heljargreipum lækjarins; og það er sagt, að hún muni vafalaust fá medalíu frá konginum í Svíþjóð; og það er sagt, að þá muni allar konur bæjarstjórnarinnar fara að leita að meda- líum í læknum, og það er sagt, að bæj- arstjórnin ætli að setja í lögreglusam- þyktina ákvæði um, að sekta hvern sem fer fram á, að meina mönnum með girð- ingu að detta í Iækinn, eða láta aðra detta 1 hann. Ekki veit jeg hvort þetta er satt, en uppástungan er ágæt; það segi jeg. Jeg vil að mjer sje frjálst að detta, þar sem mjer sýnist, því að jeg er sjálf- stæður maður og einn af peim óháðu. Eftirmæli. Nýlega (27. f. m.) er dáin á Akur- eyri húsfrú María Þorvaldsdóttir. Hún var ættuð úr Eyjafirði og mun hafa verið liðlega sjötug að aldri. Hún var tvígift, átti fyrst Grönvold, verslunar- stjóra á Vopnafirði, og með honum nokkur börn, þar á meðal C. J. Grön- vold, verslunarstjóra á Siglufirði (-þ 1903); síðan átti hún Vigfús Sigfús- son, hótelhaldara á Akureyri. Af börnum þeirra er Jóhann konsúll á Akureyri dáinn (1905), en á lífi eru 4 dætur, tvær giftar, Odd- ný, kona Ingólfs læknis Gíslason- ar á Vopnafirði, og Maren, kona Einars kaupmanns Gunnarssonar á Akureyri, hinar tvær ógiftar. — Frú María sál. var mjög vel gefin kona, skemtileg og prúð í allri framgöngu, trúföst og trygglynd, og hin mesta sæmdarkona í hvívetna. Hún var mjög farin að heilsu hin síðustu árin, enda hafði orðið á þeim að sjá á bak tveimur fullorðnum sonum, og auk þess orðið fyrir öðru mótlæti. En alt þetta bar hún með þeirri ró og still- ingu, sem er einkenni göfugrar sálar. K. ctrfmur nokkur hefur upp mikinn harmagrát fyrir Indriða Einarsson í síðasta Ingólfi út af dómi um »Nýárs- nóttina« í janúarbl. Óðins. Aðrir munu þó eigi geta betur sjeð, en að Indriði megi vel við unaritdóminn i Óðni. Hann er scm sje altof vægur. Þar er t. d. ekkert getið um málviilurnar, sem Grímur hefur skilið eftir í leik- ritinu, svo sem »píska« (fyrir lemja) og par fram eftir götunum. En Grímur »kve« hafa lesið yfir leikritið wmálsins vegna«. Og yfir pessari hluttöku sinni í tilorðning »listaverksins« hefur Grimur verið svo hróðugur og hjartaglaður, — pangaö til að ritstj. Óðins gerðist svo »illviljaður«, aðspilla þeirri gleði lians. Um það er ekki að fást, pótt Grímur sjái ekki jafnaugljósa galla á leiknum og pá, sem Óðinn benti á. Hann getur sjálfsagt elckert að því gert. Indriði hefur liklega licillað hann og lagt á hann blindu og skilningsleysi. Annars er grimdin í Grimi°svo mikil, að næst er að ætla, að Indriðíhafi lika sett á hann hundshaus, eins og á Gvend snemm- bæra. í vissum ílokki manna hjer í bænum svipar Grími að mörgu leyti til Gvendar í leiknum. Og báðir eru peir jafnófærir til pess að verða for- göngumenn nýs tímabils. Sveinn Jjörnsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustrœli 10. Cggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. ísland erlendis. Eiríkur Magnússon M. A. bóka- vörður í Chambridge á Englandi varð 75 ára i. þ. m. í minningu þess var honum sent skrautritað ávarp hjeðan frá Reykjavík með fjölda und- irskrifta. Ávarpið er svo hljóðandi: »Eiríkur Magnússon, Yður hetur auðnast að vinna ættjörð- inni og oss öllum það gagn og þann sóma, sem aðeins fáum löndum yðar hlotnast að fara fram úr eða jafnastvið. Þettahefuryður unnist með því, að vera langa ævi af alúð og öllum mætti yðar jafnan þar á verði, sem landi og þjóð gat orðið að liði. Þjer hafið bæði í ræðu og riti stutt málefni vor og rjett lands og tungu gagnvart öðrum þjóðum, og þjer hafið rninst ættjarðar yðar vel og drengilega, þegar hún var í nauðum stödd. Þjer voruð frumkvöðull og aðal- framkvæmdarmaður hinnar miklu hjálp- ar við Austurland eftir öskufallið mikla 1875 og síðan hinna miklu bjargráða við alt landið hörmungaárið 1882 og lögðuð yður í hvorttveggja sinn í hið mesta erf- iði og jatnvel í háska. Þjer studduð og hagsmuni vora í fjársölumálinu með dug og dáð, og í þessu öllu og víðar hafið þjer sýnt svo mikla ættjarðarást og rækt- arsemi við landa yðar og gert það með svo miklum drengskap, að oss er heið- ur að eiga yður fyrir bróðir og Islandi að eiga yður að syni, auk þess, sem þjer hafið unnið þjóð og tungu sæmd með vísindastörfum yðar og ritverkum. Fyrir alt þetta vottum vjer yður nú á þessu 75. afmæli yðar innilegt þakklæti og einlæga virðingu vora og biðjum hamingjuna að geyma yður og gefa yð- ur fagurt kvöld eftir frlðan og merki- legan dag«. Frá Khöfn er skrifað 31. f. m.: „Páll Egilsson og Skúli Bogason hafa tekið emb.próf í læknisfræði, báðir með hárri 1. eink., en Lárus Fjeld- sted fyrri hluta lagaprófs með 2. eink. íslendingafjelag er talið frá. Erfitt að fá menn í stjórn. Er það leiðin- legt um svo gott og skemtilegt fje- lag, en óskilvísi sumra landa með borganir gerir fjelagsskap hjer í ný- lendunni miklu erfiðari en þyrfti að vera“. Keykjavík. Nýtt kirkjublað. Á því hefur orðið sú breyting nú um áramótin, að síra Jón Helgason hefur gengið úr rit- stjórninni, en Þórh. Bjarnarson pró- fessor tekið blaðið að sjer að öllu leyti. I fyrsta blaðinu er meðal annars æfiminning síra Zophoníasar Hall- dórssonar, eftir ritstjórann, óg kaflar úr gömlum brjefum síra Z. H. til hans. Þeir eru ritaðir af frjálslyndi og að ýmsu leyti merkilegir. Síðar eiga að koma út í Kbl. út- drættir úr frægu ensku guðfræðisriti nýju, eftir R. J. Campbell, „The New Theology" (Nýja guðfræðin). Matth. I órðarson skipstjóri var 15. f. m. sæmdur heiðursmerki danne- brogsmanna fyrir tilhlutun flotamála- ráðaneytisins danska. Hann hefur, sem kunnugt er, lengi undanfarið verið leiðsögumaður varðskipanna hjer við land.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.