Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.03.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 18.03.1908, Blaðsíða 2
42 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/i—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. hlið á Reykjavíkurhöfn inn að Rauða- vatni — nokkra faðma á sjó og rúma mílu á landi, eins og að flytja þessar sömu tunnur frá Danmörku norður á Reykjavíkurhöfn, eitthvað 300 mílur. Og þó er vegurinn frá Reykjavík að Rauðavatni með bestu akvegum landsins. Að flytja varn- ing frá Þjórsá til Reykjavíkur, io mílur vegar, er svo dýrt nú, að fyrir sama verð má senda varninginn þris- var sinnum fram og aítur milli Reykja- víkur og England. Og þó hefur landsjóður lagt til sinn besta og dýr- asta akveg milli Reykjavfkur og Þjórsár. Landvarnarmenn virðast ekki kunna því tiltakanlega illa, þótt vjer stöndum í þessu efni nær Skrælingj- um en siðuðum mönnum. Jeg fyrir mitt leyti álít það ekki oflangt farið, þó nefnd sje nú þegar næsta járnbrautin, sú sem væntan- lega kemur næst á eftir Suðurlands- brautinni. Það er járbraut frá ein- hverri höfn við Faxaflóa — t. a. m. Borgarnesi — norður í Húnavatns- sýslu, og þar á eftir til Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar. í sambandi við hana hæfilega stór og ekki of dýr höfn við suðurenda brautarinnar, með reglubundnum skipagöngum þaðan til Reykjavíkur. Þá má sameina all- an vöruútflutning frá tveím þriðju hlutum landsins, og þá er íslenskum landbúnaði borgið. En það er ekki til neins að draga upp slíkar myndir, ef stefna Landvarnarmanna á að ráða. Þá er hafnargerðin hjer í Reykja- vík; hún er ekki að eins lífsskilyrði fyrir bæinn, heldur og fyrir allar þær sveitir, sem senda afurðir sínar til bæjarins til útflutnings. Það mætti nefna margt annað, síma, banka og fleira. En jeg tel þess ekki þörf. Jeg er viss um, að þessum fyrirtækjum verður komið í framkvæmd, hverju á sínum tíma, með lántökum eða á annan hátt, þrátt fyrir andróður íhaldsmanna. Þeim tekst máske að tefja fyrir fram- förunum, en þeim tekst aldrei að hefta þær. Gætni í fjármálum er sjálfsögð, og þurfa Landvarnarmenn ekki að kenna Heimastjórnarmönnum hana. Gætnin á að vera í því fólgin, ad ojþyngja gjaldendum ekki með sköttum og að verja fje landssjóðsins vel — eyða því ekki í óþarfa. Hvort lán þarj að taka, eða ekki, kemur því máli ekki við; það getur verið ógætilegt að taka lán, — ef það á að verja láninu illa — og það getur oft verið ógætilegt að taka ekki lán, að leggja svo þunga skatta á gjaldendur, að komist verði hjá lántöku. Það væri ekki vanþörf á því, að minna Landvarnarmenn á það, að til sjálfstæðis útheimtist tvent; fyrst og fremst það, að geta staðið sjálf- ur, hafa nóga krafta til þess, og í öðru lagi, að fá að standa sjálfur, fá það fyrir ofríki þeirra, sem meiri máttar eru. Landvarnarmenn gleyma alveg fyrnefnda atriðinu, sem í raun- inni er miklu mikilsverðara, en ein- blína á hið síðara. Heimastjórnar- menn hafa bæði fyrir augum, hafa sýnt það með verkum sínum, og munu gera það eftirleiðis. Þeir vilja efla svo hag þjóðarinnar, andlega og líkamlega, að hún geti staðið sjálf, en þar eigum vjer langt í land. Oll mentun þarf að aukast svo, að vjer þurfum ekki að sækja til útlanda neitt af þeirri þekkingu, sem út- heimtist til þess að framkvæma vor daglegu störf. Nú þurfa allir smið- ir að sigla til þess að læra iðn sína til fulls, allir kennarar til þess að fullkomna sig í kenslufræðum, allir búfræðingar til þess að fullkomna sig í búvísindum o. s. frv. Það er með öðrum orðum. að vjer erum ósjáljstœðir í iðnaði, í alþýðument- un, í landbúnaði o. s. frv., af því að vjer getum eigi staðið á vorum eig- in fótum eða innlendri þekkingu í þessum greinum; það tjáir ekki að neita þessu eða láta sem maður viti það ekki, en hins er skylt að geta í þessu sambandi, að vjer höfum stigið hvert stórsporið eftir annað til þess að bæta úr þessu, síðan Heima- stjórnarflokkurinn tók við stjórn lands- mála. Allir viljum vjer fá að standa sjálf- ir, enga útlenda kúgun þola. Vjer hötum nú meira sjálfstæði, bæði í orði og reynd, en vjer höfum haft nokkru sinni, síðan á Sturlungaöld, og vjer hötum án efa betra stjórnar- fyrirkomulag nú, en þjóð vor hefur nokkurntíma haft síðan landið bygð- ist. Þar með er ekki sagt, að það sje svo gott, sem á verður kosið, enda erum vjer nú þegar, undir for- ustu hins fyrsta innlenda ráðherra, að reyna, hvað vjer komumst lengst t því að fá sjálfstæðisrjett vorn við- urkendan. Stjórn Landvarnarflokks- ins viðurkennir það rjettilega, að tœkifœrið til þessa hafi aldrei verið eins gott og nú. Og það þarf nátt- úrlega ekki að minna stjórn Land- varnarflokksins á það, að engum manni innlendum getum vjer þakk- að þetta tækifæri öðrum en Hann- esi Hafstein. Svar til Þjóðólfs, Þjóðólfur hefur í 4. tbl. p. á. ámælt Góðtemplarreglunni fyrir það, hvernig hún ræki aðalstarfsemi sina: útbreiðslu bindindis. Telur hann starfsmenn henn- ar þröngsýna, ófrjálslynda o. s. frv. Eins fær hann að átyllu fyrirlestur, sem haldinn var í Bárubúð þá nokkr- um dögum áður (19. jan.). Ber hann ræðumanni á brýn öfugan sögulestur, ofstæki og taktleysi.—Ekki get jeg við athugun fundið að þessi ummæli blað arans hafl við rök að styðjast. Að vísu kannast jeg við, að reglunni er af ýmsum miður hygnum mótsöðumönn- um sínum lagt það til lasts, hve djarf- lega hún berst fyrir sínu málefni; qg er það einmitt þvert úr leið bæði við sannan drengskap og hagsýni, að gera það að ásökun, sem ætti lof að hljóta: með hvilíkum hugmóð og harðfylgi hún ræðst á hleypidóma brennivíns- dýrkunarinnar. Að vísu þori jeg ekki að ábyrgjast, nema innan reglunnar kunni að vera þeir menn, sem lítt eða ekki taka til greina mótbárur andstæð- inga sinna, jafnframt því, sem þeir halda af kappi fram sinum eigin mál- stað; því af slíkum mönnum er allmik- ið til; og er síst að fortaka, að þeir kunni ekki að flnnast innan reglunnar eins og annarstaðar. Þó man jeg í svipinn ekki eftir neinum slikum manni í reglunni, sem málsmetandi sje að telja; og má þó lieita, að jeg sje kunn- ugur allílestum hinum lielstu Góð- templurum, bæði hjer nærlendis og víðar. En hvað fyrirlestur þann snertir sem á var minst, þá er það fyrst og fremst af honum að segja, að tæplcga hygg jeg með rökum hægt að vefengia eitt einasta af þeim sögulegu dæmum, sem þar eru dregin fram, hvort heldur snertir mannfjelög eða einstaklinga, þótt aldrei nema allfast væri difið þar í árinni sumstaðar. — Hvað ofstækis- blæinn snertir, þá var hann liverfandi við það, sem vant er að vera í ræð- um og ritum hjá fjðlda manna, og rök- um beitt alstaðar, en hvergi sleggju- dómum; dæmin látin tala sjálf máli sinu, og áheyrendunum sett ályktunin í sjálfs vald. — fín þá er þriðja atrið- ið, sem Þjóðólfur gerir að aðalásökun sinni. Það er, að í fyrirlcstrinum er getið tveggja ónafngreindra núlifandi fnanna, sem víndrykkja hafl hraklega leikið, auk nokkurra nýlátinna roerk- ismanna vorra, sem flestir eru nefndir fullu nafni. Það er nú fyrst fram að taka, að síst skyldi nokkur ætla, að það hafl verið gert þeim til hnjóðs, sem leiddir voru fram á sjónarsviðíð í þessu sambandi, en þvert í móti sýnd sú ógæfa, sem hin sorglega, ósjálfráða vínlöngun bakaði þessum mönnum. Og þykir mjer kynlegt, hafl ekki hverjum manni með sæmilegri athygli og tilflnningasmckk orðið full- Ijóst, að af fyrirlestrinum skein fremst af öllu gremjukend lirygð yflr því, hversu margur efnis- og ágætismaður hafl orðið hinu fárlega brennivínshafl að bráð. En ásökunum um einstaka menn bregður þar jafnt fyrir og vant er í líkræðum og erfiljóðum að ásaka landsins börn, sem öldur sjávarins hafa dregið í skaut sitt; enda mundi hvorttveggja með jöfnum rjetti gert.— Og »frelsunar«-hrokans skil jeg varla að nokkur hafi orðið var, nema þessi eini. — — En hins vegar er mjer það óskfljanlegt, að það þurfl nokkurn skynsemi gæddan mann að hneyksla, að minst sje í sambandi við drykkju- breiskleik á nokkra núlifandi menn ó- nafngreinda, — þótt aldrei nema ein- stakir menn þykist ráða í, hverjir það sjeu — sje það annarsvegar ósaknæmt að leiða fram sem dæmi brennivíns- bráðar að fullu nafngreint það skáld, sem íslendingar elska mest, og þeir hafa nú fyrir nokkrum vikum sýnt hinn ótvíræðasta vott aðdáunar sinn- ar. Því enginn er meiddur með því að látlaust sje sagt um hann það, sem allir vita að satt er; en svo er einmitt um hina núlifandi menn. En yfir bresti hinna er nú einmitt farið að breiðast af tímalengdinni; og væri því miklu síður ástæða til að ryfja það upp, ef þannig væri gert, að til niðr- unar væri. En það álít jeg, að varast hafi verið, svo sem frekast er unt, í fyrirlestri þeim, sem hjer um ræðir,— og ekki sist þeir núlifandi á drengi- logasta ináta látnir njóta fulls sann- mælis. Og viðvíkjandi þeim ógæfu- sama stúdenti, sem sagt var frá undir dularnafni, þá var á brestum hanstek- ið svo mjúkum og mildum höndum í frásögninni sem hægt var. — Að visu skal jeg játa, að ærið leitt er að þurfa að særa tilfinningar góðkunningja sinna og vina. En miklu má skifta, hver or- sökin er. Og sje hún sú ein, að bent sje almennum orðum á bresti, sem í fari þeirra kunna að vera, án þess að neinn sje nafngreindur og síst ásakað- ur, þá flnst mjer, að slíka fávíslega orðsýki beri síst af öllu að taka til greina, og hún enda beinlínis hlægilega barnaleg af mentuðum mönnum. -----Sú var tíðin, að mönnum þótti kenningar Góðtemplara undur ein og fádæmi. Að hætta að fá sjer hressingu þótti mönnum jafneðlileg krafa eins og mönnum þætti nú, væri þeim bann- að að fá sjer svaladrykk þegar þá þyrstir. —Nú aftur á móti munu flest- ir skirrast við að mótmæla kenning- um þeirra opinberlega, þvi sárafáum er svo skynsemi vant, að ekki fínni þeir sjer tregt um mótrökin. S vo' skynsamur er Þjóðólfur og. Þvi að> engu reynir hann að mótmæla kenn- ingum þcim, sem i ofannefndum fyrir- lestri voru fluttar, nje Góðtemplara í heild sinni, — en lætur sjer aðeins nægja, að ásaka þá fyrir, hve berorðir þeir sjeu um brot og bresti náungansr og hef jeg sýnt, að hverju sú kæra er á rökum bygð hvað þennan fyrirlest- ur snertir. En þegar svo er komið góðum málstað, að menn treystast ekki lengur til að hagga með rökum nje á- rásum þungamiðju hans, en deila að eins um hitt, hve stranglega hann skuli halda sannleikanum fram, þá má lcalla, að honum verði ekki betur komið. En svo er einmitt nú komið hjer á landi málstað Góðtemplara. Enginn meðal- hygginn maður segir nú lengur um kenningu þeirra: »Þetta er ósatt!« — Nei, mótstöðumennirnir verða að láta sjer nægja, þeir sem ekki vefja hjúpi flrðarinnar um eyru sjer, — ef þeir þá á annað borð áræða að svifta af sjer þagnar-múlnum — að kveða upp: »Þetta er auðvitað dagsatt. En því gatstu ekki þagað yflr því ?« — Og einmitt þetta> skín út úr allri ásökunargrein Þjóð- ólfs: »Ofmikið satt! — of satt!« Porsteinn Björnsson. ísafold d Suðurnesjum. Brjejkafti að sunnan. I 5. tölubl. Isaf. þ. á. birtist grein með fyrirsögn: »Fjársóun og lítil- menska«, og er svo auðkend með þvi, að hún sje »brjefkafli af Suðarnesj- um«. Mjer hefði ekki komið til hugar, að’ skifta mjer neitt af þessu ísafoldar- rugli, ef að þessi orð: »Brjefkalli af Suðurnesjum«, hefðu ekki verið auð- kennið, því við erum orðnir svo van- ir líkum greinum í því blaði, að flest- ir hlaupa yflr þær. Brjefritarinn — ef hann annars er lijer til og þetta er ekki tilbúningur, því jeg á bágt með að trúa þvi, að nokkur Suðurnesjabúi sje enn svo svartur, að hann sje ekki farinn að sjá, hvern leik Isa gamla hefur leikið nú í nokkur ár — veit varla af því sjálfur, hvern leik hann er að leika, að eins sjá allir, að verið cr að nudda sjer upp við ritstj. Isaf. og hans hugmyndir. Höfundurinn tek- ur fallega til orða, eða hitt þó heldur, er hann segir: »Oss hjer virðist at- hæfi stjórnar og meiri hluta þings lýsa sjer aðallega í fjarsóun, óorðheldni, lítilmensku og afarsljórri rjettlætistil- finningu«- Hvernig fcr nú höfundurinn að rök- styðja slík orð? Hann byrjar á því, sem jeg vildi óska að jeg hefði aldrei sjeð á prenti á íslensku máli, en það er: að meta til peninga viðtökurnar í sumar sem leið móti konungi vorum og, föruneyti hans. Hjer mun ekki verai um lítilmensku að ræða hjá höfund- inum sjálfum? Að telja móttökunai eftir, er, að allra hugsandi manna áliti,. þjóðarsmán, og er sárt til þess að vita,, að slíkir mannræflar skuli flnnast á Suðurnesjum. Vel getur verið, reikn- að eftir hugsunarliælti höfundarins, að viðtökurnar haíi verið of dýrar, en þar við átti ekki stjórnin ein, eða meiri hluli þings, heldur all þingið, og jeg efast um, að nokkur sannur íslending-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.