Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 20.05.1908, Side 2

Lögrétta - 20.05.1908, Side 2
82 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Yerð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl. 10*/*—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. ákveðin, að lítið rúm virðist vera til sennilegs ágreinings. Innan ákveðins tíma er oss sjálfgefið að fækka sam- eignum málum, svo að ekki verði eftir nema i.—3. töluliður í 3. gr., og af þeim er ágreiningur um 1. lið óhugsandi. — Um 2. tölulið getur hann varla orðið mjög áriðamikill fyrir oss, þar sem enginn samningur um utan- ríkismál getur lagt oss neina kvöð á herðar án vors samþykkis. — Þá eru hermálin ein eftir, og mundu þau varla geta valdið neinum ágreiningi fyrri en vjer förum sjálfir að halda her og flota; en þess mun líklega nokkuð að bíða enn. Og þegar ad það yrði, þá hlyti oss að vera vaxinn svo fiskur um hrygg, að vjer stæðum þá betur að vígi en nú með að halda því til kapps, sem oss virtist vera vor rjettur. Sumir hafa haldið því fram, að í atriðum þeim, sem um ræðir í 1.—3. tölul. 3. gr., bindi samningur þessi oss um aldur og œfi eða alla eilífð. En því fer fjarri, að þetta sje svo. Þvert á móti gerir samningurinn sjálfur berum orðum ráð fyrir, að þessi á- kvæði sum (2. og 3. tölul.) sjeu að- eins til bráðabirgðá og að honum muni breytt verða. Munurinn á þessum töluliðum og öðrum í 3. gr. er sá einn, að hinum töluliðunum getur hvor máls- aðili um sig, hvort ríkið, breytt að á- kveðnum tíma liðnum, án þess að þeim komi saman um breytinguna. En þessum atriðum verður að breyta með samkomulagi. Að þetta sje svo, sýna ákvæði 6. gr. („þangað til“ o. s. frv.) og 7. gr. („meðan" o. s. frv.). En e/ vjer, í því rjettleysis ástandi, sem vjer vitanlega erum í nú í sam- eiginl. málum í reyndinni, höfum get- að áorkað því, að fá þessi lög og jafnframt yfirlýsing um, að Danir muni eigi hönd til hreyfa að aftra oss að slíta sambandið með öllu (að- skilnaðar) nú þegar, þá ætti hverjum heilskygnum manni að vera auðsætt, | hve miklu betur vjer stöndum að vígi til að fá samningi þessum breytt á sínum tíma, ef þetta frv. verður að lögum. Vjer verðum þá að l'ógum (sem bæði ríkin viðurkenna) svo miklu sjálfstæðari en vjer höfum nokkru sinni verið í reyndinni síðan ísland gekk fyrst konungi á hönd. — Og semji ekki síðar um breyting á sínum tíma, og oss sýnist þörfin brýn þá til skilnaðar, þá stendur hann oss opinn. Því að sú viðm- kennrng, að máttarmeiri þjóðin hafi ekki siðferðislegan rjett til að halda hinni í sambandi við sig nauðugri, hún verður ekki aftur tekin eftir að hún er einu sinni fram komin. Ef vjer verjum öllu því, sem vjer höfum og fáum umráð yfir af fje, til að efla atvinnuvegi og þar með fólks- magn landsins, þá hlýtur oss að vaxa svo fiskur um hrygg, að vjer stöndum alt öðruvísi og betur að vígi, en nú. Og er það ekki betur varið fje og kröftum, en í deilu um það, sem ekki getur árangur borið um fyrirsjáanlega tíð, ef þessu er hafnað? Hjer eigum vjer kost á miklu meiru en því sem Jón Sigurðsson nokkru sinni krafðist oss til handa í fram- kvæmd. Miklu meiru, en hann vildi sætta sig við. Hann mælir enn til vor úr gröf sinni þessi athugaverðu orð: „Það er að voru áliti ráðlegra, að ganga heldur að minni kostum, sem vissir eru og fáanlegir, en að bíða í óvissu annara“. (Ný fjel.r. XXII, 9.). Er þetta ekki hugleiðandi áður en menn í augnabliks-fljótræði og um- hugsunarlítið binda sig til að hafna þessu frumvarpi? Reykjavík, 16. maí 1908. Jón Ólafsson. Eftirskrift. — Út af ritstjórnar- grein í „ísafold" í gær, annars mjög hógværri og stillilegri, vil jeg bæta þessu við: Orðið „Statsforbund", eða „Statsforbindelse", er einmitt ná- kvæmlega rjett þýtt á íslensku ríkja- samband; fyrir því má færa ekki lak- ari heimildarmenn en gamla Anders Sandoe 0rsted (sjá »Vidensk. Selsk. Ordbog*, Larsens Dansk-norks-en- gelsk Ordb. o. fl.). Larsen leggur það út: alliance between States d: samband milli ríkja. Lfkl. hefur ann- að orð (Forbundsstat, [federated state]) vakað fyrir blaðinu. — Um hitt: det samlede danske Rige og. „veldi Daná- konungs" er það eitt að segja, að þessi sömu orð eru höfð í konungs- úrskurðinum í fyrra, sem skipaði nefndina, bæði á dönsku og íslensku, og hvortveggja málið undirskrifað af konungi, forsætisráðherra Dana og ráðherra Islands, og þessum orðum samkvæmt tilnetndi alþingi menn í nefndina, og þeim samkvæmt tóku nefndarmenn allir kosningu. Loks segir blaðið: »Vjer eigura að fá höfuðstól fastatillagsins úr ríkis- sjóði, miðaðan við lœgstu rentur, 1 */a mil. króna«. Það er í annað sinn, að blaðið talar um nlœgstu rentur« í þessu sambandi. Þetta er víst skrif- að í flýti. Oss er það einmitt hag- ur, að miðað sje við lœgstu rentur. Rentan er nú í Danmörku 6°/o, og væri miðað við það, yrði höfuðstóll árgjaldsins að eins ein miljón. Ef miðað væri við enn lægri rentu, t. d. 2°/o, þá yrði höfuðstóllinn 3 mil- jónir. J. Ól. Sýslujunður Jlrnesinga. Árnessýslu 5. maí ipo8. A sýslufundi, sem haldinn var hjer 27. f. m. til 2. þ. m., voru þessi mál hin helstu: Samgöngumál er fyrst að telja. Var lagt til sýsluvega kr. 1825,00, og er langt of lítið. En til fyrri ára vegalánanna og Sogsbrúar gengu kr. 2482,00, svo að vegasjóðsgjöíd urðu kr. 4307,00. En þó lagðar væru 3 kr. á hvern verkfæran mann, urðu það ekki nema kr. 3573,00, en kr. 1091,00 verður að taka úr sýslu- sjóði. Það er nú handhægt. En sá er gallinn á, að gjaldþol manna er almennt æði takmarkað og er þó margt fleira, sem á það legst. Brauta- viðhaldið hlýtur þó að bæta stór- miklu við. Móti því kemur raunar uppgjöf lánanna. En verða þá öan- ur lán gefin upp en þau, sem sýslan hefði, strangt tekið, aldrei þurft að taka, ef hún hefði notið jafnrjettis við þær sýslur, sem fengið hafa brýr og flutningabrautir eingöngu á land- sjóðs kostnað og hafa þó líka full not af strandferðunum? Nú var alþingi beðið um breyting- ar á hinum nýju vegalögum. Fyrst um það, að eigi verði lagt á sýsl- una viðhald vegarins milli Þjórsár- brúar og Kamba, þar eð utanhjer- aðsmenn frá austri og vestri nota hann jafnvel meira en sýslubúar sjálf- ir. Annað það, að eigi fari fram af- hending brautanna í sýslunnar hend- ur fyr en vorið 1910, þar eð mest er að marka, hvernig vegur þolir á- hrif vetrarins. Þriðja var, að lands- verkfræðingurinn verði ekki bæði af- hendandi veganna landsjóðs vegna og líka viðtakandi þeirra sýslunnar vegna, heldur kjósi sýslan viðtak- anda, en þeir báðir oddamann, þar eð þetta virðist eiga að vera úttekt, eins og jarðarúttekt, og eigi rjett, að landsverkfræðingurinn beri einn alla ábyrgðina. Landstjórnin var beðin um að hafa fyrir haustið komið upp ieiðarvísi frá þjóðveginum heim að Kolviðarhóli og ljóskeri þar heima. Lfka var hún beðin að láta gera vörður með Mos- fellsheiðarvegi austur að Kárastöð- um. Ennfremur var hún beðin að sjá um, að grafin verði fullnægjandi skurður, er leiði til sjávar vatn það, sem vegargarðurinn í Flóanum stend- ur fyrir, þar eð það að öðrum kosti gerir stórskemdir á sýsluveginum og á eignum einstakra manna. Var beð- ið um kostnaðinn að minsta kosti halfan af landsjóði móti sýslunni og hinumeinstöku hlutaðeigendum. Sýslu- nefndarmaður Hraungerðishrepps hjelt því fram, að landsjóður ætti að bera allan kostnaðinn og Ijet bóka ágrein- ingsatkvæði um það. 1 sýsluvegatölu var tekinn vegur- inn, sem konungur fór í sumar um Hrunamannahrepp. Synjað var um borgun fyrir áfanga- stað á Laugarvatnsvöllum, þar eð fá- ir sýslubúar nota hann. Samþykt var fjárveiting til fram- haldandi rannsóknar á hafnarstæði í Þorlákshöfn. Farið þó fram á, að Þorlákshafnareigandi og Olfushrepp- ur kosti nokkru til. Búnaðar- og atvinnumál voru mörg. Til þeirra má telja það, að 7 kirkju- jarða-ábúendur, er kaupa vilja ábýli sín, fengu álit sýslunefndar um, hvort þær fjelli undir 2. gr., I. og 2. máls- lið í kirkjujarðasölulögunum. Nefnd- in áleit, að það væri ekki En hún lagði til, að skilja undan sölu fossa, sem eru fyrir löndum tveggja jarð- anna. Synjað var um styrk til sauðfjár- kynbótabús í Mjóanesi. Alþingi var beðið að lögskipa ull- armatsmenn á helstu ullarútflutnings- stöðum. Til fjenaðarsýninga voru Ölfus- hreppi veittar 40 kr. og Hruna- manna- og Gnúpverjahreppum 50 kr. f sameiningu. Til gróðrarstöðvar austanfjalls var heitið 25 kr. á ári í 10 ár, ef Rang- árvallasýsla legði jafnmikið til og Búnaðarfjelag íslands tvöfalt við þær báðar. Kosning fór fram til búnaðarþings- ins. Búnaðarfjelagi íslands var þakkað fyrir námsskeiðið við Ölfusárbrú í vetur og óskað framhalds að vetri. Til sjógarðs fyrir Stokkseyrarlandi vestan til, sem garðyrkjufjelagið »Njörður« byggir þar, voru veittar 300 kr. og jafnmikið til sjógarðs fyr- ir Hraunslandi. Til „mótor"-báta ábyrgðarsjóðs voru veittar 300 kr. Til vagnkaupa var Ólafi bónda í Selkoti veittur styrkur af Melsteðs- gjafasjóði: kr. 43,80. Guðmundur Erlendsson í Skipholti og Jóhannes Einarsson á Ormsstöð- um fengu meðmæli til verðlauna af gjafasjóði Kristjáns konungs IX. Þriðji umsækjandi, Gísli Ein; rsson, er nú búsettur í Reykjavík, og var talið eiga við, að hann fengi með- mæli þar. — Með 19 mönnum var mælt til verðlauna úr Ræktunarsjóðn- um. Krafa kom frá 6 búendum í Ölf- usi um bætur fyrir það, er þá vant- aði á lengd gaddavírs, sem þeir höfðu pantað samkvæmt túngirðingalögun- um. Sýslunefndin fjekk vissu fyrir því, að þeim höfðu verið afhentar allar þær »rúllur«, sem þeir áttu að fá, en vírinn í þeim hefur reynst styttri en stjórnarráðið hefur áætlað. Var því kröfunni ekki sint. Mentamál voru þau helst, að al- þingi var á ný beðið að styðja að því, að stofnaður verði unglingaskóli fyrir Árnes- og Rangárvallasýslur; hann sje með lýðháskóla sniði og standi á hentugum stað í sveit, — og að samþykt var fræðslusjóðs- stofnun Gnjúpverjahrepps. Heilbrigðismál voru þau, að ósk- að var dýralæknisrannsóknar á kúm í sýslunni, — og að oddvita var fal- ið að gera undirbúning til spítala- byggingar, ef Rangárvallasýsla vill verða með til að byggja hann. Sveitamál og 'ónnur mál voru fleiri en hjer verða talin. Ymsum smærri innansýslumálum er slept. Einstakir hreppar fengu lántökuleyfi ýmist til barnaskóla eða þinghúsa; námu þær upphæðir kr. 1900,00. Enn fleiri hreppar fengu leyfi til að ábyrgjast lán einstakra manna. Þær upphæð- ir námu kr. 5000,00. Sjálfum var sýslusjóði leyft að taka IOOOOO kr. lán í veðdeild landsbank- ans, en í Islandsbanka ella, til þess að fje sje fyrir hendi handa mikils- verðum framfarafyrirtækjum innan hjeraðs, sem talið er að liggi við borð. Um Álafoss-lánið var oddvita falið að leita samninga við Kjósar- og Gullbringusýslu. Ákveðið var meðalmeðlag með ó- skilgetnum börnum í öllum hreppum sýslunnar: 90 kr. fyrir 1.—5. aldurs- ár, 70 kr. fyrir 6.—IO. aldursár og 50 kr. fyrir 10.—a6. aldursár barn- anna. Til þjóðhátíðarhalds innanhjeraðs voru veittar 50 kr. Gjaldaupphæð sýslusjóðs var áætl- um kr. 10604,77. Hið mesta fagnaðarefni, Árangurinn af starfi millilanda- nefndarinnar hlýtur að verða öllum íslendingum hið mesta fagnaðarefni. Þegar nefndarmennirnir hjeldu að heiman fyrir rúmum 3 mánuðum, voru menn mjög vondaufir; menn óttuð- ust að Danir mundu taka illa í meg- inkröfur íslendinga, þrátt fyrir væn- leg ummæli þeirra 1906 og 1907, og bjuggust enda við því hálft í hverju, að okkar menn mundu koma heim aftur um hæl jafnnær og áður. Fá- um hafði til hugar komið, að svo vel mundi takast, sem nú er raun á orðin. Því að það er satt sem stendur í símskeytinu síðasta: Danir hafa al- staðar látið undan. íslendingar hafa komið fram öllum kröfum sínum, svo að allir skynsamir menn geta sætt sig við. Ef frumvarp nefndarinnar gengur í gildi, þá er ísland orðið fullveldisríki í sambandi við danska konungsríkið; þá er það fengið, að við getum bannað Dönum sem öðr- um þjóðum veiðar í landhelgi, leyf- um þetta að vísu fyrst í stað gegn því, að þeir verji landhelgina, en

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.