Lögrétta - 20.05.1908, Síða 4
84
L0GRJETTA.
Reykjavik.
Grænlandsfar, eitt af skipum græn-
lensku verslunarinnar, „Hans Egede",
kom hjer inn í vikunni sem leið. Með
því var danskur læknir, 2 Grænlend-
ingar, sem eiga að nema læknislist í
Khöfn, og 2 grænlenskar stúlkur, sem
eiga að nema þar yfirsetufræði.
Sighvatur Bjarnasonhankastjóri
er nú kominn heim aftur úr skoðun-
arför sinni til útbúanna.
Leiðrjetting. í síðasta blaði Lög-
rjettu var fundið að því, að dr. Val-
týr Guðmundsson hefði sent einu blaði
frjettir af gerðum millilandanefndar-
innar, áður en þær voru sendar blað-
skeytasambandinu.
Mjer er kunnugt um, að höfuð-
fregnin (frumvarpið) átti að koma til
blaðanna 12. þ. m. — og það hefur
Valtýr vafalaust vitað. Hann hefur því
ekkert aðhafst í skeytasendingum, er
sje aðfinslu vert.
Hins vegar finst mjer, sem ritstjóri
ísafoldar hefði átt að bjóða Lögrjettu
og Reykjavík hluttöku í því skeyti,
sem hann birti 13. þ. m., því að þann
dag biðu þessi tvö blöð albúin til
prentunar eftir því einu, að fá fregnir
af úrslitunum í Höfn. G. B.
Samhandslaganefndin. Sagt er
að Skúli Thoroddsen komi heim með
„Sterling" 22. þ. m., en hinir nefnd-
armennirnir með „Laura" 29. þ. m.
Ný skáldsaga er nú í prentun
eftir Guðmund Magnússon. Hún heitir
„Heiðarbýlið" og er framhald af skáld-
sögunni „Höllu“, sem út kom fyrir
tæpum tveimur árum.
Frá fjallatindum til fískimiða.
„Hólar£í náðust úr sandinum í
Hornafjarðarósi um miðja síðastl. viku
og voru fluttir inn til Eskifjarðar.
Sagt er, að þeir muni óskemdir, eða
svo til; eitthvað lítið eitt skaddaður
kjölurinn. Þeir fóru frá Eskifirði til
Khafnar til nákvæmari skoðunar.
Fálkinn tók f síðastl. viku transkan
botnvörpung, „Marguerite", í land-
helgi nálægt Dyrhólaey og kom með
hann inn hingað á Rvíkurhötn. Sekt
1200 kr. og afli og veiðarfæri upptækt.
strand. Síðastl. föstudagskvöld
lenti franskt botnvörpuskip á sker,
sem kallað er „Jörundur", út af Skerja-
firði. Skipverjar kveyktu hjá sjer bál
til þess að gera vart við strandið, og
höfðu einhverjir sjeð það hjeðan úr
landi. En bjargað var skipinu af
norskum botnvörpung, sem var hjer
úti í flóanum, og dró hann það hingað
inn á höfn, en það hleypti þá upp á
Efferseyjar-grandann, til þess að
sökkva ekki. Það heitir »Alexandra«.
Xaupbætir íögrjettu
er
Sj ómannalíf
eftir R. Kipling.
Nýir kaupendur, sem fengið hafa
blaðið, geta vitjað sögunnar til af-
greiðslumannsins á
Laugaveyi 4í.
Lögrjetta
er eitt af mest lesnu blöð-
um landsins.
Pantið blaðið hjá
Arinbirni Sveinbjarnarsyni,
Laugavegi 41.
m
,gasin.
Með e/s »Prospero« eru vænt-
anlegar um mánaðamótin næstu
í Magasínið tvenskonar vörur, sem
ekki eru mjög algengar í búðun-
um hjer.
Annað er lifandi skógartrje,
mörg hundruð að tali, sumpart
frá Noregi, sömu tegundir og
reyndust svo vel í fyrra, og sum-
part hjeðan frá Akureyrí.
Jeg hef keypt það sem hægt
var að íá frá tilraunastöðinni hjer,
stórar hríslur, sem unun er að
þegar á fyrsta ári.
Hin vörutegundin er nýr pæk-
ill fyrir beitusild, nýuppfundinn
i Noregi. Hann á að geta geymt
beitusíld óskemda mánuðumsam-
an, og er þó hvorki brúkað salt
nje is.
Jeg hef gjört út síldarveiði-
menn hjer á Akureyri, og kem
með nokkrur tunnur af beitu-
síld með mjer, svo að hægtverði
að fá reynslu fyrir gæðum pæk-
ilsins.
Yonandi er, að pækill þessi
verði til þess að ráða bót á beitu-
vandræðunum, sem oft hafa stað-
ið fiskiveiðunum fyrir þrifum.
í allar deildir Magasínsins koma
með hverri ferð nýjar og góðar
vörur. Jeg geri mjer far um að
velja þær svo, að heiðruðum við-
skiftamönnum líki, bæði hvað
verð, gæði og fjölbreytni snertir.
Símtalað frá Akureyri,
19. maí 1908.
Virðingarfylst.
2). Jhomsen.
Aug/ýsing.
Samkvæmt reglugjörd um
veðdeild Landsbankans, staðf.
1. apríl 1906, greiðir veð-
deildin lan þau, sem hún
veitir með, bankavaxlabrjef-
um, en Landsbankinn kaup-
ir þau ekki fyrir peninga
fyrst um sinn. En ef Idn-
þegar öska þess, tekur bank-
inn að sjer að koma vaxta-
brjefum i peninga, þegar unt
verður að selja þau.
Þetta auglýsist hjer með
almenningi.
Zryggvi Gunnarsson.
Næsla blað á laugardag. Sveinn Jjörusson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustræti 10.
Herbergi fyrir einhl. er til leigu við Bókhlöðustíg 11.
Tvö herbergi til leigu í miðjum bænum frá I. júní til 1. september, stofa með húsgögnum og svefnherbergi með rúmi. Ritstj. ávísar.
1_: /OTK l! 2 § 1*^7/ Vönduð \ !T * S ^ / VASA-ÚR \ \ I 2 ^ I 11—3 I ódýrust. J = 1 Jj a m a \ ^\st- Runólf8son. J / 3 S: Jg H \^\ Pingh.str. 3. / ÓSy / S. rr1 9 Sr/ »• cra ■D ^v ^ p* »
Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16.
Haupendur Lögrjettu, sem nú hafa haft bústaðaskifti, eru beðnir að gera mjer aðvart. Laugaveg 41. Arinbj. Sreinbjarnarson,
jffy Auglýsingum i „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan.
Okumenn! Takið_ eftir!
Hjer með leyfi jeg mjer undirskrifaður að benda heiðruðum
landsmönnum nær og fjær, sem hesta þurfa að knýja fyrir aktsri,
að hin alþektu kraga-aktysri, smíðuð eftir norsku sniði, munu óef-
að, eftir reynslu, koma að langbestum notum á voru landi. Fást
aö elns á l.auyavey 43. Birgðir nógar. Eptirspurn dagleg.
Pantanir fljótt afgreiddar. Viðskifti öll greidd á þann besta hátt,
sem auðið er.
Margt fleira fæst á sama stað, sem að akstri og reiðskap lýtur.
Reykjavík 19. maí 1908. Talsími 250,
Virðingarfylst
cdafévin Cinarsson,
aktygjasmiður.
Styðjið innlendan iðnað.
Járnsteypa Reykjavíkur hefur til sölu neðantalda muni:
3 teg. Brunnkarma.
20 — Ofn- og Maskínuristar.
2 — Hengilagera
6 — Rúllur fyrir botnvörpuskip.
3 — Kluss, stór og smá.
6 — Gashausar.
3 — Vaska.
3 — Spilvængi.
Hreinsiramma.
Petta selst allt mjög- ódýrt.
íljótt sem unnt er.
Menn snúi sjer til
Gufuramma.
3 teg. Pumpulok.
30 — Blakkarhjól.
Bátskefa.
2 stærðir Ventila.
margar teg. Ristarstangir.
Bökunarhellur.
Hjólböruhjól.
— Pantanir afjgreiddar sv«
JÓNS BRYNJÓLFSSONAB,
Austurstræti 3. Reykjavík.
Keyrsla.
Tilboð óskast í flulning á c. 1550 járnpípum til vatnsveitu
Reykjavíkur. Útboðsskilmálar fást á skrifstofu bæjarfógeta og hjá verk-
fræðingi K. Zimsen, sem einnig gefur allar upplýsingar viðvíkjandi
þessu verki.
Útboðsfrestur til maímánaðarloka.
<Xa fnsva itnn afnóin.
Slippf) elagid i Reykjavík
selur ódvrast alt sem tilheyrir skipum og bátum.
Skoðið vörurnar og spyrjið um verð þeirra. — Það borgar sig.
Prentsmiðjan Gutenberg.