Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 30.05.1908, Side 3

Lögrétta - 30.05.1908, Side 3
LÖGRJETTA. 95 báðir málsaðilar eigi samþykt sam- hljóða ákvæði um endurskoðun, þá skyldi kyrt sitja við það sem væri. En þar sem Danir héldu því fram í einu hljóði, að þeir gætu með engu móti gengið að því að hafa sameig- inlegan konung, nema stjórn utan- ríkismála og hervarnir væru einn- ig sameiginlegt mál, þá létu inir íslensku nefndarmenn, að ein- um undanteknum, niður falla þá kröfu, að þessum málum yrði upp sagt, og urðu menn þá ásáttir um, að orða greinina eins og gert er hér að framan. Meðundirskrifaður H. Matzen er samþykkur framanskráðri tillögu að því áskildu, að komið verði á þeim breytingum ástjórnarskrá Danmerk- urríkis, sem óhjákvæmilega kunna af henni að leiða. Kaupmannahöfn 14. Maí 1908. J. C. Christensen. H. Hafstein. N. Andersen. Lárus H. Bjarnason. Goos. H. N. Hansen. N. Hansen. Jóh. Jóhannesson. Niels Jóhansen. Steingr. Jónsson. P. Knudsen. Christopher Krabbe. Madsen-Mggdal. Jón Magnússon. H. Matzcn. N. Neergaard. Anders Nielsen. Stefán Stefánsson. .4. Thomsen. Undirskrifaður telur ekki laga- uppkast, það sem tilgreint er í nefnd- arálitinu.til þess fallið að verða að lögum, nema upp í það séu tek- nar breytingatillögur þær.sem ég bar upp 3. Maí. Ég leyfi mér því að vísa til þessara breytingatillagna og ástæðna þeirra sem þeim fylgdu, sbr. XX. skjal meðal fylgiskjalanna. Skúli Thoroddsen. Norsk rödd um sambandslagafrumvarpið. Eitthvert helsta blaðið í Krist- janíu, »Verdens Gang«, flytur 16. þ. m. ritstjórnargrein, sem byrjar svo: »Allir Norðmenn munu innilega og lijartanlega óska íslandi til hamingju með það, á hve fagran liátt og fullnægjandi nú er stung- ið upp á að koma fyrir málum þess og Danmerkur og tryggja sjálf- stæði og sjerræði liinnar íslensku þjóðar, og sömuleiðis dönsku þjóð- inni með þá göfugmannlegu, vit- urlegu og framsýnu stjórnmála- stefnu, sem nii kemur fram í við- skiftum hennar við ísland«. Síðan minnist blaðið stuttlega á sögu íslands frá fornold, einangr- un þess og vöntun á efnalegum framförum. »En nú er stundin komin«, segir það svo. »Starfsdugurinn forni er aftur að vakna. Síðustu áratug- ina hefur hann einkum komið fram í stjórnmálahreyfmgunni, er haft hefur það markmið, að helja ís- land á ný til jafnræðis við önnur Norðurlönd. Og nú virðist þessu takmarki náð. En þá væntum við, að kröftun- um verði sem best beint að því, sem nú er í mestri vanrækt, en það eru verklegar framkvæmdir. Við Norðmenn höfum átt dálítinn þátt í, að vekja skilning íslend- inga á því, að eyjan þeirra sje bet- ur löguð til nútísku atvinnurekst- urs og eigi íleiri framfaraskilyrði en þeir lengi hjeldu. Við erum og sannfærðir um, að þjóðin sjálf hef- ur bæði hæfileika og dug til að hefjast handa. En þá ósk látum við fylgja, og það í fullri alvöru, að hin forna menning bíði enga hnekki við hin vaxandi viðskifti út á við, heldur að hún þvert á móti eignist nýtt afl til frumlegs þroska og frjófgunar, er einnig nái til norsks og norræns menningar- lífs«. Blaðið „Politiken“ Og Sambandslagafrumvarpið. »Politiken« er, sem kunnugt er, málgagn»radikala« ílokksins í Dan- mörku. Hún segir í ritstjórnargrein 15. þ. m. um sambandslagafrum- varpið meðal annars, að það fari mjög langt, því það gerbreyti nú- verandi ásigkomulagi. Blaðið ber svo saman rjettarstöðu íslands eftir stöðulögunum frá 1871 og eftir þessu frumvarpi, og sýnir mismun- inn. Um ágreiningsatkvæði Skúla Thoroddsens, það, að sambandið verði konungssamband eitt, segir blaðið, að allir dönsku nefndar- mennirnir hafi einróma vísað þeirri hugsun á bug. »Og sjálfsagt hefur sú skoðun þeirra alment fylgi í Danmörku«, segir blaðið. »Persónusamband er fyrirkomulag, sem ekki á við á vorum tímum. Ef tvö lönd geta ekki komið sjer saman um að hafa annað sameiginlegt en konungs- ættina, þá geta þau eiginlega ekki komið sjer saman um neitt sam- band. Sameiginlegur konungur, án annara sambandsliða, á ekki heima i hugmynd nútímans um konung og konungsveldi. Ekkert samband er betra en samband, sem ekki er annað en nafnið tómt«. »Vjer hefðum«, segir blaðið, »frá voru sjónarmiði, kosið, að sameig- inlegur fæðingjarjettur hefði verið fastur liður í grundvelli ríkjasam- bandsins«. En ekki segir það, að þetta ákvæði muni þó mæta neinni mótstöðu hjá Dönum. Síst þar sem vænta megi, að hið fullkomna frelsi og sjálfstæði, sem íslendingar fái með hinu nýja fyrirkomulagi, verði til þess, að þeir kæri sig ekki um að losa frekara en orðið sje um sambandið, þar sem það sje til hagsmuna fyrir báðar þjóðirnar. Blaðið telur sjálfsagt, að frum- varpið verði samþykt af löggjafar- þingum beggja landanna, þar sem það haíi náð svo miklu fylgi í nefndinni. »Dagurinn í gær er þá merkisdagur í sambandssögu ís- lands og Danmerkur, og einkum þó fyrir ísland. Hin fullkomna viðurkenning á sjálfræði íslensku þjóðarinnar og virðingin fyrir þjóð- ernisrjettinum, sem eru grundvöllur frumvarpsins, bera vitni um, að Danmörk talar eigi að eins máli þjóðernisrjettarins þegar liún lítur í suður, heldur fylgir hún í fram- kvæmdinni skoðunum sínum, þegar hún snýr sjer til norðurs. Þó ráða- gerð Skúla Thoroddsens, uin per- sónusamband, þegar fram líða stundir, mætti mótstöðu jafnt frá okkar flokki sem öðrum, þá er það í fullu samræmi við þetta. Danska krafan um, að einhver lítils háttar fjelagsskapur sje skilyrði fyrir ríkja- sambandinu, þýðir ekki annað en það, að með minni íjelagsskap en þetta geti þjóðirnar ekki haldið saman. En hvort þær vilji lifa í þessu sambandi eða ekki, skal þeim ætíð frjálst að velja uin«. Að svo mæltu óskar blaðið ís- landi til hamingju með hið nýja fyrirkomulag. Skattanejniin. Um sveitargjöld. Um þau fórust skattanefndarmann- inum orð eitthvað á þessa leið: Fátækratíundin af fasteign og lausa- fje er eini fasti skatturinn, fyrir utan hundaskattinn, sem nú er greiddur í sveitarsjóð. Eftir reikningum frá 1902 —1903er upphæð tíundarinnar 22,411 kr., en upphæð aukaútsvara eftir nið- urjöfnun 241,180 kr. Fasti skattur- inn er ekki */io á móts við niður- jöfnunargjaldið. Og hann fer fram- vegis minkandi í hlutfalli við það, þ. e. a< s. tíundin stendur að miklu leyti í stað, en niðurjöfnunargjaldið hækkar. Þetta er óheppilegt, því niðurjöfnunin er miklum vandkvæð- um bundin. Fyrst og fremst hljóta mennirnir, sem hana hafa á hendi, að vera misjafnlega vandvirkir og samviskusamir. Par næst eru skoð- anir mismunandi á því, hvað helst beri að leggja til grundvallar fyrir gjaldaálögunum. Loks þarf til þess mjög svo náinn og víðtækan kunnug- leik, að niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum, sem ekki er neinum regl- um og takmörkum bundin, fari jafnan vel úr hendi. Þó ekki verði hjá því komist, að halda niðurjöfnuninni að einhverju leyti, þá er óhagkvæmt að hún sje nær eina leiðin til þess að afla sveit- arsjóðunum aukinna tekná. En fyrir- sjáanlegt, að útgjöld sveitarsjóða og sýslusjóða fara vaxandi, meðal ann- ars vegna byrða, sem á þá eru lagðir með lögum, svo sem til fræðslumála, vega o. fl. Þá uppástungu, að veita sýslu- nefndum heimild til að leggja tolla á aðfluttar vörur í viðbót við toll- gjöld til landsjóðs, taldi nefndin ó- hagkvæma, og þótti varla geta verið um annað að ræða, en beina skatta. Rjettast væri þá að haga þeim á sama hátt og landsjóðssköttunum. Með því móti er síst hætt við und- anbrögðum um sveitargjöld, vegna kunnugleika innsveitarmanna ogsakir þess, að allur undandráttur einstakra manna kemur þá fram við samsveit- unga þeirra í auknum gjöldum. Þetta á þó einkum við eignaskattinn og tekjuskattinn, sem lagðir eru á eftir framtali. Um fasteignaskattinn er öðru máli að gegna. En gildar á- stæður eru líka til þess, að láta sveit- arsjóði hafa beinar tekjur af öllum fasteignum, sem liggja í hrepnum. övo getur staðið á,. að margarjarðir í sama hreppi sjeu eign utansveitar- manna, er byggi þær fjelausum mönn- um, sem ekki geta borið nema lítið aukaútsvar, og er þetta þá nauðsyn- legt til þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra hreppa. Að því er snertir tekjur sýslusjóða, þykir nefndipni rjett að halda því fyrirkomulagi, sem nú er, að láta þau gjöld greiðast úr hreppssjóðum eftir árlegri niðurjöfnun sýslunefnda. En reglum fyrir þeirri niðurjöfnun þarf auðvitað að breyta í samræmi við þá tekjustofna, sem gjöldin leggjast á. Um gjöld til prests og kirkju. Þau taldi nefndarmaður yfirleitt óþarflega margbrotin. Um sum er þar á ofan töluverð rjettaróvissa, og mörg koma miður rjettlátlega niður. Gjöld þessi hafa lengi verið óvinsæl, og furða, að þau skuli hafa haldist óbreytt alt til þessa. Nefndin telur sjálfsagt að breyta þessum gjöldum, og sjálfgefið, í hvaða stefnu sú breyting eigi að ganga. Þar sem trúin, og þá einnig hver sá fje- lagsskapur er menn bindast til þess að fullnægja trúarþörf sinni, er persónu- legt mál, þá er það og eðlilegt, að fjárframlög, er slikur fjelagsskapur hefur í för með sjer, hvíli á sama grundvelli. Samkvæmt því leggur nefndin til, að í staðinn fyrir núver- andi sóknartekjur presta, að undan- skilinni borgun fyrir aukaverk, sje leitt í lög persónugjald, er hvíli jafnt á öllum fermdum sóknarmönnum innan þjóðkirkjunnar, og sömuleiðis sjeu öll núverandi kirkjugjöld sam- einuð í eitt gjald, er komi jafnt niður á alla fermda safnaðarlimi í hverri kirkjusókn. Sóknartekjur presta telur nefndin vera alls nú um 75 þús. kr., en fermda menn innan þjóðkirkjunnar um 50 þús. Kemur þá kr. 1,50 á hvern fermdan mann. En sóknar- tekjur kirknanna allra telur nefndin 38 þús. kr., og lætur þá nærri, að núverandi gjöld til kirkna samsvari 75 aurum á hvern fermdan safnaðar- lim að meðaltali. En auðvitað verða hlutföllin milli tekjuupphæðarinnar og manntalsins mismunandi í einstökum sóknum. Mundu því kirkjutekjurnar verða meiri en nú í fjölbygðum sókn- um, einkum við sjávarsíðuna, en aftur á móti minni í fámennum sóknum til sveita. Því virðist óhjákvæmilegt, að gjaldið sje færanlegt, eða þá þegar í stað ákveðið mismunandi í kirju- sóknunum. ísland ^rlendis. Norsk bók um ísland. Hans Reynolds, norskur maður, sem ferð- aðist fyrir fám árurn hjer á landi, hefur nú gefið út dálitla ferðábók, sem hann kallar i>Island, hos gam- melt norsk folk«. Hann ritar mjög hlýlega í vorn garð, enda skoðar hann oss norska. Hann er gramur yfir því, að ísland fylgdi eigi með Noregi, er Kielarfriðurinn var gerður. Hann getur þess, að Norðmenn áttu engan þátt í þeim friði, og hafa ekki viðurkent hann. Vill hann, eins og fleiri góðir Norðmenn, að ísland skilji við Danaveldi og komi undir Noreg. Minnir hann á það, sem eitt at helstu blöðunum í Kristjaníu sagði 1905, að „það væri takmark, sem aldrei mætti augum af líta, að sam- eina aftur Færeyjar, ísland og Græn- land við Noreg". Skyldi það verða nokkur ávinn- ingur fyrir ísland, að Norðmenn ættu að gæta hjer fiskiveiða í landhelgi og mættu fiska sjálfir hjer inni á fjörðum og við strendur landsins í í landhelgi? a. Kennaraháskólinn í Kaupmanua- höfn. Ókeypis árskenslu á kennara- háskóla ríkisins hafa nýlega fengið 4 íslendingar frá 1. september í ár. 1. Ungfrú Ingibjörg Sigurðardóttir kenslukona við barnaskólann í Reykja- vík ásamt 350-f~5o kr. styrk. 2. Sigurður Þorvaldsson fyrv. kenn- ari við lýðháskólann á Hvítárbakka ásamt 350—(—35 kr. styrk. 3. Konráð Erlendsson ásamt 30Ö -þ-20 kr. styrk. 4. Bj'órn Jakobsson, kenslu í leik- fimi ásamt 300-)-io kr. Bæði Konráð og Björn hafa gengið tvo undanfar- andi vetur á æðri lýðháskólann í Askov. Prófessor Hans Olrik, forstöðu- maður kennaraháskólans íKaupmanna-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.