Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.05.1908, Blaðsíða 4

Lögrétta - 30.05.1908, Blaðsíða 4
96 L0GRJETTA. höfn, hefur í vetur byrjað að kenna aðalatriðin úr s'ógu fslands á kenn- araháskólanum. Hann kennir sögu sjálfur og lætur kennarana lesa kenslu- bók Boga Melsteðs í íslendingasögu. Hina íslensku kennara, sem taka þátt í sögukenslunni, lætur hann hjálpa dönsku kennurunum til að skilja ís- lensku á kenslubók þessari. Það mun vera í fyrsta sinni, sem íslensk kenslu- bók hefur verið notuð í dönskum skóla, nema þá er um kenslu í ís- lensku er að ræða á háskólanum. Sláturhús á Sauðárkróki. Skagfirðingar hafa nú ákveðið að reisa sauðtjársláturhús í sumar á Sauð- árkróki og hefur sýslunefndin átt lofsverðan þátt í að greiða fyrir því máli. Hún hefur veitt 2000 kr. styrk til þess að reisa sláturhúsið, og er það í fyrsta sinn að nokkur sýslu- nefnd sýnir slíka rögg af sjer í því máli. Bændur hafa lofað 2700 kr. til fyrirtækisins og eru það kaupfje- lagsbændur. Svo er til ætlast, að sláturhús þetta verði sameignarsiát- urhús bænda, þá er skagfifskir bænd- ur verða almennt færir um að taka það að sjer, enda er sýslusjóðsstyrk- urinn veittur í þeim tilgangi. Enn sem komið er vantar áhuga og fje- lagsanda til þess að það sje hægt; fyrir því hefur kaupfjelagið og stjórn þess tekið sláturhús þetta að sjer fyrst um sinn. Enn sem komið er virðist sam- vinnuandi til verklegra framkvæmda mestur meðal bænda á Suðurlandi. Fróðlegt að sjá, hvort Vestur-Hún- vetningum, Dalamönnum og Stranda- mönnum tekst að sameina sig um sláturhús á Borðeyri. Góðir menn þar í sveitum verða að beinast fyrir því, ef það á að takast. B. Th. M. Frá fjallatindum til fiskimiða. Frá Seyðislrði. Jón í Múla sendi Lögr. með símskeyti 27. þ. m. þá leiðrjettingu við frásögn um fund »Þjóðmálafjel. Seyðfirðinga« í næstsíðasta tbl., að enginn af gest- unum þar, að undanteknum Bjarna frá Vogi, hafi tekið þátt í atkvæða- greiðslunni, og að yfir 20alls(þ.e. að gestum meðtöldum) hafi sótt fundinn. Fregnin i Lögr. var tekin eftir símtali við mjög áreiðanlegan mann á Akureyri. Misskilningurinn mun vera sá, að hann hafi sagt fjelags- mennina á fundinum 12, en ekki fundarmenn alla. Hitt leiðrjettir skeytið ekki, að margir fjelags- manna hafi verið unglingar, sem ekki eiga atkvæðisrjett. Ein Jón í Múla sjálfur var einn gestanna, og sýnir leiðrjetting hans þá það, að hann hefur ekki greitt atkvæði með fundarályktuninni, þótt ísaf. og Ingólfur hafi verið að flagga með nafni hans móti nefndarfrumvarp- inu. Mannalát. 19. þ. m. andaðist á Húsavik Björn Bjarnason fyrrum bóndi í Eystri-Krókum 1 Fnjóska- dal, 77 ára gamall, faðir Marteins verslunarmanns í Húsav., Friðbjörns frá Grýtuhakka og þeirra systkina. Kona hans, Helga Olafsdóttir, lifir enn. 25. f. m. andaðist í Árnanesi í Hornafirði, úr tæringu, Pjetur Sig- urðsson stúdent, 27 ára gamall, bróðursonur Bergs Þorleifssonar söðlasmiðs hjer. 27. þ. m. andaðist í Hafnarfirði húsfrú Agnes Mathiesen, ekkja Árna Mathiesens verslunarmanns og móð- ir Matthíasar skósmiðs hjer í Rvík, 85 ára gömul. Fjárkláði segir »Vestri« að fund- ist hafi á hrút einum í Kjartans- staðakoti í Skagafirði. Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 29. maí: Hardendómur ónýttur í ríkisrjetti (Þýskalands). Eulenberg tekinn fastur; álitinn meinsvari. Konungur heim kominn á mið- vikudag. Skúli gagnrýnir nefndarfrum- varpið í »Politiken« í dag. Stú- dentar halda bráðum fund. Skúli talar. Reykjavik. Frá Ameríku komu með »Laura« á þriðjudaginn var 12 íslendingar alfluttir heim, þar á meðal Arnór Árnason frá Chicagó, sem hjer dvaldi vetrarlangt fyrir tveimur árum. »Hrólfur«, netaveiða-vjelabátur- inn, sem áður hefur verið frá sagt hjer í blaðinu, aflar vel, svo að hin nýja veiðiaðferð, sem með hon- um er byrjuð hjer, á sjálfsagt mikla framtíð. Nefndarálitið, sem prentað er hjer framar, er orðrjett þýðing eftir Jón Ólafsson, tekin úr bæklingi, sem verið er að prenta og flytur útdrátt úr gerðabók nefndarinnar. Xaupbætir fögrjettu er Sj ómannalíf eftir R. Kipling. Nýir kaupendur, sem fengið hafa blaðið, geta vitjað sögunnar til af- greiðslumannsins & Laugavcgi 4i. Ný trje frá Akureyri íást í THBMSERS MAGASÍNL Allskonar lalnar- 09 Hafskipabryggjur tek jeg að mjer að. smíða. Guðmundur E. Guðmundsson & Co. Reykj arik. Sigurður Magnússon lœknir fluttur á Suðurgötu 8. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega hsina kl. 10—11 og 4—5. Talslmi 16. Auglýsingum í „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Sveinn Jjörnsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Kirkjustræli 10. Mótorbáturinn „STKjANBI" fer eftirtaldar ferðir frá Borg- arnesi upp í Hvítá frá 17. maí til 16. júlí: Maí 18. Júní 15. 26. — 21. — 30. — 29. Júní 1. Júlí I. — 9- — 7- — 12. — 15- Ennfremur fer báturinn aukaferðir þegar þörf krefur. Okumenn! Takið eftir! •t* ^~s Hjer með leyfi jeg mjer undirskrifaður að benda heiðruðum landsmönnum nær og fjær, sem hesta þurfa að knýja fyrir aktsri, að hin alþektu Rragfa-aKtygi, smíðuð eftir norsku sniði, munu óef- að, eftir reynslu, koma að langbestum notum á voru landi. Fást aö elns á Laugraveg- 43. Birgðir nógar. Eptirspurn dagleg. Pantanir fljótt afgreiddar. Viðskifti öll greidd á þann besta hátt, sem auðið er. Margt fleira fæst á sama stað, sem að akstri og reiðskap lýtur. Reykjavík 19. maí 1908. Talsími 250, Virðingarfylst Jiaíóvin Cinarsson, aktygjasmiður. Styðjið ijTn/endan iðnað. Járnsteypa ReyRjavíRur hefur til sölu neðantalda muni: 3 teg. Brunnkarma. 20 — Ofn- og Maskínuristar. 2 — Hengilagera 6 — Rúllur fyrir botnvörpuskip. 3 — Kluss, stór og smá. 6 — Gashausar. 3 — Vaska. 3 — Spilvængi. Gufuramma. 3 teg. Pumpulok. 30 — Blakkarhjól. Bátskefa. 2 stærðir Ventila. margar teg. Ristarstangir. Bökunarhellur. Hjólböruhjól. Hreinsiramma. Þetta selst allt mjög ódýrt. — Pantanir afgrciddar iro fljótt sem unnt er. Menn snúi sjer til JÓNS BRYNJÓLFSSONAR, Austurstræti 3. Reykjavík. Efter Opfordring gjentager Den MorsKe KomiRer fixz\ Jöe sin Aftenunderholdning Lördag den 30. Mai Kl. 8V2 og Söndag den 31. Mai Kl. 8 í Lokalet Bárubúð. Se PlaRaterne. SlippFj elagið i Reykjavík selur ódýrast alt sem tilheyrir skipum og bátum. Skoðið vörurnar og spyrjið um verð þeirra. — Það borgar sig. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.