Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.06.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.06.1908, Blaðsíða 2
110 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/*—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. Undirtektírnar. Óhætt er að fullyrða það, að sam- bandslagafrumvarpinu eykst fylgi eft- ir því sem menn kynna sjer það bet- ur og hugsa um það. Óánægjuald- an, sem breiddist yfir landið hjeðan frá Reykjavík, frá Akureyri og Seyð- isfirði, með fyrstu frjettunum, hún lækkar og lækkar. Hjer í Reykja- vík hallast fjöldi bæði Landvarnar- manna og Þjóðræðismanna að frum- varpinu. Heimastjórnarmenn munu nær undantekningarlaust vera með með því. Líkar eru frjettirnar af Akureyri, og frá undirtektunum í Eyjafirði, á þingmálafundum ráðherra þar, er sagt í síðasta blaði. Frá Seyðisfirði eru frjettirnar enn óljósar. Þar hafði Jóhannes sýslumaður hald- ið fjölmennan fund nú um síðastl. helgi, en enga ályktun átt að taka þar. Þegar flestir voru af fundi gengnir og komið var fram á miðja nótt, hafði þó einhver af mótstöðu- mönnum frumvarpsins komið fram með tillögu gegn því og fengið hana samþykta með rúmum 30 atkvæð- um. En slíkt er lítið að marka. Því mótstöðumenn frumvarpsins einir munu hafa verið fengnir til að bíða, til þess að koma tram tillögunni. Og þar sem ekki eru þó greidd nema rúm 30 atkv. móti frumvarpinu, þá bendir það á, að Seyðfirðingar sjeu farnir að átta sig. Um Jón í Múla má geta þess, af því að andstæðingablöðin hafa hróp- að hátt um það, að hann væri móti frumvarpinu, að þetta er ekki satt. Hann hefur þvert á móti lýst yfir, að hann væri frumvarpinu fylgjandi, og byði sig ekki fram til þings öðru- vísi en til fylgis við það. Á ísafirði hjelt ráðherra fund á suðuleið frá Eyjafirði, nú rjett fyrir helgina. Síra Sigurður í Vigur hafði talað þar móti frumvarpinu, en »stóð einn uppi« má um hann segja með sama rjetti og „ísaf.“ segir það um Stefán bróður hans á „Skjald- borgar"-fundinum á Akureyri, því enginn annar mælti á móti og álykt- un var engin tekin. Um fleiri almenna fundi, sem mark sje á takandi, er ekki kunnugt enn, enda eru blöðin með fyrstu greinun- um um frumvarpið nú fyrst að dreif- ast út um landið. Á einum fundi í Dalasýslu, sem sóttur var úr einum hreppi og haldinn áður en frumvarp- ið var orðið þar alment kunnugt, halði verið samþykt ályktun gegn því, og eins hefur verið gert á flokks- fundi stjórnarandstæðinga í Hafnar- firði, sem blöð þeirra segja nú mikið af, en aðrir segja verið hafa fárrenn- an og ómerkilegan mjög. Um vestmanneyjar er það víst, að þar er mikill meiri hluti kjósenda frumvarpinu fylgjandi. Og um ýmsa rnerka menn hing- að og þangað um land, sem verið hafa áður í andstæðingaflokki stjórn- arinnar, er það einnig víst, að þeir eru frumvarpinu fylgjandi. Svo er um Sigurð sýslumann í Arnarholti, sem hjer er nú staddur. Einar Arnórsson lögfræðingur, sem verið hefur í Landvarnarflokknum og er annar höfundur bókarinnar um »Rfkisrjettindi Íslands«,ritarí „Reykja- vík“ í gær ágæta vörn gegn and- mælendum frumvarpsins, langa grein og mjög ítarlega. Loks má geta þess, að einn af fremstu andófsmönnunum hjer í R,- vík, og þeirra besti maður, skrifaði nýlega kunningja sínum í öðru kjör- dæmi, að því betur sem hann hugs- aði um frumvarpið, þess meir eydd- ust efasemdir sínar og hann hallað- ist meir og meir að því. Of mikil kurteisi. Það er nýtt, að bera þurfi Isafold gömlu á brýn of mikla kurteisi við andstæðinga sína. En nú er þó svo komið, að gera má þetta með nokkrum rjetti. Margir muna, með hverjum yndis- þokka maddaman hneigði sig fyrir sambandslaga-nefndarmönnunum, er hún bauð þá velkomna í barnaskóla- portinu hjerna um kvöldið. Hún þakk- aði þeim hátíðlega starf þeirra, flutti þeim feitsmjöttuð fagurmæli og ljet lið sitt hrópa fyrir þeim margfalt „húrra“ í áheyrn fjölda manna „undir beru lofti'*. En svo fræðir hún menn rjett á eftir á því, hvað mennirnir hafi verið að gera ytra: Þeir hafi verið að smíða | vjelafjötur á þjóð sína, nýjan Gleipni, sem þeir ætli að ginna hana í, svo að hún verði bundin um aldur og æfi og ofurseld óvinum sínum. Þetta hafa þeir þá, að hennar dómi, verið að vinna. En samt þakkar hún þeim og býður þá velkomna heim. Er það ekki of mikil kurteisi? Þingmenskuframboð. Þau eru ekki fram komin opinber- Iega mörg ennþá, svo kunnugt sje. Þó er það nú víst, að tveir nýir menn bjóða sig fram í Dalasýslu. Björn sýslumaður, sem verið hefur þingmaður Dalamanna, býður sig ekki frain. Þessir tveir nýju menn eru Ásgeir Torfason efnafræðingur og Bjarni Jóns- son frá Vogi. Ásgeir býður sig tram til fylgdar við sambandslagatrum- varpið, en Bjarni á móti þvf. Báðir eru þeir ættaðir þaðan úr sýslunni. Ásgeir er sonur Torfa skólastjóra í Ólafsdal og er án efa efni í góðan þingmann. Fjóra fundi hjeldu þeir þar vestra fyrir skömmu og iætur ísafold mjög vel af þeim. En gæta skyldi hún þess vel, hvort sögur þær, sem henni hafa borist þaðan að vestan, sjeu ekki keimlíkar sænsku sögunum um „Hug- in“ hinn mikla og stórpólitiska og fleirum samskonar, sem út komu hjá Svíum í vor. Og illa þekkir hún sína menn, ef hún hyggur að þessum auk- ist mjög fylgi við langdvalir þar vestra. En ekki er henni of gott að „lifa í voninni". — Við hinir „spyrjum að leikslokum". Tveir eru og komnir á kreik í Borg- arfjarðarsýslu, Kr. Jónsson háyfirdóm- ari og Björn búfræðingur í Grafholti, gamall þingmaður Borgfirðinga. Þór- hallur prófessor Bjarnarson býður sig nú ekki fram. Björn mun fylgja sam- bandslagafrumvarpinu, en háyfirdóm- arinn vill breyta því eitthvað. Sjálf- sagt hefur honum verið tekið vel og kurteislega á fundum þar uppfrá og koma líklega út frásagnir af þvf í ísafold í dag. En Björn bóndi er tylg- inn sjer og í góðu áliti hjá bændum, svo að ekki er vert fyrir ísaf. að dæma háyfirdómaranum Borgarfjörð- inn strax, eins og Bjarna Dalina. Jóh. Ólafsson hefur lýst yfir því í „Vestra", að hann bjóði sig fram til endurkosningar í Vestur-ísafjarðar- sýslu. í Árnessýslu hafa boðið sig fram Hannes Þorsteinsson ritstj. og Sig. Sigurðsson búfr. og kvatt til funda á 5 stöðum nú um mánaðamótin næstu. En sjálfsagt eiga Árnesingar bráð- lega kost á fleiri þingmannaefnum. Þjóðernismálefni. Það væri mjög áríðandi, að á þess- um tímum, er þjóð vorri er það svo mikið áhugamál að tryggja frelsi sitt og þjóðrjettindi, og raunar á hverjum tíma sem er, forðaðist hver íslend- ingur að sýna nokkur merki þess, að hann meti sitt eigið þjóðerni minna en útlenda háttu. Að vísu er sjálf- sagt að taka upp eftir útlendum þjóðum alt það, sem til sannra fram- fara horfir, ef færi er á því. En eins sjálfsagt ætti hitt líka að vera: að taka sjer strangan vara fyrir því, að apa eftir öðrum þjóðum í hugsunar- leysi það, sem oss er ekki til neinna nota, og því heldur, ef það er ófegri siður en sá þjóðsiður, sem fyrir er hjá oss. Því ekki má búast við, að alt sje fegra og eftirbreytnisverðara hjá stórum þjóðum en smáum. Ekki skal gleymt að kannast við það, að fyrir íslenskan mann, sem dvelur í útlöndum, getur verið óþægilegt að fylgja íslenskum venjum í öllu. Meira að segja: Það er kurteisisskylda við þjóðina, sem maður dvelur hjá, að fylgja þjóðsiðum hennar, meðan maður er þar. En hverfi hann heim aftur, er sem hann gangi undir nokkurs- konar próf, hvort hann ann sínu þjóð- erni jafnrjettis við hið útlenda eða ekki. Meti hann sitt þjóðerni minna, heldur hann hjer heima þeim afbrigð- um, sem hann tók upp erlendis. En vilji hann láta sitt þjóðerni njóta jafn- rjettis, leggur hann þau afbrigði frá sjer með ferðafötunum. Þó maður t. d. taki sjer viðurnefni (»œttartiafni) á meðan hann ðvelur erlendis, til þess að fylgja almennri venju þar, þá ber honum að leggja það niður aftur, er heim kemur, — eða að minsta kosti viðhafa það ekki nema gagnvart er- lendum (t. a. m. kunningjum sínum). Annars misbýður hann íslensku þjóð- erni. Því ættanöfnin, sem hjer hafa komist á, misbjóða þjóðerni voru og máli. Sönnunin fyrir því liggur í aug- um uþpi: Því að ekki eitt emasta þeirra hefur íslenska mynd. Og þó íslensk manna-, bæja- eða sveitanöfn sjeu lögð til grundvallar, þá verður æfinlega að limlesta þau og afskræma til þess að þau fái útlent snið. Samt var þetta nú fyrirgefanlegt fyrri mönn- um, sem uppi voru áður en þjóðernis- tilfinningin var vöknuð. Og líka er það afsakanlegt, þóafkomendurþeirra, sem eru „fæddir með þessum ósköp- um“, láti þar við sitja. En þess lofs- verðari eru þeir, þegar þeir hrista þetta ok af sjer og vilja ekki líða það, að nafn föðursins sje skilið frá naini sínu og haft í „skammakrókn- uux“. En með hverju á að afsaka það, að nú, einmitt meðan á frelsis- baráttunni stendur, skuli nokkrir ís- lenskir menn taka slíkt upp: mis- þyrma þannig móðurmáli sínu og ó- virða eitt hið fegursta og fornhelg- asta þjóðerniseinkenni þjóðar vorrar? Því mun vart verða neitað, að í þessu efni stendur hin íslenska þjóðvenja framar en venja hinna þjóðanna: Hún hefur ekki einungis frumleikann, heldur og fegurðina, einfaldleikann og sann- leikann til síns ágætis. Og oss mætti vera því sárara um hana, sem vor litla þjóð er, svo að jeg viti, hin eina af siðuðum þjóðum, sem í þessu efni hefur staðið af sjer þennan spilling- arstraum. Eða mun það ekki hafa leitt af spillingu, er aðals- og torn- höfðingjaættirnar fundu upp á því, að aðgreina sig hverja frá annari me5 ættanöfnum, bæði vegna innbyrðis fjandskapar og jafnframt til að geta skilgreint rjettindi hverrar slíkrar ættar til að kúga áveðinn hluta alþýðunnar, — og að hugsunarlausri alþýðu þótti fremd í að taka þetta upp eftir kúg- urum sínum? Hjá oss hefur það farið saman, að vjer höfum ekki tekið upp ættanötn og vjer höfum ekki þurft að lúta viðvarandi áðalsættakúgun. Og væru ættanöfn eigi fyrir löngu komin í venju hjá þeim mentaþjóð- um, sem lengst eru kpmnar, þá mundu þær víst ekki taka þau upp nú — þannig löguð sem þau eru. Þær gætu vel tekið upp kenningarnöfn fyrir ein- staklinga, — því í borgalífinu er ekki hægt að aðgreina samnefnda menn rneð heimilisfangi þeirra, — en slík kenningarnöfn yrðu óefað bundin við þersónurnar en ekki við œttirnar. Því þó persónuleg kenningarnöfn geti verið leiðbeinandi, þá hljóta ættgeng auknefni að vera villandi, og það því meir sem lengra líður og ættfólkið fjölgar. Verst fara þó ættanöfnin með kven- tólkið. Þar er rjettur þess ekki hár. Það þykir sjálfsagt, að stúlka, sem giftist manni með ættarnafni, gangi síðan undir því og fylgi honum líkt og „núll“ fylgir tölustaf, hafandi ekki svo mikið sjálfstæði, að hún megi kenna sig við föður sinn, eða telja sig til sinnar sönnu ættar. Og þetta er án efa ástæðan, sem Englendingar o. fl. byggja á, er þeir neita því, að kvenmaður sje persóna! Hvernig líst kvenþjóð vorri á þetta? Virðist henni, að það komi vel heim við jafnrjettis- hugmyndina? Þó er ein tegund ættarnafna bdg- bornust þeirra allra, því hún er skoð- uð frá íslensku sjónarmiði blátt áfram hneikslanleg. Það er, þá er kona hefur viðurnefni, sem endar á son. Og þetta kvað vera að ágerast í höf- uðborg landsins! Þótti mörgum hugs- andi mönnum, er lásu kvenrjettinda- kröfuna í blöðunum, bæði sorglegt og hæðilegt að sjá svo mörg af nöfn- unum undir henni með þessu karl- komi („hermaphrodit") einkenni. Út í það atriði skal samt ekki farið hjer. Það er ekki heppilegt blaðaefni og fólk ætti að forðast að bera þau nöfn, sem vekja þá liugmynd. En hjer er „meira blóð í kúnni". Það leyndi sjer ekki, að menn voru hræddir um, að þessar undirskriftir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.