Lögrétta - 17.06.1908, Blaðsíða 4
112
L0GRJETTA.
sem hann hefur til þess nokkra hæfi-
leika eða enga. New-York geldur
lögregluliði sínu miklu hæri laun en
nokkur önnur börg, og til alþýðu-
skóla sinna kostar hún árlega ferfalt
meira en Berlín, þó þeir skólar sjeu
næstum jafnmargir í báðum borgun-
um; en sá mismunur stafar þó mest
af því, að kennurum er goldið miklu
hærra kaup í New-York en í Berlín.
Það, sem hver bæjarbúi verður að
gjalda að meðaltali til bæjarstjórnar
í nokkrum helstu borgum heimsins,
er sem hjer segir:
Boston........... doll. 38 18
Washihgtkon.D.C. — 37 50
New-York........... — 3612
San Francisko.... — 16 85
St. Louis.......... —■ 1485
Fíladelfía......... — 14 31
Chicago... ........ — i237
París.............. — 12 28
Berlín............. — 928
Lundúnaborg...... — 8 60
Útgjöld Lundúnaborgar eru í raun
og veru töluvert hærri en hjer er
sagt, því að borginni er skift í marg-
arsóknir, og útgjöld sóknanna hverrar
fyrir sig eru ekki talin hjer. Útgjöld
Borganna í Norðurálfu eru hjer tal-
in frá árunum 1905 og 1906, en í
Ameríku frá 1906—1907.
Vínl. febr. 08.
Reykjavik.
„Óðinn^. Maíblaðið flutti mynd af
Jakobi Gunnlaugssyni stórkaupmanni
í Khöfn, myndir af konum þeim, sem
sæti eiga í bæjarstjórn Reykjavíkur:
frú Katr. Magnússon, trú Þ. Jónassen,
frú Br. Bjarnhjeðinsdóttir og frú Guðr.
Björnsdóttur, og enn myndir afþremur
merkum bændum: Gísla dbrm. Odds-
syni frá Lokinhömrum, Sæm. Jóns-
syni hreppstj. á Borgarfelli og Kr.
Tómassyni frá Þorbergsstöðum. Enn-
fremur eru í blaðinu kvæði og ýmis-
legt smávegis.
Lagaskólinn byrjar hjer í haust.
Lárus H. Bjarnason sýslumaður var
13. f. m. skipaður kennari og forstöðu-
maður skólans.
Fræðslumálin. Jón Þórarinsson
skólastjóri er frá I. þ. m. skipaður
umsjónarmaður með fræðslumálum
landsins.
Dans. Hr. G. Berthelsen danskenn-
ari, sem hjer kendi dans um tíma í
fyrra og mikið var þá til sótt og vel
yfir látið, er nú kominn aftur og aug-
lýsir danskenslu á öðrum stað hjer í
blaðinu. — Hann gerir ráð fyrir að
dvelja hjer nokkurra vikna tíma og
halda svo til Akureyrar.
Frá útlöndum komu í gærmorgun
með „Sterling,‘ Hallgrímur Sveinsson
biskup og frú hans, dr. Valtýr Guð-
mundsson, frú Ágústa Thomsen o. fl.
Hallgrímur biskup er við líka heilsu
og verið hefur.
Lundúnaförin. Þeir eru nú komnir
hingað glímumennirnir að norðan og
austan, sem fara eiga á ólympisku
leikana í Lundúnum. Frá Akureyri
eru tveir: Jóhannes Jósefsson ogjón
Pálsson, frá Húsavík einn: Pjetur Sig-
fússon, og einn frá Seyðisfirði: Páll
Guttormsson alþm. í Geitagerði.
Hjeðan er ráðgert að fjórir fari:
Hallgr. Benediktsson, Sigurjón Pjet-
ursson, Jónatan Þorsteinsson og Guðm.
Sigurjónsson.
Glímumennirnir æfa sig hjer og
ætla að glíma opinberlega á laugar-
daginn kemur, en þeir ráðgera, að
fara hjeðan með „Ceres" 28. þ. m.
Ráðherra kom heim úr för sinni
til Eyjafjarðar á sunnudaginn, með
»Fálkanum« vestan um land.
Trúlofuð eru Magnús Sigurðsson
settur sýslumaður í Hafnarfirði og
trk. Ásta Stephensen, dóttir M. Step-
hensens fyrv. landshöfðingja.
Afmæli Jóns Sigurðssonar er í
dag og nú liðin 97 ár frá fæðingu
hans. — Tími er til kominn, að farið
sje alvarlega að hugsa um minnis-
merkið, sem á að vera hjer fullbúið
að þremur árum liðnum.
Kennaraskólinn. Þar eru skip-
aðir kennarar frá I. okt. íhaust: síra
Magnús Helgason, skólastjóri, dr.
Björn Bjarnason frá Viðfirði og mag.
sc. Ólafur. D. Daníelsson.
Landsbókasafnið. Þar er Jón
Jakobsson skipaður landsbókavörður
og Jón Jónsson sagnfræðingur fyrri
aðstoðarmaður.
Skúli kom ekki. Þeir áttu von
á Skúla Thoroddsen heim með „Ster-
ling“ í gær, vinir hans hjer í Rvík,
og höfðu auglýst með hlemmistórum
auglýsingum á götuhornum, að þeir
ætluðu að halda honum átveislu í
gærkvöld. Maturinn var pantaður
mörgum dögum fyrirfram, og af því
að hluttakan þótti ekki nægileg hjer,
var sent eftir fólki suður í Hafnar-
fjörð og upp um allar sveitir. Svo
kom „Sterling" í gærmorgun Skúla-
laus. Hann hafði aldrei ætlað sjer
að koma með þeirri ferð. En ráðs-
konu flokksins hjer hafði dreymt, að
hann kæmi og rauk hún þá til og
setti alt þetta hjer á stað með venju-
legum dugnaði og búkonubrag. En
Skúli kemur ekki fyr en 28. þ. m.
og verður hún nú að halda matn-
um heitum handa honum þangað til.
Frá fjallatindum til fiskimiða.
Fundafjelag Eyfirðinga hjelt fund
á Grund í Eyjafirði sunnud. 31. f. m.
til þess að ræða um sambandslaga-
frumvarpið, og var Jón Þorláksson
verkfræðingur fenginn til að hefja
þar umræður. Hann flutti þar langt
erindi og snjalt, segir »Norðri«, en
umræður allmiklar urðu á eftir. Fund-
arályktun var engin upp borin.
Yiðvíkuryrestakall er veitt síra
Þorl. Jónssyni á Skinnastað.
Settur sýslumaður í Hafnarfirði
er Magnús Sigurðsson kand. jur.
Kolin í Dalasýslu. „Reykjavík"
birti nýlega brjef trá Sigurði J. Björns-
syni um starf hans að kolagreftin-
um þar vestra og segir þar meðal
annars svo:
„Brúkleg ofnkol fann jeg á 12. feti
niður, þegar inn kom í surtarbrands-
lagið, sem er, að því er enn verður
sjeð, 12 feta þykt. Raunar er jeg
sannfærður um, að 3—4 fet muni
enn vera niður af sömu tegund. Alt
er þetta sedrusviður, sem er í laginu,
en vatnsaginn, sem er í gegnum berg-
ið, hefur gert mest af laginu að stein-
brandi, því sedrusviður er fitulaus að
innan, og hefur vatnið því getað á
orkað, að breyta þeim hluta hans
þannig. En í ysta lagi sedrusviðar-
ins er aftur á móti trjáfita og það
lag myndar nú surtarbrandinn og
kolin. En ekki er að búast við reglu-
legum kolum fyr en kemur inn úr
vatnsrenslinu, og jeg býst ekki við,
að það verði fyr en á 50 fetum —
þó vitanlega sje það að eins ágisk-
un mín. — En samt sem áður er eng-
inn efi á þv/, að þarna er stórkost-
legt kolalag, og annað lag er víst
fyrir neðan, undir þessu. En við því
verður ekki hreyft fyr en maður er
að mestu laus við vatnið. Reyndar
er vatnið ekki neitt til hindrunar og
heldur að minka. Jeg er kominn rúm
10 fet inn í lagið, 9 feta breið göng
og 8 fet á hæð. En mjer gengur
seint með þeim verkfærum, sem jeg
hef; þau eru lítt brúkandi, þó þau
sjeu betri en ekki neitt, þangað til
jeg næ í önnur hæfilegri".
Um ólafsvíkurprestakall sækja
Guðm. Einarsson kand. theol. í Rvík,
síra J. J. Lynge á Kvennabrekku,
síra Sigurður Guðmundsson aðstoðar-
prestur í Ólafsvík og síra Vilhj. Briem
á Staðastað.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hin
fyrsta var kosin 1. þ. m. og í hana
valdir: Böðvar Böðvarsson bakari,
Guðm. Helgason skrifari; Jón Gunn-
arsson verslunarstjóri., Kr. Vigfússon
smiður, Sigfús Bergmann kaupm.,
Sigurj. Gíslason vegastjóri og Þórð-
ur Edílonson læknir. Sýslumaður er
bæjarstjóri.
Steinbítur
Sýning
á handavinnunni í Landakotsskóla
verður haldin miðvikudag 24. og
fimtudag 25. júní frá kl. 11 til kl. 7.
Allir eru velkomnir.
Dans og Plastik,
Ankommen hertil begynder jeg
mine Kursus for Börn og Voksne
paa Lördag d. 20. Júni í »Iðnó«,
henholdsvis Kl. 4V2 til 6V2 og 9—11.
Indmeldelser modtages senest til
Lördag paa den fremlagte Liste i
»Isafolds« Boglade.
Georg Bertlielsen,
Danser v. d. Kgl. Theater.
Sveinn gjörnsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Kirkjustrœti 10.
Sigurður Magnússon
læknir
fiuttur á Suðurgötu 8.
saltaður og fleira fiskmeti fæst hjá
Jes Zimsen. Þar fást ætíð góðar og
jafnframt ódýrar vörur eftir gæðum.
Lítið af óþarfavarningi, en flest það,
er til heimilisþarfa heyrir, bæði ætt
og óætt. Varla þarf að minna nokk-
urn smið á smíðatólin. Þau eru orðin
svo víðþekt og velþekt um land alt.
Af þeim eru ætíð nógar birgðir, sem
ógerlegt er að telja upp. Aðeins má
nefna sagirnar bestu, er hver trje-
smiður
gleypir
við, enda eru þær líka fyrirtaks verk-
færi. Best kaup gera menn þar á saum,
rúðugleri, skrám og fleiru, er til bygg-
inga þarf. Allskonar búshlutir, sem
ómissandi eru á hverju heimili, svo
sem: Brauðhnífar, kjötkvarnir, þvotta-
vindur, olíumaskínur, straujárn, pressu-
árn, strauponnur, búrvigtir. — Allar
konur óska sjerstaklega eins hlutar,
ef þær eiga hann ekki, og það er
góðrar
taurullu,
Vasaúr tapaðist milli Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar. Finnandi skili í verslun
E. Þorgilssonar Hafnarf. Góð fundarlaun.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11
og 4—5. Talslmi 16.
Allskonar
flalnar- 09 flafskipabryggjttr
tek jeg að mjer að smíða.
Guðmundur E. Guðmundsson &, Co.
Beykj avík.
Jyggingaracistarar
er gera vilja tilboð um bygging slátr-
unai’húss íBorgarnesi i sumar, snúi
sjer til forstjóra Hannesar Thorarensen
í Reykjavík um upplýsingar, og sendi
tilboðin til hans fyrir 22. þ. m.
Rvík 15. júní 1908.
„Sláturfélag Suðurlands14.
Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur,
sem og verslun mín hjer í bænum,
verður lokuð í fjarveru minni, til i.
ágúst næstk.
Virðingarfylst.
Sig. Björnsson.
Húsnæði
Verslunarskólans fæst leigt í sum-
ar; semja skal við
Karl Nikuldsson.
Slippfj elagið í Reykj avík
selur ódvrast alt sem tilheyrir skipum og bátum.
Skoðið vörurnar og spyrjið um verð þeirra, — Það borgar sig.
Prentsmiðjan Gutenberg.