Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 22.07.1908, Síða 1

Lögrétta - 22.07.1908, Síða 1
LOGRJETTA Ritstj óri: ÞORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. M 33. Reykjavík 22. jiílí 1908. III. árg. HaFNARSTR' 1718 19 20 21-22-KOLAS 12- LÆKJART I • REYKJAV5K • 5 aura kostar efnið í 1 bolla af ágætu súkkulaði nú orðið. Það er þægilegt, ef gesti ber ó- vænt að, að þurfa ekki að senda í allar áttir til þess að útvega mjólk, og ef hún þá fæst, þá er hún ef til vill súr. Nú þarf ekki ann- að en að taka einn 10 au. böggul, hræra hann út í vatni og bregða yfir eld, þá eru tilbúnir 2 bollar af mjög bragðgóðu súkkulaði. Auðvitað fást þessir böglar hvergi nema í Arinbj. Sveinbjarnarsonar hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. Brjef til Borgfirðinga. Á fundunum í Borgarfjarðarsýslu, 9.—12. f. m., tók jeg lítt þátt í um- ræðum utn sambandsmálið, sökum þess að jeg hafði eigi getað kynt mjer gögn málsins (nefndargerðimar) nægilega og var auk þess mikið las- inn. Fundaboðið, — er var með smá- letri og smeygt innan um skipafregnir og annað skran í ísaf., — hafði jeg og eigi sjeð fyr en 7. júní, er mjer var bent á það (Kr. J. sýndi mjer þá kurteisi). Nú hef jég ritað nokkrum kunn- ingjum mínum í Borgfjs. eftirfarandi brjef og um leið sent þeim ritg. Jóns Jenssonar og Jóns Jónssonar sagn- fræðings. Brjefið bið jeg „Lögrjettu" að birta. Geta menn þá borið það saman við orð þau, er jeg hef talað um málið, — og andþófsblöðin losast við að snapa það tippi eða rangfæra •efni þess: „Þá er jeg ljeðist máls á því að taka við kosningu í Borgfjs. næst, var það einkum sökum þess, að jeg gerði mjer von um að geta unnið eitthvert gagn á þingi í innanlands- málum. Atvinnumál og fjárhagsbætur alþýðu eru mitt áhugamál, og á hverju þingi má í ýmsu koma við að hlynna að slíku. Sambandsmálið var þá ókomið frá nefndinni. Jeg hef ætíð verið frekur í sjálfstæðiskröfunum, og aðallega þess vegna dró jeg mig í hlje 1902, því jeg vildi eigi vera með að lögleiða ríkisráðsákvæðið, eins og þá var heimtað. Af fundunum í Borgfjs., í f. mán., vissi jeg eigi fyr en daginn áður en jeg varð að fara uppeftir — fór til að láta sjá mig, þótt vesall væri og varla ferðafær —; hafði mjer þá eigi veitst tækifæri nje unnist tími til að setja mig rækilega inn í sambands- málið; aðeins borið saman textana og frumvörp nefndarmanna. Síðan hef jeg lesið alt, sem yfir hef komist um málið, og vigtað saman, einnig rætt við einn nefndarmanna, sem jeg sjerstakl. þekki, einlægan og góðan dreng (J. M.). Alt þetta hefur styrkt mig í þeirri trú, að frumvarpinu megi ekki hafna, þótt einstök atriði væru æskilegri á annan hátt. Af ritgerðum um þetta efni tel jeg þær eftir Jónana, er hjer með fylgja, sjerstaklega ábyggilegar. Tortrygni kemst þar eigi að. Þeir hafa báðir verið í mótflokki stjórnarinnar, eins og fleiri góðir menn, er ekki láta það hafa áhrif á skoðun sína á þessu máli. — Jeg felli mig hjer, eins og fyr, við rjettarstöðuskoðun Jóns Jenssonar. Þeir heiðraðir kjósendur í Borgfjs., er vilja greiða mjer atkvæði IO. sept. næstk., mega því búast við, að jeg reyni eftir mætti að styðja efling at- vinnuveganna, ef á þing kæmi, ein- kum bætur á viðskiftaástandinu og aðrar hagsbætur almennings (sbr. fyr- irlestra mína í vetur), og að jeg muni ekki spyrna móti rjettarbótum þeim, sem frumvarp millilandanefndarinnar gefur von um að land vort geti öðl- ast“. Grafarholti, 17. júlí 1908. Bj'órn Bjarnarson. F erðabrjef. Lundúnum 9. júlí 1908. Það er algeng skoðun, að ekkert sje auðveldara en að rita ferðapistla, en sú skoðun er röng, að minsta kosti ef rithöfundur á í hlut. Sjáið Þingvallabrjef Jónasar, eitthvert hið besta ferðabrjef, sem til er í nokkr- um bókmentum. Jeg veit að margir halda, að það sje til orðið eins og vanalegt sendibrjef. En hvernig það skapast og skýrist í huga höfundar- ins sýna mjög greinilega frumdrætt- irnir að þessu brjefi, sem eitt af vor- um yngstu og efnilegustu skáldum ljet prenta í „Huginn" í vetur. Þeg- ar Jónas hripar fyrst niður brjefið, er hugur hans svo í uppnámi, að hann man ekki eftir því að tvær eru kvarn- irnar í þorskkindinni. Fróðlegt fyrir eftirtektarsaman lesanda. En ekki stoðar að halda áfram þessa leið. Örðugleikinn á að rita ferðabrjef er ekki sá, að ekki sje nóg til að rita, heldur hitt, að semja það, og að vera í því skapi, sem þarf til að skrifa það sem menn sjeu ekki alt of ófús- ir á að senda burt, einmitt þegar tóm er til að skrifa. Jeg hef núna síðustu vikurnar átt tal við 3 enska merkismenn, jarð- fræðinginn Sir Archibald Geikie, rithöfundinn H. G. Wells og Avebury lávarð. Við alla barst ís- land f tal, eins og gefur að skilja. Ætla jeg ekki að segja neitt af við- ræðu okkar sir. Archibalds, því hún snerist helst að jarðfræði íslands og svo enskum vísindum. Sýndi Sir Archibald mjer húsakynni vísinda- fjelagsins (Royal Society) í Burling- tonhöllinni og ýmsa minjagripi. Er nú eðlisfræðingurinn frægi, Rayligh lávarður, forseti fjelagsins, en Sir Archibald Geikie skrifari. Fáa menn hefur mjer þótt eins mikið varið í að hitta og H. G. Wells; langar mig til að segja um hann og verk hans meira en nokk- ur kostur er að rita nú. Herbert Wells var lærisveinn Huxleys og tók kenn- arapróf í náttúrufræði með ágætis- einkunn, en gerðist síðan rithöfundur. Fyrstu rit hans voru þó kenslubæk- ur í náttúrufræði (líffræði, dýrafræði), sem mikið þótti til koma og oft hafa komið út, en síðar hefur hann ritað allmargar skáldsögur, og þó einnig ýmsar „alvarlegar" bækur, er allar lúta að umbótum á mannfjelaginu (Anticipations; Mankind in the mak- ing; New worlds for old (1908) o. fl.). Eru fáir rithöfundar jafningjar hans að orðsnild og þekkingu, færri að djúpsýn og hugsjónaauð, en enginn hefur göfugra markmið. Hr. Wells bauð mjer að heimsækja sig þar sem hann býr, á forkunnar- fögrum stað suður við Ermarsund. Blasir við Frakklandsströnd þegar bjart er veður, en fjölfarnasta skipa- leið heims á milli. Fám dögum áð- ur en mig bar að garði hjá Mr. Wells, hafði hinn gamli völundur, Zeppelin greifi, farið flugferð þá hina miklu og furðulegu, sem ekki þarf að segja frá hjer. Þótti Wells það miklum tíð- indum sæta, sem von er. Spurði jeg hann að gamni mínu, hvort hann hjeldi að nokkurn tíma yrði talið hættulaust að ferðast með loftskipum, eða ekki hættulegra en nú á sjó t. a. m., og kvaðst hann ekki vita gjörla, en sagði síðan lágt, eins og hann væri að tala við sjálfan sig: eftir 7 ár. Er þetta skrítið (hafi jeg heyrt rjett, sem jeg var þó ekki í neinum vafa um), því að nú eru einmitt 7 ár síðan út kom bók, þar sem hann segir fyrir um bifreiðarnar margt, sem nú er fram komið. En ekki er þó í bókum H. G. Wells um neina spá- dóma að ræða, heldur hitt, að hann skilur manna best, hvað er að ger- ast, og bendir á líkindi. Var ekki furða, þó að honum þætti þetta (sem jeg mintist á) ekki ófróðleg tíðindL því hann hefur nýlega lokið við sögu, er hann nefnir »The war in the air«, og lætur hann þar þýskan loftskipa- flota eyða með eldi og brenni- steini af himnum ofan bryndreka- flota Bandaríkjanna, en síðan New- York; lætur hann öld þessara miklu ferlíkja, bryndrekanna, hafa staðið í 70 ár; þessu gamni fylgir mikil al- vara. Englendingar eru nú að æfa fyrir austurströndum sínumþann mesta bryndrekaflota, sem nokkru sinni hef- ur á sjó komið, og leikurinn gerður, að því er ætlað er, eins og Þjóð- verjar rjeðust á. En alt er það ó- nýtt, ef loftskip Zeppelins getur af sjer loftherskip lík þeim, sem Wells segir frá í síðustu bók sinni. Mr. Wells, og ekki síður frú hans, þótti fróðlegt að heyra, hversu langt kvenrjettindamálið væri komið áleið- is á Islandi. Sagði hann, þó í gamni væri, að þegar menning öll fer í kalda- kol með stórþjóðunum, mundi Nýja- Sjáland og Island vera eins og nokkurs- konar holt Hoddmímis, þar sem leyn- ist líf og menning eftir ragnarökkur. (Þetta er auðvitað nokkuð laus þýð- ing á því sem hann sagði). Annar gesturinn við borðið var nefnilega ung stúlka frá Nýja-Sjálandi, trábær- lega lærð, þó að lítt sæi það á henni. Hafði hún Iesið ýmsar Islendingasög- ur (í þýðingum eftir Morris og Eirík Magnússon), og ljet mikið af. Lítt var Wells kunnugur Islendingasög- um, en kvaðst þurfa að kynna sjer þær og hálflofaði að geta um þær í einhverju, sem hann ritaði, og nefna þær íslenskar en ekki skandínaviskar, eins og ýmsir merkismenn hafa gert, sem á þær hafa minst, t. d. Herbert Spencer; er þar af oss haft, því að engum manni úti um lönd kemur til hugar ísland, þó að Skandínavar sjeu nefndir. Þá er að segja frá Avebury lá- varði, er jeg hitti síðastan þessara manna. Hann hjet áður áður Sir John Labboth. Er hann auðmaður mikill og stendur ríki hans víða fót- um undir. Einn staðurinn, sem má skrifa hann á, er Lombard Street, „auðugasta gata í heimi“, og þarf þá eklci að segja meira. Hann er talinn einn af þeim mönnum, er best hafi með Bretum vit á bankamálum, enda sýnir auður hans, hve vel þau störf hafa látið honum. Hann hefur þótt atkvæðamaður í stjórnmálum og lengi átt sæti á þingi, aður en hann var gerður að lávarði. Hann er einn af mest lesnu rithöfundum hins ensku- mælandi heims; 200,000 eintök hafa selst af bók hans „The pleasures of

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.