Lögrétta

Issue

Lögrétta - 05.08.1908, Page 2

Lögrétta - 05.08.1908, Page 2
138 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10‘/«—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. rjettilega sje með þær farið. Landsmenn eiga nú þegar stór- fje, mörg hundruð þúsund krón- ur, í mótorbátum og alt útlit er fyrir, að þeim muni fjölgu enn- þá meira. Það hefur því ekki litla praktiska þýðingu, að vinnu- afl þeirra geti verið sem full- komnast og ending þeirra sem best. Dæmin í Vestmannaeyj- um síðastliðinn vetur sýndu það berlega, hve mikið er í hættu og húfi, ef vjelar bila ai einhverjum ástæðum, eða hætta að vinna, í vondu veðri langt frá landi. Halldór Jónsson. Rödd úr Gullbringusýslu. Hátt rísa öldurnar út af starfi milli- landanefndarinnar. Jeg get ekki betur sjeð, en að hjer sje beitt ódrengilegri aðferð. Frumvarpið er í fullu samræmi við það, sem við höfum frekast kraf- ist, stefnu okkar hingað til, skilmála þá, sem við settum með Þingvalla- fundargerðinni, og að jeg ekki tali um erindisbrjef þjóðræðismanna til flokksmanna sinna á þingi, sem setu áttu í nefndinni; öllu þessu hefur verið fullnægt í nefndinni og freklega þó. Kjósendur hjer í sýslu hafa ekki, að því er jeg veit best, breytt skoðun sinni neitt frá í fyrra. En það hefur þingmaður okkar, Björn Kristjánsson, gert. Nú er það spurningin: Vill hann snúa til baka og fylgja okkur, eða eigum við að elta hann út í þær ó- göngur, það ginnungagap, sem ísa- foldar-Björn og hans fylgifiskar hafa teygt hann í? Mjer þykir ólíklegt, að nokkur hugsandi maður hjer í sýslu, sem ennþá er óringlaður af vaðlinum í ísafold, láti blekkjast til að kasta hendinni á móti því sjálfstæði, sem oss er nú gefinn kostur á. Þeir, sem nú gerast mótstöðumenn og fjand- menn frumvarpsins, bera meiri ábyrgð á gerðum sínum gagnvart landi og lýð, en þeir eru færir um að bera, í hvaða stöðu sem þeir eru eða stjett. Jeg ætla mjer ekki að fara að rekja kosti frumvarpsins, eða bera það saman við núverandi fyrirkomulag, eða þau stjórnarlög, sem verið hafa eftir Gamla sáttmála. Það eru mjer miklu færari menn búnir að gera. Því síður, að jeg fari að spá í eyðurnar eða mynda mjer ákveðna skoðun um stjórnarbaráttuna framvegis, verði frumvarpið eigi samþykt. En svo mikið skilst mjer, að baráttan verður hörð og langvarandi og lítil von um sigur, því með því að afneita frum- varpinu höfum við slept úr höndum okkar því tækifæri, sem seint býðst aftur. Stjórnarbaráttu okkar má líkja styrjöld, þar sem lítil þjóð er annars vegar, en stór þjóð hins vegar. Nóti sú minni máttar ekki tækifærið, þegar von er um sigur, þá hefur hún þar með glatað hinum mest varðandi gögnum til þess að rjetta hluta sinn. Svo er um þetta. Bresti íslendinga gæfa til að nota tækifærið nú, þá hefur til lítils verið unnið, og fyrir- sjáanleg barátta bæði inn á við og út á við. En við vonum, að óham- ingju Islands verði ekki þetta að vopni. Jeg vildi minnast örfáum orðum á þingmannaefnin okkar. Síra Jens hefur áður verið á þingi, en hefur nú haft hvíld frá þeim starfa um hríð. Heima í hjeraði er hann álitinn atkvæðalítill, og má vera, að það sje nokkuð af því, að búskapur- inn hefur verið honum örðugur og andstæður og síst til eftirbreytni. En því verður ekki neitað, að hann er hugsjónamaður eigi alllítill, og ber það ósjaldan við, að skynsemin virð- ist sleppa öllum tökum og láta mann- inn leika lausum hala langt fyrir ofan yfirborð virkileikans, sbr. vísubrotið „flýgur Jens í loftballón", og þykir okkur bændum þetta fremur ókostur. Á þingi virðist hið sama hafa gert helst of mikið vart við sig, að minsta kosti segir hreppstjórinn mjer það, sem hefur þingtíðindin frá þeim tím- um, að ræður hans sjeu leiðinlegar og mörgum meðalmanni nær óskilj- anlegar sakir andagiftar og háfleygra hugmynda. Hann virðist þvi ekkert erindi eiga á þetta þing, þar sem ræða þarf mál- efni með skynsamlegri yfirvegun, en ekki með æsingum eða höfuðórum. En þar sem hann þar að auki hefur lagt Iag sitt við afturhaldsflokkinn, eða frumvarpsfjendur, þá kýs jeg hann frá, og jeg heyri það á ná- grönnum mínum, að þeir ætla að gera hið sama. Björn Kristjánsson hef jeg minst á áður, að hann hefur gerst okkur mót- snúinn, og tel jeg mjög vafasamt, og um leið illa farið, að nokkur skyn- samur bóndi gefi honum atkvæði sitt til þingmensku í þetta sinn eða eftir- leiðis. Björn hefur nú urn nokkur ár verið þingmaður þessa kjördæmis, og jeg sem bóndi og kjósandi í því verð þó æfinlega að taka tillit til þess, hvort þingmaðurinn vinnur mik- ið eða lítið að því, að hrinda í lag atvinnumálum þess eða flutninga tækj- um. En þegar maður lítur á það, hvað hann hefur afrekað, þá verður eftir- tekjan harla lítil. Viðvíkjandi atvinnumálunum skal þess getið, að fiskiveiðar eru, eins og allir vita, aðalatvinnuvegur sýslunnar, og þann atvinnuveg vapru líkindi til að hann bæri mest fyrir brjóstinu, en svo er ekki, því svo jeg við hafi hans eigin orð, sem hann hafði nú ekki alls fyrir löngu við greindan og stiltan mann, þá kvað hann fiskiveiðar það málefni, sem hann haft »alls engan áhuga á«. Viðvíkjandi vegabótum og sam- göngufærum helur hann verið harla liðljettur. Fáir þingmenn hafa farið með ljettari vasann heim af þingi en hann til vegabóta fyrir kjördæmið, og hefði þó síst verið vanþörf á, að sýslan hefði þar fengið sinn hlut ó- skertan, þar sem mest af henni er brunahraun og klettaklungur. Flóabátinn hefúr hann látið hlut- lausan, og engin afskifti hafði hann af því, að myndað yrði hlutafjelag til þess að halda uppi strandferðum hjer; það urðu alt aðrir menn til þess, málinu óskyldari. Jeg og nágrannar mínir höfum, að öllu þessu athuguðu, áformað, að senda honum áskorun um, að bjóða sig ekki fram, en höfum slegið því á frest fyrst um sinn af því, hvað lengi við höfum látið þetta átölulaust, og hins vegar, et ske kynni að hann sæi það sjálfur, hve lítilvirkur hann hefur verið fyrir kjördæmið, og drægi sig sjálfkrafa í hlje. En ef hann skyldi ekki gera það fyrir ágústmánaðar- lok, þá hljótum við að taka til okkar ráða. Hvað hin þingmannaefnin snertir, þá er þar til að segja, að okkur falla báðir vel í geð. Annar, Jón sagn- fræðingur, er einn af okkar bestu mönnum og sannarlega, eins og nú standa sakir, kjörinn til að fara á þing, og mætti það heita stórt óhapp fyrir þetta kjördæmi og landið í heild sinni, ef hann skyldi ekki komast að, enda telja allir málsmetandi menn, sem jeg hef átt tal við, hann sjálf- sagðan, úr því hann gefur kost á sjer. Halldór bankagjaldkera þekkja allir sem „praktiskan" dugandismann, og er hann talinn sjálfsagðan til þing- setu, og það, sem mest er um vert, báðir eindregnir frumvarpsmenn, sem bera frelsi og framfarir þjóðarinnar fyrir brjósti sjer. Bóndi. Kjötsalan. Svar til hr. stórkaupmanns Jakobs Gunn- lögssonar. Mjer virðist óþarfi að fara mörgum orðum um ritgjörð herra stórkaup- manns Jakobs Gunnlögssonar í Lög- rjettu 23. og 27. maí. Hr. J. G. vill að kjötsalan sje í höndum milligöngumanna og um- boðssala, en jeg ræð bændum til þess, að hafa sem fæsta og alls enga óþarfa milliliði milli þeirra sjálfra og kaup- endanna. Þetta er tvent ólikt og er eigi hægt að samrýma það. Bænd- ur munu sjálfir sjá, hvað þeim er hollast í þessu efni. Jeg hef skýrt ítarlega trá því í rit- gerð, sem nú er prentuð í 3. hefti Búnaðrritsins í ár, hvernig haga megi kjötsölunni, svo að enginn óþarfa- kostnaður leggist á hana og bændur megi fá sem mestan arð af sauðfjár- ræktinni. Jeg vísa bændum til rit- gerðar þeirrar. Annars fer hr. stórkaupmaður J. G. fyrir ofan garð og neðan í rit- gjörð sinni, leggur mjer orð í munn, sem jeg hef eigi ritað, og vítir mig fyrir að hafa eigi ritað um það, sem jeg hef opt ritað um áður. Þá snýr hr. stórkaupm. J. G. alger- lega út úr því, hve margar % hann fái í sölulaun frá verksmiðjunni fyrir að selja skilvindurnar. Verksmiðjan greiðir 25°/o í sölulaun, eins og jeg hef sagt, og er mjer vel kunnugt um það. Hitt er annað mál, hve mikið hr. stórkaupmaðurinn greiðir umboðs- mönnum sínum og milligöngumönn- um í sölulaun. Um það skal jeg eigi fullyrða neitt. En sje það svo, að hann fái eigi nema 8°/o handa sjálf- um sjer, þá sýnir það best, hve dýrt er að hafa marga milliliði og hve dýrt slíkt verslunarlag er fyrir al- menning. Þau blöð af Lögrjettu, sem grein- ar hr. J, G. eru í, höfðu, ásamt nokkr- um fleiri númerum af sama blaði, eigi komið til mín, áður en jeg fór frá Kaupmannahöfn, hvernig sem á því stendur. Fyrir því rita jeg þetta fyrst nú. Staddur í Reykjavík 3. ágúst 1908. Bogi Th. Melsieð. Ótrúleg’t. íslandi er nú gefinn kostur á, að fá viðurkendar og lögleiddar kröfur sínar um, að ráða öllum málum sín- um sjálft. Danir hafa hingað til eigi mátt annað heyra, en að sjermálalög vor væru borin upp í ríkisráðinu. Nú er oss heimilað að ráða því sjálfir, hvar þau eru borin upp. Danir hafa hingað til eigi mátt heyra annað, en að forsætisráðherr- ann danski skrifi með konungi á út- nefningu íslenska ráðherrans. Nú er oss heimilað að ráða því sjálfir, hver skrifi undir útnefninguna. Gamla krafan frá Þjóðfundinum 1851 um, að ísland geri frjálsan samning við Danmörku um, hver skuli vera sameiginleg mál með báð- um löndum — fæst nú uppfylt. Kráfan frá sama Þjóðfundi um, að konungur taki natn íslands í titil sinn, fæst nú uppfylt. Krafa alþingismanna 1906 um, að talin skuli vera upp f sambandslög- um mál þau, er sameiginleg skuli vera báðum löndum, fæst nú uppfylt. Krafa alþingismanna 1906 um, að ríkissjóðstillaginu sje breytt í peninga- útborgun, fæst nú uppfylt. Vjer getum fengið útborgaða l1/* milljón króna í peningum. Oss gefst kostur á að stofna hæsta- rjett í landi voru fyrir öll vor dóms- mál, hvenær sem vjer viljum sjálfir. Oss gefst kostur á að haga svo löggjöf vorri eftir 25—37 ár, að vjer höfum að eins 2 mál sameiginleg með Dönum. Landi voru gefst kostur á að verða viðurkent frjálst og sjálfstætt land, sjerstakt ríki, fullveðja ríki, er full- veldi hefur til að gera samning vi5 annað fullveðja ríki, Danmerkurríki, um nokkur sameiginleg mál beggja. ísland fær þá gömlu ósk sína upp- fylta, að verða frjálst sambandsland; — þá ósk er Jón Sigurðsson barð- ist fyrir alla æfi, að fá uppfylta. Tvö frjáls lönd mynda þá samband, Danmörk og ísland, verða ein heild út á við, er nefnist Veldi Danakonuugs (er Danir kalla á sínu máli „Det sam- lede danske Rige“), en inn á viðtvö ríki, konungsríkið Danmörk og kon- ungsríkið ísland. Danmerkurríki hef- ur sína stjórnarskrá sjerstaklega (Dan- marks Riges Grundlov af 5-Juni 1849), ísland (Íslandsríki) hefur sína stjórn- arskrá sjerstaklega (stjórnarskrá 5. janúar 1874, stjórnskipunarlög 3. október 1903). Alt þetta verður í fullu samræmi við það, sem Jón Sigurðsson segir f, Nýjum Fjelagsrirum 1856, bls I : „Var það álit Þjóðfundarins (1851), að ísland væri reyndar partur úr rík- inu (d: alríkinu, Veldi Danakonungs), en ekki úr konungsríkinu Danmörk (d: eyjunum og Jótlandi) og heldur ekki úr Danmerkurríki, sem grund- vallarlögin 1849 ætluðu að skapa". Og sambandslög gefst oss kostur á að gera, kostnaðarminni og frjáls- legri en dæmi eru til að nokkurt sambandsland í heimi hafi getað fengið. Vjer þurfum engu að kosta til her- mála, en öll sambandslög eyða til þeirra geisimiklu fje. Vjer þurfum engu að kosta til ut- anríkismála, en öll sambandslönd eyða miklu fje til þeirra. Danmörk eyðir til hermála 20 millj„ króna á ári, og til utanríkismála meiru

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.