Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.08.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.08.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 139 en I milljón króna, en vjer þurfum engu til þeirra að kosta, og þó fáum vjer fulltryggilega hervernd og sam- þyktarvald í öllum utanríkismálum, sem land vort varðar. Ekkert sambandsríki er til í heiui- inum, sem komist hefur að svona ó- dýrum og hagkvæmum kjörum. Þau þurfa öll að eyða ógrynni fjár til hervarna og eyða til þeirra tíma, kröftum og blóði sona sinna. Þau þurfa öll að eyða stórfje til stjórnar öllum hinum sameiginlegu málum og til stjórnar utanríkismálum. En ísland þarf ekki að kosta ein- um eyri til allra þessara mála. Ótrúlegt væri það, ef ísland vildt ekki bera gæfu til að þiggja þessi kjör. Sigurður. Kafli úr brjefi frá Guðl. Guðmundssyni bæjar- fógeta á Akureyri til kjósanda í Austur-Skaftafeilssýslu. Jeg var orðinn alveg ráðinn í því, að hætta við alla þingmensku, og það afþeim góðuog gildu ástæðum, að jeg hef hjer einu erfiðasta og umfangs- mesta embætti landsins að gegna, og get því ekki gefið mig við öðru, svo að jeg eigi vanræki mín eiginlegu skyldustörf. Auk þess áleit jeg mín ekki þörf á þingi lengur, í öllu falli ekki fyrst um sinn. Aðalmálin, sem jeg hafði barist fyrir, þar á meðal sjerstaklega stjórnarskrár- og bindind- ismál, voru svo á veg komin, að það virtist í mínum augum lítil andleg aflraun að vinna það, er eftir var, nú á næstkomandi árum. Það erfiðasta, seigþreyttasta var búið, og mjer fanst jeg geta sest „í helgan stein" hvað pólitíkina snerti.—Svo þegar frum- varpið frá millilandanefndinni kom fram, taldi jeg engan efa á, að allir hugsandi menn af öllum pólitiskum flokkum í landinu mundu taka því, ef ekki með fullkominni þökk, þáþó í öllu falli sæmilega ánægðir um sinn. Það fullnægði og fullnægir öllum þeim kröfum, er fram hafa komið í alv'óru af hendi þjóðarinnar síðan 1851, og fer í nokkrum atriðum lengra í sjálf- stæðisáttina, án þess þó að baka land- inu nokkurn nýjan kostnað, er telj- andi sje. Jeg var því, og er í raun og veru enn, sannfærður um, að meiri hluti, eða allur þorri, hugsandi manna á landinu, sem ekki lætur sjer alt á sama standa um framtíð þjóðarinnar, mundi fljótlega átta sig á því, að með frumvarpinu eru boðnir þeir kostir, sem þungur ábyrgðarhluti er að hafna. —Jeg hafði þess vegna ímyndað mjer, að frumvarpið fengi nægt fylgi á þingi, þó að jeg að þessu sinni sæti hjá. — Síðan þetta gerðist — það var í maí — hefur nú verið hafin talsvert oisatengin »herferð» um landið gegn frumvarpinu, og ýmsir af mínum fornu samverkamönnum á þingi hafa legið mjer á hálsi fyrir að vilja ekki gefa mig út í „bardagann", talið, að óvíst væri, að frumvarpið fengi nægi- lega mikið fylgi og otað því að mjer, að mjer væri það ábyrgðarhluti, ef jeg ljeti málið afskiftalaust nú. Jeg er að vísu ekki í vafa um, að mótspyrnan móti frumvarpinu hverf- ur bráðlega, en til þess að mjer verði eigi ámælt eftir á fyrir afskiftaleysi, þá hef jeg ráðist í að bjóða mig fram hjá ykkur. Það verður að sjálfsögðu sambands- málið, sem mestu á að ráða um kosn- ingarnar og helst ætti að vera það eina mál, er næsta þing fjallaði um. Jeg skal þess vegna stuttlega gera yður grein fyrir, hvernig jeg lít á það í aðalatriðunum. Jeg hef nú í yfir 20 ár fengist nokkuð við það mál, ekki síst síðustu 15 árin, síðan jeg kom á þing, og tel mig því geta þar nokkuð »djarft úr flokki talaðc. Grundv'óllur frumvarpsins er: Lönd- in eru jatnrjetthá, sambandinu ræð- ur frjáls samningur. Grundv'óllur hins núverandi ástands er: Danmörk er yfirríki, og skipar fyrir um sambandið. Það hefur hún gert með stöðulögunum 1871. í þessu þýðingarmesta grundvall- aratriði er krafa Islands að fullu við- urkend. Samnings-aðferðin sýnir, að Danmörk telur sjer ekki yfirríkisvald gagnvart íslandi, og mörg ákvæði frumvarpsins bera þess ljósan vott. Eftir innihaldi frumvarpsins fœr íslenska þjóðin, hennar löggjafarvald og stjórn, fullkomin yfirráð yfir öll- um þeim málum, er landið snerta, nema konungserfðum, hernaðar- og utanríkismálum; þeim málum stýra Danir fyrir íslendinga hönd, meðan sambandið stendur, en íslendingum er áskilið atkvæði um útanríkismál þau, er þá snerta sjerstaklega, og strandvarnir geta þeir aukið, að á- skildu samþykki Danmerkur, sem auð- fenginn mun, ef til kemur. Lengra hafa kröfur íslendinga ekki far- ið, að þeim undanskildum, er farið hafa fram á fullkominn aðskilnað •— en sú krafa hefur aldrei komið fram frá alþingi, eða fulltrúum meiri hluta þjóðarinnar. Eftir ákvæðum st'öðulaganna er þessu alt öðruvísi varið: Sjermálin oss úthlutuð af skornum skamti, og löggjöf landsins háð eftirliti („í ríkis- ráðinu") af hálfu yfirríkisins. — Þó að það „eftirlit" hafi að vísu litla verk- lega þýðingu haft, síðan 1903) fullkomin ábyrgð var lögð á ráð- herrann, og öðrum milliliðum milli konungs og alþingis rutt úr vegi, þá er sú aðstaða öll önnur, og að formi til háðari, en það, er nú stendur til boða. Um mál þau, sem segja má upp eftir nokkur ár, í lengsta lagi 37 ár, finn jeg ekki ástæðu til að fjölyrða. Það árabil er svo stutt skeið í lífi kynslóðarinnar, að það hefur harla litla þýðingu, enda eru þeir samvinnu- samningar svo, að hagsmunir okkar eru þar eigi í neinu verulegu fyrir borð bornir. — Að þegnar sambands- landa njóti nokkurra hlunninda og rjettinda, framar utanríkismönnum, er svo altítt og sjalfsagt, að um það finst mjer ekki þurfa að fjölyrða. — Margar hártoganir á texta frum- varpsins hef jeg sjeð, en það er eng- inn sá lagatexti til í veröldinni, sem ekki er hægt að hártoga, ef menn vilja leggja sig fram um að „kljúfa kattarhárin", ekki hvað síst, ef það er af nægilega litlu viti gert. Ýms ákvæði í frumvarpinu mætti auðvit- að orða svo, að okkur fjelli betur í geð, en þar sem þetta er samningur tveggja aðila og eðli allra samninga er, að báðir ráði nokkru, getum við ekki búist við, að vera þar í öllu einir ráðandi. Þá værum við yfirríkið. — Að tefla aðalatriðum málsins í hættu fyrir breytingar, sem í sjálfu sjer eru þýðingarlitlar, tel jeg hreinan barna- skap. Jeg sje eigi betur, en að nú sje aðeins um 3 vegi að tefla fyrir þjóðina: 1. Aðskilnað og stofnun konungs- ríkis eða þjóðveldis. Til þess vantar okkur nú bæði mannafla og fje, og hætt við, að við yrðum fljótlega öðrum þjóð- um að bráð. 2. Sambandslagafrumvarpið. — Um það hef jeg sagt mína skoðun hjer á undan. 3. Hið núverandi ástand óbreytt. Það hefur að vísu þann kost, að vera kostnaðarlítið og ekki margbrotið, en út á við, gagn- vart Danmörku, byggist það á valdboðnum grundvelli, markar okkur of þröngt valdsvið og veit- ir oflitla tryggingu. Inn á við felur það líkaí sjer nokkra hættu, en þeir gallar eru ekki komnir í ljós enn, — fyrirkomulagið er nýtt — svo jeg skal ekki frekar út í það fara.— Hitt eru í þessu sam- bandi aðalatriðin. Jeg get nú ekki verið í neinum vafa um, hver af þessum leiðum er hin heppilegasta fyrir þjóðina. Það er hætt við því, að svo verði litið á, bæði í Danmörku og víðar um ver- öld, að við viljum una við hið núver- andi samband, ef trumvarpið yrði felt — og þá er „ver farið en heima setið“. Það væri líka vanhugsaður ofmetnaður og mundi brjóta af okk- ur stuðning margra góðra manna er- lendis. — Ekki svo að skilja, aðjeg sje hræddur um að til þess komi. Stóryrða-reykurinn líður í loft upp með tímanum, — svo hefur það reynst i áður — og þá fær heilbrigð skynsemi að ráða. — Pólitíkin er ekki „tilfinn- ingamál" — hef jeg oft sagt—......... Jeg sendi svo öllum mína bestu kveðju og þökk fyrir góða viðkynn- ingu og vináttu áður fyrri. (Úr „Norðra"). Frá fjallatindum til fiskimiða. Úr Yestur-Skaftafellssýslu er skrifað 31. f. m.: „Þingmannaefni okkar Vestur-Skaftfellinga eru þeir dbrm. Jón Einarsson í Hemru og faktor Gunnar Ólafsson í Vík, eftir því sem heyrst hefur. Báðir eru þeir víst þeim hæfileikum gæddir, hvað þekkingu og vitsmuni snertir, að geta lagt út í þann leiðangur, en þó mun Jón Einarsson í Hemru þar miklu fremri. Það hefur verið viðkvæðið hjá Skaftfellingum sem fleirum, að bændur ættu sem flestir að sitja á þingi. Ættu því Skaftfellingar að sýna það nú við kosningarnar, að þeim sje áhugamál að koma bónda á þing, þar sem við eigum nú kost á einum myndarleg- asta bónda sýslunnar og gagnkunn- ugan þingmálum. Menn ættu að vera það sjálfstæðir, að láta ekki flokks- bræður ísafoldar-klikkunnar blinda sig nje leiða sig út á galeiðuna, enda hygg jeg, að Isafold sje yfirleitt ekki átrúnaðarblað almennings hjer í sýslu, sem betur fer.“ Gamall bóndi. Slys. Föstudaginn 31/7 vildi það slys til, að bóndinn Bogi Þórðarson að Varmadal á Rangárvöllum drukn- aði af hesti í Ytri-Rangá. Hann fór að heiman frá sjer fyrri hluta dags og ætlaði út í Bjóluhverfi, en síðar um daginn fanst hesturinn mannlaus. Var því farið að leita og fanst lík Boga á eyri niður með ánni. Bogi sál. var fæddur 20. janúar 1862. Bogi var bróðir Jóns kaupmanns Þórðarsonar í Reykjavík og þeirra systkina; hann lætur eftir sig ekkju ásamt 6 börnum. Jarðarförin er ákveðin iaugardag- inn 8. þ. m. á Odda á Rangárvöllum. Skattanefndin er nú komin saman á Akureyri til þess að leggja smiðs- höggið á verk sitt. Þeir fóru hjeðan norður á fimtudaginn var með Fálk- anum Kl. Jónsson landritari og Ág. Flygenring kaupmaður. Með en ekki móti. „ísaf." sagði frá því einu sinni í sumar, að A. V. Tulinius sýslumaður á Eskifirði væri „eindreginn á móti“ sambandslaga- trumvarpinu. Þessu mótmælir sýslu- maður í „ Austurlandi“ 18. f. m. og sýnir grein hans þvert á móti, að hann er með frumv. Reykjavik. Ráðherra kom heim í fyrra kvöld úr ferð norður í Húnavatnssýslu og Strandasýslu. Á heiinleiðinni fór hann vestur í Dalasýslu og kom á Flóa- bátnum frá Borgarnesi. Heilsuhælið. Helgi prestur Árna- son í Ólafsvík hefur gefið heilsuhæl- isfjelaginu 200 krónur. Landlæknir kom heim úr embætt- isferð á sunnudagskvöld og hafði verið í þeirri ferð mánaðartíma. Hann heim- sótti lækna í Skagafjarðarsýslu, Húna- vatnssýslu, Strandasýslu, Dalasýslu, Snæfellsnessýslu og Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu. Blaðamaður frá Japan er nýfar- inn hjeðan og hafði verið hjer nokkra daga. Hann heitir Rentaro Kayahara og er ritstjóri stjórnarblaðsins „Jo- rodzu Choho" í Tokio. Guðm. Magnússon skáld og frú hans eru nýkomin heim úr skemti- ferð um Norðurland. Kíghósti gengur nú hjer í bænum og í nálægum sveitum. Jón í Múla er hjer nú staddur og fer með „Hólum" austur 7. þ. m. til að halda þingmálafundi í Suður-Múla- sýslu. Jón Ólafsson áður ritstjóri hefur samið bækling um sambandsmálið, sem nýkominn er út, 35 bls. 8I£. Það er glögg og skilmerkileg hug- vekja, eins og vænta mátti frá honum, og ættu sem fiestir að ná í hana og lesa. Guðjón Guðlaugsson alþm. er ný- kominn hingað til bæjarins. Nœsta blað á laugardag. jjin Xristjánsson nuddlæknir. Aðalstræti 18, Talsími 124. Heima til viðtals daglega frá kl. 2—3 og 5—6. Sveinn ijjörnsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Hafnarstrœti 16. WW* Auglýsingum í „lög- rjettU“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.