Lögrétta - 08.08.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
= Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17.
M 36.
lleylijnvílí S. ág'úst 1908.
III. árg.
HThAThomsen-
HAFNARSTR-17 l8 t920 21-22-KOLIS I-2-LÆKJART-l-Z
• REYKJAVIK*
Hin vidurkendu ágætu og
sótlitlu
Kol
verður settur 1. október þ.
á. Stúdentar þeir, sem sœkfa
ætla skólann næsta vetur,
eru beðnir að segja for-
slóðumanui til sin fyrir 15.
september.
Reykjavík 5. ágúst 1908.
Lárus H. Bjarnason.
fást nú aftur í
Ljóðabækur.
Söngbækur.
Fræðslubækur.
Sögubækur.
Barnabækur.
Pappír og ritföng af ýmsum tegundum
með ágætu verði.
io aura brjefsefnin góðu o. fl.
Ragnar Lundborg
um sambandsmálið.
Af því að ummæli R. Lundborgs
um sambandsmálið hafa verið rang-
tærð af mótstöðuinönnum sambands-
lagafrumvarpsins, skalhjer tekin upp
grein, sem hann skrifar í blað sitt
„Upsala" 9. f. m.:
„Vjer höfum áður talað um, hve
óheillaríkur hinn norski undirróður1)
geti orðið á íslandi, og nú er hann
loks tekinn til umræðu í leiðandi grein
í einu norsku blaði, „Verdens Gang“.
„Hver og einn, sem nokkur kynni
hefur af norskum málurn", segir „V.
G.“, „veit það, að þeir Norðmenn,
sem látið hafa íslensk stjórnmál til
sín taka, hafa engin áhrif á almenn-
ingsálitið í Noregi. Stjórnmálaviðskifti
Danmerkur og íslands koma Norð-
mönnum ekkert við“.
„Verdens Gang“ vill líka sýna, að
valið sje á íslandi milli sambands við
Danmörku og þess, að standa ekki í
stjórnmálasambandi við neitt land.
Út úr sambandi við Noreg mundu
rísa stærri deilur en um sambandið
við Danmörku, eða þá að ísland yrði
að lokum innlimað í Noreg. „En við
Norðmenn væntum einskis annars en
l) Úr honum hefur verið gert meira en
vert er í útlendum blöðum.
góðs og mikils þroska fyrir sjálfstæða
íslenska menning". Samkomulagið
við Danmörku, eins og stungið er
upp á að það verði í frumvarpi sam-
bandslaganefndarinnar, þykir „Ver-
dens Gang“ viturlegt og aðgengilegt
frá hálfu beggja málsaðila.
Þetta segir nú „Verdens Gang“.
En á íslandi stendur þrætan um frum-
varpið með sömu ákefð og áður, og
það mætir meiri mótstöðu, en búast
hefði mátt við í byrjuninni. Frá vorri
hlið skal það enn einu sinni tekið
fram, að hjer í Svíþjóð hefur verið
litið á baráttu Islendinga með sam-
hug, og svo er enn. En vjer getum
eigi annað sjeð, en að ísland fái með
frumvarpinu allar kröfur sínar viður-
kendar, og að það ætti þess vegna
að geta tekið því. Orðatiltækið „Det
samlede danske Rige", sem er ekki
vel valið, ætti helst að víkja fyrir
öðru, og 2. gr., um konungsval, ef
til kemur, einnig. En fremur en að
alt frumvarpið fjelli vegna þessara
tveggja atriða, virðist oss að ísland
ætti að sjá sjer hag í því, að sam-
þykkja frumvarpið óbreytt. Hinn
danski skrifari nefndarinnar, dr. jur.
Knud Berlin, hefur rjett nýlega sagt
í „Dannebrog", að það mundi mega
teljast skilyrði frá Danmerkur hálfu,
að frumvarpið verði samþykt óbreytt,
og ef svo verði eigi gert, þá geti
Danir talið sig lausa við loforð sitt.
Frá íslandi höfum vjer einnig fengið
áhyggilegar upplýsingar, er styrkja
þetta. Og þegar svo stendur á, ætti
Island, eins og þegar er sagt, að sjá
sjer hag í að samþykja frumvarpið
eins og það er. Það er mælt svo fyrir
í því sjálfu, að endurskoðun skuli
fram fara eftir 25 ár á öllu sambandi
niilli ríkjanna, og komist sú endur-
skoðun ekki á, þá hefur ísland, sam-
kvæmt sáttmálanum sjálfum, eitt út
af fyrir sig rjett til að segja upp
öllum sameiginlegum málum nema
utanríkismálum og hermálum. En um
hinn fyrnefnda af þessum tveimur
málaflokkum er það að segja, að ís-
land hefur þegar tryggingu fyrir, að
sendiherrarnir verða dansk-íslenskir
embættismenn, þar sem þeir eiga
einnig að koma fram „fyrir íslands
hönd“. ísland gerir nú þegar sjálf-
stæðar ályktanir og samninga við
önnur ríki (svo sem um vitamál) og
mun einnig gera svo framvegis, eins
og líka er tekið fram í 2. lið 3. gr.
frumvarpsins.
Það er því mjög ólíklegt, að ís-
land hafni nú tilboði, sem veitir því
ríki viðurkenningu um sjálfstæði í
málefnasambandi (realunion) við Dan-
mörku. Vjer skulum vona, að það
komi ekki fyrir".
Af þessu er það ótvírætt, hvernig
hr. R. Lundborg lítur á þetta mál.
Hvernig slegið er á
strengina.
Það kemur ekki alveg í sama stað
niður, hvernig slegið er á strengina,
ef tónarnir eiga að vera hreinir og
ófalskir. Um þessar mundir, eiiis og
svo oft að undanförnu, virðast menn
misvandir að þeirri stillingu, bara að
ómurinn sje yfirgnæfandi.
Það eru leiðtogarnir og ritstjórar
blaðanna, sem gera sjer mest far um
að knýja hjartaslög og tilfinningar
þjóðar sinnar, og það er hið daglega
bergmál þeirra, sem ýmist vekur hana
til starfs og árvekni, eða svæfir hana
f kæruleysi, synd og forherðingu,—alt
eftir því, hvernig slegið er á streng-
ina.
Með allri ró og gætni skulum vjer
nú líta yfir og athuga sambandsmál-
ið frá almennu sjónarmiði. Allir, sem
eru með frumvarpi nefndarinnar, gera
það með fullri meðvitund þess, að
það hefur að færa mikilvægar rjett-
arbætur; því sameiginlegt er það fyr-
ir fjöldanum, sökum ríkjandi tor-
trygnisanda, að vera hræddur við
allar nýjar og þá helst mikilvægar
hreyfingar og breytingar, og er þá því
síður að ætla eða óttast, að fylgið
komi lítt hugsað af rasandi ráði, eins
og líka má með mörgum dæmum
sýna, að málið hefur einna ljósast
verið skýrt af þeim mönnum, sem
fyrri afstöðu sinnar vegna hefðu mátt
líklegir þykja til að hallast fremur á
hlið andstæðinganna. Aftur á móti
getur það ekki dulist, er ómögulegt,
án allrar hlutdrægni, að líta öðruvísi
á, en að mótspyrnan hafi myndast
af ýmsum óheillahvötum, svo sem af
persónulegum ríg og flokksfylgi, eða
þá einhliða þröngsýni.
Það er í fyrsta máta ekki hin marg-
þvælda „ósamhljóðan í samþýðingu
frumvarps-textanna“,sem myndar and-
þófið; því hvorki er það á færi fjöld-
ans að kveða upp málfræðisdóm nje
þjóðrjettarfarslegan dóm um það, enda
mætti eins vel segja, að danska orð-
takið sje f einstökum atr. oss í vil
ákveðnara; eins og t. d. um afskifti vor
af utanríkismálunum, að orðið „Med-
virkning" hefur víðtækari merkingu
en »samþykki«.
I öðru lagi er það ekki grílan um
vald konungdómsins í Danaveldi, að
nú ríkjandi ætt aldauða, sem fælir
menn frá, að aðhyllast frumvarpið,
því eigi eru í náinni framtíð sýnileg
dauðamörk á þeim ættlegg; svo skilja
menn það, að V33 er lítil hluttaka
um það mál, þótt á pappírnum stæði
um afskifti ísl. um kjörið; auk þess
sem Danir eru og munu verða sú
menningarþjóð, að ísl. ætti vel að
sæma sama þjóðhöfðingjavalið.
Það er í þriðja lagi e'kki endur-
skoðunar- og uppsagnarfrestur sam-
eiginlegu málanna, sem skyggir á
kosti frumvarpsins tyrir alþýðu manna,
því til þess að áætla þar algerlega
rjett, þarf spádómsanda, en hins veg-
ar finna og vita allir, sem búnir eru
að ná lögboðnum kosningaaldri, að
25—37 ár eru sannarlegt aldanna
„smáblóm", og eigi meira en and-
vökunótt, þá þau eru liðin.
En það er ennþá eitt og annað,
sem tilfinnanlega hefur snert andmæl-
endur frv.; það er ímyndaður yfir-
gangur Dana um nytjar lands og
lagar. Það er eins og mönnum hafi
verið með öllu óljóst, að þegnar Dana-
ríkis hafi haft rjett til, og stundað um
langan tíma fiskiveiðar í landhelgi ís-
lands, en að þeim verði með frv.
heimiluð sú veiðiaðferð innan þeirra
takmarka, sem ísl. sjálfum er bönnuð,
nefnil. dragnetaveiðar. I sjálfu sjer er
þetta vel skiljanlegt, þegar þess er
gætt, að slegið er þannig á streng-
ina, eins og gert hefur verið í athuga-
semdum fimmblaðafjelagsins, við 5.
gr. frv., þar sem þannig er komist
að orði: „Með þessari grein yrði jafn-
rjetti beggja þjóðanna í báðum lönd-
unum Iögleitt, og það óafturkallan-
lega, nema að því er áhrærir fiski-
veiðar í landhelgi"!
Þetta er jafnframt hlægileg ályktun,
sem hún er villandi; líkast því, sem
íslendingar gætu og ættu að lögfesta
sjer einum fiskiveiðarjett að minsta
kosti í öllum norðurhluta Atlands-
hafsins og suðvesturhluta Norðurís-
hafsins. Því er áður margsvarað, hve
eðlileg og skyld þau hlunnindi eru,
að Danir hafi fiskiveiðarjett í land-
helgi ísl., til endurgjalds fyrir lög-
gæslu á sjónum, meðan þeir hafa
hana á hendi.
Aftur hafa Færeyingar, sem eru
langt á undan Dönum með fiskiveiðar,
fundið, að kæmist frumvarpið í gegn,
væri tímatakmarkið afsal rjettinda
þeirra, sem þegnar ríkishlutanna gætu,
að íslendingum fornspurðum, notað
um aldur og æfi. Gleymst hefur fyrir
samhygð Norðmanna í sjálfstæðis-
baráttu vorri að minnast hlunninda
þeirra, sem þeir hafa notið við strendur
ísl. með hvaladrápi og síldveiði fyrir
lítið endurgjald til jafnaðar; auk þess
sem bæta hefur orðið á síðari tíma
lögreglu við á landsjóðskostnað þeirra
vegna. Sje það fengur fyrir Dani, að
halda oss í hvaða helst sambandi
sem væri, þá er skiljanlegt, að Norð-
menn, auðvitað af einlægum bróður-
hug, vildu nú gera oss viðskila við
dii.ll fundið í kvarslagi í Miðdal í Mosfellssveit.