Lögrétta - 08.08.1908, Blaðsíða 4
144
L0GRJETTA.
ordinantsía Chr. III., kirkjulögin öll og
kristinrjettir Árna, Þorláks, Ketilsogjóns
segja um þessar sakir.
Einar er orðinn lotinn og boginn af
trítli og áreynslu. Rektor býr sig undir
að kenna ráðvendni við skjöl og hús-
bóndahollustu, þó sárfættur sje. Jósep er
alstaðar nálægur, hvar sem tveir tala
saman, þó hann sje bæði haltur og lær-
skakkur.
____________ J-
Útlendar frjettir.
Júnas Lie.
Jarðarför hans fór fratn n. f. m.
með mikilli viðhöfn og var í heið-
ursskyni kostuð af ríkinu.
Blöðin hafa nú, meðal annars, afl-
að sjer upplýsinga um það. hvemik-
ið hafi verið prentað af hverju ein-
stöku af skáldritum hans. „Familien
paa Gilje“ er hæst, og er prentuð
alls í 49,500 eintökum; þá „Den
Fremsynte" í 41,500 eint., tvö önn-
ur ná yfir 30 þús., en öll yfir 20
þús., nema eitt; það er prentað í 17
þús. Safnrit, með öllum skáldverk-
um Lies, var gefið út fyrir nokkru,
í 15 þús. upplagi, og er það talið
hjer með.
Símskeyti
frá útlöndum.
Khöfn 6. ágúst: Dáinn er á Græn-
landi Mylius-Erichsen (skáld og rit-
höfundur, er kunnur er hjer frá stú-
dentaförinni 1900).
Reykjavik.
Ráðherra íslands, H. Hafstein,
var þann 20. júlí sæmdur orðunni
Grand-Officer af heiðursfylkingunni
frönsku.
Forseti Frakklands heimsótti kon-
ung vorn þá daga og var þá mjög
mikið um dýrðir í Khöfn.
Austur með „Hólum" í gær fóru
ráðherrann, Jón Olafsson, Jón í Múla
og Árni sonur hans, Björn Ólafsson
augnlæknir, Þorst. Erlingsson skáld
og Jón Helgason prentsmiðjustjóri frá
Hafnarfirði.
„Óðinn". Júlíblaðið flutti mynd af
Konráði prófsssori Gíslasyni og grein
um hann eftirjón Ólafsson; mynd at
Páli Melsteð sagnaritara 95 ára; kvæði
ettir C. Rosenberg um ísland, ort
1874, en eigi fyr prentað; mynd af
Skafta sál. Jósefssyni ritstjóra; mynd
af Jóhannesi Jósetssyni glímukappa;
tvö kvæði eltir Jónas Guðlaugsson;
mynd af Þorvaldi Björnssyni lögreglu-
þjóni; mynd af embættismönnum stór-
stúku íslands (14) og kvæði eftir A.
Hovden til síra M. Joch.
Frá fjallatindum til fiskimiða.
Frönsk flskiskúta sökk á Hjer-
aðsflóa 19. f. m. Skipshöfnin öll, 18
manns, komst í bátana og náði landi
við Unaós.
Úr Yestmannaeyjum er skrifað:
„Ekki leiðist Birni gott að gera —
og bendir ekki hvað síst á það grein-
aróhæta sú, er hann birtir í andstæðu
sannleikans, „ísaf.“, 8. júlí síðastl.,
þar sem hann minnist á kosninga-
smalamensku hjer í Vestmannaeyjum.
Jeg hei ekki rekið mig hjer á neinn
smalahóp, og því síður, að hr. skrif-
stofustjóri Jón Magnússon hafi sent
hingað neina menn til smalamensku.
Það, sem gert hefur verið að því er
snertir áskorun til J. M., hefur verið
gert af fúsum vilja, án nokkurrar til-
hlutunar hans. En það er eins og tyr,
að ekki leiðist Birni gott að gera. ..."
ísland erlendis.
ísl. prestarnir vestra. Það eru
stórtíðindi, sem gerst hafa á kirkju-
þingi Vestur-íslendinga í sumar. Síra
Jón Bjarnason neitaði að vera í kjöri,
er kjósa skyldi formann kirkjufje-
lagsins, en stungið hafði verið upp
á síra Birni B. Jónssyni ásamt síra
Jóni, og var síra Björn því kosinn.
En hann hefur alla tíð verið fastur
fylgismaður síra Jóns.
Á þinginu var síra Friðriki Berg-
mann vikið burt úr kirkjufjelaginu
og sagt upp kennaraembættinu í ís-
lensku við Wesley College með árs
fresti.
Einr.ig hafði Magnúsi Magnússyni
(frá Chambridge) verið sagt upp kenn-
arastöðunni við G. Adolphus skól-
ann í Minnesota með sama fyrirvara.
Síra Friðrik er prestur Tjaldbúðar-
safnaðarins í Winnipeg.
Tœkifæriskaup
á lystivagni hjá
Daníel Daníelssyni.
Til leigu
3—4 herbergi í Sivertsenshúsi, Hafn-
arstræti 22, niðri,
2 herbergi í Melsteðshúsi, Lækjar*
torgi 1, niðri.
Semja skal á skrifstofunni í
Chomsens jVíagasíni.
cJyrirtafis
cTimSur,
trje, spírur, plankar, óunn-
in borð, rúplœgd borð, gólf-
borð og panel,
er nýkomið og selst með
lœgsta verði i
THBMSENSIAHASÍNI.
Auglýsingum í „Lög-
rjettu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Skrifstofa
borgarstjóra Reykjavíkur er
í Veltusundi nr. 1, og er opin
hvern virkan dag frá ki. IO
f. h. til kl. 3 e. h.
Aö farlO sje að prenta hina dönsku
lestrarbók mfna í 4. útgáfu, og að hún
muni fullprentuð í það mund, er skólar
byrja í haust, tilkynnist þeim hjer með, er
framvegis vildu nota bókina.
Slgr. Thorsleinsson.
Jón Kristjánsson
nuddlæknir.
Aðalstræti 18, Talsími 124.
Heima til viðtals daglega frá
kl. 2—3 og 5—6.
Sveinn Jjörnsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Hajnarstræli 16.
JI<‘ð því aö menn fara nú aftnr að nota steinolíu-
lainpa sína, leyfum vjer oss aö minna á vorar
Yerðið á merkjum vorum, sem viðurkend eru hvarvetna, er
þetta (á brúsum):
„SólarsRær44.....................10 a. pt.
Pensylvansk Standard Wliite 17 a. pt.
Pensylvansk Water Wliiíe . . 19 a. pt.
í 5 potta og 10 pt. brúsum. Á 40 potta brúsum 1 eyri ódýrari potturinn.
Munið eptir því, að með því að kaupa olíuna á brúsum fáið þjer
fulla pottatölu og eigið ekki neina rýrnun eða spilli á hættu, eins og
þegar olían er keypt í tunnum. Háttvirtir viðskiptavinir vorir eru beðnir
um að aðgæta, að á 5 og 10 potta brúsum sjeu vörumiðar vorir á tappan-
um og hliðinni; á 40 potta brúsum eru miðar á hliðinni og blý (plombe).
P. S. Viðskiptavinir vorir eru beðnir, sjálfs sin vegna, að setja nýja
kveiki í lampana, áður en þeir verða teknir til notkunar, því aðeins
með því móti næst fult ljósmagn úr olíunni.
Með mikilli virðingu.
D. D. P. 1
H. D. S. H. F.
zh
Munid eítiiB klæðskerabúdinni í
§B£** Hafnarstræti. ‘Tpf
Mest úrval af öllu er að karlmannafatnaði lýtur.
fötin þaðait: jara best halða lengst -kosta minst.
ÍOOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOC
niotoröátar í Istaii
eru bygðir á byggingarstöðinni „Alpha“ í Reykjavík undir yfir-
umsjón skipasmiðs Otta Guðmundssonar. í alla báta eru settir
„Alpha£í-mótorar, sem allir viðurkenna bestu mótora, sem flutst
hafa til íslands.
Bátarnir eru bygðir lir eik eða bestu furu, af þeirri stærð sem óskað er.
Allir, sem vilja eignasl mótorbáta, semji við smiðinn sjálfan, undirritaðan,
eða, i fjarveru hans, við kaupm. Kr. Magnússon i Reykjavik.
Sandgerði 25, júlí 1908.
Matth. Þórðarson.
iOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC
Slippfj elagid i Reykfavík
selur ódýrast alt sem tilheyrir skipum og bátum.
Skoðið vörurnar og spyrjið um verð þeirra. — Það borgar sig.
Prentsmiðjan Gutenberg.