Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.08.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.08.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 147 raðir inn á leiksviðinu. Áhorfendur voru þá orðnir um 40 þúsund. Formenn forstöðunefndanna gengu þá fram fyrir konungssætið og tóku ofan, en Desborough lávarður bað konung að láta leikana byrja. Kon- ungur lýsti yfir að svo skyldi vera, og mælti nokkur orð, svo hátt og skýrt að heyra mátti um nær alla áhorfendabekki. Þá var hrópað dynj- andi húrra, þreialt, en síðan gengu þjóðflokkarnir eftir stafrófsröð fram hjá konungssætinu. I þeirri göngu vöktu Finnar mesta eftirtekt. Þeir voru nýkomnir inn á sviðið, því skipið, sem flutti þá, hafði tafist á leiðinni. í stað fánanna og skjald- anna var borið fyrir þeim stórt spjald svartröndótt og stóð ekkert á því annað en: „Finnland". Síðan hófust íþróttirnar. Konung- ur og drotning voru við til kl. 5V2. Um kvöldið var öllum íþróttamönn- unum boðið til veislu, er borgarstjór- inn hjelt". Næstu daga var regn og aðsóknin | að leikunum miklu minni en við hafði verið búist, suma dagana ekki nema 9—12 þúsund áhorfendur. Esperantó. 16.—22. þ. m. halda esperantó- menn alþjóðafund í Dresden. Það er fjórða samkoman þess kyns, sem þeir halda. Hin fyrsta var í Boulogne Zur Mér 1905 og voru þar saman komnir esperantómenn frá ýmsum þjóðum. Næsti fundurinn var í Genéve og hinn þriðji í Chambridge í iyrra. Hann sóttu 1700 menn frá 35 þjóð- flokkum. I Dresden er mikill við- búnaður undir þennan fund og á að taka á móti dr. Zamenhöf, höfundi málsins, með mikilli viðhöfn. Við þetta tækifæri verður leikin „Ifigenía“ eftir Goethe í þýðingu á esperantó. ItTenfrelsishreyíingar á Englandi. Kvöldið 13. júní síðastl. var mikið um að vera í Lundúnaborg. 12 þúsund konur úr kvenrjettindafjelögunum ensku, sem heimta jafnrjetti við karl- menn í stjórnmálum, gengu þá í fylkingu um götur borgarinnar til þess að vekja athygli á kröfum sín- um. Fremst var forstöðukona þessa fjelagsskapar á Englandi, dr. mrs. Tawcett, í rauðri doktorskápu, en á aðra hönd henni gekk lady Balfour, mágkona Balfours fyrv. ráðaneytisfor- manns, og margt var þar fleira þjóð- kunnra merkiskvenna. En sú kona, sem mest hafði fyrir því gengist, að koma þessu á stað, var mrs. E. Pank- hurst, ekkja, sem nú er orðin einna fremst í flokki í kvenfrelsishreyfing- unni á Englandi. Hiti var svo mikill í austurhluta Banda- ríkjanna fyrri hluta síðastl. mánaðar, að menn muna þar ekki annan eins mörg undanfarin ár. í New-York hefur hitinn valdið miklum manndauða. Barnadauði var þar miklu meiri en venjulegt er, og á hverjum degi fjellu fleiri eða færri fullorðnir menn dauðir um koll á götunum af hitanum, en aðrir voru bornir á sjúkrahús. Vagn- hestarnir duttu dauðir niður hver um annan þveran. Einna heitastur var þriðjudagurinn 7. júlí. Þá voru 38 st. C. í skugganum. W. J. Bryan, forsetaefni Demokrata í Bandaríkj- unum, er nú þar í kjöri í þriðja sinn. Hann fjell 1896 og aftur 1900, og enn er talið víst, að hann muni lalla. Bryan er maður á besta aldri, fæddur 19. mars 1860 í Salem í Illinois. Hann er lögfræðingur og var fyrst eftir að hann tók próf nokkur ár málaflutningsmaður í Lincoln. Svo varð hann blaðamaður, tók við út- gáfu og ritstjórn stórs demókrata- blaðs í Lincoln, „The Commoner". Bryan er annálaður mælskumaður og miklu duglegri sjálfur í kosninga- róðrinum en Taft, hitt forsetaefnið. Kappganga kring um Sjáland var þreytt af tveim- ur mönnum frá Khöfn nú nýlega. Annar hafði lifað á jurtafæðu ein- göngu í mörg ár og vildi sýna ágæti hennar með því að bjóða kjötætun- um út í þessa kraftaraun. Þessi mað- ur er 42 ára gamall og eitthvað ná- lægt því að vera meðalmaður á þyngd. En við hann kepti 21 árs gömul kjöt- æta, grannvaxinn maður og miklu ljettari enhinn. I fyrstu var jurtamag- inn á undan; en á miðju skeiði var kjötmaginn kominn svo langt á undan, að sigur hans þótti vís; hætti þá hinn við gönguna, enda var hann skemdur á fótum. En kjötmaginn rann alt skeiðið á 5 dögum, og þeg- ar hann kom heim til Khafna skutu slátrarar þar saman og gáfu honum að launum silfurbikar og í honum digran fjársjóð. En Ijetst hafði hann á göngunni um nærri 5 pund. Erindisbrjef þjóðræðisflokksins. Frá tilbúningi þess segir Jón Jens- son svo í síðari ritlingi sínum um sambandsmálið, sem áður hefur verið um getið hjer í blaðinu: »Björn Jónsson vildi, að jeg kæmi a fund þjóðræðisflokksins vegna málefnis eins, er þar átti að ræða, en þóttist ekki geta fengið flokkinn til að kalla mig á fund, nema annað tilefni væri til nær- veru minnar á fundi flokksins en það sama mál. Hann kom þvl þá svo fyrir, að jeg var kosinn af flokknum ásamt Skúla Thoroddsen og Valtý Guðmunds- syni til að semja uppkast að erindisbrjefi handa nefndarmönnum, og var þá til- gangurinn, að jeg kæmi þann veg á fund flokksins, til að ræða uppkastið. Jeg gerði það af þægð að gegna þessari kosningu, en jeg tók það fram við þá Sk. Th. og Valtý, að jeg áliti það al- veg þýðingarlaust að vera að semja neitt erindisbrjef. Stefnan væri gefin með blaða- mannaávarpinu og Þingvallafundinum og öðrum umræðum um málið, og menn yrðu aðeins að vanda kosninguna í nefnd- ina, en eiga að öðru leyti undir þeim mönnum, er kosnir yrðu, að þeir gerðu sitt besta, svo sem þeir treystu sjer síðar að verja það fyrir þjóðinni. Þeir sintu þessu ekki og jeg ljet þá undan. Þegar við komum saman uppi hjá Sk. lh., höfðum við ekki nema 10—15 mínútur til að vinna verkið. Jeg ætlaðist til, að þeir skrifuðu uppkastið, og ætlaði sem minst að gefa mig að því, en það stóð þá einhvernveginn svo á fyrir þeim, að þeir þóttust ekki eiga hægt með að skrifa. Jeg tók þá pennann og sagði þeim að stíla. Sjálfur lagði jeg ekki til nema orð blaðamannaávarpsins eg Þing- vallafundarins, þau sem þaðan voru tekin. Svo hirtu þeir þetta uppkast, sem gert var. Jeg fjekk ekki meira að vita um, hvað við það var gert, og ekki var jeg á fundi þjóðræðisflokksins, er það var þar rætt og samþykt. Mjer hefur síðar skil- ist, að uppkastið, svo flausturslega sem það var gert, hafi verið samþykt af flokknum óbreytt, og skil jeg varla, að jeg hefði verið með því óbreyttu, ef jeg hefði tekið þátt í því að leggja síðustu hönd á það. Jeg vísa því frá mjer allri ábyrgð á því, hvernig skjalið er úr garði gert, til þeirra, sem gengu frá því og undirskrifuðu það. Mjer datt það 1 hug seinna, þegar jeg var ekki kallaður frekara til af flokknum, að hjer hetði átt að beita mig brögðum. Taka fyrir það, með því að láta mig »skrifa«, að jeg rjeðist síður á það, sem þjóðræðisflokkurinn gengi að í nefndinni, og heimtaði meira. Jeg kalla það brögð, af því að jeg átti ekki kost á að ræða brjefið til hlítar og ganga frá því til fullnaðar.« ísland erlendis. ísl. hestar í Danmörku. „Poli- tiken" frá 12. f. m. flytur grein um þá. Höf. segir þar vanta haganlega akhesta á húsmannabýlin, sem risið hafi þar upp nú síðustu árin, og mönnum hafi dottið í hug íslensku hestarnir. Þeir hafa helstu kostina, sem heimtaðir eru, segir hann, en þeir eru ekki fallegir; þeir eru loðnir, óálitlegir í vexti og gangur þeirra undarlegt trítl. Margir húsmenn hafa því heldur valið litla, rússneska hest- inn. „Hann líkist meira hesti, en er þó án efa ekki eins hagkvæmur og hinn óálitlegi íslendingur", segir höf. Á sýningu, sem þá stendur til að haldin verði í Álaborg, segir hann að verði sjerstök deild fyrir þessa hesta og hafi „Atlantshafseyjafje- lagið" komið því á, til þess að mæla með íslensku hestunum. Fjelagið kostar flutning hestanna bæði á sýn- inguna og frá henni og gefur eiganda besta hestsins verðlaun. Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 12. ágúst: Prentaraverk- fall um alla Danmörku. Jafnaðar- mannablöðin ein koma út. Frá fjallatindum til fiskimiða. Strand. 6. f. m. strandaði norskt gufuskip, Rolf frá Álasundi, við Skála- nestanga eystra. Skrokkinn keypti Sig. Jónsson kaupm. á Seyðisfirði fyrir 1200 kr., gat komið honum litlu síðar inn að bryggjum á Seyðisfirði og ætlar að láta gera þar við hann. Mannalát. 16. f. m. andaðist á Akureyri ekkjan Þórdís Jónsdóttir, móðir Bjarna Einarssonar skipasmiðs, 76 ára. 1. þ. m. andaðist Magnús bóndi Magnússon á Laugarvatni í Laugar- dal, 68 ára gamall, faðir Böðvars hreppstjóra, er þar býr nú. Gangandi komu hingað norðan af Akureyri fjórir menn í vikunni sem leið: Jóhann Sigurjónsson leikrita- skáld frá Khöfn, L. Rist, Gunnar Matthíasson og Stefán Björnsson frá Akureyri. Þeir fóru suður Kjalveg. Sigurður Eiríksson regluboði fór í gær af stað vestur í Snæfells- nessýslu og Dalasýslu og fer í sömu ferð um Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, til þess að undirbúa atkvæðagreiðsl- una um aðflutningsbannið. Hann ráð- gerir að koma heim aftur um miðj- an september. Fornleifarannsóknir stunda þeir í Eyjafirði og víðar í Norðurlandi um tíma í sumar Finnur Jónsson prófessor og D. Bruun kapt. frá Khöfn. Halldór Briem hefur fengið lausn frá kennaraembættinu við gagnfræða- skólann á Akureyri. Ur Húnvatnssýslu. Þar hafa ný- lega verið haldnir tveir þingmála- fundir, annar á Blönduósi 2. þ. m., boðaður af frumvarpsandstæðingum. Umræður höfðu orðið langar og ey sjerstaklega til þess tekið, hve vel Þorsteinn kaupm. Bjarnason hafi tal- að þar fyrir frumvarpinu. Fundar- stjóri var Árni á Geitaskarði. At- kvæðagreiðsla lór ekki fram. En tveir menn lýstu yfir, að þeir ætluðu að bjóða sig fram til þingmennsku: Jón bóndi Hannesson á Undirfelli og Björn Sigfússon á Kornsá; Jón af hálfu frumvarpsmanna, en Björn hinu- megin, þó hægt hafi hann farið í mótmælum gegn frumvarpinu á fund- um. Hafði Jón Hannesson vikið því að frumvarpsfjendum, einkum síra Hafsteini Pjeturssyni, að þeim færist ekki að láta mikið þarna, þar sem þeir hefðu staðið orðlausir og rök- semdalausir frammi fyrir kjósendum sínum á Sveinsstaðafundinum nýlega. Hinn fundurinn var haldinn á Hvammstanga 9. þ. m. og urðu þar einnig miklar umræður um sambands- málið, en tveir frambjóðendur bætt- ust enn við, báðir úr mótflokki frum- varpsins: síra Háltdán Guðjónsson og Júlíus læknir Halldórsson. Þing- mannaefni Húnvetninga eru þá orðin 7. Þó er sagt, að Árni umboðs- maður í Höfðahólum muni taka fram-, boð sitt aftur og styðja kosningu Júlíusar. Á þessum síðari fundi kvað Hjört- ur Líndal hafa komið fram með til- lögu móti frumvarpinu, þegar flest- allir voru gengnir af fundi, og hafði fengið með henni 16 atkv. af ná- lega 150. Tjón af eldi. Aðfaranóttina 24. f. m. brann íbúðarhús úr timhri í Skarfanesi á Landi og varð engu úr því bjargað, nema nokkru af rúm- fatnaði, en mannskaði varð ekki. Alt var óvátrygt og er þetta því mjög tilfinnanlegt eignatjón fyrir bóndann, Finnboga Höskuldsson. Húsið var aðeins tveggja ára gamalt. Vestmanneyingar undir Jökli. Fimm vjelarbátum hafa Vestmanney- ingar haldið úti síðan um Jónsmessu frá Hjallasandi undir Jökli og aflað þar vel, 7—10 þúsund af vænum þorski á hvern bát. En aflann hafa þeir orðið að sækja langt til hafs, á 80—120 faðma dýpi, en þangað er of löng leið íyrir róðrarbáta og opna vjelarbáta, sem heimamenn þar vestra nota eingöngu til veiða enn. Purkdagar hata verið síðan um helgi og komið sjer vel, eftir alllang- an óþurkakafla. Reykjavik. Bæjarstjórnin. Fundur 16. júlí. Afsalað forkaupsrjetti á erfðafestu- landi Gísla Einarssonar, Andersens- túni, er hann selur Gunnari kaupm. Einarssyni tyrir 21 þús. kr. Skógræktarfjel. Rvíkur veittur 200 kr. ársstyrkur, eins og að undanförnu. Samþ. að borga 50 kr. fyrir afnot laxveiðar fyrir Knútskotslandi yfir- standandi sumar. Elliðaárnefndinni

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.