Lögrétta - 19.08.1908, Blaðsíða 4
152
L0GRJET7A.
um tíma við háskólann í Khöfn. Hann
var í för með Dufferin lávarði hjer
um land 1856 og var túlkur hans,
bæði hjer á landi og á ferð hans um
Noreg. Er hans mjög vel minst í
ferðabók Dufferins. Rjett eftir þetta
fjekk Sigurður stöðu í utanríkismála-
ráðaneytinu og gegndi henni um 50
ár. Nú fyrir nokkrum missirum hafði
hann fengið lausn. Hann var mikill
vinur Jóns forseta Sigurðssonar og
honum mjög handgenginn, var lengi
með honum í stjórn Bókmentafje-
lagsins og eftir hann forseti Hafnar-
deildarinnar um hríð. Sigurður kom
aldrei hingað til lands, eftir að hann
ferðaðist hjer 1856, en þó var hann
alla tíð tryggur ættjarðarvinur. Hann
var ramíslenskur í lund og einkenni-
legur maður í mörgu, drengur hinn
besti og mjög vel látinn af öllum,
sem nokkur kynni höfðu af honum.
Á síðustu árum mun hann hafa verið
orðinn einmana, með því að landar
hans allir, er hann þekti best, voru
þá annaðhvort dánir eða fluttir burt
frá Khötn. Sigurður kvæntist aldrei
og dó barnlaus.
Ásta Árnadóttir heitir íslensk
stúlka, sem nú er í Hamborg og stund-
ar þar málaraiðn. Hún er hjeðan frá
Reykjavík og lærði hjer fyrst að mála
(hjá Bertelsen), fór síðan á skóla í
Khöfn, til þess að verða fullnuma, og
tók þar gott próf eftir tveggja ára
nám. Nokkru síðar settist hún að í
Hamborg og hetur unnið þar síðan
hjá „Rutenberg og Nielsen". Danskt
kvennablað, »Kvinnernes Blad«, flutti
í sumar mynd af henni og var þar
jafnframt farið mjög loflegum ummæl-
um dugnað hennar.
ísl. hestar í Banmörku. Á Áh-
borgarsýningunni, sem um er getið
í síðasta blaði, vöktu íslensku hest-
arnir mikla eftirtekt, segja dönsku
blöðin. Verðlaun, 20 kr., fjekk grár
hestur, sem ung óðalsbóndadóttir, 11
ára gömul, reið. Hún heitir Ebba,
og þetta var skólahestur hennar. Á-
horfendurnir dáðust bæði að því, hve
vel hesturinn hljóp, og líka hinu, hve
vel stúlkan sat hann. Einu sinní fjell
hún af baki, af því að gjörð bilaði,
og var þá hesturinn á harða hlaupi.
En hún stökk óðara á bak aftur og
ljet sem ekkert væri. Að endingu
tók blaðamaður frá Khöfn mynd af |
henni á Grána.
Ymsir, sem um íslenska hesta rita
í dönsk blöð, mæla mjög með því,
að danskir húsmenn kaupi þá í stað
rússnesku hestanna.
„Grosser Kurfurst“ hjet fyrra
þýska skemtiskipið, sem kom hingað
í sumar. Farþegar þess láta vel af
dvölinni hjer í þýskum blöðum, ein-
kum söngnum úti á skipinu um kvöldið
og á bátunum, er þeir fóru þaðan f
land. íslenska kvenbúningnum (há-
tíða) lýsa þeir einnig og þykir hann
fallegur.
Glímumennirnir. Maður, sem
skrifar norska blaðinu „Verdens
Gang" um Ólympisku leikana, segir
þar um íslensku glímumennina:
„ . . . Tveir liðlegir og ljóshærðir
íslenskir glímumenn eru að glíma
uppi á leiksviðinu. En hvað þeir eru
ólíkir í vexti glímumönnunum frá því
í gær (í grískrómversku glímunni)
með uxahnakkana, vöðvakúlurnar og
breiðu bökin.
Alt er svo smekklegt og viðkunn-
anlegt hjá íslendingunum. Þeir minna
á grísk myndhöggvaraverk, þar sem
þeir koma fram hálfnaktir og svo
Ijettir og frjálsir í öllum hreyfingum.
Þetta (sem þeir sýna) eru glímur, sem
tíðkaðar voru af forferðrum okkar, í
heimkynni víkinganna, Noregi, og í
landi Snorra Sturlusonar. . . *
IPW* Ú tsa
vCrður nú um tíma í sölubúðinni
1
Haraldur Níelsson kand. theol.
biður þess getið, að hann hafi ekki
verið á fundi í Bárubúð 23. f. m.,
sem gamangrein er um í 34. tbl.
„Lögr.* þ. á.
á LAUGAYEGI 1,
og þar seldir ýmsir munir frá konungskomunni fyrra ár, svo sem:
Vagnar, Tjöld, Tjalddúkur, Aktygi, Sængur, Koddar, Lök, Koddaver,
Gólfteppi, Vattteppi, Flögg, Borðdúkar, Borðhnífar, Álnavara, Sláturpottar,
Leir- og Glervara, ásamt fleiru.
Stórkostlega niðursett verð.
Búðin er opin trá kl. 12—3 virka daga.
Munid eptir klædskerabúdinni í
HT* Hafnarstræti.
(I liis Gunnars Porbjarnarsonar).
jjón Kristjánsson
nuddlæknir.
Aðalstræti 18, Talsími 124.
Heima til viðtals daglega frá
kl. 2—3 og 5—6.
Íítfför þorsteins Jóus-
souar læknis frá Vest-
mannaeyjum hyrjar með
húskveðju á Hókhlöðustíg 10,
kl. 11V2 f. h., hinn 21. þ. m.,
og þaðan verður lík hans
fiutt til Yestmannaeyja.
cTyrirtafis
<Tim6ur,
trje, spirur, plankar, óunn-
in borð, rúplœgð borð, gólf-
Mest úrval af öllu er að karlmannaklæðnaði lýtur.
fðtin þaðan: jara bezt-halða lengst—kosta minnst.
>0000000000000000000000000000'
■fllif í ■ I
eru bygðir á byggingarstöðinni „Alpha“ í Reykjavík undir yfir-
umsjón skipasmiðs Otta Guðmundssonar. í alla báta eru settir
,,AIpha“-mótorar, sem allir viðurkenna bestu mótora, sem flutst
hafa til íslands.
Bátarnir eru bygðir úr eik eða bestu furu, af þeirri stærð sem óskað er.
Allir, sem vilja eignast mótorbáta, semji við smiðinn sjálfan, undírritaðan,
eða, í fjarveru hans, við kaupm. Kr. Magnússon i Reykjavík.
Sandgerði 25. júlí 1908.
Matth. Þórðarson.
>0000000000000000oooooooooc
ffleð því aö menn fara nú aptur að nota steinolíu-
lampa sína, leyfum vór oss aó minna á vorar
/
borð og panel,
er nýkomið og selst með
lœgsta verði i
TIOMSENS iAGASÍNL
dÍQgnRápurnar
á 7 kr. komnar aftur
í Klæðskera-deildina.
Jhomscns jlíagasini.
Til leigu
3—4 herbergi í Sivertsenshúsi, Hafn-
arstræti 22, niðrí,
2 herbergi í Melsteðshúsi, Lækjar-
torgi 1, niðri.
Semja skal á skrifstofunni í
Shomsens jVíagasini.
Verðið á merkjum vorum, sem viðurkend eru hvarvetna, er
þetta (á brúsum):
„§ólarshær“.....................1« a. pt.
Pensylvansk Standard White 17 a. pt.
Pensylvansk Water Wkite . . 19 a. pt.
í 5 potta og 10 pt. brúsum. Á 40 potta brúsum 1 eyri ódýrari potturinn.
Munið eptir því, að með því að kaupa olíuna á brúsum fáið þér
fulla pottatölu og eigið ekki neina rýrnun eða spilli á hættu, eins og
þegar olían er keypt í tunnum. Háttvirtir viðskiptavinir vorir eru beðnir
um að aðgæta, að á 5 og 10 potta brúsum séu vörumiðar vorir á tappan-
um og hliðinni; á 40 potta brúsum eru miðar á hliðinni og blý (plombe).
P. S. Viðskiptavinir vorir eru beðnir, sjálfs sín vegna, að setja nýja
kveiki í lampana, áður en þeir verða teknir til notkunar, því aðeins
með því móti næst fult ljósmagn úr olíunni.
Með mikilli virðingu.
D. D. P. A. ID. S. H. F.
Auglýsingum í „Lög-
rjettu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Sveinn jjjörnsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Hafnarstrœli 16.