Lögrétta

Issue

Lögrétta - 23.09.1908, Page 1

Lögrétta - 23.09.1908, Page 1
LOGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. ,M 44. Reykjavík 33. september 1908. III. árg. 0iS-MAc. HTh AThomsen- " 'V tlAFNARSTR-I7-I81920 21-22-KOLAS I 2-LÆKJART-1-2 * REYKJAVÍK • Nú fer dagurinn að st}dtast og menn þurfa að fara að hugsa um lampana sína, fá sjer nýja, eða þá brennara, kúpla, glös, kveiki o. s. frv. — Magasínið befur, eins og vant er, byrgt sig upp at öllu þess háttar, og til þess að gefa viðskiftmönnunum hægra fyrirog betra yfirlit, þá verður öllum ljós- áhöldum komið fyrir í sjerstaka deild — á gamla Basarnum — nú í vikunni, og getur hver og einn fengið þar það, sem hann þarfnast, hvort heldur smátt eða stórt, dýrt eða ódýrt. Vörurnar eru allar af vönduðustu gei'ð, en þó ódýrar. Arinbj. Sveinbjamarsonar hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sðgubækur. Barnabækur. I’appír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. 10 aura brjefsefnin góðu o. fi. Kosningarnar. Hjer er nú það sem á vantaði kosningaskýrsluna í síðasta blaði: í Eyjafjarðarsýslu eru kosnir: Hannes Hafstein ráðherra tneð 341 atkv. og Stefán Stefánsson bóndi í Fagraskógi með 307 atkv. Kristján Benjamínsson á Ytri- Tjörnum fjekk 109 atkv. í Snæfellsnessýslu er kosinn síra Sigurður Gunnarsson með 276 atkv. Larus H. Bjarnason lagaskólastjóri fjekk 192 atkv. 1 Austur-Skaftafellssýslu er kosinn Þorleifur Jónsson hreppstj. á Hólum með 82 atkv. Guðlaugur Guðnntndsson bæjarfó- geti fjekk 41 atkv. í Barðastrandasýslu er kosinn Björn Jónsson ritstjóri með 274 atkv. Guðmundur Björnsson sýslumaður fjekk 70 atkv. í síðasta tbl. vantaði atkvæða- greiðslu í Vestur-ísafjarðarsýslu og Vestur-Skaftafellsýslu. í Vestur-ísafj.s. var síra Kristinn Daníelsson kosinn með 157 atkv., en Jóhannes Olafsson fjekk 94 atkv. í Vestur-Skaftafellssýslu var Gunnar Ólafsson kosinn með 90 atkv., en Jón bóndi Einarsson í Hernru fjekk 60 atkv. Alls eru þá kosnir 10 frumvarps- inenn og 24 andstæðingar þess. En töluverður skoðanamunur mun vera hjá andstæðingum frumvarpsins um það, hve langt skuli farið í breyt- ingum á því. Fáir munu þeir vera, þegar til kastanna kemur, scm hugsa sjer að eyðileggja það með öllu. Aðflutningsbannið. í skýrslunni um atkvæðagreiðsluna um það í síðasta blaði var samlagn- ingin ekki rjett á atkvæðuuum, sem á móti voru. Þau voru 1577, en ekki 1777. Atkvæðatalan er þessi í þeim sýsl- um, sem frjetst hefur um síðan síð- asta tbl. kom út: í Strandasýslu.... 102 með 83 móti í Árnessýslu 243 — 257 — í N.-Múlasýslu.... 215 — 138 - í Dalasýslu 128 — 106 — í V.-ísafjarðars. .. 161 — 74 — í Eyjafjarðars. ... 215 — 162 — í V.-Skaftafellss.. 89 - 89 — í Barðastrandas. . 225 — 125 — í Rangárvallas. ... 142 — 256 — Áður talin 2893 — 1577 — Samtals 4413 með 2867 móti Atkvæðatölu vantar enn úr Snæ- tellsnessýslu og Austur-Skaftafells- sýslu, en í Norður-ísafjarðarsýslu hefur engin atkvæðagreiðsla farið fram. Frú Oda Nielsen. Hún hefur nú sungið hjer kvöld eftir kvöld, og ætíð fyrir fullu húsi, enda er vísnasöngur hennar ósvikin list. Hann er það, hvort sem hún fer með alvarleg kvæði, eða gamankvæði. Þó virðist hið síðartalda henni eigin- legra, og með barnasöngva og barna- æfintýri fer hún ágætlega. Frú Oda Nielsen er ein hin helsta söngkona og leikkona hjá Dönum nú. Hún hefur farið víða um lönd, bæði um Evrópu og Ameríku, og a yngri árum dvaldi hún lengi í París. Nú er hún komin á efri ár, fædd 7. ág. 1852, en er þó enn ungleg á leiksviðinu, bæði í sjón og hreifing- urn. Hún byrjaði að leika 18 ára gömul í Khöfn, en giftist skömmu síðar og fluttist þá með manni sín- um, J. Petersen, tii Parísar. Hann var þar í þjónust „Stóra nor- ræna fjelagsins", en andaðist 1880. Ari síðar komst frúin að konung- lega leikhúsinn í Khötn, og hefur verið ein af leikkonum þess lengst um síðan, en þó stundum við önnur leikhús í Khöfn, bæði Kasínó og Dagmar-leikhúsið. 1884 giftist hún í annað sinn og er síðari maður hennar einn af nafnkendustu leikur- um Khafnar, Martinius Nielsen, er nú er forstjóri Dagmar-leikhúss- ins. Sonur þeirra, Kaj Nielsen mynd- höggvari, var hjer í för með móður sinni, og fór til Þingvalla. Með henni var og annar maður frá Khöfn, er ljek undir á söngskemtunum hennar, J. V. A. Jónsson, íslenskur að ætt, en fæddur og upp alinn í Danmörku, ungur nxaður, kandídat í stjórnfræði fyrir 2 árum. Frúin fór heim á leið með „Vestu" f gærkvöld. Hún ljet vel af dvöl sinni hjer, er hún kvaddi áheyrend- ur sína f fyrra kvöld, og sagðist hafa hug á, að koma hingað aftur, en þá vildi hún geta sungið á íslensku. Hún kvaðst ætla að ná í einhvern stúdentinn hjeðan í Khöfn og láta hann kenna sjer. Reykvíkingar telja frúna hafa ver- ið hjer góðan gest, og þeir munu með mestu ánægju taka á móti henni, ef hún kemur hingað í annað sinn. t Sira Daníel Halldörsson. Hann andaðist 10. þ. m. á Ut- skálum, hjá syni sínum, síra Kristni, 88 ára gamall. Greinilegt æfiágrip síra Daníels fylgir mynd hans í „Sunnanfara" í apríl 1893. Hann var fæddur á Melstað í Mið- firði í Húnavatnssýslu 12. ág. 1820, sonur Halldórs prófasts Ámunda- sonar, er þar var þá prestur, og síð- ari konu hans, Margrjetar Egilsdóttur prests Jónssonar á Staðarbakka. Síra Daníel útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1842 og var næsta ár vígður að- stoðarprestur til föður síns, en hann dó þá sama árið. Litlu síðar tjekk síra Daníel Glæsibæ í Eyjafirði, en Hrafnagil fjekk hann 1860 og var þar prestur yfir tuttugu ar. Þá fjekk hann Hólma í Reyðarfirði og þjón- aði því brauði til 1893, en fjekk það ár lausn frá embætti, eftir 50 ára þjónustu. Eftir það var hann hjá tengdasyni sínum, síra J. L. Svein- bjarnarsyni á Hólmum, þar til hann fluttist að Utskálum, í fyrra. Kona síra Daníels var Jakobína Sofiia dóttir Magnúsar Stefánssonar amtmanns Þórarinssonar á Möðru- völlum. Þau giftust 1850 og hún lifir enn. Nfu börn eignuðust þau. Af þeim dóu 4 í æsku, en þrjár dætur fullorðnar: Margrjet kona síra J. L. Sveinbjarnarsonar á Hólmum, Ragn- heiður og Soffía, báðar gittar síra Jóni Halldórssyni a Skeggjastöðum. A lífi eru synir þeirra tveir: Hall- rX><) undirskrifadir bjóðum fátæklingum ókeypis lögfræð- islegar leiðbeiningar 1. og S. Jaugardag i tnánuði hverjum. kl. 7—8 að kveldi. A þessum tima verður ann- anhvorn okkar að hitta i her- bergjum lagaskólans i Ping- holtsstræti nr. 28. Reykjavík 20. sept. 1908. Lárus H. Bjarnason. Einar Arnórsson. dór bæjarfógeti hjer í Reykjavík og Kristinn prestur á Útskálum. Síra Daníel var merkur prestur og vinsæll. 1874 varð hann riddari af dannebrog. Nýjar bœkur. Heiðarbýlið eftir Jón Trausta. 160 bls. 8™. Verð kr. 1,50. Þessi nýja saga Jóns Trausta er nú komin í bókabúðirnar. Hún er framhald af „Höllu", sem út kont fyrir tveimur árum, og á „Heiðar- býlið" að verða í 3—4 þáttum, en þetta er sá fyrsti af þeim. Þar er sagt frá flutningi þeirra Höllu og Ólafs sauðamanns í afskekt heiðar- kot og fyrsta búskap þeirra þar. Nýtt fólk bætist nú inn í söguna. Þar er lýst gömlum hreppstjóra, heimilis- högum hans og afskiftum hans af sveitungum sínum, og er mynd hans ljós í sögunni. Sömuleiðis er þar skýr lýsing á kerlingu, sem býr í heiðarkoti í nágrer.ni við þau Höllu og Ólaf. En aðalefni þessarar sögu er, að lýsa sambúð þeirra Ólafs og Höllu. Lýsingin á komu þeirra til heiðarbýlisins og fyrsta búskapar- degi þeirra þar , er góð. En besti kaflinn í sögunni er lýsingin á veik- indurn barnsins og dauða þess. Þar hefur höfundinum tekist mjög vel. Líka er vel frá því sagt, í síðasta kafla sögunnar, er Halla gerir upp reikninginn við sjálfa sig eftir dauða barnsins. Það er einkum tvent, sem fundið hefurverið að fyrri sögumJónsTrausta; fyrst það, að hann sje um of lang- orður, og annað það, að málið sje óvandað á sögum lians. Fyrri að- finningin hefur haft við nokkur rök að styðjast og eins hin síðari, að því er »Höllu« snertir, en eigi »Leys- ing«, því þar voru miklar framfarir sjaanlegar f þessu efni, eins og í mörgu fleiru. En í þessari sögu er höfundurinn stuttorðari en áður, og að malinu hjá honum verður nú eigi fundið að mun með neinum rökum. Sögur hans eiga það fullkomlega skilið, að þeim sje vel tekið, og það var eigi nema makleg viðurkenning,

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.