Lögrétta - 10.10.1908, Síða 4
188
L0GRJETTA.
af llfi slnu í tómum og einskis verðum
fíflaskap".
„Því æðri sem þau kalla sig, því hlægi-
jegri eru þau“, sagði Barnaveikisgerillinn.
„Og mennirnir eru þó hlægilegastir af
þeim öllum“, sagði Berklagerillinn.
„Já, það finst mjer líka“, sagði Kóleru-
gerillinn. „Lítum t. d. á fjölgunina. Mjer
er reyndar ekki fullkunnugt um, hvernig
hún fer fram hjá ykkur, herrar mínir, en
jeg tel víst, að það sje eins og hjá öðrum
skynsömum verum".
„Jeg skifti mjer bara 1 sundur", sagði
Berklagerillinn.
„Og það geri jeg líka“, sagði Barna-
veikisgerillinn.
„Auðvitað", sagði Kólerugerillinn og
hneigði sig. „Það vissi jeg líka. Það er
ekki annað en að vaxa og skifta sjer
svo f miðjunni. A þann liátt geta á fáum
dögum orðið til milljónir af gerlum. En
þetta er of auðveld og eðlileg aðferð til
þess að æðri dýrin geti látið sjer nægja
með hana. Þess vegna gengur líka fjölg-
unin hjá þeim svo seint. Þau eiga ekki
nema örfáa unga í senn, og þó gengur
langur tími á undan til undirbúnings.
Og svo eru loksins ungarnir ósjálfbjarga
fram eftir öllum aldri. Mennirriir eiga
sjaldan nema einn í einu, en sjeu þeir i
tveir, þá kemur það í blöðin. Og dauð-
inn er líka jafn ónáttúrlegur hjá þeim
og fæðingin. Þegar maður deyr, verður
enn meira uppistand út úr því en fæð-
ingunni. — Jeg þekki mennina og hef
verið við jarðarfarir margra þeirra. Ha,
ha, ha!“
„Jeg líka“, sagði Barnaveikisgerillinn.
„Og jeg sömuleiðis", sagði Berklager-
illinn.
„Þá er það eitthvað öðruvísi hjá okkur",
sagði Kólerugerillinn. „Þegar við deyjum,
þá er öllu lokið; við hverfum möglunar-
laust og greftrunarlaust. Jeg skal taka
sjálfan mig til dæmis. Jeg get ekki lifað
á þurru meira en þrjá daga í röð, og
nú er komið fram á þriðja daginn. Líf
mitt er nú komið undir því, hvort Katrín
kemur næst inn með þurran klút eða
votan klút. En sjáið þið nokkra hrygð á
mjer fyrir því?“
„Nei, sfður en svo“, sagði Berklager-
illinn.
„Það er nú öðru nær“, sagði Barna I
veikisgerillinn.
„Nei, það er sem jeg sagði“, mælti
Kólerugerillinn; „það er ekki mikið varið
í mennina. Hugsið ykkur bara, hve lengi
þeir hafa verið að uppgötva okkur! Fram-
eftir öllum öldum áttu þeir í stríði við
ljón og tígrisdýr, höggorma og krókódíla
og aðrar ómerkilegar skepnur af því tægi.
Og þegar þeir höfðu sigrað, þá hjeldu
þeir, að þeir gætu ráðið öllu á jörðinni,
og kölluðu sig æðri öllum skepnum. Þeir
vissu þá ekki einu sinni, að við værum
til. Svo merkileg sem augun í þeim eiga
að vera, þá sáu þeir okkur ekki. Og með
sínu mikla viti skildu þeir þá ekkert f
tilveru okkar. Öll vopnin þeirra dugðu
ekki heldur neitt móti okkur“.
„En nú þekkja þeir okkur samt", sagði
Barnaveikisgerillinn.
„Því miður", sagði Berklagerillinn.
„Já, nú þekkja þeir okkur", sagði Kól-
erugeriilinn.
Svo hættu þeir samtalinu og fjellu allir
þrír í dvala.
En nú duttu tveir nýir snáðar ofan úr loft-
inu og komu niður skamt frá þeim. Þeir
voru eins litlir og hinir, sem fyrir voru, en
annar var stuttur og digur, en hinn langur
og mjór og allur í vindingum eins og
tappatogari.
„Hverjir eru þar á ferð?" hvíslaði Kól-
erugerillinn að fjelögum sínum.
„Teg þekki þá ekki", sagði Barna-
veikisgerillinn.
„Jeg ekki heldur", sagði Berklagerill-
inn.
„Við skulum heilsa upp á þá", sagði
Kólerugerillinn. Svo hneigði hann sig
fyrir þeim, sem nýkomnir voru, en þeir
tóku kveðju hans kurteislega.
„Leyfist mjer að spyrja, herrar mínir",
sagði Kólerugerillinn: „Eruð þið lífseig-
ir?"
„Hvað á sú spurning að þýða?“ sagði
sá digri og velti sjer á borðinu.
„Jeg þoli hvað sem fyrir kernur", sagði
sá mjói og sneri upp á sig.
„Og hvernig verður fjölgunin hjá ykk-
ur? — Þið skiftið- ykkur væntanlega, eða
er ekki svo? í fjóra, átta eða sextán
parta ?“ sagði Kólerugerillinn.
„Miklu, miklu fleiri", sagði sá digri.
„Hvað haldið þið að við sjeum?" sagði
sá mjói.
„Jeg held, að þið sjeuð gerlar", svar-
aði Kólerugerillinn og hneigði sig. „Jeg
býð ykkur velkomna f fjelagsskapinn.
Nafn mitt er Kólerugerill, en þessir tveir,
sem hjá mjer eru, eru Barnaveikisgerill-
inn og Berklagerillinn".
„Góðan daginn, góðann daginn", sagði
sá digri. „Nafn mitt er Gerðargerill, en
þennan herra hitti jeg á leiðinni hjerna
ofan úr loftinu; það er Rotnunargerill-
inn".
„Jeg tel mjer heiður að kynnast ykk-
ur“, sagði Rotnunargerillinn.
„Við vorum að tala um mennina",
sagði Kólerugerillinn.
„Voruð þið að tala um blessaða menn-
ina", sagði Gerðargerillinn og velti sjer
af ánægju á borðinu. Þeir eru bestu
vinir mínir".
„Því miður get jeg ekki hrósað mjer
af svo virðulegu vinfengi", sagði Berkla-
gerillinn með þótta.
„Jeg ekki heldur", sagði Barnaveikis-
gerillinn. •
„Orð yðar særa okkur", sagði Kóleru-
gerillinn. „Við vorum áður orðnir sam-
mála um það, að mennirnir væru verstu
fjendur okkar allra".
„Hvað á sá fjandskapur að þýða?“
sagði Gerðargerillinu. „En við skulum
tala um málið reiðilaust. Þið getið alls
ekki ætlast til, að jeg sje mönnunum reið-
ur, jafn góðir og þeir eru mjer. Þeir
rækta mig, skal jeg segja ykkur. Reynd-
ar voru þeir lengi að uppgötva mig, en
að því geta þeir ekki gert; drottinn hafði
ekki gefið þeim meira vit en svo. En undir
eins og þeir uppgötvuðu mig, þótti þeim
vænt um mig. Og nú geta þeir alls eklci
án mín verið". (Frh.).
Reykjavik.
Leiðrjetting. í næst-síðasta blaði
stóð, að um ioo manns væru við
vinnu hjer í sláturhúsinu, en átti að
vera um 50 manns.
Matarlystarleysi. Ráðskonan
gamla hjerna hinumegin sló fyrir
nokkrum dögum stórri auglýsingu
upp á götunum og boðaði andstæð-
inga sambandslagafrumvarpsins til
áts. Ekki er þó svo að skilja, að
hún ætlaði að gefa veisluna, heldur
áttu »húskarlar«, »kaupahjeðnar«,
»smalar« og allir aðrir að borga
sjálfir. Um það leyti, sem átið átti
að byrja, komu upp þverræmur yfir
auglýsingarnar og stóð þar prentað,
að samsætinu væri frestað til næsta
kvölds. Það höfðu ekki komið nema
örfáir hræður. Nú voru hlauparar
sendir út um bæinn og liðinu skip-
að að koma og jeta. En það sat
við sinn keyp og kom ekki. Var þá
slegið upp nýrri auglýsingu og sagt
þar, að átinu væri frestað um óákveð-
inn tíma. —
Lystarleysið fer að verða í meira
lagi raunalegt hjá flokknum, „valda-
lystarleysi" hjá leiðtogunum og mat-
arlystarleysi hjá múgnum.
Fötur — Balar — stórt úrval hjá
JBS ZIMSEN.
lleö því aö menn fara 11 ú aptur aö nota steinoláu-
lampa sína, leyfum ver oss aö minna á vorar
Verðið á merkjum vorum, sem viðurkennd eru hvarvetna, er
þetta (á brúsum):
„Sólarskær*4.......................16 a. pt.
Pensylvansk Ktandard Wliite 17 a. pt.
Pensylvansk Water Wliite . . 19 a. pt.
i 5 potta og 10 pt. brúsum. Á 40 potta brúsum 1 eyri ódýrari potturinn.
Munið eptir því, að með því að kaupa oliuna á brúsum, fáið þér
fulla pottatölu og eigið ekki neina rýruun eða spilli á hættu, eins og
þegar olian er keypt á tunnum. Háttvirtir viðskiptavinir vorir eru beðnir
um að aðgæta, að á 5 og 10 potta brúsum séu vörumiðar vorir á tappan-
um og hliðinni; á 40 potta hrúsum eru miðar á hliðinni ogblý (plombe).
P. S. Viðskiptavinir vorir eru beðnir, sjálfs sín vegna, að setja
nýja kveiki í lampana, áður en þeir verða teknir til notkunar, því að
eins með því móti næst fullt ljósmagn úr olíunni.
Með mikilli virðingu.
D. D- P. A. II. D. S. H. F.
A A
< > < >
V V
A
< >
V
-kveikjaðar
OLÍUVJELAR
eru ódýrastar og lang-
bestar hjá
bestar og- ódýrastar
hjá
<Jas aEimsen.
Okeypis læknishjálp
er veitt í læknaskólahúsinu, Þing-
holtsstræti 25, á þriðjudögum og
föstudögum, kl. 12—1.
G. Björnsson. G. Magnússnn.
Sigurður Magnússon
læknir
fluttur í Pósthússtræti 14 A (hús Árna rakara).
Viðtalstími: kl. 11—12 og 5—6.
Talsími 204.
í orgel- og píanóspili,
söng og söngfræði
(theori), tek jeg að
mjer nú þegar.
Valgerður Lárusdóttir.
Hædu
um
Undraverkin
heldur D, Ostlund, ritstjóri,
í B e t e 1
á sunnudaginn kl. 6'le síðdegis.
Allir velkomnir.
Enginn inngangseyrir.
jón Xristjánsson
nuddlæknir.
Aðalstræti 18, Talsími 124.
Heima til viðtals daglega frá
kl. 2—3 og 5—6.
Gulrójur og föðurrójur
seljast þessa dagana í
Gróðrarstöðinni.
JOaufíur
og alhkonar krydd læsthfd
c7es Simsan.
Auglýsingum í „Lög-
rjettu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
G. Sveinbjörnsson,
kand juris,
er fluttur í Miðstræti 6.
Fæði og þjónusta fæst á Laufás-
vegi 45, niðri, hús Þórarins málara.
Hentugt fyrir kennaraskólanemendur.
Prentsm. Gutenberg.