Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.10.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 28.10.1908, Blaðsíða 2
198 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl. lO'/i—11 ■> árd. og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. kvæði þriggja kjósenda í Kjósar- og Gullbringusýslu. Þeir 11,169 kjós- endur, sem taldir eru í töflunni, eiga að kjósa 33 þingmenn, og áttu þá að meðaltali að vera sem næst 338 kjósendur um hvern þingmann. — Reykjavíkurbær ætti þá aðrjettulagi að ráða kosningu 5 þingmanna, Austur-Skaptafellssýsla, V estmanna- eyjar og Seyðisfjörður ættu ekki til- kall til hálfs þingmanns hvort um sig. Með öðrum orðum: skipting landsins í kjördæmi er svo ranglát, að úr hófi keyrir. Til þess að kosningalögin sjeu t ett- lát, þarf ennfremur að vera ss iiileg trygging fyrir því, að hver skoðana- fiokkur kjósenda fái fulltrúa á þinginu að tiltölu við atkvæðafjölda sinn. Kosningarnar hafa sýnt það svo greini- lega, að öllum má Ijóst vera, að af núgildandi kosningarlögum er einskis slíks rjettar að vænta. Frumvarps- menn fá 9 (eða 9V2) þingmenn, en ættu að hafa 14; frumvarpsandstæð- ingar fá 24 (eða 24V2), en ættu að hafa 20. Tilviljunin ræður öllu. Ef atkvæðin í nokkrum kjördæmum hefði skiptst dálítið öðruvísi, hefði getað svo farið, að 3,475 frumvarpsmenn hefðu að eins fengið 1 — einn — þjóðkjörinn fulltrúa. Ef atkvæðin hefðu skiftst á enn annan veg, hefði tilviljunin getað orðið þess valdandi, að frumvarpsandstæðingar hefðu orð- ið í minni hluta á þinginu, þrátt fyrir þann álitlega meiri hluta, sem þeir hafa fengið meðal kjósenda. Það er því alls engin trygging fyrir því, að það þing, sem kosið er eftir núgildandi kosningarlögum, sje spegill af vilja þjóðarinnar. Nú- verandi stjórn bar upp á síðasta þingi frumvarp til kosningalaga, sem ómót- mælanlega rjeð bót á þessum göllum, en það var felt. Vonandi er að næsta þing taki málið upp aftur. Mjer vitanlega hefur engum tekist að benda á neina aðferð til þess, að ráða bót á göllunum, aðra en hlut- fallskosningar; ef ekki er hægt að finna neina aðra aðferð til þess, þá verður að lögleiða þær, og skyldi maður ætla að þeim flokki, sem nefnir sig „Þjóðræðisfiokk", væri ljúft að styðja að því, að meiri hluti þjóð- arinnar gæti jafnan skipað meiri hluta þingsins. Jón Þorláksson. ,Yerum sjálfum oss trúir‘. Kafii úr rœðu eftir Sigurjón Frið- jónsson, fluttn á slœgjufundi í Reykjadal 20. sept. „ . . . Þetta kosningastríð (um al- þingiskosningarnar í sumar) og úrslit þess bera eitt ljóst einkenni, það: að tiljinningar þjóðarinnar eru rik- ari en vit hennar og þekking. Það er kapp og tilfinningaríki æsk- unnar, sem ægishjálminn ber yfir for- sjá og samúð hinna efri ára. Þetta kemur t. d. mjög ijóst fram í afskiftum Vestur-íslendinga af mál- inu og notkun þeirra afskifta hjer inn- byrðis. Það er engin tilviljun, að um leið og Vestur-íslendingar senda brennandi skilnaðarhvatir heim til vor, sinna gömlu bræðra, jafnframt því, að þeir líkja forgöngumönnum sambandsmálsins við Gissur jarl Þor- valdsson — um leið sparka þeir frá sjer Friðrik presti Bergmann, sínum þroskaðasta gáfumanni. Rótin til hvorstveggja er ein og söm: tilfinningaríki blindrar trúar (fanatisme). ,í sömu átt bendir einnig kosning- iti í Reykjavík mjög ótvírætt. Fyr- iv kosningahríðina eru þar tveir flokk- ár, sem reynsla liðinna ára hefur sýnt, að voru jafvígir að kalla. Leiðandi menn í heimastjórnarflokknum hneigj- ast allir að sambandslagafrumvarp- inu, að undanteknum Hannesi Þor- steinssyni, sem aldrei hefur þótt sjer- lega skýr gáfumaður; og mikill hluti af betri mönnum hins flokksins hall- ast á sömu sveif; þar á meðal Jón Jensson, upphafsmaður og aðaleið- togi landvarnarstefnunnar, Jón Jóns- son sagnfræðingur, einna mestur gáfu- maður í þeim flokki, og fleiri merkir menn og góðir drengir. Líkurnar urðu þannig yfirgnæfandi til þess, að þarna hlytu frumvarpsmenn að vinna sigur; og þeir gátu þ v í a ð e i n s beðið ósigur að hlutfallið breytt- i s t milli hinna þroskaðri leiðandi manna og annara kjósenda, og það sýna úrslitin að orðið hefur. Lík er niðurstaðan víðar á landinu, eftir blöð- um og frjettum að dæma. Menta- mennirnir í heimastjórnarflokknum hneigjast að frumvarpinu yfirleitt og það vinnur töluvert fylgi í fyrstu — meðan æsingin er ekki komin í al- gleyming — meðal hinna mentaðri stjórnarandstæðinga. Og þó bíða frumvarpsmenn stóran ósigur — svö mikið vinna andstæðingar meðal hinna óþroskaðri kjósenda, þar sem æsingunni verður best komið við. En svo mikið áhyggjuefni, sem þetta er að vissu leyti — og ætti að vera ekki síst fyrir þá, sem sigurinn unnu í bili — þá er það þó engu að síður gleðiefni í aðra röndina. Það sýnir ótvírætt, að í æðum þjóðarinn- ar rennur „órótt ólgublóð", æsku- blóð þrungið af vonum og opurkappi. Og tilfinningaríkið og ofurkappið eru ein hin nauðsynlegustu skilyrði stórra framkvæmda. „Oft verður góður hestur úr göldum fola", segir mál- tækið. „Kapp er best með forsjá", segir annað máltæki, sem vafalaust er rjett. En forsjá k e m u r með reynslu og þroska; kappið þarf að vera til í eðli þess, sem mik- ið skal vinna. Frá sálfræðislegu sjón- armiði er því ungri þjóð og ungum manni forsjárlaust kapp meira virði, en kapplaus forsjá — ef um tvent er að velja. I því tilfelli, sem hjer er um að ræða, getur kappið þannig að vísu eyðilagt það spor í sjálfstæðis- áttina, sem vjer ella hefðóm tekið. En að vonum verður það ekki nema um stundarsakir, og vinningurinn verður hins vegar að líkum ýmis- legt, sem við það lærist að reka s i g á. — Annað, sem þessar kosn- ingar sýna og mikils er um vert, er það, að þjóðin vill vera sjálfri sjertrú — að henni hafi tekist það, er annað mál. í þriðja lagi er þess að gæta, að ómögulegt er það ekki, að þessi úrslit kosning- anna þoki sjálfstjórnarmáli voru í þá áttina, sem oss þykir ólíklegra, þ. e. nær voru endilega sjálfstjórnarmarki. Það, sem ánægjulegast er við þessa kosningahríð, er þannig [kappið og tilfinningaríkið; það sem óánægjuleg- ast er; forsjáleysið og ruddaskap- urinn — ruddaskapurinn eink- anlega, því úr honum er ennþá verra að bæta. Það er þannig t. d. alveg hörmu- legt, að lesa annað eins og brjef Odds Björnssonar til Jóns Jónssonar sagnfræðings; hörmulegt að sjá og finna þetta ofstæki, sem gengur út frá því sem sjálfsögðu, að sjálfur hafi maður hina einu rjettu skoðun, og þeim, sem öðruvísi líta á málið, geti ekki gengið annað en illvilji til, eiginhagsmunahvatir eða eitthvað því um líkt. Yfirleitt er þetta einkenni- legt við deilur hjer á landi, að mönn- um verður oftast fyrir að kenna ill- vilja, hagsmunahvötum eða einhverju öðru þvílíku um afstöðu andstæð- inga sinua. Og líklega brennurþetta víðar við, og hefur brunnið — að minsta kosti er langt síðan Faríseinn þakkaði fyrir, að hann væri ekki eins og aðrir menn. Hið sanna mun þó vera, að mismunandi afstaða sprettur vanalega af mismunandi skilningi, eða öllu heldur misskilningi á aðra hlið eða báðar. »Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera«, sagði höfundur trúar vorrar. Svona er hugsunarháttur hins góða manns, og svona hugsar sá vanalega, sem mennina þekkir og vitur er. Það er ekki illvilji, heldur þekk- ingarskortur eða einhverskonar van- máttur annar, sem oftast veldur því, hvernig af stað er farið. Hitt er satt, að mörgum gengur illa að kann- ast við það, bæði fyrir sjálfum sjer og öðrum, þótt hjá þeim vakni með- vitund um að afvega sje farið, þeg- ar einu sinni er í villuna komið. En slík meðvitund óstyrkir manninn og æsir oftast nær, og af þeim sökum er einlægt grunsamlegt, að eitthvað sje óheilt undir, þar sem mikil æs- ing er, þótt ekki þurfi svo að vera. Og nú kem jeg að því að svara spurningunni um 1 j ó s i ð, sem mesta birtuna á að leggja yfir þessastund, og hverja aðra gleðistund. Það ljós er meðvitundin um að vera og hafa verið sjálfum sjer trúr, með- vitundin um að breyta og hafa breytt samkvæmt því, er maður vissi rjett- ast með sjálfum sjer, og sú von, er slíkri meðvitund oftast fylgir, þ. e. trúin á það, að góður málstaður hljóti að sigra fyrir sjálfs sín kraft að lokum, h v a r sem hann liggur. Hvort vjer höfum í rauninni gert það, sem í sjálfu sjer var rjettast, vitum vjer ekki, og getum ekki vit- að, á meðan vjer erum hvorki alvitr- ir nje alfullkomnir. Vjer getum hafa vilst, þótt vjer hyggjumst vera á rjettri leið. En á meðan vjer erum í sannleika sjálfum oss trúir, er eðli vort heilbrigt og líkurnar yfirgnæf- andi til þess, að vjer finnum aftur hina rjettu leið, þótt vjer villumst um stundarsakir. Sá, sem er sjálf- um sjer trúr, er eins og grundin gró- andi; hana getur kalið, en hún grær á ný. Sá, sem er sjálfum sjer trúr, get- ur tæplega beðið fullan ósigur, og sá, sem er sjálfum sjer ótrúr, getur aldrei unnið fullan sigur . . . « Sigurður Kristjánsson bóksali. Hann átti 20. þ. m. 25 ára bók- sala-afmæli. Þann dag 1883 er dag- sett verslunarborgarabrjef hans. Hann keypti þá um haustið steinhúsið nr. 3 við Bankastræti og byrjaði þar bókaverslun sína, er hann síðar hefur haldið áfram á sama stað. Enginn hefur rekið hjer bókaútgáfu í eins stórum stíl og Sigurður, og enginn bókaútgefandi hefur verið íslenskum bókmentum jafnþarfur maður og hann. Verki því, er hann tók sjer fyrir hendur fyrir mörgum árum, fornrita- útgáfunni, er nú bráðum lokið; ís- lendingasögur allar og Eddurnar eru komnar, en Sturlunga er á leiðinni. Með brjefi dagsettu 20. þ. m. sendi Sigurður sjúkrasamlagi prent- ara hjer 1000 krónur að gjöf, og fylgdu þau ummæli, að þetta væri gert í minningu þess, að þá væru „liðin 25 ár frá því að hann skifti um vist í musteri mentagyðjunnar, gerð- ist bókaútgefandi og bóksali, í stað þess að hann var áður prentari". Albertí. Daglegu lífi Albertís lýsir eitt af dönsku blöðunum svo: Hann var fremur vinsæll maður meðal þeirra sem umgengust hann, glaðlyndur og góðlyndur og enginn skapbrigðamaður. Fyndinn var hann ekki, en skjótur til svars, ruddafeng- inn nokkuð í orðum og stundum ekki sem smekkvísastur. En þessi grófgerðu orðatiltæki hans náðu margra eyrum og fjellu ýmsum vel í geð. Hann var reglusamur í lifnaðarhátt- um og gætti vel heilbrigði sinnar. Þó hann væri engan veginn frábit- inn góðum vistum og vínum, þá hjelt hann, að svo miklu leyti sem honum var það hægt, þeirri reglu, að vera genginn til hvílu kl. 9 á kvöld- in. Aftur á móti fór hann snemma á fætur og settist þá við vinnu sína. Fyrri kona hans elskaði fagrar listir og hafði gaman af að bjóða til sín rithöfundum, tónsnillingum og söng- mönnum. En Alberti fyrirleit alla list og tók aldrei þátt í þeim sam- komum. Hann kaus þá heldur að hátta ofan í rúm sitt. Stundum hjeit hann aftur á móti umsjónarmönnum bændasparisjóðsins stórar veislur, og það voru einu gleðisamkomurnar, sem hann virtist hafa skemtun af. Fyrir nokkrum árum skildi Alberti við fyrri konu sína og giftist hún rjett á eftir leikara við kngl- leik- húsið. Albertí átti eina dóttur með fyrri konu sinni, og er hún nú gift, en með síðari konunni átti hann ekkert barn. Hún var tvígift áður og hafði skilið við báða fyrri menn sína, hinn síðari eftir 18 ára hjóna- band. Hún er sögð fríð kona og myndarleg og segja dönsku blöðin, að hún sje ein af þeim fáu ráðherra- frúm á síðari árum, sem gaman hafi haft af að sækja hirðveislurnar með manni sínum. Albertí er fæddur í Khöfn 10. júní 1851. Faðir hans var nafn- kunnur maður á sinni tíð, yfirrjettar- málafærslumaður og þingmaður, og stofnaði bændasparisjóðinn, sem son- ur hans hefir nú eyðilagt. Alberti

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.