Lögrétta - 04.11.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
== Ritstjóri: PORSTEINN GlSLASON, f>ingholtsstræti 17. 3—=-
M 51.
Reykjavík 4. nóvember 1908.
III. árg.
H6FNARSTR- I7 I81920 21-22- KOLAS 1-2- LÆKJART-1
* REYKJAVIK»
Hvergi er úr eins mörgum
fataefnum
að velja, og hvergi er
fatasaumur
vandaðri en í
Klæðskeraðeilðinni í
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
hefur til sölu:
Ljóðabækur.
Söngbækur.
Fræðslubækur.
Sögubækur.
Barnabækur.
Pappír og ritföng af ýmsum tegundum
með ágætu verði.
io aura brjefsefnin góðu o. fl.
Lárus Fjeldsted.
yfírrjettarmálaflutningsmaður,
LækjargStu 2. Heima 10 - 12 og 3 —4.
Ragnar £unðborg
í „í saf ol d“.
I „ísafold"; sem út kom á laug-
ardaginn var, birtist löng ritgerð eftir
Ragnar Lundborg ritstjóra í Uppsöl-
um og er það vörn fyrir sambands-
lagafrumvarpið og mótmæli gegn
árásum „ísaf.“ á það síðastl. sumar.
Greinin er skrifuð 14. ág. í sumar
og þá send ritstjóra „ísaf.“ Og hann
skýrir nú frá því, að höfundurinn hafi
ætlast til að hún kæmi fram á und-
an kosningunum í haust. En ritstj.
„ísaf." hefur geymt hana hjá sjer
þar til nú.
En því er hann þá að birta grein-
ina nú?
Að líkindum hefur höfundurinn
gengið eftir greininni hjá honum.
Ritstjórinn heiur þá heldur kosið að
birta hana sjálfur, en að hún kæmi
út annarstaðar og þar með auðvitað
frásögnin um það, hvernig henni hefði
reitt af hjá „ísaf.“
Það sem greinin flytur er reyndar
ekki annað en hið sama, sem R. L.
hefur sagt um sambandsmálið annar-
staðar og áður hefur verið eftir hon-
um haft hjer í blaðinu, en samt eru
teknir hjer upp kaflar úr greininni.
En eftir að „ísaf." hefur fengið
þessa grein frá höf., hefur hún hvað
eftir annað leyft sjer að nefna hann
í flokki þeirra, sem ráði frá, að
samþykkja frumvarpið óbreytt. Það
er neldur en ekki ísafoldarlegt ann-
að eins.
Hjer á eftir eru teknir upp kaflar
úr grein hr. R. L.
„Nefndarfrumvarpið er, að minni
skoðun, tvímælalaust í fullu samræmi
við þær kröfur, sem gerðar voru á
Þingvallafundinum 1907“, segir hann,
„ísland verður frjálst sambandsland
Danmerkur. Það verður sjálfstætt (su-
veraint) og verður úr því ásamt Dan-
mörku ekki stat (ríki), heldur stats-
forbindelse, þ. e. statsforbund, sem
mjer virðist vera rjett að kalla á
íslensku ríkjasamband. ■ Með því að
þjóðhöfðinginn tekur jafnframt upp
titilinn: konungur íslands, þá er
landið þar með viðurkent embættis-
lega að vera konungsríki. Það virð-
ist liggja f augum uppi, að frjálst
og sjálfstætt land, konungsríki, sje
ríki (stat); en með því að grunur
hefir þótt á, að þetta mundi áreiðan-
lega ekki verða skilið svona af öll-
um, þá er það tekið greinilega fram
í athugasemdunum við frumvarpið,
að efni 1. gr. sje það, að ísland
verði „sett jafnhliða Danmörku sem
sjerstakt ríki með fullræði í öllum
sínum málum utan þeim, sem bein-
línis er ákveðið um, að skuli vera
sameiginleg. “
Fullræði merkir ekki hið sama sem
ríkisvald; það er mjög mikilvægt at-
riði, sem jeg sje að öllum íslenskum
andstæðingum frumvarpsins hefur
skotist yfir. ísland fær sem sje ríkis-
vald á 'óllum sínum málum, jafnt þeim,
er það »ræður að fullu«, sem hinum,
er það hefur falið Danmörku að ann-
ast. Þetta er skýlaust efni 6. greinar.
fsland ákveður þar af sínu fullveldi —
því að öðruvísi fær það ekki gert það
— að Danmörk ein skuli fyrst um
sinn fara með ríkisvaldið í nokkrum
málum fyrtr íslands hónd, fyrst um
sinn, þ. e. þangað til öðruvísi verður
ákveðið í lögum, samþykktum bæði
af ríkisþingi og alþingi og staðfestum
af konungi. ísland hefur því ekki
afsalað sjer ríkisvaldinu, heldur ein-
ungis falið það öðru ríki til meðferðar.
Með því er fullveldinu ekki glatað.
Vjer höfum hjer fyrir oss ágætt nú-
tíðar-dæmi, þar sem er hið full-
valda furstadæmi Liechtenstein (jeg
þekki jafnvel ekki nokkurn ríkisrjettar-
fræðing, er neitar fullveldi þess lands),
sem falið hefur Austurríki meðferð
ríkisvaldsins í eigi all-litlum mæli.
Ennfremur þykir mjer hafa verið
gert á ísiandi otmikið veður út úr
sameign þeirra mála, sem eru upp-
segjanleg. Þetta stutta millibil, um 37
ára skeið, er ekki mikið að fá sjer
til, og úr því hefur ísland „fullræði"
í öllum sínum málum, að undantekn-
um utanríkismálum og hervörnum, en
ríkisvaldið í þessum málum hefur það
vitanlega, eins og jeg hef ný-minst á.
Þegar liðin eru ein 25 ár frá sam- (
þykt nefndarfrumvarpsins, má bera
alt frumvarpið, þar með jafnvel utan-
ríkis- og hervarna-ákvæðin, upp til
endurskoðunar (samkv. 9. gr.), þótt
ísland geti eigi sagt upp sameignar-
málunum áðurnefndu.nema sambands-
nautur þess leggi þar á sitt jákvæði.
í slíkum samningum, sem nú eru
á prjónunum milli Danmerkur og ís-
lands, er álit erlendra þjóða mikil-
vægt atriði. Jeg get áreiðanlega full-
yrt það, að almenningshyggja hjer í
Svíþjóð telur nefndarfrumvarpið vera
báðum aðilum hagstætt, Danmörku
og íslandi, og mundu telja það mjög
óhyggilegt, ef ísland hafnaði því.
Sjálfur erjeg persónulega innilega
hlyntur sjálfstæðiskröfum íslands, og
einmitt þess vegna virðist mjer nefnd-
arfrumvarpið tiltækilegt.
Það hafa heyrst raddir um það,
hve mikinn hagnað ísland gæti haft
af því, að segja nú sundur samband-
inu við Danmörku. Jafn sannfærður
sem jeg er um það, að Island mundi
geta mjög vel þrifist svo sem frá-
skilið ríki, jafn-sannfærður er jeg um
hitt, að íslandi mundi veita mjög
erfitt, ef það væri þá nokkur leið.að
öðlast þjóðarjettarlega viðurkenningu
um það án samþykkis Dana, sjer-
staklega eftir jafn frjálslegt tilboð af
Dana hendi, sem hjer er gert.........
Hvernig sem litið er á inálið, get
jeg ekki annað sjeð, en að mála-
lokin verði sem best með því, að
nefndarfrumvarpið verði samþykt".
6rxtilenska verslnnin.
í símskeyti hjer í blaðinu er sagt
frá því, að fyrirskipuð sje af danska
ráðaneytinu nýja sakamálsrannsókn
út af grænlensku versluninni.
Af dönskum blöðum, sem hingað
eru komin, sjest, að krafan um þetta
hefur komið fram í ríkisþinginu 5. f.
m. Það er Sabroe þjóðþingsmaður,
sem hefur borið hana fram og beinir
hann ásökunum sínum sjerstaklega
að framkvæmdarstjóranum, Ryberg,
en Sig. Berg, fyrv. innanríkisráð-
herra, hafði þá, átta dögum áður, og
eftir að ráðið var, að hann segði af
sjer ráðherraembættiuu, sett Ryberg
til að gegna áfram framkvæmdar-
stjórastarfinu.
Það hefur mikið verið rætt um
grænlensku versiunina í dönskum blöð-
um nú síðustu missirin. Mylius-
Erichsen, sem nú er nýlega dáinn,
vakti þær umræður eftir dvöl sína á
Grænlandi nú fyrir fáum árum. Sig.
Berg, sem þá var innanríkisráðherra,
fór til Grænlands sumarið 1907, til
þess að kynna sjer ástandið, og nefnd
var skipuð til þess að rannsaka all-
an rekstur grænlensku verslunarinn-
ar. í þeirri nefnd sátu meðal ann-
ars tveir stórverslanamenn, sem hjer
eru vel þektir, Thor E. Tulinius og
Muus. Nefndin dæmdi verslunar-
reksturinn mjög hart og benti á
margt, er þar færi aflaga fyrir illa
stjórn og vanrækslu. Ríkissjóður
hefur tapað á versluninni um 300
þús. kr. árlega hin síðustu ár. Tap-
ið hefur einkum farið vaxandi síðan
núverandi framkvæmdastjóri, Ryberg,
tók við. Þegar hann tók við, var
það 84 þús. kr., en síðastl. reiknings-
ár var það 261 þús. Hæsthefurþað
verið 1904— 5 : 371 þús.
Ryberg varð framkvæmdarstjóri
grænlensku verslunarinnar 1902. Hann
hefur lengi verið við þessa verslun
og smátt og smátt náð þar hærri og
hærri völdum. Hann er tengdason-
ur Hörrings lyrrum ráðaneytisforseta
og telja menn, að gengi sitt eigi
hann að nokkru leyti þeim tengdum
að þakka.
Ryberg var skipaður formaður
nefndarinnar, sem rannsaka átti versl-
unarreksturinn, og þykir það ekki hafa
verið vel ráðið. En samt sem áður
feldi nefndin mjög harða dóma um
verslunina. „Socialdemokraten" frá
6. f. m. tekur upp ýms atriði úr
þeim.
í fyrsta lagi segir blaðið, að Ry-
berg hafi gefið nefndinni algerlega
rangar upplýsingar; hann hafi sagt,
að verslunin græddi 12 til 46 af hndr.
á þeim vörum, sem hún sendir til
Grænlands, en sannleikurinn sje sá,
að hún hafi grætt miklu meira á
þeim; á sumum mörg hundruð af
hundraði. Þegar nefndarmennirnir
sýna, að þeim sje kunnugt um, að
þessar upplýsingar framkvæmdarstjór-
ans sjeu ekki rjettar, þá fyrst játar
hann það, segir blaðið.
En höfuðatriðið í aðfinningum
nefndarinnar telur blaðið það, að rík-
issjóði sje reiknað 50 þús. kr. tap
árlega á einni vörutegund, lýsinu.
Og þetta tap á að vera þannig til
orðið, að stjórn grænlensku verslun-
arinnar hafi veitt einu einstöku versl-
unarhúsi f Khöfn forrjettindi til að
versla með þessa vöru fyrir sig.
Ennfremur segir blaðið, áð það
hafi orðið uppvíst, að þetta sama
verslunarhús hafi fengið vörur keypt-
ar hjá grænlensku versluninni undir
gangverði. Það hafi haustið 1906
fengið lýsistunnuna a 33 kr., en gang-
verðið hafi þá verið 36 kr.
Það er verslunarhúsið A. Th. Möll-
er, sem fengið hefur þessi forrjett-
indi, segir blaðið.
Þannig stóð þetta mál, er síðustu
frjettir komu af því, aðrar en sím-
skeytið, sem nú er hjer í blaðinu.