Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.11.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 04.11.1908, Blaðsíða 3
LOGRJETTA. 203 þau. Það læra þeir ekki fyr en þeir eru orðnir stórir og þurfa sjálfir að borga þau. En þá eiga þeir venjulega litla drengi og skilja ekkert í, hvaða skemda- ormar það eru, þvf þeir muna ekki eftir sjálfum sjer, þegar þeir voru litlir. Svo var kommóða þarna inni, og í henni föt drengsins, en ofan á henni var lítill, opinn bókaskápur, og í hon- um bækur hans. A einum vegnum hjekk mynd af föður hans og móður, og hjelt hún á drengnum sjálfum 1 kjöltu sinni, en þá var hann ósköp lítill. Móðir hans sagði oft, að þá hefði hann verið miklu betri en hann væri nú orðinn, og það er vel trúlegt, að hún hafi sagt það satt, því það er miklu hægra fyrir litla drengi en stóra drengi, að vera eins og þeir eiga að vera. Svo var þarna inni lásbogi, sem var brotinn, og hljóðpípa, sem var óskemd, en aldrei mátti blása í hana inni, af þvf að hljóðin voru svo hvell. Gamall lampi var þar líka, og búr með kanarífugli í. Fuglinn var úti í glugganum, en fyrir ntan gluggann var garður, og kringum hann háir, gráir og ljótir múrveggir. Drengurinn hugsaði oft um það, að ljótt væri að byrgja fuglinn einlægt inni, en hjelt þó, að ef hann sleptihonum, mundu hinir fuglarnir í garðinum strax drepa hann, þvf hann var langminstur þeirra allra. Drengurinn sá ekki betur, en að hann yrði að flytja fuglinn alla leið suð- ur í Kanaríuland, ef frelsið ætti ekki að verða honum hefndargjöf. En það var dýr ferð, og drengurinn sá það vel, að hann gat ekki ráðist í hana. Hann fjekk io aura á viku í vasapeninga, og átti sjálfur að leggja sjer til bæði grifla og blýanta. Aukatekjur hans voru 2 aurar fyrir hvert »ág.« í vitnisburðar- bók hans, en þau komu þar sjaldan, svo að hann gerði sjer ekki miklar gróða- vonir úr þeirri átt. Nú lá drengurinn í járnrúminu og var veikur. Hann hafði ekki komið í skól- ann í marga daga, og lítil líkindi voru til, að hann mundi koma þangað bráð- lega. Það var auðsjeð á því, að fötin hans voru ekki í stofunni, og Iíka á and- liti hans. Hann hafði haft þykkar og rjóðar kinnar, en nú voru þær orðnar þunnar og fölar. Hendurnar lágu ofan á sænginni, og þær voru líka orðnar magrar og hvítar, og miklu hreinni en þær áttu að sjer. Og það var svo sem engin furða, þó drengurinn megraðist. Hann fjekk ekki annan mat en mjólk í könnu, sem stóð hjá höfðalagi hans, og svo einhverja grænleita meðalavellu, sem hann gat varla komið niður. Hann varð að taka inn fulla matskeið af meðalinu annan- hvern klukkutíma. Mjólk mátti hann drekka eins og hann vildi, en hafði litla lyst á henni, og þótti bæði móður hans og lækninum það leiðinlegt. Móðir hans kom inn í stofuna. Hún hjelt á stórri, fallegri pelargóníu í jurta- potti, og setti hana á borðið. »Er hún ekki falleg ?« sagði hún. Jeg keypti hana handa þjer. Nú kemur vorið bráðum, og þá rísa öll blóm á fætur, og þá verða allir litlir drengir heilbrigðir. — Er hún ekki falleg?« »Jú«, sagði drengurinn. «Það var lfka sú fallegasta, sem til var«, sagði móðir hans. »Og sú stærsta líka. Vantar þig annars ekkert, góði minn ?« »Má ekki fuglinn líka koma hingað?« sagði drengurinn. »Jú, þú getur því nærri, að hann má það, ef þú vilt«, svaraði móðir hans og setti búrið með fuglinum í við hlið- ina á blóminu. En þegar hann sá það, fór hann að syngja, því honum fanst þá að nú væri komið vor. Drengurinn brosti, en móðir hans kysti hann, og gekk svo út í eldhúsið, því bráðum var von á föður hans heim, og þá varð hún að hafa matinn til. Svo kom faðir hans og leit inn til drengsins síns áður en hann fór að borða. Þau borðuðu í stofu rjett við hliðina á her- berginu, sem drengurinn lá í, og hann heyrði glamrið í hnífunum og göflunum við diskana. Honum datt í hug að spyrja, hvað þau væru að borða, en hann hætti við það, því hann var svo afllaus, og líka svo sinnulaus um alt. Slðar um daginn kom læknirinn. Hann settist á rúmstokkinn og spurði drenginn ýmislegs um veikina, en á meðan stóðu foreldrar hans bæði yfir rúminu og voru alvarleg. Drengurinn svaraði lækninum eins vel og hann gat, en mörgum spurningunum gat hann hreint ekki svarað. »Það gengur vel«, sagði læknirinn. Reyndar var það alls ekki alvara hans, að vel gengi, en eitthvað varð hann að segja. Móðir drengsins stundi hægt, og henni vöknaði um augu. »En þennan kanarffugl verðum við að flytja út úr stofunni«, sagði læknirinn svo. Og pelargónían má ekki heldur vera hjer inni«. »Þá fer hann að gráta«, sagði móðir drengsins. »Fuglinn má ekki taka«, sagði dreng- urinn. »Og blómstrið verður llka að vera hjer, því jeg er nýbúinn að fá það«. »Jæja«, sagði læknirinn, »Látið þið þau þá í guðánna bænum vera«. Svo fór hann. En drengurinn heyrði vel, að hann sagði rjett fyrir utan dyrn- ar, að þau yrðu að taka bæði fuglinn og blómstrið út meðan hann svæfi, og þá einsetti drengurinn sjer, að sofna alls ekki. Svo leið á kvöldið og fór að dimma. Inni í borðstofunni var enginn, en dyrnar út í hina stofuna voru opnar, og þar voru foreldrar drengsins. Úr borðstof- unni voru aðrar dyr inn í svefnherbergið, og þær voru látnar standa opnar á nótt- unni, meðan drengurinn var veikur, til þess að strax heyrðist til hans, ef hann kallaði. Hann hafði líka hjá sjer litla klukku, sem hann gat hringt, ef hann vildi. I fyrstu hafði hann haft gaman af að hringja á foreldra sína, en nú kærði hann sig ekkert um það. Þau komu inn f borðstofuna og borð- uðu þar kvöldmat. Þegar því var lokið, dró móðir drengsins gluggatjöldin niður, lagaði til í rúmi hans og bjó alt undir nóttina. Hún kveikti á gamla lampan- um, en skrúfaði kveikinn niður, svo að ljósið rjett týrði. Svo bauð hún drengn- um góða nótt, og faðir hans kom lfka inn og bauð góða nótt. Nú átti dreng- urinn að sofa. Hann lá alveg grafkyr, með hend- urnar ofan á sænginni, og starði á pel- argóníuna. Honum sýndist hún ákaf- lega stór og undarleg 1 hálfdimmunni. Blöðin voru alt öðruvísi en á daginn, og þau sýndust vera svo mörg. Kanarí- fuglinn svaf í búrinu. Það var venja, að breiða yfir það dúk á nóttunni, en drengurinn hafði beðið um, að gera það ekki í þetta sinn. Og þá var það ekki gert, því alt var látið eftir honum nú, meðan hann var veikur. Svona lá hann lengi. Hann heyrði, að foreldrar hans voru háttuð. Svo komu þau og læddust á tánum gegnum borðstofuna. Faðir hans stansaði f dyr- unum, en móðir hans kom að rúminu og laut niður yfir andlitið á honum. Hann lá með augun aftur. »Hann er sofandi«, hvíslaði hún til föður hans. Svo læddist hún að borð- inu og tók bæði búrið með fuglinum í og pelargóníuna. En þá leit drengurinn upp, og það var reiði 1 augunum. »Þú lofaðir, að þau mættu vera hjer inni«, sagði hann. Já, já, já, já, elsku drengurinn minn«, sagði móðir hans. »En þú heyrðir líka, að læknirinn skipaði, að bera þau burt«. »Þú lofaðir, að þau mættu vera«, sagði drengurinn. (Frh.). Reykjavík. Hjónabönd. Jónas Guðlaugsson áður ritstjóri og frk. Thorborg Schöyen giftust hjer 27. f. m. Þórarinn Egilsson verslunarstjóri í Hafnarfirði og frk. Elísabet Halldórs- dóttir giftust hjer 31. f. m. Jón Herniannsson skrifstofn- stjóri var í síðastliðinni viku kos- inn bæjarstjóri í Hafnarfirði af bæj- arstjórninni þar, með 600 kr. árs- launum. Hann sækir um Gullbr.- og Kjósarsýslu, og hafa Hafnfirðingar, er þeir völdu hann, talið víst, að hann fengi hana. Heiðnrssamsæti hjeldu prentarar Sigurði Kristjánssyni pientara og bóksala á Hotel Reykjavík 2. þ. m. Þórður Sigurðsson mælti fyrir minni heiðursgestsins sem prentara, en Guð- mundur Magnússon fyrir minni hans sem bóksala. Kvæði var honum fiutt (eftir G. M.) og formaður prentara- fjelagsins (Ág. Jósefsson) afhenti hon- um skrautprentaða tilkynningu þess efnis, að hann væri kjörinn heiðurs- fjelagi prentaratjelagsins. Heiðurs- gesturinn mælti fyrir minni prentlist- arinnar, Þorv. Þorvarðsson fyrir minni íslands. Nokkrar fleiri ræður voru haldnar. Samsætið fór prýði- lega fram og var hið ánægjulegasta. Kvæðið, sem sungið var, er svo- hljóðandi: Þig mentagyðja íslands ungan leiddi að arni þeiin, sem vermir hennar glóð; hún vissi það, er veg þjer fram hún greiddi, hún vann til heilla sinni kæru þjóð. Hún ljet þjer skína marga mynd og bjarta úr mætum sögum. — Betri daga arf. Og þaðan kom þjer konungslund í hjarta og kraftur fyrir heillar æfi starf. Á himni, kringum Hliðskjálf íslands fræða, á heiðurssæti spakra feðra val; þeir vemda stofninn, góða kvisti græða, og gefa sigur því, sem blómgast skal. Þeir hafa virt þitt starf og stutt það lengi, og stækka jafnt og þjett þess verkahring, þeir efla þig með gæfu sinni’ og gengi sem góðan son og mætan íslending. Þú sást oss fáa standa’ að stóru verki, og stjettin var þjer öðrum fremur kær; það gladdi þig, hve hátt hún hóf sitt merki, og hvað hún færðist óskum sfnum nær. Hún heldur velli. — Eftir raðir alda mun ennþá hjörtun bæra sigurvon, og allir þeir, sem þessa stefnu halda, með þökkum nefna Sigurð Kristjánsson. Útlendu símskeytin. 31. f. m. sagði »Lögrjetta« upp, frá næstkomandi áramótum, samningi þeim sem blöðin hjer hafa gert sín f milli um sameiginleg fregnaskeyti frá útlöndum. Frá þeim tíma fær »Lögrjetta« sjer annað fregnskeyta- samband. Þau fregnskeyti frá útlöndum, sem íslensku blöðin hafa hingað til fengið, hafa verið litlu betri en ekki neitt, svo stutt hafa þau verið, svo ótíð og svo ómerkileg oft og tíðum. En þar við bætist, að nú á síðustu tím- um eru þau líka orðin svo óáreiðan- leg, að þau eru þess vegna varhuga- verð. Það reyndist svo nýlega, að eitt þeirra flutti ósannindi, sem langa rekistefnu þurfti til að leiðrjetta, og nú á laugardaginn flytur »ísaf.«skeyti, sem líkindi eru til að eitthvað sje ó- hreint f, svo að þau blöð sem annara er um sannleikann en henni og folöldum hennar, kjósa heldur að sleppa því. Frá fjallatindum til fiskimiöa. Skipstrand. Skipið „Norröna" slitnaði upp á höfninni á Hvamms- tanga á laugardagsnóttina var í hvössu norðanveðri með snjókomu. Skipið var fermt útlendum og inn- lendum vörum. Það var búið að taka saltkjöt pöntunarfjelaganna á Sauðárkrók, Blönduósi og Hvamms tanga, sjálfsagt um 1000 tunnur alls, og aðrar haustvörur tilsvarandi, en átti eftir að taka haustvörur bæði á Steingrímsfirði og víðar Norðanlands. Utlendu vörurnar áttu að fara á Steingrímsfjörð og kemur tap þeirra sjer mjög illa nú undir veturinn, því óvíst er að hægt verði að senda þangað skip fyrri en í febrúar. Þó ætlar umboðsmaður Zöllners, Jón frá Múla, að reyna að fá skip sent þang- að nú svo fljótt sem unt er, og hef- ur símað um það til Zöllners, en ekki fengið svar ennþá, Engin tök eru talin á að bjarga skipinu, svo það verður fullkomið strand. Menn björguðust allir. Prestskosning fór fram á Þór- oddsstað í Köldukinn 16. f. m. og var síra Sigurður Guðmundsson, áð- ur aðstoðarprestur í Ólafsvík, kosinn með nær öllum atkv. Brynjólfur Jónsson frá Minna- núpi varð sjötugur 26. f. m. Hann var þá staddur í Hruna, hjá Kjartani prófasti Helgasyni, og var honum þar afhent afmælisgjöf, er ýmsir vinir hans höfðu keypt til þessa, en það var stafur úr hvalbeini, útskor- ínn af Stefán Eiríkssyni og með rúnaáletrun eftir fyrirsögn B. M. Ól- sens prófessors. Er stafur þessi merk- isgripur. Einnig var Brynjólfi flutt þennan dag afmæliskvæði, er ort hafði síra Valdimar Briem, en hann hefur einnig ritað grein um Brynjólf með mynd af honum í síðasta tbl. „Óðirs". Kol. „Vestri" frá 17. f. m. skýrir frá því, að kol hafi fundist í Dufans- dal í Barðastrandasýslu og að Sig- urður Jósúa sje nú kominn þangað til frekari rannsókna. „Kolin eru nærri sjó og dágóð höfn framundan", segir „Vestri". Sig. Eiríksson reglnboði er ný- kominn vestan úr ísafjarðarsýslu; var að undirbúa þar atkvæðagreiðslu um aðflutningsbannið í Norður-lsa- fjarðarsýslu, því hún hefur ekki farið þar fram fyr en nú vegna þess, að þingkosning var þar engin. Ekki voru atkvæðin talin, er Sigurður fór að vestan. Stúku stofnaði hann á Látrum í Aðalvík og heitir hún „Björg". Skúli Thoroddsen kom frá ísa- firði í gær og hefur verið þar vestra síðan snemma í sumar. „Hólar“ komu frá Austfjörðum í gærkvöld og með þeim að sögn um 400 farþegar. íslenskt lirsaprfihr mjög gott, fæst í verslun Kristins Magnússonar. Til leiffu- Stofa með húsgögn- um ásamt svefnstofu. G Guðmundsson hjá Jes Zimsen.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað: 51. tölublað (04.11.1908)
https://timarit.is/issue/170029

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

51. tölublað (04.11.1908)

Aðgerðir: