Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.11.1908, Blaðsíða 1

Lögrétta - 11.11.1908, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. a M Reykiavík 11. nóvember 1908. IXI. árg. HAFNARSTR-1718 1920 21-22-KOLAS !-2- LÆKJART i * REYKJAVIK * Hvergi er úr eins mörgum fataefnum að velja, og hvergi er fatasaumur vandaðri en í Xlxðskeraðeiliinni í hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. . io aura brjefsefnin góðu o. fl. Lárus Pjeldsted yfirrjettarmálaflutningsmaður, Lækjargötu 2. Heima 10 12 og 3 —4. V atnsveitan. Hún hefur verið áhugamál mitt frá fyrstu byrjun. Nú er hún aðal-um- talseíni og áhyggjuefni bæjarbúa. Jeg hef því ásett mjer, að grenslast eftir, hvað verkinu líður, og skýra frá því sem jeg frjetti og fæ vitneskju um, æsingalaust og vægðarlaust. Hefur mjer þótt hlýða, að eiga fyrst tal við mann úr vatnsveitunefndinni. Hann hefur skýrt mjer frá því sem hjer fer á eftir: Vatnið á að taka úr Gvendar- brunnum; þeir eru góðan spöl fyrir sunnan og neðan Hólm. Vatnið vell- ur út úr hrauninu blátært, svo mik- ið, að nægja rnundi margfalt stærri bæ en Kvík. Vegalengd þangað frá Rauðarárholti er nærri því 11 rastir {um 1V2 míla). Gvendarbrunnar eru 78 stikur yfir sjávarmál. í vor, er leið, litlu fyrir sumarmál, var tekið til að jarða höfuðæðina, sem vatnið á að renna um úr Gvend- arbrunnum heim í bæinn. Það er járnæð 12 þml. víð hið efra, en io þml. þegar neðar kemur, ofan frá Elliðaám. í sumar hefur þessi höf- uðæð verið sett í jörð alla leið trá efri Veiðimannahúsum við Elliðaár niður að Rauðarárholti. Grafið hefur verið svo djúpt, að tvær álnir eru niður að efra borði æðarinnar, nema þar sem klappir eru; þar hefur verið grafið niður á klöpp; meira en helm- ing vegarins var svo grunt á klöpp, að æðin komst ekki tvær álnir niður; þó er víðast fet eða þaðan aí meir niður að henni af yfirborði jarðar, en minst 4 þml. Álstaðar, þar sem ekki verða 2 álnir niður að æðinni, á að verpa haug (hrygg) yfir, svo háan og breiðan, að hvergi verði skemra en 4 fet trá yfirborði æðar að yfirborði hryggjarins eftir að hann er fullsiginn. Þetta lag á höfuðæð- inni, að forðast sprengingar og moka frernur yfir, var haft til sparnaðar, eftir tillögum Jóns Þorlákssonar, og hafa sparast á því líklega um 20 þús. kr. Þetta verk hafa unnið tveir danskirverktræðingar, Lössl ogKjögx; er hinn fyrri alvanur þessari vinnu. Þeir hafa unnið verkið fyrir umsam- I ið kaup. Þeirra tilboð var lægst. Tilboðin voru fleiri; 4 komu frá hjer- lendum mönnum: Pjetri Hjaltesteðo. fl., Bjarna Jónssyni trjesmið, Pjetri Ingimundarsyni o. fl. og Jóni Eiríks- syni steinsmið; eitt kom frá norsk- um steinsmið og eitt trá svenskum steinsmið. Þessi 6 tilboð voru öll hærri en tilboð þeirra Lössl og Kjögx. Verkinu er ekki lokið enn, ekki lok- ið að leggja æðina þar sem hún hvíl- ir á klöpp. Eftirlitsmaður bæjarstjórnar með þessu verki var Knud Zimsen til júnímánaðarloka; þá kom Hansen verkmeistari, sem bæjarstjórnin hefur ráðið yfirmann vatnsveitunnar og hef- ur hann litið eftir því, hvernig æð- in var lögð og yfir mokað. Um þessa höfuðæð geta runnið að bæn- um yfir 20 þúsund tunnur á sólar- hring. Safnþró verður á Rauðarár- holti; á hún að rúma 5—6 þúsund tunnur af vatni. Hún er til þess að- allega, að bærinn verði ekki vatns- laus, ef höfuðæð bilar, svo að gera þarf við hana. í vetur og vor á að leggja vatns- æðarnar urn allar götur bæjarins og inn f hús, et menn vilja. Bæjarstjórnin bauð mönnum að takast a hendur allan gröft, spreng- ingar og mokstur í götum bæjarins. 5 tilboð komu, en þóttu öll of há, eða að öðru leyti varhuga verð. Bæj- arstjórnin rjeð því af, að láta vinna verkið í daglaunum, eða semja um einstakar götur. Þá var Kjögx verk- stjóri ráðinn yfirverkstjóri yfir þess- ari vinnu. Nú hefur bæjarstjórnin sjálf um 120 manns í vinnunni, í tveim flokkum; er Magnús Vigfús- son vegabótamaður verkstjóri annars flokksins, en Valentínus Eyjólfsson hins. Þá hefur Jóhannes Jónsson á Tóftum tekið að sjer Lindargötu, Hverfisgötu og þvergöturnar upp að Laugavegi fyrir umsamið kaup. Jónas steinsmiður Þorsteinsson hef- ur tekið Laugaveg, Bankastræti og nokkrar þvergötur fyrir um- samið kaup. Norskur maður, Ur- sin, hefur tekið Skólavörðustíg, Þingholtsstræti, Amtmannsstíg, Bók- hlöðustíg, Mfðstræti og part af Skál- holtsstíg og Laugavegi. Tveirgerðu boð í kaflann frá Rauðarárholti að Barónsstíg, en gengu frá verkinu. Fieiri tilboð um heilar götur hafa komið, en ekki verið talin aðgengi- leg, enda sjer bæjarstjórnin sjer hag í því, að láta vinna þetta verk í daglaunavinnu, til þess að geta látið fátæklinga njóta vinnunnar. Verk- meistari Hansen hafði varið sumrinu til að mæla leiðina frá Elliðaám og upp að Gvendarbrunnum. Því verki var ekki lokið I. september, þegar byrjað var að grafa í göturnar, og var þá Knud Zimsen ráðinn aðstoð- armaður Hansens; skyldi hann hjálpa honum við teikningar og eftirlit úti við. Lössl verkmeistari hefur tekið að sjer að flytja æðarnar út um bæinn og leggja þær í grafirnar. 3 aðrir útlendingar (enginn búsettur hjer) gerðu boð í þessa vinnu; þau voru öll hærri. Allar götuæðarnar verða samtals 16 rastir á lengd; þær eru allar fald- ar svo djúpt í jörð, að 2 álnir eru alstaðar niður að efra borði þeirra. Frá Rauðarárholti niður að Baróns- stíg liggur 10 þml. æð, þaðan 7 þml. æð um Laugaveg og áfram smá- minkandi vestur í bæ um Túngötu. Um Hverfisgötu liggur önnur 7 þml. æð, smágrennist hún og gengur um Hafnarstræti og Vesturgötu út á Framnesveg. 4 þml. æð fer um Barónsstíg, Njálsgötu, Skólavörðu- stíg, Óðinsgötu, suður á Laufásveg. Ur þessum 3 höfuðæðum ganga minni æðar í allar aðrar götur bæjar- ins. Eldsvoða-hanar verða á götu- æðunum, um 140 talsins, og hvergi lengra í millum þeirra en nemi 100 stikum. Húseigendur kosta húsæðar, þær æðar, sem liggja úr götuæðunum inn í húsin. Húseigandi verður að greiða vatnsskatt, ef götuæð liggur fram hjá húsí hans. Munu því allir sjá sjer hag í að leggja æð inn til sín. Hverjum húseiganda er frjalst að kaupa efni í húsæð sína, hvar sem hann vill; en með því að það er afaráríðandi, að þetta verk sje vel unnið og eftir ákveðnum reglum, þá mega þeir einir vinna að húsæðum, sem bæjarstjórn löggildir til þess. Getur húseigandi valið, hvern af hin- um löggiltu mönnum hann vill láta vinna verkið fyrir sig. Hingan til hefur bæjarstjórnin engan mann lög- gilt til þessa starfa. Nú segir bæjar stjórn að efni f húsæðar mundi verða ódýrara, ef mikið væri keypt í einu; hefur hún þvf keypt 16,000 stikur af húsæðum, og býður bæjarbúum að leggja til efni og vinnu; er gert ráð fyrir, að hver stika í húsæð upp- kominni verði um 1 kr., efni og vinna, enda tekur þá bærinn að sjer i/a árs ábyrgð á því, að æðin sje held; hefur bæjarstjórnin og lagaheimild til að veita húseigendum alt að því tíu ára gjaldfrest á andvirði húsæðar. En öllum er frjálst, hvort þeir vilja nota þetta tilboð. Bæjarstjórnin fjekk þrjú tilboð um vinnu að húsæðum, frá Lössl, frá Albert Jónssyni á Ak- ureyri, og fra Helga Magnússyni járnsmið í Reykjavík. Helga tilboð var lægst. Hvenær menn verði lög- giltir til þessarar vinnu, og húseig- endum leyft að fara að leggja æðar inn í hús sín, án þess að eiga við bæjarstjórn — það er enn óákveðið. Húsæðar verða flestar 3/4 þuml. vfðar, I þuml. í stór hús. Á þennan hátt er húsæðalagningu háttað í erlendum bæjum. Útlit er fyrir, að alt þetta verk, höfuðæðin frá efri veiðimannahúsun- um til bæjarins, safnþró á Rauðarár- holti og allar götuæðar, muni kosta um 340 þús. kr., og er það í fullu samræmi við áætlun Jóns verkmeist- ara Þorlákssonar. Hinn efri hluti höfuðæðarinnar, frá Elliðaám upp í Gvendarbrunna, verð- ur að líkindum dýrari en búist var við. Jón Þorláksson áætlaði 80 þús. kr., eftir lauslega mælingu, og var það bráðabirgðaráætlun. Nú er full mæling gerð, og áætlun lokið innan skamms, og útlit fyrir að þessi efri hluti höfuðæðarinnar muni kosta um 150 þúsund krónur. Þessu öllu hefur vatnsveitunefndar- maður skýrt mjer frá. Bæjarbúarhafa fundið að þvftvennu — 1) að verkmeistarar, verkstjórar og eftirlitsmenn sjeu of margir og of kaupháir, — 2) að verkið fari illa úr hendi, æðarnar muni liggja of grunt, þær sjeu látnar atast í forarræsum bæjarins, þær sjeu ekki skeyttar nógu vel saman, ekki búið um þær í jörð- unni svo vel sem skyldi; grjóti fleygt í skurðina aftur, og því örðugra en vera þyrfti að vitja um æðarnar síðar, ef þær bila, enda gangi alt verkið seint og sje til mikils trafala fyrir bæjarbúa. Þá er og talað um, að vatnsæðanetið sje ekki svohaganlegt sem skyldi; fundið að því, aðvatns- æðarnar liggja víða undir holræsun- um, getið til að húsæðarnar muni ekki eiga að liggja eins og hag- Kvæmast þykir nú á dögum, enda muni tilboði bæjarstjórnar um hús- æðar vera svo háttað, að húseigendur geti sjálfir látið vinna það verk fyrir miklu minna verð. Loks er það mál manna, að margur kunni lítt til þeirra verka, sem honum eru falin. Allar þessar aðfinslur verða teknar til íhugunar í næsta blaði, þá er eg hef átt tal við fleiri menn og aflað mjer frekari upplýsinga. G. Björnsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.