Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.01.1909, Blaðsíða 4

Lögrétta - 20.01.1909, Blaðsíða 4
12 L0GRJET TA. En nú kynni einhver að spyrja: Fyrst að ástandið í Bosníu og Herze- gowínu er orðið svona afleitt undir stjórn Austurríkis, hvernig stendur þá á því, að landslýðurinn skuli ekki rísa upp og mótmæla því með ein- um munni og ákalla hjálp Norður- álfunnar í eymdum sínumf En þessi spurning ber vott um úrelta og satt að segja barnalega hugmynd um »Norðurálfuna« og algert þekkingar- leysi á ástandinu í fylkjunum. Það eru þegar nú 80,000 hermenn í þessum fylkjum. Til dæmis að taka eru í bænum Trebinje 2000 íbúar og 2000 manna setulið, og á hverjum degi, síðan Austurríki kast- aði eign sinni á fylkin, er herliðinu fjölgað. Það er bannað að kaupa, seíja eða eiga neins konar vopn, og brot á móti því banni á undir her- dómstóla, og varðar að minsta kosti 3 mánaða fangelsi. Það er bannað að haida opinbera fundi og mót, og leyfi til þess fæst nú sem stendur alls ekki, og fyrir brot móti banninu er, ef svo horfir við, hegnt eins og fyrir landráð. Það er bannað að finna á prenti að ástandinu, að fara fram á breyt- ingar á því, að láta í ljósi skoðanir, sem koma í bága við fyrirskipanir yfirvaldanna. Brot á móti þessu banni varðar þeirri hegningu, að blaðið sje gert upptækt og háum sekt- um eða fangelsi, og hvernig sem fer löngu rannsóknarvarðhaldi á hjer um bil öllum, sem við blaðið eru riðnir. Landslýðurinn hefur hlekki á hönd- um og fótum og ginkefli í munnin- um, og samt er heimtað af honum, að hann kæri, mótmæli og beri hönd fyrir höfuð sjer. Nei, Bosnía og Herzegowína verða að bera harm sinn í hljóði. Þær hafa ekki annað að lifa fyrir, en von um ókomna tímann, en reynsla ann- ara þjóða gerir lítið úr þeirri von. Það er það harðasta, að hin stóra og mikla Norðurálfa í allri sinni mentunardýrð hafi tómstundir til að kenna í brjósti um þessi fylki. Dularfull fyrirlirigöi. S másaga eftir Berthu von Suttner. (Frh.). ----- „Það geta verið blekkingar engu að síður", svaraði læknirinn. „Á loddara- sýningum eru áhorfendurnir vitni að ýmsum undrum, eða atburðum, sem birt- ast eins og undur fyrir augum þeirra. En þar vita menn, að þetta eru missýn- ingar og fella þann dóm yfir því, sem þar fer fram, án þess að þeir skilji að- ferðina. Þegar þjer ásakið mig fyrir vantrú á kynjasögur yðar, þá verðið þjer að gæta þess, að það er jeg, sem styð mig við lögmál rjettrar hugsunar,en þjer ekki. Sje nokkur eðlileg skýring á þeim á annað borð hugsanleg, þá eiga menn ekki að grípa til óeðlilegra skýringa. Þó jeg aldrei nema heyri svo og svo sannorðan mann skýra frá, að hann hafi verið vitni að einhverju dular-fyrir- brigði, eða þó jeg beinlínis væri vitni að þvl sjálfur, þá finnst mjer nær að líta svo á, að fyrirbrigðið eigi eðlilega orsök og komi ekki í bága við lögmál náttúr- unnar nje hugsunarinnar, ef það væri rjett skýrt, heldur en hitt, að þetta lög- mál hafi verið rofið rjett á meðan fyrir- brigðið var að gerast". Þegar læknirinn hafði sagt þetta, sneri hann sjer til gamals manns, sem sat rjett á móti og ekki hafði gefið orð í þræt- una. „Því segið þjer ekkert um þettta, pró- fessor?" sagði hann. „Þjer ættuð að hjálpa mjer. Þjer hafið samið vísinda- leg náttúrufræðisrit og hljótið að vera á mínu máh“. Gamli maðurinn dró stólinn sinn nær borðinu, hallaði sjer fram á það og studdi hönd undir kinn. „Nei", svaraði hann. „Mjer þykir það leitt, læknir, að neita bón yðar, en jeg er ekki yðar megin í þessu máli, heldur andanna megin". Langt: „A-ha!“ heyrðist frá hverjum munni. Sumir voru vonsviknir, aðrir ánægðir, en allir voru hissa. Gyða rak llka upp hljóð, en þó hafði hvorki hún nje herforingjaefnið tekið neitt eftir samtalinu, og það var eins og hljóðið kæmi ósjálfrátt. Þó skulum við ætla, að eðlilega orsök hefði mátt finna til þess, ef menn hefðu sjeð alt, sem fram fór á stólum þeirra Knúts og Gyðu. „Jeg get ekki veitt yður lið í þessu máli", sagði prófessorinn. „Hvað væri líka unnið við það, þó jeg væri sömu skoðunar og þjer? Sje hugur mannsins hneigður fyrir það sem dularfult er, þá gagna engar ástæður og engin rökfærsla. Staðreyndirnar sjálfar eru þær einu sann- anir, sem hægt er að fá. Fyrir þeim verð jeg að beygja mig, eins og aðrir. Jeg hef sjálfur verið vitni að atburðum, sem hafa haft óafmáanleg áhrif á mig og eru mjer enn í dag óráðanlegar gát- ur. Jeg hef alt til þessa engum manni sagt frá þeim, og það er ekki laust við, að hryllingur fari um mig, þegar jeg kalla endurminningarnar fram úr þess- um leyniklefa í hugskoti mínu. En ef þið viljið heyra þær, og ef þær eru nokk- urs virði í þessu máli, þá skal jeg gera það". „Já, blessaðir, gerið þjer það, prófes- sor“, kallaði hver í kapp við annan, og Þorvaldur póstafgreiðslumaður þó hæst af öllum. Út úr hverjum andlitsdrætti hans skein bæði gleði og forvitni. „Jeg fer líka að verða forvitinn", sagði læknirinn. „Því í mínum augum verður draugasaga hálfu undarlegri f yðar munni, en 1 munni flestra annara manna". Knútur* og Gyða hættu að hvíslast á og fóru að hlusta eftir, eins og aðrir. Þó sleptu þau ekki takinu hvort um annars hönd. Ánægjustraumurinn, sem barst frá fingurgómum þeirra og inn til hjartnanna, var eins og boð frá duldum heimi — svo að þau langaði líka til að fá að heyra eitthvað dularfult. „Þið verðið að fyrirgefa", sagði pró- fessorinn, „þó saga mín verði laus í sjer. Jeg er bæði óundirbúinn, og svo hafa lfka endurminningarnar um þetta, sem jeg ætla að segja frá, svo æsandi áhrif á mig, að jeg á erfitt með að finna við- eigandi orð“. Hann strauk hendinni um ennið, hugsaði sig ofurlitla stund um, og byrjaði svo söguna. „Þegar jeg hafði fylgt konunni minni sáluðu til grafar, og það eru nú nærri þrjátíu ár síðan", sagði hann, „þá dró jeg mig um tíma út úr öllum fjelags- skap við aðra menn og lifði einlífi. Jeg þóttist ekki fær um að gegna embætti mínu, meðan sorgin var beiskust, og fór burtu úr bænum. Pað var um vetrar- tfma. Samt valdi jeg mjer bústað í litlu, afskektu veiðimannahúsi, langt inni í skógi. Með mjer hafði jeg gamla þjón- ustustúlku, hvítan stofuhund, kanarífugl, sem konan mín hafði átt, og brjóstmynd af henni í náttúrlegri stærð. Bækur hafði jeg líka með mjer, því jeg hugsaði mjer að eyða sorginni, að svo miklu leyti sem mjer væri hægt, með vinnu. Einnig tók jeg með mjer harmóníum, sem jeg átti. Kona mín hafði haft fal- lega söngrödd og jeg hafði oft leikið undir á þetta hljóðfæri, þegar hún söng. Oftast t’ór hún með sálmalög. Hún var trúkona mikil, en jeg þvert á móti. Þetta var það eina, sem hún hafði átal- ið mig fyrir. „Það fer svo, að þú breytir einhvern- tíma skoðun", sagði hún oft. „Þú færð einhvern tíma bendingu hinumegin frá, sem eyðir hjá þjer efasemdunum". „Þær bendingar eru ekki til", svaraði jeg. „Til okkar hjer á jörðunni hefur aldrei komið nein bending hinumegin frá". „Þetta máttu ekki segja", sagði hún og lagði höndina fyrir munninn á mjer „Jeg þoli ekki að heyra það. Þegar þú talar svona, langar mig nærri því til að deyja, til þess að geta birst þjer eins og andi . ... og það geri jeg, ef jeg dey". Við vorum tæpt ár í hjónabandi. Og þegar hún lá banaleguna, sagði hún einu sinni við mig: „Veistu, hvers vegna jeg er kölluð burtu? . . . Jeg á að færa þjer boð handan að . . . . og það ætla jeg líka að gera!" „Óttalegt", sagði frú Dal. Læknirinn ypti öxlum. „Það er skilj- anlegt, þegar svona stendur á, að menn þykist sjá fyrirburði", sagði hann. „Þessi orð konu yðar á banasæng hennar hafa fengið mikið á yður, og svo bætist þar við einveran á miðjum vetri úti í skógi. í siíku ásigkomulugi eru skynvillur ekki nema eðlilegar". „Já, auðvitað", sagði Þorvaldur, „skyn- villur og heilabilun — það eru altaf handhægar skýringar á öllum yfirnáttúr- legum fyrirbrigðum. Þær hafa efasjúku mennirnir altaf á reiðum höndum. Áð- ur en sagan er sögð til enda, er hún orðin að sjúkdómsskýrslu hjá læknin- um". „Af því að sú skýring liggur beinast við", svaraði læknirinn. „Ljótur er efinn", sagði frú Dal og hristi höfuðið. „En, blessaðir, haldið þjer áfram, prófessor; saga yðar hefur gert mig mjög forvitna". „Já, því get jeg trúað", tautaði læknir- inn í hálfum hljóðum. „Sögur vilja menn heyra. Þó menn heyri sömu sögurnar í sffellu endurteknar nær óbreyttar, og að- eins sje vikið við smáatriðum, þreytast menn aldrei á því. — Látið þjer okkur nú heyra áframhaldið, prófessor". „Það skal jeg gera", svaraði prófessor- inn. „En jeg ætla að biðja yður að vera þolinmóðan, læknir, og lofa mjer að tala út. Það koma tyrir mörg atriði í sögu minni, sem jeg býst við, að þjer viljið gera athugasemdir við. En ef þjer ættuð að gera þær allar jafnóðum og jeg segi frá, þá tæki það engan enda. Jeg heiti yður því, að þjer skuluð þakka mjer fyrir söguna að lokum". „Það er með öðrum orðum, að þjer ætlið að innræta mjer nýja lífsskoðun. Jeg efast um, að yður takist það. En samt skal jeg ekki framar taka fram 1 fyrir yður". „Þá held jeg áfram", sagði prófessor- inn. „Jeg hugsaði alls ekkert um þetta heit konu minnar á banasænginni, sem jeg sagði ykkur áðan frá. Það var föst sannfæring mín, að ekkert samband gæti átt sjer stað milli dáinna manna og lif- andimanna, og því tók jegekkert mark á þessum orðum hennar. Jeg mintist þeirra, er atburður gerðist, sem eigi var unt að skýra öðruvísi en svo, að hún hefði efnt heit sitt . . . ." „Nú“, kallaði frú Dal; „kertin eru brunnin út. Eigum við ekki að koma inn ?". „Nei, nei", svaraði Knútur. „Viðþurf um engin ljós. Það er nóg birta af tunglinu. Draugasögur njóta sín best í myrkri". Prófessorinn hjelt áfram sögunni. Eitt kvöld hafði jeg lengi setið yfir bókum mínum", sagði hann. „En alt í einu hrökk jeg upp við það, að mjer fanst jeg heyra eitthvert undarlegt þrusk rjett hjá mjer. Jeg get ekki lýst því, hvernig það var. Það voru ekki högg og ekki stunur, og hvorki var það líkt hljóði í nokkru dýri nje heldur þyti af vindi. En einmitt þetta, að það líkt- ist ekki neinu hljóði, sem jeg hafði áður heyrt, vakti hjá mjer ugg og ótta. Jeg varð órólegur, og mjer fanst jeg verða að komast eftir, hvernig annað eins hljóð og þetta gæti myndast. Jeg gat ekki með vissu ákveðið, hvaðan hljóðið kæmi; það virtist helst eins og það væri nokkúrn veginn eins um alt herbergið. Það var lágt, en óslitið og alstaðar. Jeg reis á fætur og rannsakaði hvern krók í herberginu. Fuglinn svaf með höfuðið undir vængnum í búri sínu. Alstaðar heyrði jeg hljóðið og ekki hærra nje lægra á einum stað en öðrum. Mjer fanst þá augljóst, að jeg bæri sjálfur hljóöið með mjer. Til þess að fullvissa mig um, að svo væri, fór jeg út í for- stofuna, — en þar var alt hljótt. Jeg fór inn í herbergið aftur, og undir eins heyrði j'eg sama hljóðið. Jeg hringdi á þjónustustúlkuna, oghúnkom inn. „Heyr- ir þú nokkuð, Birgitta?" sagði jeg. En þá hvarf hljóðið alt í einu. „Bíddu of- urlítið við . . .“ sagði jeg. En það var til einskis. Nú heyrði jeg ekkert. Jeg sagði henni þá að hún mætti fara. En undir eins og hún var komin út úr dyr- unum, heyrði jeg þruskið aftur. Jegkall- aði þá aftur á hana. En þá varð alt hljótt eins og áður. Þetta gekk svona nokkrum sinnum, en þá sagði jeg stúlk- unni, að hún mætti fara að hátta, og var síðan einn hjá þessum ósýnilega gesti mínum. Jeg heyrði stöðugt sama hljóðið, og gat ekki annað en hlustað eftir því. Smátt og smátt varð það veikara og veikara og loks hvarf það alveg. Þetta kvöld gat jeg ekkert sint bókum mín- um, og fór svo að hátta. Nú liðu átta dagar, og jeg hafði nærri því gleymt þessu undarlega hljóði. En þá kom það alt í einu aftur, um kvöld eins og áður. Enn kallaði jeg á Birgittu, og árangurinn af því varð hinn sami og áður. Undir eins og hún kom inn í herbergið, þagnaði hljóðið, og jafnskjótt sem hún fór út, kom það aftur. Jeg varð bæði alvarlegur og áhyggjufullur, bæði undrandi og hálfhræddur. Öðru hvoru óskaði jeg, að jeg gæti kom- ist fyrir, hvað þetta væri, en hina stundina fanst mjer best, að það yrði áfram óskiljanlegur leyndardómur, eins og það þá var. Frá þessum degi kom hljóðið reglu- lega, með fárra daga millibili. Jeg átti von á því o? beið þess eins og heim- sókn góðs og gamals kunningja. Mjer datt ekki framar í hug, að grenslast eftir orsök þess, eða leita eftir eðlilegri ráðn- ing á gátunni. Á hverjum degi hugsaði jeg með sjálfum mjer: „Kemur hljóðið í dag", og kæmi það ekki, saknaði jeg þess. En þegar það kom, fagnaði jeg því eins og vini. Það var líka eini vin- urinn, sem til mín kom. Hjer um bil fimm mlnútum áður en það kom, fann jeg ætíð til einhvers óróleika, en jafn- skjótt og það var komið, hvarf hann. Jeg fór að hugsa um, að það yrði að gefa þessurn ósýnilega gesti og vini eitt- Útboð. Veganefnd Reykjavíkur óskar eftir tilboðum um 9000 brústeina 6"X9"X8" 400 álnir stjettarsteina 10"Xl4". Undirritaður gefur upplýsingar og tekur á móti tilboðum til 31. janúar. Ennfremur óskast tilboð um 220 álnir 9" holræsapípur (10 stk. með 4" stút). Undirritaður tekur á móti tilboðum um pípurnar til 15. febr. Reykjavík 18. jan. 1909. Sig-. Thoroddsen. heldur kapphlaup sunnudaginn 31. janúar kl. 1 e. m. svo framarlega sem ís verður á tjörninni og veður leyfir. Því verður skift í 4 deildir. I. deild yngri en 12 ára 500 metra. Hluttökugjald 0,25. II. » frá 12— -15 » 500 » —»— 0,25. III. » » 15- -18 » Ln O O —»— 0,50. IV. » yfir 18 » 1000 » 1 » 1 O N Cn Þeir, sem vilja taka þátt í þessum kapphlaupum, eru beðnir að gefa sig fram við herra Carl F. Bartels, Laugaveg 5, fyrir kl. 8 fimtudag þann 28. þ. m. St jór ni 11. hvert nafn, en fann lengi ekkert, sem mjer þætti við eigandi. Loks datt mjer í hug það nafn, sem mjer var dýrmæt- ast allra. Teg kallaði upp: „Jóhanna, komdu!" í sama bili kom hljóðið og var hálfu sterkara en áður. Jeg kallaði þáaft- ur: „Jóhanna, Jóhannal", og því oftar sem jeg nefndi nafnið, því sterkara varð hljóðið, og því nær mjer fanst mjer hljóð- bylgjurnar koma. Það var eins og þær væru að faðma mig að sjer, eða jafnvel eins og þær ætluðu að kæfa mig. Skynvilla. Er ekki svo? Jeg sje orð- ið svífa á vörum yðar, læknir, og efþjer hefðuð ekki lofað, að taka ekki fram í fyrir mjer, þá hefðuð þjer fyrir löngu sagt það. Jeg gat mjer líka til, að svo væri, því jeg trúði því ekki, að til væru andar. En í þessu mintist jeg konu minnar á banasænginni, sem jeg áður hef sagt ykkur frá. Getur það verið mögulegt? datt mjer í hug. „Heimska", svaraði jeg mjer óðar sjálfur, kallaði svo á gömlu Birgittu, tók inn stillandi með- al og fór að hátta. (Niðurl.). Skilagrein yflr fljaflr og áheit til Fríkirkjunnar 1908. 10. febr. Gjöf frá N. N 2,00 10. febr. Áheit frá ónefnd. sjóm. . 3.°° 29. febr. — — Jóni Jónssyni . 5,oo 20. marz. Gjöf frá Ól. Magnússyni, Bræðraborgarstíg 8. . . 3.°° 13. ma(. Áheit frá Sig. Jónssyni Bergstaðast. 17 5,oo 11. ágúst. Áheit frá N. N 5,00 3. seft. - - „9“ 5,00 29. okt. — — N. N 5,o° 11. nóv. Gjöf frá Ólafi 4,00 23. nóv. Áheit frá Oddrúnu ( Rvík. 2,00 Kr. 39,00 Reykjavík 16. jan. 1909. Arinbj. Sveinbjarnarson. 40 hestar af góðri töðu eru til sölu. Ritstjóri vísar á. Snildarvel tilbiiin Gufu- og Seglskip i glerkössum, eru til sölu 1 verslun G. Matthíassonar, Talsími 215. Lindargötu 7. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. PósthÚ8stræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talslmi 16. Eftir kröfu Karls Einarssonar cand. júr. í Reykjavík og að undangengnu fjár- námi þ. 6. þ. m. verður fiskiskip- ið »Helga(c selt á uppboði til lúkningar veðskuld að upphæð kr. 5392,67, auk vaxta og kostn- aðar. Uppboðið verður haldið hjer á skrifstofunni fimtudaginn 28. janúar 1909, kl. 12 á hádegi. Yerða þar lagðir fram söluskii- málar og veðbókarvottorð skips- ins. Þeir, er ætla að kaupa skipið, geta skoðað það áður, þar sem það liggur á Eiðisvík. Skrifstofa Gullbringu- og Kjósarsýslu 6. jan. 1909. Ldrus Fjeldsted settur. Hlutafjelagið Thomas Th. Sabroa £ Co„ Aarhus — [)anmörku, býr til Kolsíru- kæb-oe frysti-vjelar. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn- um, að minn hjartkæri eiginmaður, Magnus Porsteinsson næsturvörður,andaðist aðtaranótt hins 17. p. m. Jarðarförin er ákveðið að fari fram príðju- daginn 26. p. m. Húskveðjan hefst kl. 12 á hádegi á heim- ili okkar, Hverfisgötu 4 F. Anna Guðmundsdóttlr. Silfurbúinn göngustafurtap- aðist hátíðisdag góðtemplara 10. þ. m. Skilist til Einars Einarssonar skipstjóra, Hverfisg. 44, gegn fundarlaunum. Prentsmiðjan Gutenberg. hefur lagt útbúnað til 600: fiskflutningaskipa, fiskfrysti- húsa, fiskgeymslustöðva, beitu- frystihúsa, mótorfiskiskipa, gufu- skipa, íshúsa, mjólkurbúa og til ýmislegs annars. Fulltrúi fyrir ísland er: Sdsli Jofínsen konsúll í Vestmannaeyjuin.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.