Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 20.02.1909, Qupperneq 2

Lögrétta - 20.02.1909, Qupperneq 2
30 LOGR.I ETTa. Lögrjetta kemur á át hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendls 5 kr. Gjalddagi 1. júli. 1,1 l> T-MERKI -brúkuð-kaMDÍrháu -*• JTvJL verði Inger Östlund, Þir.g- holtstræti 23. skrárákvæði, því að sjeu ráðherrar aðeins tveir og annar staddur í Kaup- mannahöfn til erindis við konung en hinn í Reykjavík, er ómögulegt að köma á neinum fundi, er mál kalla að til bráðrar ályktanar. Það er því ætlað lögum þeim, er kveða á um fjölgun ráðherra, að setja ákvæði um ráðherrastefnur. Þó að hver ráðherranna geti auð- vitað sjálfur borið upp fyrir konungi þau mál, sem hann hefur með hönd- um, sbr. 6 gr. og 7. gr., er gert ráð fyrir því að venjulega feli ráðherr- arnir einum — og þá forseta sínum — að fara á konungsfund einnig með þeirra mál, er þeir þá nafnsetja fyrir íram. Það væri óeðlilegt og enda óheppilegt að ráðherraforsetinn bak- aði sjer að sjálfsögðu stjórnarfarslega ábyrgð á efni þeirra ályktana, erhann þannig ber fram. En hinsvegar þyk- ir rjett að hann geti með undirskrift sinni einnig tekið ábyrgðina, efkon- ungi þykir það meiri trygging og ráðherraforsetinn er málefninu fylgj- andi. Vilji hann ekki setja nafn sitt undir og konungur ekki undirskrifa að öðrum kosti, þá krefur nauðsyn, að ráðherra sá, sem hlut á að máli, fari sjálfur á konungsfund (sbr. 6. gr.). Um 8.—17. gr. Fyrir mæli 8. greinar um skilyrði fyrir embætti á íslandi gilda auðvitað einnig fyrir ráðherrana. í 10. gr. er þingsetu- tími lengdur um 2 vikur frá jþví sem nú má vera án konungsleyfis, og er það gert með sjerstöku tilliti til vetr- arþinga. í 15. gr. er sett það á- kvæði um bráðabirgðarlög, að þau falli úr gildi, ef næsta alþingi á eftir samþykkir þau eigi, og bannað að gefa ót bráðabirgðarfjárlög, nema því að eins, að alþingi hafi ekki samþykt nein fjárlög fyrir það fjár- lagatímabil, til þess að koma í veg fyrir, að stjórnin geti synjað fjárlög- um þingsins staðfestingar. Við 16. gr. er bætt ákvæði um, að konung- ur geti ekki gefið ráðherrum eftir hegning, sem landsdómur hefur dæmt þá f, án samþykkis alþingis, og er það í samræmi við grundvallarlög Danmerkur. II. (18.—22. gr., stjskr. 187414.—18. gr., stjskh 1903 4-—6. gr.). í þessum kafla er stungið upp á töluverðum breytingum frá því sem nú er. Fyrst og fremst er lagt til, að breytt sje skipun efri deildar al- þingis samkvæmt þeim óskum, er komið hafa fram bæði á þingi og í blöðum og á mannamótum, að hafa enga konungkjörna menn á þingi. Eins og sjest á umræðunum á al- þingi 1867 um stjórnarskrárfrumvarp stjórnarinnar það ár, og á athuga- semdunum við frumvarpið (Alþ.tíð. 1867 I. 894—940 og II. 33—35, 464—66 og 639—40) var það þá einkum þaft til stuðnings því að hafa menn á þingi, er væru kjörnir af konungi eða á annan hátt óháðir kjósendum, að æskilegt væri að hafa jafnhliða þeim, er sæti hefðu hlotið á þingi með almennum kosningum, flokk manna með meiri gætni og fastheldni, til tryggingar gegn fljót- færnis-samþyktum af hálfu þingsins. Þetta mun að vísu enn til sanns veg- ar mega færa, en hins vegar virðist hægt rnuni vera að fá þessa trygg- ing, án þess að fara í bága við þá skipun, er eðlilegust virðist vera í sjálfu sjer, að alþingi sje að öllu leyti skipað þjóðkjörnum mönnum. Til að ná þessu marki eru ýmsar leiðir hugsanlegar, og hefur stjórnin að- hylst þá leið, að láta alla efri deild vera kosna með hlutfallskosningum í einu kjördæmi, er tekur yfir alt landið, og hafa við þær kosningar aldurstakmörkin, að því er kosning- arrjett og kjörgengi snertir, nokkru hærri en venjulegt er; með þessu virðist nokkur trygging muni fást fyrir því, að til efri deildar verði yfirleitt kosnir menn með þroska og lífsreynslu og alment viðurkendri þekking og dugnaði. Með því að aukakosningar væru mjög miklum kostnaði og erfiðleikum bundnar, er alt landið á að kjósa, þykir nauðsynlegt að hafa varamenn til að taka sæti í deildinni, jafnótt og pláss verða þar auð á kjörtíman- um, eftir þeim reglum og í þeirri röð, er nánar verður ákveðið í kosn- ingarlögunum. Að því er snertir tölu alþingis- manna og þingmanna hvorrar deild- ar, hefur þótt rjettast að láta hana aftur verða eins og áður, 36 als, 24 í neðri, 12 í efri deild, og sparast við það nokkurt fje frá því sem nú er. Kjördæmaskipun og hin önnur á* kvæði um kosningar til neðri þing- deildar hefur ekki þótt rjett að ákveða nánar í sjálfri stjórnarskránni, heldur láta kosningarlögin um það, svo að hægt sje að gera um alt slíkt með almennum lögum. Að því er snertir skilyrðin fyrir kosningarrjetti og kjörgengi, þá er í 21. og 22. gr. farið fram á að orða þau öðruvísi en áður, en auk þeirr- ar breytingar, sem áður er getið, um kosningar til efri deildar, er ekki farið fram á aðra efnisbreyting en þá, að Iáta ekki gjaldskyldu lengur vera neitt skilyrði fyrir kosningar- rjetti eða kjörgengi. Loks er farið fram á að heimild sje til þess með einföldum lögum að veita konum bæði kosnrngarrjett og kjörgengi, ef þær að öðru leyti full- nægja þeim skilyrðum, er sett eru karlmönnum, og skuli gift kona talin fullnægja skilyrðunum, þó að hún hafi ekki fjárumráð sín vegna hjóna- bandsins. Það þykir of bráð breyt- ing, að veita konum þennan rjett jafnt karlmönnum þegar í stað, af því að þær eru margar hverjar svo lítt búnar undir hluttöku í landsmál- um, og þykir æskilegast, að rjettur- urinn verði að eins veittur smám- saman, eftir aldursflokkum. V. (52.--56.gr., stjskr. 187445.—46. gO- Við ákvæðið í 52. gr. (45. gr. stjórnarskrárinnar) um að hin evangel- iska lútherska kirkja skuli vera þjóð- kirkja íslands, hefur þótt rjett, eftir fyrirmynd fyrri stjórnarfrumvarpa að bæta við því ákvæði, að sam- bandinu milli þjóðkirkju og lands- stjórnar skuli skipað með lögum. Eftir því horfi, sem skólamál lands- ins eru komin í, virðist því næst á- stæða til þess, að taka nú upp ákvæði það er sett er í 54. gr. frumvarpsins, sem er s?unhljóða ákvæðunum í 77. gr. hinna dönsku grundvallarlaga. Loks er og farið fram á, að taka upp í 55. gr. ákvæði úr 78. gr. grund- vallarlaganna um, að rjettindi trúar- bragðaflokka þeirra, er greinir á við þjóðkirkjuna, skuli ákveðin með lög- um, sbr. stjórnarskrárfrumvarp stjórn- arinnar frá 1867, 1869 og 1871. Að öðru leyti en því, er nú er sagt, er V. kaflinn samhljóða hinni gildandi stjórnarskrá. Það er auðvitað skilyrði fyrir því, að stjórnarskrá þessi geti öðlast kon- ungsstaðfesting, að fyrst sjeu í gildi gengin ný sambandslög um ríkis- rjettarsamband Danmerkur og íslands og stöðulögin úr gildi gengin, og ætti það að geta orðið nokkru fyr en stjórnarskrárfrumvarpið getur orðið samþykt til fullnustu á nýkosnu auka þingi. Hjer er því gert ráð fyrirað stjórnarskráin gangi í gildi þegar er hún hlýtur konungsstaðfesting. Sjálfsmorð frömdu þeir báðir kvöldið áður en þing var sett, Þjóð- ræðisflokkurinn og Landvarnarflokk- urinn. Því var lýst yfir á sameinuð- um fundi, að þau heiti skyldu lögð niður, og þjóðræðisflokksmennirnir gömlu ætla nú framvegis að neita öllu þjóðræði og landvarnarmennirnir gömlu, að verjast með hnúum og hnefum öllum breytingum á því á- standi, sem þeir hafa áður kallað innlimun. cTyrir minni dCanmsar dCqfsteins 1. febrúar 1909. og feld með 65 : 58 atkv., þá önn- ur og feld með öllum þorra atkv., en hin fyrsta samþykt með 64 : 44 atkv. Upp stóð einn fráneygur fulltrúi Dana, fjölvís og geðstór, en hægur að vana, horfir a »landann« með hálfgildings spotti, hefur svo hrýrnar og mælir með glotti: »Oss heyrist þjer talið um herskip og fána, »en hálfa yðar lífsbjörg þjer verðið að lána. »Hvað mundi eftir sem íslandi líki? »Ætlið’ að gera það fullveðja ríki?<s. í salnum varð steinhljóð sem stunda-rás tímanna stöðvaðist — breyttist í rafniðinn simanna, — eilfðar rafniðinn örlaga-straumanna, auðnan sem vefur um markstafi draumanna. Rjett eins og örskot þá ris upp úr kafinu rekkur og stendur sem »klettur í hafinu«, raustina brýnir með arnsúg i orðinu; — andarnir feðranna titruðu á borðinu! »Fullveðja ríki? Já, vinir, það viljum vjer, viljum það, krefjumst þess — Norðurlönd, skiljið þjer!« Svarið fanst M.... þeim mæringi, fátl um og máltaksins orðan varð flestum ei brátt um. En svo mælti Hafstein. Hann sagði ekki fleira; en sannlega nóg hverju skynjandi eyra. rau orð draga arnsúg til ókunnu strandanna: eiðstafinn guðanna, sjálfstæði landanna! * * * Orðheill þá kvað, sem aldrei fyrnist, valinn ver í valdasæti. Það mun orð meðan ísland byggist við Hafstein kent og í heiðri lifa. M. J. * * * Aths. Þetta kvæði, eftir Matth. Jochumsson, var sungið í samsæti á Akureyri 1. p. m., er haldið var til minningar um það, að pann dag tók fyrsta innlenda stjornin hjer við völdum fyrir 5 árum. Efni kvæðisins er frásaga Stef- áns skólastjóra, sem birt er i síðasta blaði. Þingmálafundur Reykví.kinga. Ettir fundarboði frá þingmönnum Reykjavíkur, var þingmálafundur hald- inn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykja- vík kvöldið 13. febrúar 1909. Fund- inn sóttu svo margir kjósendur sem í húsið komust og varð engri tölu á þá komið. Fundurinn var settur af 1. þingmanni kjördæmisins, dr. Jóni Þorkelssyni landsskjalaverði. Fundar- stjóri var Þórður J. Thoroddsen banka- fjehirðir og fundarskrifari Þorst. Gísla- son ritstjóri. Þessi mál voru Iögð fyrir fundinn til umræðu og atkvæðagreiðslu: 1. sambandsmálið, 2. fjárhagsmál, 3. samgöngumál, 4. útvegs- og útgerð- armál, 5. sala á Arnarhólslóð, 6. lög- gilding Viðeyjar, 7. aðflutningsbann- ið. En síðar voru þessi mál tekin í viðbót: 8. kosningalögin, 9. eftir- laun, 10. stjórnarskrárbreytingar. — Ákveðið var, að enginn mætti tala lengur en V4 klt. í senn og gæti fundarstjóri, þegar á liði, ef naumur væri tínr.i, stytt þann málsfrest. Sam- þykt var sú breyting á dagskránni, að aðflutningsbannið yrði fært og gert annað mál í röðinni. Þá voru málin tekin fy-rir eins og hjer segir: I. Um sambandsmálið urðu lang- ar og fjörugar umræður. Þrjár til- lögur komu fram svobljóðandi: 1. Fundurinn skorar á alþingi, að samþykkja sambandslagafrumvarpið og gera engar þær breytingar á því, er geti orðið því til falls. 2. Fundurinn skorar á þingmenn- ina, að halda fast fram þeirri stefnu í sambandsmálinu, að sjálfstæði lands- ins verði að fullu borgið og að eng- um fornum rjettindum þess sje af- salað. 3. Með því að vilji kjósenda í sambandsmálinu kom greinilega fram við alþingiskosningarnar 10. sept. síð- astl., álítur fundurinn óþarft, að greiða atkvæði um það mál og álykt- ar því, að taka fyrir næsta mál á dagskránni. Þriðja tillagan var borin fyrstupp. Atkvæði var ilt að telja, en þó álit- ið, að um 200 hefðu greitt atkv. með tillögunni, en nokkru færri á móti. II. Um aðflutningsbann var sam- þykt með öllum þorra atkv. svo- hljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi, að samþykkja aðflutningsbann á áfengi nú þegar á næsta þingi. III. Um fjárhagsmálið var sam- þykt svolátandi tillaga: Fundurinn skorar á þingið, að gera alvarlegar ráðstafanir til þess að bæta úr hinum ískyggilegu peningavand- ræðum, svo fljótt sem unt er. IV. Umsamgöngumál urðu nokkr- ar umræður og var að þeim lokn- um samþykt svohljóðandi tillaga : Fundurinn skorar á alþing, að komast að sem haganlegustum samn- ingum um strandferðir og millilanda- ferðir. V. Um útvegs og útgerðarmál urðu töluverðar umræður og voru samþyktar þessar tillögur : 1. Fundurinn telur heppilegt, að þingið styðji eftirleiðis sjávarútveginn á þann hátt, að veita lán með væg- um kjörum íslenskum fjelögum, er reka þá atvinnu. 2. Fundurinn skorar á alþing, að endurskoða lög þau, sem til eru um atvinnu við sigíingar á íslenskum skipum, og gera þau svo úr garði, að þau verði skýr og auðskilin. 3. Þar sem ekki eru til sjerstök lög á íslandi um rjett skipstjóra á íslenskum skipum gegn útgerðar manni, ef útgerðarmaður verður gjald- þrota, þá skorar fundurinn á alþingi, að ráða bót á þessu með lagaákvæð- um. 4. Fundurinn skorar á þingmenn sína, að fylgja því fram á alþingi, að lífsábyrgðaríjelagslögunum fyrir sjó- menn verði breytt á þann veg, að lögin nái og til þeirra sjómanna, sem eru í förum hafna á milli eða Ianda á milli á íslenskum skipum. 5. Fundurinn skorar á þingið, að veita fje til íslenskra verslunarerind- reka til þess að greiða fyrir sem bestri sölu íslenskra afurða á útlend- um markaði. 6. Fundurinn skorar á alþingi, að taka til íhugunar verslunarlöggjöf landsins jafnframt siglingalöggjöfinni. VI. Um sölu á Arnarhólslóð urðu allmiklar umræður og voru bornar upp 3 tillögur: I. Fundurinn skorar á þingmenn, að gera alt sitt til, að engin ákvæði verði tekin um, að breyta söluverði á Arnarhólslóðinni. 1. Fundurinnn skorar á alþingi, að selja ekki lóð á Arnarhólstúninu. 3. Lagt til, að engin ályktun sje gerð í Arnarhólslóðarmálinu. Þriðja tillagan var fyrst borin Hpp VIÍ. Um löggilding Viðeyjar urðu nokkrar umræður og var samþykt þessi tillaga: Fundurinn skorar á þingmenn bæj- arins að sporna móti því, að löggild höfn verði í Viðey. VIII. Um kosningalögin var lítið eitt rætt og tvær tillögur bornar upp: 1. Fundurinn skorar á alþingi, að haga kjördæmaskipun svo, að alstað- ar sjeu eins manns kjördæmi, er. tjá- ir sig mótfallinn hlutfallskosningum. Sú tillaga var feld með 38 : 34 atkv. 2. Fundurinn krefst, að kjördag- ur sje færður til 10. október. Sú tillaga var samþykt í cinu hljóði. IX. Um afnám eftirlauna kom fram svohljóðandi tillaga, er skift var í tvent til atkvæðagreiðslu: 1. Fundurinn skorar á alþingi, að afnema eftirlaun allra embættismanna. 2. En launa þeim betur en nú, meðan þeir gegna embættum og auka skyldu þeirra til að kaupa sjer ellistyrk. Fyrri liður tillögunnar var sam- þyktur í einu hljóði, en síðari feld- ur með öllum þorra atkv. X. Um stjórnarskrárbreytingarkom fram þessi tillaga, er skilt var í þrent til atkvæðagreiðslu: 1. Fundurinn skorar á alþingi, að hefja nú á þessu þingi endurskoðun á stjórnarskránni. Samþykt í einu hljóði. 2. Þar á meðal, að afnema kon- ungkjörnu þingmennina. Samþykt með öllum þorra atkv. 3. Og rýmka sem mest rjettindi kvenna. Samþykt með 72:21 atkv. Meðan á fundi stóð fækkaði mik- ið í húsinu, svo að miklu færri greiddu atkvæði um síðari málin en hin fyrri. Fundurinn stóð frá kl. 8'A um kvöldið til kl. 2V2 um nóttina. Þórður J. Thoroddsen fundarstjóri. Þorst. Gislason skrifari. Opið Iwrjef til Hannesar Þorsteinssonar ritstjóra. í greinarstúf með fyrirsögninni »Viðsjárverð fundahöld«, í síðasta (6.) tölublaði „Þjóðólfs", hreytið þjer, gamli kunningi, nokkrum steinum í minn garð, í tilefni af borgaratundi, sem haldinn var hjer 2. þ. m. Eru það nokkur atriði í áminstri grein, sem jeg vildi tala um við yður. Þjer seg- ið, að jeg »hafi verið látinn hóa sam- an fundi þessum«,og dylgiðumþað, að þar sstandi á bak við einn eða fleiri heimastjórnarhöfðingjar«. Því nefnið þjer þá ekki ? Haldið þjer, að ósannindi yðar hefðu mælst nokkuð ver fyrir eða aukist við það? Ekki er hætt við, að þjer hafið ritað þetta af fljótfærni, þekkingarleysi, pólitisku hatri, eða öðrum illum eðlishvötum, úr því þjer standið á strætum og gatna- mótum með yfirskins-guðhræðlu og yfirskins-samviskusemi til að vanda um við aðra. Sannleikurinn um undirbúning við fund þennan er sá, að á fundi Framfarafjelagsins 24. f. m. kom fram tillaga um, að halda borgarafund til að ræða vatnsmálið, gasmálið og fleira. Tillögumaðurinn var æstur andstæðingur heimastjórn- armanna, Guðjón Einarsson prentari. Tillagan var rædd og samþykt, og bent á stjórn fjelagsins, að gangast fyrir undirbúningi fundarins, þrátt fyrir mótmæli hennar. Forseti fje- lagsins, Tr. Gunnarsson, kallaði svo meðstjórnendur sína saman, og var þá búinn að skrifa köllun þá, erbirt var í blöðunum og stefna átti borg- urunum saman. Skifturn við þá með okkur verkum og tók Tr. Gunnars

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.