Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.02.1909, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.02.1909, Blaðsíða 3
L0GR JETTA. 31 son að sjer að útvega iundarstjóra, og kvaðst ætla að setja fundinn, en það fól hann síðar Gísla Þorbjarnar- syni. Tillagan í vatnsmálinu var samin á 7 manna fundi sunnudag- inn 31. f. m. og voru þar menn úr báðum pólitisku flokkunum. Van- traustsyfirlýsingin var samin eftir beiðni minni á borgarafundinum af búfræðing Gísla Þorbjarnarsyni, mági yðar. Er hann þessi heimastjórnar- höfðingi, sem þjer segið, að hafi sent mig út af örkinni ? Gísli er sá eini maður, sem leynt og ljóst hefur ver- ið málsvari yðar af öllum þeim mönn- um, sem þekt hafa yður til Iengdar. En með greininni, sem hjer er um að ræða, ráðist þjer á hann opin- berlega til að rýra álit hans og lítil- lækka hann í augum manna. Það er auðsjeð, að skólanámið hjá nágrannakonu yðar, ísafold, hefur al- ið jöfnum höndum í yður art til vandamannanna og ást til sannleik- ans. Getið þjer nú ekki blygðast yðar, þegar yður er sagður sannleik- urinn og þjer sjáið og finnið, hvað þjer hafið ljótan hugsunarhatt og munnsölnuð ? Haldið þjer, að tunga yðar hefði sortnað, þó þjer hefðuð sagt það eitt satt, að það hefði verið Guðm. Björns- son, sem átti mestan þátt í því, að vantraustsyfirlýsingunni var frestað? Ekki mun það hafa verið persónuleg óvild, sem smeygði sjer inn í huga yðar og útrýmdi þarna sannleikan- um? Þá talið þjer um æsingafundi og alþýðuvinskapar-fleðulæti. Munið þjer ekkert eftir sjálfum yður á svöl- unum við Hótel Reykjavík 6. sept- ember í haust ? Þá strukuð þjer al- þýðunni eins og hárið lá á henni, hælduð henni og skjölluðuð hana fyrir hyggindi, staðfestu og ráðdeild, sögðuð, að ráðin ættu að vera hjá henni einni og framkvæmdarvaldið ætti að vera verkfæri í hennar hendi. Hún ljet ginnast á yður og varð eitt kjördæmi til þess að trúa yður. Heyrist því nú ekki annað hljóð í strokknum ? Þegar þjer á áminstum fundi 1 haust mintust á mótstöðumenn yðar, urðuð þjer sótrauður af vonsku, börð- uð sjálfan yður utan, fóruð með ofsa- fengin æsinga- og tilfinningaorð, og illyrði um mótstöðumennina; miðaði alt til þess að hafa augnabliks áhrif á lýðinn; yðar flokki til stundarhags- muna höfðuð þjer' tekið dýrasta vel- ferðarmál þjóðarinnar yður í aðra hönd. Og þetta varð ábyrgðarminsta meðferðin. Von er, þó þjer vandið um við aðral Hver á nú frekar skilið nafnið lýð- skrumari, en þjer? Þjer skrumið um öll þau mál, sem þjóðin hefur á dag- skrá sinni, og þjer hafið valið yður það fyrir lífsstarf, að seljaskrum yðar fyrir peninga. Jeg ræð yður til að humma fram af yður næsta borgarafund, sem við alþýðumenn kynnum að boða til, ef rjettur vor yrði enn fyrir borð bor- FráAkranesi er skrifað 13. þ. m. (þingsetningardaginn): »Traustsyfirlýsing margra helstu kjósenda hjer til ráðherra, H. Haf- steins, og Heimastjórnarflokksins í heilsinni.verðurþinginu send hjeðan«. inn. Rvík 11. febr. IQ09. Sigurður Jónsson, Fjöllum. erariir Dana. Það var kosin nefnd í sambands- lagafrumvarpið í neðri deild í gær, og til þeirrar nefndar var vísað frum- varpi stjórnarinnar um breytingar á stjórnarskránni. í nefndina voru kosn- ir með hlutf.k.: Jóh. Jóhannesson, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson, Björn Jónsson, Jón Þorkels- son, Ólafur Briem, Sig. Gunnarsson og Skúli Thoroddsen. Umræður urðu uin málin á undan kosningunni, og þar skaust það með- al annars upp úr Birni gamla, að hann ætlaðist ekki til neinna breyt- inga á stjórnarskránni, að minsta kosti ekki 8—10 árin næstu. Hans eina áhugamál er það, að fella og drepa alt, sem valdið geti þingrofi og nýjum kosningum. Nú eru, að hans hyggju, engar þær breytingar á stjórnarskránni orðnar nauðsynleg- ar, sem klifað hefur verið á árum saman. Líkur mun vera hugsunar- hátturinn hjá Skúla og fleirum, sem þó töldu stjórnarskrárbreytingar á síð- asta þingi bráðnauðsynlegar. Einn maður úr þeirra flokki, Björn Sigfús- son, hafði þó haft orð á því, að „ó- vinsælt” mundi það reynast hjá þjóð- inni, ef drepnar yrðu þær breyting- ar á stjórnarskránni, sem mjög al- ment hefði verið æskt eftir. En leikararnir með rauðu grfm- urnar, þeir, sem ráðnir hafa verið í því lengi, að svíkja sjálfstæðismál landsins fyrir stundarhagnað sjálfra sín, — þeir hugsa meira um hann en svo, að hræðsla við óvinsældir á ókomnum tíma geti aftrað þeim. Sambandslagafrumvarpið var lagt fram í danska þinginu sama daginn og hjer. Frá Khöfn var símað 12. þ. m.: Landvarnarlög vöru lögð jram í dag á þingi Dana. Til sjávarvirkja eru œtlaðar 11 miljónir kr., til landvirkja við Kjögeftóa, Furesöen og Vedbæk 10 milj. kr. (þau virki, sem nú eru þar, teggist niðurj. Til strandvirkja eru œtlaðar 7 milj., lil vopnaút- búnaðar 3 milj., til tundurbáta og neðansjávarbáta 8 milj. Aukinn árskostnaður er áœtlað- ur 2 miljónir. Það eru þá 39 milj. kr. alls, sem danska stjórnin fer fram á, að lagðar verði fram til aukning- ar hervörnum, auk þess sem ár- leg framlög eiga að hækka um 2 milj., en þau hafa áður verið 22 milj. í landvarnarlaganefndarálitinu ' mikla, sem fram kom í sumar, lögðu sljórnarflokksmenn og miðl- unarmenn til, að 31'/2 milj. væri lögð fram einu sinni fyrir alt, og að árleg framlög væru hækkuð um 1 milj. og 700 þús. kr. En hægrimenn vildu leggja fram 53 milj. einu sinni fyrir alt og hækka árleg framlög um rúml. 5'/4 milj. Nú segir í símskeyti frá Khöfn í gærkvöld: »J. C. Christensen og meiri hluti »reform«-flokksins er á móti landvirkjafrumv. stjórnarinnar«. Seyðisjjarðarkosningin. Þegar kosning dr. V. G hafði verið ónýtt í sani.þng. á þriðjud. var, þá var nefndinni, sem hana hafði haft til ransóknar, falið, að íhuga, hvort þingið ætti að taka kosninga- ómakið af Seyðfirðingum og kjósa síra Björn Þorláksson fyrir þá í skarð- ið, eða ekki. Sumir þingmenn meiri- ,Hlín‘ nr. 33: Fundur mánud. 22 þ. m. Meðl. fjölmenni. Þorsteinn Bj'órnsson kand. theol. talar um vín- nautn á d'ógum Biblíuunar. hlutans vildu láta gera þetta þegar í stað, en þó varð það úr, að mál- inu var vísað til nefndarinnar. Hún kom fram með álit sitt á kvöldfundi í sam. þng. f fyrradag og var tvíklofin, eins og áður. Meiri hlutinn, J. Magn., Kr. J. og L. H. B., taldi það lögleysu ef þingið færi að kjósa fyrir Seyðfirðinga, en minni hlutinn, B. J. og Sk. Th., vildi kjósa síra B Þorl. inn á þingið. Umræður um málið urðu heitar. J Magn. var framsögumaður meiri hlutans og sýndi með ljósum rök- um fram á, hver Iögleysa og fjar- stæða það væri, ef þingið gerði síra B. Þ. að þingmanni, og sömul. talaði Kr J. langt erindi á móti því. En Skúli varði lögleysis-uppástunguna með miklum hita og Bjarni dinglaði aftan í honum, Það fór þó svo, að tillaga meiri hluta nefndarinnar var samþykt með 30 atkv. gegn 8, og er sagt, að Skúla hafi þótt snubbótt að verða svo fámennur. En það var slíkt ger- ræði gegn kosningarrjettinum, sem þessir 8 menn vildu láta þingið beita, að þeir verðskulda að nöfn þeirra sjeu nefnd. Þeir voru, auk Skúla og Bjarna: Ben. Sveinsson, Björn Sig- fússon, Hanties Þorsteinsson, Jens Pálsson, Jón Þorkelsson og Sigurður Hjörleifsson. Nú fer kosning án efa fram á Seyð- isfirði aftur innan skams. Dr. V. G. fór hjeðan með »Ceres« á miðviku- daginn, en hún átti að koma á Seyð- istjörð, og frjettir hann þar þá, að kosning fari fram að nýju, og býð- ur sig að líkindum aftur fram. Síra \ B. Þor). er hjer nú staddur, kom að austan með þingmönnum um daginn, og virðist sjálfsagt, að hann bjóði sig aftur fram líka, til þess að sanna fylgi við sig í kjördæminu. Meirihlutamenn (dr. J. Þ. o. fl.) eru nú með frv. um að leggja niður Seyð- istjarðarkjördæmi, og er ekki ólík- legt, að Seyðfirðingar minnist þeirrar tillögu við kosningarnar, sem í hönd fara. Ófriðarliorfur eru enn á Balkanskaganum. Frá Khöfn er símað í gær: Krónprinsinn i Serbíu vill haja strið, og þjóðin vill eins. Austurríki vígbýst. Hjer með auglýsist, að fram- kvæmdanefnd ungl stúk. Æskunnar nr. 1 hjer í bænum hefur samþykt að leggja niður Aurasjód þann, er staðið hefur undir umsjón hennar allmörg ár. Ástæðan fyrir samþykt þessari er sú, að nú er búið að talca upp aðra nýrri og betri fjár- söfnunaraðferð hjer í bænum, þar sem eru skólasparimerkin; en á stofnun- arárum Aurasjóðsins voru hjer eigi aðrar aðferðir kunnar en sú, er hann hefur haft. Þeir, sem inni eiga í nefndum sjóði, gefi sig fram með viðskiftabækur sín- ar á fundurn stúkunnar kl. 4 síðd. á sunnudögum. Það fje, sem óhirt verð- ur, þegar liðnar eru 8 vikur frá birt- ingu auglýsingar þessarar, rennur til stúkunnar. Reykjavík, 20. febrúar 1909. Framkvænidanefndin. Öllum þeim, er sýndu okkur hluttekningu i hinni miklu sorg við fráfall okkar kæru móður og tengdamóður, Ragnhildar Einars- dóttur, og heiðruðu útför hennar, vottum við innilegt þakklæti. Rvik 20. febr. 1909. ión E. Jónsson. Sigurveig Guðmundsdóttir. Haiti. Þar hefur verið órólegt lengi. Nú rétt fyrir áramótin urðu þar. forsetaskifti. Nord Al- exis fór frá og hjelt um leið burtu þaðan. Hann ætlar að eyða því, sem eftir er æfmnar, í París, og kvað koma þangað með mikinn auð. Eftirmaður hans heitir An- toine Simon og er herforingi. Welhaven. 22. des. síðastl. var afhjúpað minnismerki af honum í Kristjaníu. Upphaflega var ætl- ast til, að þetta yrði gert á 100 ára afmæli hans 1907. Stór verslunarhringur. Það var sagt í útlendum blöðum nú um áramótin, að Ameriku-auðmaður- inn Piermont-Morgan væri að mynda nýjan verslunarhring, sem ælti að ná yfir allan heim og taka undir sig alla verslun með stál, timbur, pappir og oliu, og að hann hefði þegar fengið fjölda auðmanna í Ameriku, Englandi og Þýskalandi í fjelag með sjer. Þjóðhiifðingjaniót. í simskeyti frá Iíhöfn segir: »Játvarður Engla- konungur heimsækir Vilhjálm keisara í Berlín i friðarerindum«. Tyrkneska þingið. Frá Khöfn er símað 17. þ. m.: »Ungtyrkir 16 13 »Það er ekki ein báran stök«, sagði Siðrikur. »Ekki vantaði núannað, en honum væri rænt líka og að hann yrði gerður að fííli hjá einhverjum Normanninum. Annars erum við allir rjettnefnd fífl, sem lúlum valdi þeirra, og verðskuldum þvi fremur háð þeirra og hlátra sem við erum þó ekki allir fæddir hálfvitar. — En hefnt skal þessa verða!« sagði hann, spratt upp, þreif spjót sitt og var nú mjög reiður. »Jeg kæri ránið fyrir rikisráðinu, og jeg á bæði vini og fylgismenn! Jeg segi Normönnum strið á hendur! Látum þá koma svo járnvarða sem þeir vilja og með öllum þeim útbúnaði, sem ragmenskunni er nauðsynlegur. Jeg hef skotið öðru eins spjóti og þessu gegnum ferfalt sterkari verjur en skildi þeirra. Þeir halda, að jeg sje nú orðinn gamall. En þó það sje rjett, og þó jeg sje einn mins liðs og barnlaus, þá skulu þeir finna, að blóð Hervarðs rennur í æð- um minum. — ívar, ívar!« sagði hann og lækkaði róminn. »Ef þú hefðir kunnað að stýra betur skapsmunum þínum, þá hefði faðir þinn nú ekki stað- ið einmana í ellinni«. Þessi hugsun virtist blíðka geð hans, svo að hann setti spjótið aftur frá sjer við stólinn, fleygði sjer niður í hann og sat þar niðurlútur og hugsandi. Litlu siðar heyrðist blásið í horn úti fyrir hliðinu. Hundarnir þutu upp með gelti, bæði þeir, sem í höllinni voru, og aðrir, sem annarstaðar höfðust við. Þeir voru eigi færri en um þrjátíu. »Út i hliðið, piltar!« kallaði Siðríkur hvatlega, »og segið mjer hvað um er að vera. Liklega er verið að boða herverk og ránskap á jörðum minum«. Menn gengu út, og brátt kom einn af sveinum Siðriks inn aftur og sagði, að Ymir ábóti í Jörfa væri kominn og með honum riddari, er Brjánn nefnd- ist og væri einn af höfðingjum Must- erisriddaranna, og beiddust þeir gist- ingar með íylgdarliði sínu; þeir væru á leið til burtreiðanna við Ásbæ, en þær áttu að fara fram á öðrum degi þar frá. »Ýmir ábóti og riddari, sem Brjánn heitir«, tautaði Siðrikur. »Þeir eru Normenn báðir. En þó svo sje, þá skal gestrisnin ráða í Rauðuskógum. Þeir eru velkomnir, úr því að þeir hafa valið sjer hjer náttstað, en samt hefði jeg heldur kosið, að þeir hefðu riðið hjer hjá. — Farðu út, Handbjart- ur«, sagði hann og sneri sjer að bryta sínum, er stóð bak við hann með hvítan staf í hendi, »taktu með þjer sex menn og fylgdu aðkomumönnun- um inn í gestaherbergin. Sjáðu svo um hesta þeirra og láttu hvorki þá nje gest- ina neitt skorta. Láttu þá fá þur föt til skifta, ef þeir þarfnast þeirra, þvotta- vatn og öl og vin. Segðu matsveinun- um, að bæta við kvöldverðinn, svo vel sem hann geti, og hafa það til undir eins og gestirnir eru viðbúnir að borða. En segðu gestunum, aðjeg hefði kom- ið fram sjálfur og boðið þá velkomna, ef jeg hefði eigi heitstrengt, að ganga aldrei meira en þrjú skref frá háborð- inu í höll minni móti nokkrum manni, náði hann sjer fijótt. Hann spurði nú fyrst leiðsögumanninn, hver hann væri. »Jeg er pilagrímur«, svaraði hann, »og er nýlega kominn heim hingað frá landinu helga«. sRjettara hefði verið afþjer, að vera þar áfram og berjast þar þangað til gröfin helga er unnin«, sagði Muster- isriddarinn. »Yera má að svo sje, göfugi riddari«, svaraði pilagrimurinn og ávarpaði riddarann eins og hann væri honum nákunnugur. »En úr því að þeir, sem með eiði hafa skuldbundið sig til að vinna hina heilögu borg, láta sjá sig í ferðalögum svo langt frá þeim stað, sem skyldan býður þeim að vera á, þá getur engan furðað á þvi, þó frið- samur bóndamaður, eins og jeg, taki ekki að sjer verk, sem þeir hafa runn- ið frá«. Það kom þykkjusvipur á riddarann og hann ætlaði að svara, en ábótinn varð fyrri til og kvaðst dást að þvi, hve vel leiðsögumaðurinn hefði ratað um skógarstigina eftir jafnlanga burtu- veru. »Jeg er fæddur og upp alinn i þessu hjeraði«, sagði ókunni maðurinn, og voru þeir þá komnir heim að húsum Siðriks. Þau vorn, eins og þegar er sagt, lágreist, en tóku yfir stórt svæði og stóðu i smáþyrpingum. Auðsjeð var, að þetta var ríkismanns-setur, og var þó byggingarstillinn allur annar en á húsum og höllum Normanna-aðalsins. Höfðingjasetur hans voru með víg- veggjum og háum turnum, og var þetta, þegar hjer var komið timunum, orðið almennasti byggingastillinn í öllu Englandi. Rauðuskógar voru lika viggirtir. — Slíkt var nauðsynlegt í þá daga til þess að verjast ránum. Djúp varnar- gröf var alt í kring um svæðið, sem húsin stóðu á, og var hún fylt með vatni úr á, sem rann þar skamt frá. Báðumegin grafarinnar voru staura- girðingar, gerðar úr bjálkum úr skóg- unum i kring. Hlið var á girðingun- utn mót vestri og var þar fellibrú á gröfinni. Við hliðið á innri staura- girðingunni voru vígveggir, sinn hvoru megin, og gengu fram að gröfinni. Þeir voru ætlaðir skotmönnum, ef verja þyrfti brúna. Utan við þetta hlið bljes Musterisriddarinn hátt í horn sitt, því nú var komin hellirigning. III. Siðrikur Engilsaxi bjóst til að ganga til kvöldvetðar í höll sinni. Þar var mjög vitt á milli veggja og rúmgott, en lágt undir loft. Kvöldverðurinn var settur fram á langt eikarborð úr lítt hefluðum viði. f rjáfrinu voru berir bjálkar og sperrur, en þar vfir var þakið með hálmi. Tvö stór eldstæði voru í höllinni, silt i hvorum enda, en reykháfar voru þar svo ófullkomnir, að eigi fór rneira af reyknum út um þá en eftir varð inni i höllinni, og sið- an leitaði út um stromp, sem á henni var, enda var þykk húð af sóti áloft- bjálkum öllum og langböndum. A hallarvegg junum hjengu vopn og veið-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.