Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.03.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.03.1909, Blaðsíða 2
62 L0GRJETTA. Kvæði við sýning lansbókasafnsins 2S. d. mars- mánaðar 1909. Þú gyðja vors landsl — Þjer, sem gafst oss það Ijós sem gæfunnar misjöfnu daga, frá fornöld að nútíð, við fjall og við ós á fold vorri lifði, þjer syngjum vjer hrós og helgum þjer hús þetta, Saga! Og, þjóð vor, sem stríddir við margs konar mein, í minningu geym þú og hrósi hvern geisla — les nöfnin hjer greipt inn í stein — frá guðdómsins stjörnu, sem yfir þjer skein og varpaði’ á leið þina ljósi. Kom frelsis og menningar framtíðarsól og fær þú oss ljómandi daga! Breið ylgeisla þinn yfir Arnarhól og yngdu frá rústum vort fyrsta ból. En vak þú á verði hjer Saga! Svo fallist í armlög hið forna við nýtt. Þú feðranna göfuga tunga átt logann, sem gert hefur lífið hlýtt og lýst oss i gegnum blítt og strítt. — Hann varðveit þú, ísland hið unga! P. G. Lögrjetta kemur út & hverjum mlð- vikudegi og auk t>ess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á iri. Verð: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. eigi skulda elginn, sem jeg tel jafn óholt fyrir stofnanir þjóðfjelagsins sem fyrir einstaklinga þess. Nokkur orð um iitlánsstofu og lestrarsal. Útlánsstofa verðuropin framvegissem hingað til k). I—J síðdegis. Nent- endur og kennarar prestaskóla og lœknaskóla hafa forgangsrjett á út- lánsstofu og lestrarsal að bókum þeim, sem eru komnar hingað frá þessum stofnunum. Útl&n (o. út úr safninu) á skáld- s'ógum og öðrum svo nefndum „bel- letristiskum" bókum, verður eigi framvegis veitt, nema í sjerstökum tilfellumogtilgangi; þaðerog eigiheld- ur siður á öðrum þjóðsöfnum, enda lestrarsalurinn nú orðinn svo úr garði gerður, að öllum er vorkunnarlaust að sitja þar við lestur. Skemdir á slíkum bókum gera þessa breytingu nauðsynlega. Lestrarsalur. Lestíminn er lengdur um i stund(frái2—3 og 5—8 síðd.). Eigi föng á meiru með þeim vinnu- krafti sem safnið hefur til umráða.— Handbókasafn er hjer allgott — þrí- skift (1. evrópiskt, 3. skandínaviskt, 3. íslenskt) og í því bókfræðileg rit, alfræðiritogorðabækurá flestum Norð- urálfumalum. Einnig tímarit í íslands* deildinni (ritin um eða undir 2000). Um hina miklu þýðing þjóðbóka- eða landsbókasafna þarf jeg eigi að fara mörgum orðum; hún er svo viðurkend um allan heim, enda kepp- ast allar menningarþjóðir nú á tím- um við að gera þau sem best úr garði, og sýna þeim jafnmikla rækt og sóma sem háskólum sínum, vit- andi, að þau eru grundvöllurinn und- ir mentalífi þjóðanna, bæði í þrengri og viðtœkari skilningi. Fyrir vís- indamenn og námsmenn í sjerstök- um fræðigreinum eru það ómetanleg hlunnindi, að eiga aðgang að fjölda rita, sem einstaklingnum er gersam- lega um megn að kaupa.og í viðtækari skilningi er þýðing þeirra eigi síður stórmerkileg. Góð söfn eru sem sje eitt hið besta og um leið ódýr- asta fræðslumeðal fyrir almenning. í sambandi við þetta skal jeg taka það fram, að jeg vænti og óska hinn- ar bestu samvinnu milli safnsins og allra mentastofnana vorra. Hvort- tveggja eru limir á sama meiði og stefna að sama takmarki — útbreiðslu þekkingarinnar meðal barna fóstur- jarðar vorrar. Vanþekkingin er rót alls ills, þegar alt er krufið til mergj- ar. í skjóli hennar og heimskunnar þróast hrokinn, hjartakuldinn, eigin- girnin og ofstækið, en það, að skilja alt, er að fyrirgefa alt („tout comprendre est tout pardonner"). Einna greiðasta leiðin til að gera menn betri, er að gera þá vitrari, vísari og auðgari að þekkingu. Veit jeg það vel, að efni vor eru af skornum skamti til fullnægingar andlegum þörfum og óskum, en sig- ursæll er góður vilji og alt stendur til bóta. Aðalatriðið er, að fara vel með lítil efni. Vænti jeg í því efni hinn- ar bestu aðstoðar hjá nefnd þeirri, sem kosin hefur verið samkvæmt áðurnefndum lögum um stjórn lands- bókasafnsins, með því að jeg veit að hún er skipuð dugandi, fróðum og vitrum mönnum. Eigi siður væntum vjer og ósk- um, samverkamenn mínir og jeg, góðrar samvinnu almennings. Vjer vonum, að þessi salur verði óska- barn hans og augasteinn. Ósk vor er sú, að okkur lánist að fullnægja öllum sanngjörnum kröfum og al- menningur hins vegan hlýði fúslega þeim reglum, sem settar verða og óumflýjanlegar eru til verndar safn- inu og hagsmunum þess. Svo opna jeg þá þennan lestrar- sal og þetta safn — hjer á Arnar- hólstúni, vöggustöðvum hins íslenska þjóðernis — opna það til fullra af- nota fyrir almenning með þeirri inni- legu ósk og von, að það nái þeim tilgangi, að verða gróðrarstöð vís- indalegrar og alþýðlegrar þekkingar á þessa landi, og að hj«r megijafn- an þróast sú gleðin, sem telja má hina hreinustu af öllum lífsins unaðs- semdum — þekkingarinnar og skynj- unarinnar gleði. »Hjer sje guð«. Svo hljóðar gömul og góð íslensk gluggakveðja, þegar sól er af himni horfin. Hjer sje og verði guð — þekk- ingarinnar og ljóssins guð! í stækkunargleri. Þorsteinn í Bakkabúð er í þrett- ánda tölublaði Lögrjettu að reyna að slá sig til riddara á hinum svo köll- uðu miljónafjelögum, og hefur hann auðsjáanlega ritað grein sína í því trausti, að hið fornkveðna mundi gilda: „svo skal leiðan forsmá, að ansa honum ekki“, og \æri það auð- vitað langrjettast; en af því að mjer er fremur meinlítið til mannsins frá fornu fari, þá kann jeg ekki við al- veg að forsmá hann, og láta honum haldast uppi óátalið að ausa í al- menning í opinberu blaði öðrum eins ósköpum af ósannindum og illgirnis- þvaðri, eins og hann gerir í grein sinni, því slíkt getur verið óholt bæði fyrir hann og aðra. Líka finst mjer ástæða til ofurlítið að fletta ofan af honum, svo að fáráðlingar þeir, sem grein hans auðvitað á vera agn fyrir (skynsama menn blekkir hann ekki), verði honum ekki að bráð. Það leynir sjer ekki, að tveir mann- kostir hafa stýrt penna hans, er hann reit grein þessa, nfl. hatur og hefndar- girni. Greinin öll ber það með sjer, að hún er rituð í bræði; en vill Þor- steinn ekki þreifa í sinn eiginn barm og vita, hvort hann þar ekki finnur ástæðurnar fyrir því, að hann er kom- inn á þá hillu, að fáir nýtir menn vilja mök við tiann eiga. Það er ekki rjett að kasta sauri á aðra fyrir sinn eiginn ódrengskap. — Þorsteinn man víst vel í vetur, að þegar hann vildi láta telja sig með í þeirri við- leitni, að bindast samtökum til stuðn- ings sjávarútveginum, þá vildi hann ganga allra manna lengst í því, sem hann nú kallar að kúga hásetana; en þegar honum vitrari menn vildu gera ráðnangarskilmálana sem sanngjarn- asta á báðar hliðar, þá fer hann fyrst að koma fram með mótmæli, er hon- um þótti ekki nógu langt gengið, og þó margtók hann það fram, að hann vildi fa að vera með í fjelagsskap útgerðarmanna. hn þegar fjelagið var fullmyndað, varð honum lítið fyr- ir að svíkja öll sín loforð, þegar heimska hans bljes honum því í brjóst, að hann, með því að standa fyrir ut- an allan fjelagsskap, mundi geta skarað eld að sinni eigin köku. Hugði hann, að þetta drengskapar- bragð sitt mundi mælast svo vel fyrir í hópi hásetanna, er hann gæti talið þeim trú um, að hann stæði hvít- fágaður og laus við öll samtök, kast- andi óspart sorpi í allameðbræðursína, er í útgerðarmannafjelagið höfðu gengið. Þetta, í sambandi við endur- minningarnarum.að hannfyrrum hefði verið nýtur sjómaður, hugði hann að mundi gefa sjer vind í seglin til að velja úr hásetum, ef hann sjálfur stjórnaði skipi sínu. Ráð hans hepn- aðist að nokkru, því honum tókst að smala saman hásetum, en gleði hans var ekki óblandin, því f augum allra meðbræðra sinna, og jafnvel háset- anna Ifka, gat hann ótvírætt lesið sinn eiginn dóm: fyrirlitninguna. Þegar hann á þennan hátt hefur lam- að virðingu sína hjá meðbræðrunum, hyggur hann það eina fangaráðið tii viðreisnar henni, að ráðast á hin svo kölluðu miljónafjelög og selstöðu- verslanir, og hugsar auðsjáanlega, að því meir sem hann skammar þau, muni sinn vegur vaxa í augum al- mennings. En gæti hver sín, er saurnum slettir, að ata ekki sjálf- an sig. Þorsteinn byrjar á því, að gefa í skyn, að stór hætta vofi yfir landi og Iýð, af þvf að öflug fjelög rísi upp í landinu til framkvæmda og starfsemi, ef þessi fjelög verði að nota erlent fje til að starfa með. Mjer er spurn, hvort nokkur hlutur hafi eins staðið vorri fátæku þjóð fyrir þrifum, eins og það, að hana hefur skort og skortir enn nægt starfs- fje til framkvæmdar nytsamlegra og arðberandi fyrirtækja, og þegar fje er ekki fyrir í landinu, verður að flytja það inn í landið. Því þó pen- ingarnir sjeu útlendir, þá verða þeir landsins eign, þegar þeim er varið til fyrirtækja í landinu sjálfu, og munu fáir skynbærir menn vera Þorsteini samdóma í því, að það sje mjög ísjárvert, að flytja fje inn í landið. Auk þessa veita slfk fjelög fjölda fólks góða atvinnu, og það er það, sem Þorsteini sárnar, að honum finst miljónafjelögin vera sjer Þrándurígötu með að snfða sneiðar hásetanna eftir sínum geðþótta, þar eð hann kvartar yfir, að þeir fái ofmikla fyrirfram- greiðslu. Það kann vel að vera satt, að einstöku sjómenn hafi fengið meiri fyrirframgreiðslu en hyggilegt var að láta þá fá og þeir á sínum tfma hafi unnið fyrir; en þó að fá- tækir fjölskyldufeður hafi ekki getað látið tekjur sínar hrökkva fyrir út- gjöldum, og þannig skuldað fjelög- unum þegar þeir hafa farið frá skip- unum, þá er slíkt ekki stór hagnað- ur fyrir útgerðarfjelögin; þær skuldir munu sjaldnast hafa verið innheimt- ar. Að sjómenn sjeu Þorsteini einkar þakklátir fyrir, að hann vill gerast fjárhaldsmaður þeirra, efast jeg ekki um, ef hann tryggir þeim nægilega það fje, er þeir kynnu að eiga inni hjá honum, svo þeir geti fengið það greitt á hvaða tíma sem er. En að draga fólk lengi á kaupi sínu, er ekki sanngjarnt, og það, sem menn hafa fengið fyrir fram greitt, eru þeir vissir um að fa. Að fjelögin myndi hring sín á milli og jafni niður á sig smærri útgerðarmönnunum, er ekki svara vert. Allir vita, hvílík fjarstæða slíkt er, því aldrei hefur samkepni verið meiri um fiskkaup, nje verð betra, en síðan hin svokölluðu miljónafje- lög mynduðust. En ef þú, Þorsteinn minn, rendir nokkurn grun í, hvern- ig fisksölu líður á heimsmarkaðinum, og hvernig útlitið er fyrir þá sölu kom- andi ár, mundi þjer varla koma til hugar, að kaupmenn, svona snemma á ári, færu að leggja drög íyrir kaup á fiski, sfst þeim fiski, sem verkaður er hjá Þorsteini í Bakkabúð, þrátt fyrir það, þótt honum enn ekki hafi tekist að losa landið við fiskimats- mennina, sem að hans dómi í fyrra voru þeir menn, er fisksölunni hefðu mest ógagn gert, þegar þeir voru að meta hjá honum bæði hans eiginn fisk og þann fisk, er hann hafði stórskemt, bæði fyrir sjer og öðr- um, með ófyrirgefanlegu hirðuleysi. Þorsteinn talar um, að kúgað sje út úr fátækum fjölskyldumönnum kr. 3,50 af hverjum og stungið í vasa Helga Zoega. Þetta er eitt af ó- sannindunum, sem á að kitla með fáfróða háseta. Ráðningargjaldið borgar útgerðarmaður, en ekki há- seti; að það renni alt í vasa H. Z., er líka jafnsatt, því ráðningarstjór- arnir eru þrír: I í Hafnarfirði, 1 á Seltjarnarnesi og 1 í Reykjavík. Ráðningarskrifstofa er auðvitað að Þorsteins dómi jafnnauðsynleg, eða ónauðsynleg, eins og fiskimatsmenn. En um það mál ætla jeg ekki að þrátta. Á milli sviga vekur Þorsteinn at- hygli manna á því, að skip fjelag- anna sjeu öll þau ljelegustu úr flot- anum. En þar hefur honum Iáðst að undantaka sín eigin skip, sem mil- jónafjelögin ekki hafa viljað kaupa af honum, þrátt fyrir ítrekaða við- leitni hans, að reyna að losna við þau á þann hátt. Svo fer Þorstein að dreyma um, að hann sje orðinn goði og eigi að Ieggja verðlag á varning kaup- manna, en hann verður að fyrir- gefa, þó þeir hingað til hafi ekki leitað hans til að fá upplýsingar um, hvað það kostar að reka verslunina og hvaða verð þeir þurfi að setja á hverja vörutegund. En úr því þeir ekki hafa leitað til hans í þessum efnum, þá má hann ekki heldur vænta neinna þakka, hvorki frá mjer nje öðrum kaupmönnum, fyrir þann starfa og aðra verslunarfræði, er hann ef til vill kann að vera yfir- fullur af. Þeirra þakka getur hann leitað hjá sameignarmönnum sínum í Timburversluninni í Bakkabúð. Þegar lfður á greinina, fer jeg að komast að aðalefninu, og það eru ímyndaðar persónulegar árásir, er eiga að hafa verið gerðar á mann- inn sjálfan. En eins og alt annað, er þetta tómur uppspuni. Mjer vitan- lega hefur engin skift sjer af því, hvort hann hefði mikið eða Iítið lánstraust hjá bönkunum. En hefði hann spurt mig til ráða um það málefni, mundi jeg eflaust hafa ráð- ið honum frá, að taka peningalán til að gera skip sfn út með líku fyrir komulagi og að undanförnu, því síð- astliðið ár mun ekki síður hafa kom- ið við hann heldur en aðra út- gerðarmenn. En óráðlegt að taka lán til þeirra fyrirtækja, sem litlar lík- ur eru fyrir að geti borgað lániðaftur. Setningar, eins og sú, sem Þ. prýðir grein sína með, að »samningur hafi verið gerður um, að selja sjer alls ekkert til skipanna (sá samningur sje brotinn), að kaupa ekki af sjer fisk- inn, (sá samningur verði brotinn)*, er blátt áfram ekkert annað en mannsins eiginn heilaspuni, sem eng- inn er svo heimskur að trúa. Sann- leikurinn er líka sá, að um Þorstein er og verður að líkindum aldrei gerður neinn samningur. Það, sem hann óskaði að fá keypt hjer við verslunina, fjekk hann, og meira að segja: honum var sýnd sú óverð skuldaða tiltrú, að afhenda honum vörurnar mót munnlegu loforði um, að borga þær áður skip hans legði út. (Þetta loforð hefur hann efnt). í endanum kemur auðvitað aðal- kjarninn, uppfylling hins hátíðlega loforðs, er greinarhöfundur gefur í byrjun ritsmiðar sinnar, og það er náðarboðskapurinn um það, að hann vilji gera alla handverksmenn, em- bættismenn, konur og karla, menn af öllum stjettum, sæla sem hluthafa í sínum eigin skipaskriflum. Þegar öll sund eru Þorsteini lokuð til að losna við skip sín — jafnvel miljónafjelög- in, sem alt hirða, vilja þau ekki — þá á að byrja á þeirri aðferðinni, að mynda um þau hlutafjelag, stinga hendinni fyrst í vasa fáfóðra og fje- lausra sjómanna og annara, sem ef til vill yrðu gintir í slíkan fjelags- skap, og svo á að slengja þessu fje- lagi á landsjóðinn. Þar var takmarkiðll Svo ætlar Þorsteinn sjálfur auðvitað að stjórna fjelaginu, verka fiskinn og setja frá fiskimatsmennina — og þá mun grundvöllurinn undir fjelag- inu vera nógu traustur og framtíð þess borgið. Þegar Þorst. skoðar sig í þessu stækkunargleri, er hann orðinn gríð- arstór í sínum eiginaugum, enjeghygg, að hann í annara augum mundi mest vaxa við það, að stunda þá iðn, er honum áður ljet vel, nl. sjó- mennskuna. í þeirri grein hefurhann hingað til verið nýtur maður. Thor Jensen. Ondungakvöld. (Niðurl.).----- Síðast kom lítil stúlka, röddin barnsleg og veik; hún kvaðst vera 8 vetra og vilja hitta foreldra sína. Dökkklædda konan þaut upp úr sæti sínu. »Margrjet, ert það þú, Mar- grjet?" sagði hún með gleðitár í aug- um. Jú, Margrjet var það. Og rödd- in talaði innileg huggunarorð til for- eldranna; þau mættu ekki vera sorg- bitin, sjer liði svo vel og þætti svo vænt um að sjá þau f kvöld. Nú gætu þau öll oftar talast við. Móðirin var frá sjer numin af geðs- hræringu, og í þessum ham ætlaði hún að miðlinum, en faðir Kneiff bað hana vera rólega. »Láttu okkur sjá þig — láttu mig sjá þig — bara einu sinni«, bað hún. „Það get jeg ekki", svaraði barnið, „ekki fyr en pabbi trúir". „Já, hann trúir — ekki satt, Karl, þú trúir?" „Jú, .ójú", sagði faðirinn. Þá mælti barnsraustin: „Þá verðurðu að tala við verndaranda miðilsins; máske fæ jeg leyfi til að sýna mig í kvöld. Verið þið sæl — þangað til við sjáumst". Þá talaði verndarandinn: „ Við viljum gjarnan birtast ykkur, en getum ekki gert það nema með „peri- sprital flufduxn". Svfinn [það er Fást- ínus danski], sem er hjer í kvöld, verð- ur einhverntíma ágætur miðill, en hann er enn helst til óþroskaður. Biðjið hann að dáleiðast f klefanum; ein- hver okkar mun þá reyna að „matería- liserast". Allra augu beindust til mfn; enginn gat annar verið hittn ágæti sænski miðill. Húsráðandi hafði haldið migsænskan. [Svosegir Fástínus frá, að hann sjálfur varð nauð- ugur viljugur að láta dáleiðast — sálm- ar sungnir, Kneilf slökti ljóskerið og alt varð dimt; nú sátu menn í hálf- hring kringum klefannj. Nú leið nokkur stund; högg nokkur heyrð- ust, fyrst veik, svo hærri. „Anda- vinirnir láta til sín heyra", heyrði jeg einhvern hvísla. Mig grunaði, að miðillinn gerði eitt eða annað, og alt í einu heyrði jeg hást hvísl: „Sjáið nú", og þegar heyrðist sama barnsröddin sem fyr. Hása röddin: „Lítið á". Þá kvað móðirin upp: „Já, já, Grjeta mín, ástin mín. Guði sje lof..“ „Guði sje lof, guði sje lof“, var alstaðar hvíslað í kring — en mjer fór hrollur milli skins og hör* unds. Jeg sa ekkert, en altaf heyrði jeg raddir: „Hvar, hvar?. . Jeg sje ekkert . . Jeg heidur ekki",— „Jú, þarna við fætur hans". — „Já, já". „Sjáiðþjer".—„Já.við fæturmiðilsins". „Guði sje lof, guði sje lof". [Fástin- us segist svo f myrkrinu hafa staðið upp af stólnum og þreifast fyrir í kringum sig, en fann ekkert, en svo vildi til, að hann kom óvart við konur á fremstu stólunum og þá urðu gleðihrópin enn sterkari; hann seg- íst alveg hafa gleymt því, að hann atti að vera dáleiddur, þegar andarn- ir sýndust, og þó hafði Grjeia litla

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.