Lögrétta - 31.03.1909, Blaðsíða 3
I
L0GRJETTA,
63
sjest, og kvaðst nú hafa viljað fá
enda á leikinn]. Miðlar eru æfinlega
vanir að vera meðvitundarlausir nokk-
uð á eftir. Það var snjallast að lát-
ast nú falla í ómegin. Jeg velti
stólnum, lagðist ofan á hann og kall-
aði á ljós. Söngnum var hætt og
ljós var kveikt. Jeg var borinn inn
í annað herbergi, lagður á legubekk
og vatni stökt á mig, og jeg fjekk
smátt og smátt aftur meðvitundina,
og hafði gott tækifæri til að hyggja
að fólkinu á meðan. Allir höfðu sjeð
e’tthvað, en hver sitt. Móðirin sagði
með geislandi gleði í augunum, að
hún hefði greinilega sjeð barnið sitt,'
það hefði rjett hendur sínar móti
sjer og þær hefðu mæðgurnar horft
hvor á aðra eitt augnablik, og svo
var alt horfið. Síðar um kvöldið
sagði móðirin mjer, að það hefði ver-
ið Hkast draumi, en þó greinilegra,
miklu „meira lifandi"........Nokkr-
ar konur á fremstu stólunum sögðu
frá, að við þær hefðu greinilega kom-
ið loftfínar andahendur, og ein þeirra
var alveg sannlærð um, að það hefði
verið systir hennar, sem heiði þann-
ig gert vart við sig. Valesca Töpfer
var fyrst þögul, en þegar öll hin
höfðu talað, sagði hún lika frá Grjetu
litlu og öðru; hún hafði Hka sjeð
það alt saman.
„Allir komu og óskuðu mjer til
hamingju; gömul, gráhærð kona sagð-
ist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt,
og húsráðandinn sagði, að þetta væri
skemtilegasti og veigamesti fundur-
inn, sem haldinn hefði verið hjá sjer.
Jeg sagði ekkert, hjelt mjer til baka
og ljet sem jeg væri þreyttur og las-
burða. Svo kom miðillinn og þakk-
aði mjer lika, en jeg sá í augnaraði
hennar bregða fyrir leiftri, er greini-
lega þýddi: „Þú verður góður með
tímanum". Faðir Kneiff kvaddi okk-
ur öll til bænagerðar; hann talaði
um hinn nýja miðil, hið nýja anda-
verkfæri af guðs nað, með hinum
hjartnæmustu orðum. Og svo var
fundi iokið.
Sfðar segist Fástínus hafa hitt föð-
ur Kneiff og látið í ljósi efasemdir
sínar um andabirtingar og þess kon-
ar, en hann vildi ekkert um slfkt
heyra, kvaðst líka hafa verið efa-
samur, en nú hefði hann fengið fulla
vissu. „Andatrúin og tilraunir skýrðu
gátur tilverunnar og gæfu oss hinar
áreiðanlegustu sannanir um ódauð-
leik sálarinnar“. Annars kvaðst
hann geta trúað mjer fyrir því, að
hann hefði nýlega talað við mjög
tiginn anda og hefði hann spáð því,
að jeg mundi verða fremstur merkis-
beri andatrúarinnar. „Hver var sá
tiginn andi?“, spurði jeg. „Filippus
Paracusus", svaraði hann. „Og hver
var miðillinn?" „Valesca Töpfer".
Jeg svaraði: „Það tekur mig sárt
yðar vegna, faðir Kneiff, og allra
minna vina meðal andatrúarmanna,
en viljið þjer gera svo vel og heilsa
hr. Paracelsus" og segja, að jeg sje
upp frá þessari stundu svarinn önd-
ungaspillir". Og segir Fástínus að
þá hafi öllum öndungaklúbbum í
Berlín verið lokað fyrir sjer, og var
það auðvitað ekki ástæðulaust, að
garmarnir gerðu það.
En eftir á að hyggja, hr. ritstjóri,
ekki vænti jeg að Reykjavíkur-mið-
illinn heiti Valesca?
A.+B.
Ráðherraefni
»sjálfstæðismanna«
talar vlð
,dönsku mömmu4.
Símað er frá Khöfn í gær:
»Björn Jónsson segir í blaðinu
»Pólitken« : Dcinahatiir er ekki til
á íslandi. Greinar ísajoldar (sem
verið hafa þess kynsj eru eftir ung-
an fauta. Mjer þykir vœnt um
Danmörku og er tengdur þar œtt-
ernisböndam. Danskur lœknir hef-
ur bjargað lifi mínu. Jeg er álit-
inn (á íslandi ?) mjög vinveittur
því sem danskt er (sœrlig dansk-
venligj. Jeg hef barist móti ýmu-
gusti gegn Danmörku. Innan flokks
míns eru tveir skilnaðarmenn, en
skilnaðarlal þeirra álítur flokkur-
inn loftkaslala. í íslenskum blöð-
um er nú ekki óvingjarnlegt orð
um Danmörku. (Ummœlin orð-
rjetlj«.
Þetta símskeyti var birt hjer í
bænum i gær með fregnmiða frá
Lögr. og R.vík og var mikill
troðningur um þá miða, þarsem
þeir voru festir upp á götunum.
Og ekki vöktu þeir minsta at-
hygli, er þeim var útbýtt á al-
þingi, á fundiíneðri deild. Sum-
ir flokksmenn Björns mótmæltu
því, að þýðingin á þeim orðuni,
sem eftir honum eru höfð í skeyt-
inu, gæti verið rjett. En skeytið
er hingað sent á dönsku oghljóð-
ar svo:
»Björn Jonsson udtaler Poli-
tiken: Island kender ikkeDansker-
had. Isafolds Artikler skyldes
ungt Brushoved. Jeg holder af
Danmark hvortil Slægtskab knyt-
ter mig; dansk Læge reddede mit
Liv; jeg anses særlig danskven-
lig; jeg har bekæmpet Uvilje over-
for Danmark; indenfor mit Parti
to Separatister hvis Adskillelses-
lale Partiet anser Fantasteri. Is-
landsk Presse indeholder nu
ikke uvenligt Ord mod Danmark.
Referatet ordret«.
Engan, sem rjett þekkir Björn
Jónsson, þarf að undra, að heyra
eftir honum önnur eins ummæli
og þetta, enda þótt þau annars
vegar komi í heina mótsögn við
það, sem margsagt hefur verið í
blaði hans, en sjeu hins vegar öll-
um augljós ósannindi. Þeir, sem
rjettast þekkja hann, hafa altaf
vitað, að hann mundi kasta sjer
marflötum fyrir fætur »dönsku
mömmu« undir eins og hann
kæmi fram fyrir hnje hennar og
ætti til hennar að sækja uppfyll-
ing valdavona sinna. En vesald-
arleg vörn er það í meira lagi,
er Björn klínir nú »greinum ísa-
foldar«, sem staðið hafa þar
fremst i blaðinu ómerktar, eins
og ritstjórnargreinar, á Guðmund
Kamban, miðil sinn og einkarit-
ara, því þau ummæli, að þær
greinar sjeu eftir »ungan fauta«,
hljóta að eiga við Guðmund.
Aftur á móti eru það frek ósann-
indi, er B. J. segist hafa harist á
móti ýmugusti gegn Danmörku,
og ummæli hans um skilnaðar-
postulana í flokki sínum koma
þeim sjálfum víst mjög á óvart.
Eu þegar þessi ummæli B. J.
hjá Dönum eru borin saman við
stefnu hans og blaðs hans hjer
heima, þá er ekki annað hægt
um það að segja, en að mjöglít-
ið hafi orðið úr kappanum, þeg-
ar á hólminn kom.
Frá Serbíu.
Símað er frá Khöfn í gær: »Krón-
prinsinn í Serbíu segir af sjer rjetti til
ríkiserfða. Utlit friðvænlegt«.
Eftir þessu að dæma hefur nú
flokkur sá í Serbíu, sem heimtað hef-
ur ófrið við Austurríki, látið undan
síga og fórnar krónprinsinum, er
gengið hafði í broddi fyrir þeirri
hreyfingu móti föður sínum, Pjetri
konungi.
Ráðherra skipaður. Það er nú
sagt, eftir fregnum frá Khöfn í morgun,
að Björn Jónsson sje skipaður ráð-
herra. Þar með fylgir það, að dönsk
blöð sjeu vingjarnleg f hans garð og,
að engra nýtilegra breytinga sje að
vænta á sambandslagafrumvarpinu.
Reykjavík.
Dónikirkjuprestembættið. Síra
Ól. Ólafsson hefur fyrir nokkru tek-
ið aftur um sókn sína og sömuleiðis
síra Pjetur Jónsson, og verða þeir
ekki í kjöri.
Halldór Jónsson bankagjaldkeri
og frú hans fóru til Khafnar með
„Sterling" 2.1. þ. m. og dvelja þar
um tíma.
Frá útlönduni eru nýlega komnir
E. Jacobsen kaupm., Braun kaupm.
og Garðar Gíslason verslunarumboðs-
maður frá Leith.
Dagsbrún heitir ljóðmælasafn, sem
nú er aðeins óútkomið, eftir Jónas
Guðlaugsson ritstjóra, gefið út af
Sig. Kristjánssyni bóksala, og verð-
ur þess nánar getið síðar.
Kátir piltar syngja í Bárubúð á
laugardagskvöldið kemur.
Strand enn. 18. þ. m. strand-
aði enskur botnvörpungur við Foss-
fjöru á Sfðu. Hann hjet „Sir Fran-
cis Drake". Skipverjar björguðust
allir.
Gllæpasaga, og hún hroðaleg,
gpngur hjer um bæinn úr Bolungar-
vfk. 16 ára gömul stúlka átti að
hafa verið drepin þar af foreldrum
sínum fyrir það, að hún hafði tekið
eitthvert lítilræði út úr reikningi
þeirra. Lögr. spurðist fyrir um þetta
á ísafirði í gær, en þar var sagt, að
sagan væri mjög rangfærð hjer og
mundi dauði stúlkunnar slysi að
kenna.
Bráðkvödd varð í fyrrakvöld Guð-
rún Brynjólfsdóttir, kona Jóns útvegs-
bónda Jónssonar í Melshúsum á Sel-
tjarnarnesi, mesta merkiskona og vel
látin, rúmlega fimtug að aldri, ættuð
frá Meðalfellskoti í Kjós. Þau Jón
giftust haustið 1889, eignuðust 1 barn,
sem daið er fyrir löngu, en hafa alið
upp mörg börn. Þau hafa frá því
þau giftust búið í Melshúsum og
hefur heimili þeirra jafnan verið hið
mesta myndarheimili.
Portúgal. Migúel af Bragansa,
sem hefur áður gert kröfu til rík-
iserfða í Portúgal og haft þar mik
inn flokk til fylgis, hefir nú op-
berlega afsalað sjer öllu tilkalli
til konungdóms mót því, að fá
jarðeignir þær, er hann hefur áð-
ur átt þar í landi, en teknar hafa
verið og lagðar undir ríkið.
Frá
ISLAND
á ísaflrði, fæst:
Fiskabollur,
Fiskn-friggadollur,
afaródýrar lijá
Nic.Bjarnason.
Tvibökur (Taffelkryddeij —
Þurmjölk — fega plöntu-
felti — Margarliie 3 teg1. —
Florsykur — Fiktoria baun-
ir — Ii.irseber — lSláber —
lionfekt — H.onisum t’hoco-
lade — Syltutau í tíja pd.
krukkum 0,55.
Ratin «
jfýhajnarðeilðin.
Til leigu 2 herbergi og geymsla
við Grettisgötu. — Upplýsingar á
Njálsgötu 27 B.
40
37
leika. Pótt hann kæmi seint til móts-
ins, var hann tekinn í tölu úthjóðend-
anna og valinn foringi þeirra. Öðru-
meginn við tjald hans voru tjöld þeirra
Reginvalds riddara uxaskalla og Fil-
ippusar frá Malarási, en hinumegin var
tjald Hauks frá Grænanesi. Hann var
harón þar í grendinni og hafði ætt-
faðir hans haft mikil metorð hjá Vil-
hjálmi bastarði. Fimta tjaltið átti
Hrólfur frá Víðivöllum; hann var einn
af riddurum sankti Jóhannesar regl-
unnar, en átti jarðeignir skamt frá
Ásbæ. Frá hliðinu og upp á hæðina,
þar sem tjöldin stóðu, var afgirtur
vegur, fimtán álna breiður.
Utan við girðinguna kringum leik-
sviðið voru sumstaðar bekkjaraðir, er
hækkuði eftir því sem fjær dró. Bekk-
irnir voru klæddir dúkum og áldæð-
um og sessur í sætunum. Þeir voru
eetlaðir aðalsmönnunum og konum
þeirra og dætrum, er á vildu horfa.
Pessir bekkir náðu þó ekki fast fram
að girðingunni, heldur var alstaðar mjó
rönd auð ú milli. Þar var óðalsbænd-
um ætlað rúm og ýmsum öðrum, sem
meira átti að hafa við en óvalinn múg-
inn. Honum var ætlað að vera utan
við bekkjaraðirnar, og voru þar hlaðnir
upp torfbekkir og þaktir með gras-
sverði handa mönnum til þess að sitja
og standa á, en þeir voru svo háir, að
frá þeim sást yfir bekkjaraðirnar og
niður á leiksviðið, enda hallaði svæð-
inu þangað frá báðum hliðum, eins
og áður segir. En auk allra þeirra,
sem þarna voru, höfðu rnörg hundruð
áhorfenda fengið sjer sæti uppi í trján-
um báðu megin við svæðið, og uppi
í turni á kirkju, sem þar var þó góð-
an spöl frá, var troðfult af áhorfend-
um.
Sjerstaka athygli vakti bekkur einn
austanmegin leiksviðsins og fyrir því
miðju, rjett þar upp undan, er búast
mátti við að atgangurinn yrði harð-
astur á leiksviðinu. Þessi bekkur var
nokkru hærri en allir hinir og betur
klæddur. Þar var eins konar hásæti
og hvelfing yfir og utan á hana mál-
uð skjaldarmerki konungsins. Ridd-
arasveinar í skrautlegum einkennis-
búningum voru þar á gangi fram og
aftur. Þetta sæti átti Jóhann prins.
En 1 jett á móti þvi, vestanmegin leik-
sviðsins, var annar bekkur álíka hár.
Hann var eigi minna skreyttur en
bekkur prinsins, þótt alt skrautið væri
þar ódýrra. Þar var einnig hásæti og
kringum það var skipað llokki af ung-
um drengjum og stúlkum, er klædd
voru í græna og rauða skrautbúninga,
og höfðu verið valdar til þessa ung-
meyjar þær, er fríðastar þóttu. Fjöldi af
fánum og veifum var kringum þetta
hásæti og á þeim amorsörvar og amors-
hogar, særð hjörtu og logandi hjörtu.
Milli alls þessa skrauts var bogi með
áritum, er skýrði frá, að þetta heið-
urssæti væri ætlað drotningu legurð-
arinnar og ástarinnar, en hver hún
væri, eða livar hún væri, vissi enginn
enn.
Nú fóru áhorfendurnir að hópast
að leiksviðinu og ryðja sjer til rúms
útvegað þjer það. Þig vantar hest
og riddarabúning.
Pilagrimurinn varð hissa og leit á
Gyðinginn. »Hvernig getur þjer dottið
það í hug?« spurði hann.
»Það er sama, ef það er rjett« sagði
Gyðingurinn og hrosti. Jeg hef nú
getið rjett til, hvað þig vanti, og jeg
get lika bætt úr því«.
»Hugsaðu um, hverrar stjettar jeg
er«, svaraði pílagrímurinn. »Littu á
hvernig jeg er búinn og mundu eftir
munkaheitinu«.
»Jeg þekki ykkur, kristnu mennina«,
sagði Gyðingurinn, »og veit það vel,
að jafnvel menn af háum stigum geta
leiðst svo langt af hjátrúnni, að þeir
taki sjer staf í hönd og gangi langar
leiðir til þess að heimsækja grafir dá-
inna manna i von um syndafyrirgefn-
ingu«.
»Hæðstu ekki að því sem heilagt er,
Gyðingur«, sagði pílagrimurinn alvar-
lega.
»Fyrirgefðu«, svaraði Gyðingurinn.
»Jeg játa, að jeg hef sagt meira en vera
har. En það hrutu frá þjer orð í gær-
kvöld, og aftur i morgun, er vöktu þá
hugsun hjá mjer, að þú leyndir ein-
hverju, og jeg veit, að undir pilagríms-
kápu þinni er hulin riddarafesti og
gullsporar. Jeg sá það í morgun, þegar
þú lautst yfir mig í rúminu«.
Pílagrimurinn gat ekki annaðen hros-
að að þessu. »En hvað mundi koma
i ljós, ef föt sjálfs þín væru vel skoð-
uð, ísak?« sagði hann.
»Um það skuluni við ekki tala«,
svaraði Gyðingurinn og gat ekki dulið,
að honum brá í svipinn. Hann fór
ofan i vasa sinn, tók upp blað og skrif-
færi, án þess að fara af baki, og skrif-
aði á það nokkur orð á söðulnefinu,
en hafði húfu sína fyrir skrifborð.
Síðan rjetti hann blaðið að pílagrimn-
um, en á það var ritað með arabisku
letri, og sagði um leið: »í Ljáskógum
þekkir hver maður rikan Gyðing frá
Langbarðalandi, sem Jeróim heitir.
Honum skalt þú færa þetta brjef. Hann
hefur til sölu sex vallenska riddara-
búninga og tíu úrvalshesta. Hertýgin
eru hvei'jum konungi boðleg, og eins
hestarnir, en hann mun leyfa þjer að
velja úr hvorutveggja, og sjá þjer fyrir
öllum útbúnaði til burtreiðanna. En
þegar þeim er lokið, þá skilar þú eig-
andanum öllu aftur óskemdu, nema
svo sje, að þú getir keypt það alt af
honum«.
»En veistu það ekki, ísak«, sagði
pilagrímurinn hrosandi, »að í þessum
burtreiðum missir hver riddari, sem
sigraður er, bæði hertýgi og hest? Sá,
sem sigrar hann, fær hvorutveggja.
Nú gæti svo farið, að jeg yrði feldur
úr söðlinum, misti bæði liest og her-
týgi og gæti svo hvorugt borgað«.
Það kom í fyrstu hik á Gyðinginn,
en hann hratt því fljótt af sjer og svar-
aði; »Nei, nei, neil Það kemur ekki
fyrir. Jeg læt mjer ekki einu sinni
detta það í hug. Hamingjan verður
með þjer«.
Að svo mæltu ætlaði hann að ríða
frá förunaut sínum, en pilagrimurinn
Á