Lögrétta - 28.04.1909, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimlum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON,
IiRUKAveK 41.
Talsími 74.
LOGRJETTA
Ritstj óri:
ÞORSTE NN GISLASON,
Þinglioltsstræti 17.
Talsimi 178.
M 21.
Reykiavík 28. apríl 1909.
IV. árg-.
Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán-
kl. 2—3 á pítalanum.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/.
—12 og 4—5.
Hlutabankinn opinn 10—2^/1 og 51/.—7.
Landsbankinn io1/.—21/., Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
1—3 og 5—8.
Nc^S • MAg
Qy? H'ThA-Thomsen-
* JhííWLÆwí
HAFNARSTR-17 18 19 20 2122- KOLAS 12- LÆKJAP
• REYKJAVIK ”
GHuggatjöld (gardínur) margar
tegundir, afaródýr.
Gólfdúkur (linoleum) mjög mikið
úrval, lágt verð.
ltúmábreiður, bestu tegundir.
Handklæði eftir hvers vild.
Borðdúkar af öllum gerðum.
Gólfþurkur, afveg ómissandi.
Allskonar sápa, sódi, ofn-
sverfa.
Núna um lireingerningarnar þurfa
a 11 i r að fá sjer þetta í
THOMSENS
MAOASÍNI.
JSárus cfjelósfeó
YflrrjettarmálafsBrslumaður.
Lækjargata 2.
Heima kl. ÍO1/*— 1 21/* og 4—5.
Bóka- og pappírsverslun
Arinbj. Syeinbjarnarsonar
Laugaveg 41.
Talsími 74.
Útför þess var haldin í fyrra-
dag í neðri deild við 2. umi’æðu;
felt með rökstuddri dagskrá frá
Skúla Thoroddsen, og fylgdust
þar að allir Heimastjói’narmenn
og 3 úr hinna hóp, svo að þeir
urðu 12, en 11 greiddu atkvæði
móti dagskránni, eða með fje-
glæfrafyi’irtækinu; tveir úr stjórn-
arliðinu höfðu hypjað sig af fundi
áður til atkvæða kom. Hefði
málið komist til efri deildai', var
allsendis óvist, livei’nig foilög þess
hefðu orðið þar; úrslitin oltið á
einu atkvæði eins og i n. d.
fkið hefur varla verið talað um
annað i bænum undanfaiið, en
þetta fjeglæfrahneyksli. Margir
þingmenn meix-i hlutans voru þvi
mótfallnir í upphafi (»allur þorri«
þeirra, segir Þjóðviljinn 24. þ. m.),
en þeim hefur fai'ið sífækkandi
vegna ötuls atróðurs nýja ráð-
herrans og nánustu fylgifiska hans.
Meðal kjósanda úr báðum flokk-
um hefur það verið einróma dóm-
ur, að hjer væri verið að reyna
að hafa landsjóð að fjeþúfu; öll-
um hefur borið saman um það,
að ef tilboðinu yrði tekið, þá hefði
ísafoldarflokkurinn þar með smið
að sjer likkistu sína; en líkkistan
þótti of dýr, og þess vegna beittu
þingmenn Heimastjórnarflokksins
allri orku sinni gegn tiiboðinu.
Baráttan gegn þvi hefur verið
auðveld, röksemdir svo margar á
takteinum vorum megin, að rúm
hefur vantað í blöðunum til þess
að flytja nema fæstar þeirra; hinu
megin alls engar röksemdir, ekk-
ert nema gaspur um »innlendan
flota«, »aukið sjálístæði«, »umráð
yflr verslun vorri« o. s. frv., sem
vjer áttum að fá í aðra hönd
fyrir hin feykilegu fjárútlát, sem
gert hefðu landsjóð gersamlega
fjárþrota á skömmum tima, með
þeim horfum, sem nú er um
gufuskipaútgerð yfirleitt.
Yonandi ris hneyksli þetta eklci
aftur úr gröf þeirri, sem það hef-
ur nú verið jarðað i, og er þá
ekki brýn ástæða til þess að vera
að lesa yfir því langa líkræðu.
Yjer getum þó ekki stilt oss um
að setja fram fáeinar athuga-
semdir.
Horfurnar fyrir gufuskipaútgerð
eru verri nú, en þær hafa verið
um langan aldur; því veldur það,
að peningaveltiárin eftir aldamót-
in var bygt fjarska mikið af skip-
um — þá var nóg að flytja. Svo
kom fjárþröngin um allan heim
1908, og þá kom afturkippur í
alla verslun, og þar af leiðandi í
alla flutninga. Formaður sam-
einaða gufuskipafjelagsins, Riche-
lieu aðmíráll, kvað svo aðorði áað-
alfundi þess fjelags nýlega, að 1908
hefði verið erfiðasta ár fyrir gufu-
skipaútgerð, sem hann þekti.
Enskir gufuskipaeigendur tóku
það til bragðs í vetur, til þess að
forða sjer frá algerðu fjártjóni, að
þeir höfðu samtök um það, að
halda sjöttungi skipa sinna heima,
svo að hin gætu fremur haft eilt-
hvað að gera. Hjer við land eru
vöruflutningar, eins og allir vita,
miklu minni en að undanförnu;
fjökli kaupmanna fær engar vör-
ur, allir verða að spara sem mest
við sig, enda sýnir það sig, að
gufuskipin, sem ávalt eru vön að
hafa fullfermi til landsins, koma
nú hálftóm. Samkepnin hins veg-
ar orðin mikil, hefur farið sívax-
andi, og ekkert útlit fyrir að hún
minki þó harðni í ári, því þau
fjelög, sem einu sinni liafa gert
skip sín út til ferða hjer, geta
ekki fengið neitt að gera fyrir þau
annarstaðar sem stendur. Og b
þessara fjelaga, Björgvinarfjelagið
og Sameinaða fjelagið, eru svo rík,
að þau geta hvort fyrir sig stein
drepið Thore-fjelagið og landsjóð
til samans á skömmum tíma, ef
j þau vilja beita sjer í samkepninni;
slíkt hefur áður borið við, þó
j ekki liafl það áður gerst hjer við
j land.
Þetta hefur Isafoldarliðið líka
sjeð og kannast við, en hefur
fundið þau ráð þar við, að hindra
megi samkepnina með lögum.
Hjer kemur fram önnur hin hættu-
legasta hlið þessa glæfrafyrirtækis;
hagsmunir landsjóðs og lands-
manna rekast óþyrmilega á. Eðli-
leg og hófleg samkepni er lands-
mönnum nauðsynleg; henni eig-
um vjer það að þakka, að sam-
göngur á sjó hafa yfirleitt farið
batnandi ár frá ári, eru svo miklu
betri nú en fyrir 12—15 árum, að
furðu gegnir; þetta er ekki fjár-
framlögum úr landsjóði að þakka,
sein betur fer, heldur eingöngu
hinni sívaxandi samkepni margra
gufuskipafjelaga; hennar vegna
hafa farmgjöld og fargjöld farið
lækkandi, þó hægt sje, og' hún er
framvegis nauðsynleg landsmönn-
um, til þess að þær framfarir,
sem byrjaðar eru í þessum efn-
um, geti haldið áfram. En land-
sjóðsútgerðin þarf að reyna að
bægja samkepninni burt með
lögum, til þess að fara ekki á
hausinn. — Pað er ekkl vegurinn
til þess að fá rneiri skipagöngur
og lægri flutningsgjöld.
Næst viðskiftahorfunum yfir-
leitt er velgengni slíks fyrirtækis
komin undir góðri stjórn — frá
því fyrirtækið byrjar að fæðast.
Vjer áttum að leggja til 4 menn
í stjórn nýja fjelagsins, alla vitan-
lega alveg fáfróða um alt, sem að
gufuskipaútgerð lýtur; vjer áttum
að fá feita bitlinga handa ráð-
herra og 3 þinggæðingum þess
meiri hluta, sem í hvert skifti
ræður í þinginu, en leggja til
ekkert vit til stjórnar fyrirtækinu
í staðinn, af því að slíks vits er
ekki að leita innan þeirra veggja.
Auk þess átti fyrirfram að gera
þessum veslingum ómögulegt að
neyta vitsmuna sinna til þess að
koma fyrirtækinu á laggirnar, —
ef um nokkra vitsmuni hefði ver-
ið að ræða — því að það átti að
skylda fjelagið til þess að kaupa
gömlu skipin Thorefjelagsins ejtir
mati.
Þegar einstakir menn ráðast í
fyrirtæki sem þetta, neyta þeir
fyrst og fremst vitsmuna sinna
til þess að komast að góðum
kaupum — nota hvert tækifæri
til þess. Það hefur Thorefjelag-
ið einmitt gert, keypt skip sín
tækifærisverði, að minsta kosti
sum. Skip voru mjög dýr fyrir
2—4 árum, af þvi að þá var eft-
irspurn mikil; nú má ía þau
mjög ódýr, af því að menn vilja i
vitanlega heldur selja þau fyrir
litið, en að gera þau út með dag-
legu tapi eða halda þeim arð-
lausum heima. En virðingar-
verð skipanna fellur auðvitoð ekki.
Eða mundi nokkur samvisku-
samur virðingamaður meta 18
mánaða gamalt skip, sem sanna
má að kostað hefur 150 þús. kr.,
minna en svo sem 130—140 þús.
kr.? Eitt slikt skip er boðið hjer
nú á 72 þús. krónur. Fyrir eitt-
hvað tveim árum var gufuskip
hjer metið af dómkvöddummönn-
um á 65 þús. kr., en á þeim sama
tíma fjekst enginn til að kaupa
þetta skip á 15 þús. kr.; nýlega
var gufuskip eitt virt á 140 þús.
kr., en selt samtímis fyrir 40 þús.
kr. Fleira mætti telja, en þetta
ætti að nægir til þess að sýna, að
ef menn á annað borð vilja ráð-
ast í að stofna gufuskipafjelag, þá
er ekkert vit í að skuldbinda sig
fyrir fram til þess að kaupa á-
kveðna skipadalla fyrir virðing-
arverð; það gerir enginn óvitlaus
maður fyrir sjálfan sig, og þá eiga
löggjafarnir ekki heldur, að láta
landsjóð gera það.
Forlög þessarar útgerðar voru
fyrirsjáanleg: 100 þús. kr. tillag á
ári úr landsjóði hefði ekki dugað;
hún hefði tapað á ári hverju, og
að lokum hefði landsjóður auð-
vitað neyðst tilað hætta — og selja
skipin. Búast þingmenn ísafoldar
við, að þá finnist nokkur stofnun
eða maður íheiminum svo heimsk-
ur, að hann vilji skuldbinda sig
til að kaupa landsjóðsdallana fyr-
ir það verð, sem óvilhallir menn
meta? Ætli landsjóður yrði ekki
að sætta sig við að fá það verð,
sem kaupendur sjálfir teldu sjer
hygfiilegt að gefa?
Noreg-s sag’a.
Niðurl. -------
Fimta bindið á að vera am ein-
veldistímann (1660—1814) og ritar
það ungur sagnfræðingur Oscar Al-
bert Johnseu, sem nýlega er orðinn
kennari í sögu við háskólann. Hann
hefur áður samið tvö merk sögurit,
annað um eignir manna í Bohúsljeni
þangað til um 1658, er friður var
gerður í Hróarskeldu og Svíar fengu
Bohúsljen, en hitt um hinar norsku
„stjettir" frá siðaskiftum og fram til
einveldisins (1537—1661). Rit þessi
sýna, að höfundurinn er skarpur og
djúpleitinn vísindamaður. Sögu mest-
alls einveldistímans í Danmörku og
Noregi hefur hinn nafnkunni danski
sagnaritari Edvard Holm ritað, mik-
ið verk og ágætt. Mun Johnsen hafa
mikinn stuðning af því.
Sjötta og síðasta bindið verður um
sögu Noregs frá 1014—1905 og rit-
ar það prófessor J. E. Sars, hinn
merkasti sagnaritari Norðmanna, ann-
ar en C A. Munch. Hann er nú
kominn á 74. árið og hefur verið
kennari í sögu við háskólann rúman
mannsaldur. Hann hefur tekið mik-
inn þátt í mörgum þeim atburðum,
sem hann ritar um. Hann hefur jafn-
an verið framarlega í flokki vinstri-
manna og hafa þeir stundum leitt
saman hesta sína Yngvar Nielsen og
hann. Sumir Norðmenn hugðu, að
hann væri lýðveldismaður og fyrir
því reiddust norskir lýðveldismenn
hunum 1905, er hann rjeð löndum
sínum til þess að fá sjer konung og
hugsa eigi um að setja lýðveldi á
stofn. Hann vissi sem var, að Norð-
menn gátu eigi gert Noreg að lýð-
veldi og hann var vitrari maður en
svo, að hann vildi hleypa landinu út
í nokkra ófæru.
Hið merkasta rit Sars er hið nafn-
kunna yfirlit hans yfir hina norsku
sögu írá upphafi og til 1814, sem
út kom á árunum 1873—1891 í 4
bindum, eigi stórum. 1 því hefur
Sars fyrstur manna sýnt samhengið
í sögu Norðmanna og samband við
þróun annara þjóða. C. A. Munch
hafði með hinni miklu Norðmanna-
sögu sinni rutt brautina fram til loka
14. aldar, og hefði Sars líklega ald-
rei lagt út í að rita yfirlit sitt, ef
saga Munchs hefði eigi verið komin
út áður, því að enginn maður svo
vitur sem Sars byrjar með þvf að
rita yfirlit sögu sinnar þjóðar og leit-
ast við að finna orsakarsamhengi a
milli atburðanna, án þess að þekkja
atburðina sjálfa. Slikt yfirlit hlyti
annars að verða mjög vitlaust og
villandi, nema því að eins að það
væri bygt á æfilangri rannsókn.
Reyndin sýtidi líka, hve Sars hafði
mikið fyrir að semja söguyfirlit sitt.
Þá er hann hafði lokið því, hjeldu
vinir hans honum veislu. Hann sagði
þá í ræðu, að hann hefði haldið, er
hann byrjaði að rita yfirlit sitt yfir
sögu Norðmanna, að hann mundi
verða tvö eða þrjú ár að semja það,
en það hefði orðið æfistarf sitt. En
sem betur fer, hefur Sars endst vel,
og á seinni áruin hefur hann ritað
pólitiska sögu Noregs frá 1815 til
1885. Hún er i einu bindi og öll
komin út fyrir nokkru.
Sars er mestur íhugunarmaður af
öllum norrænum sagnariturum. Eng-
inn þeirra hetur hafið sig hærra en
hann og enginn náð meira víðsýni.
Það er eins og hann horfi af tind-
um jötunfjalla yfir sögu Norðmanna
og annara þjóða. En sumstaðar
skyggja fjöllin sjálf á bygð og dal-
verpi, og sumir hafa brugðið Sars
um, að hann væri einhliða í skoð-
unum sfnum. Ástæðulaust er það
tæplega; en hann er hreinn snill-
íngur.
Til þess að almenningi á íslandi
verði það kunnugt, hve mikla rækt
Norðmenn leggja nú á dögum við
sagnafræði, skal þess getið hjer, þótt
það komi eigi beinlínis við sögu
þeirri, sem hjer er um að ræða, að
þeir eiga auk þeirra sagnfræðinga og
sögukennara, sem þegar eru nelndir,
tvo fræga sagnaritara, er ýmsir höfðu
búist við að mundu rita eitthvað af
sögu þessari. Þeir eru báðir kenn-
arar í sögu við háskólann, og er
hinn lærði prófessor Ludvig Daae
annar þeirra, aldraður maður á reki
við prófessor Sars, en hinn heitir
Hálýdán Koht, ungur sagnaritari og
mjög efnilegur.
Þá er þess er gætt, hverjir þeir
menn eru, sem rita sögu þessa, má
vænta þess, að hún verði ágæt, bæði
áreiðanleg, lærdómsrík og vel sögð.
Fyrstu átta heftin, sem út eru kom-
in og til mín, sýna það einnig. Fjög-
ur þeirra eru upphaf af sögubindi
Nielsens, um siðabótina og ríkisár
Kristjáns 3., en hin eru um ráðaneyti
Jóhans Sverdrups og eftirmenn hans
fram til 1893. Hverju bindi er skift
í tvo helminga, og kemur fyrst út
fyrri hlutinn af 4. bindi og sfðari
hluti af 6. bindinu um árin 1884 til
1905, sitt hefti af hvoru til skifta.
En er þeim er lokið, kemur út hvert
hálfbindi á fætur öðru.
Allur ytri frágangur á sögu þess-
ari er hinn besti. Kristoffer Visted,
varðveislumaður (konservator) við
safnið í Björgvin, hefur það starf á
hendi að grafa upp og velja mynd-
ir í söguna. Hann er maður mjög
vel að sjer í menningarsögu almenn-
ings í Noregi og er að gefa út mik-
ið rit um hætti og menningu norskra
bænda.
Sú var tíðin, að íslendingar lögðu
sömu rækt við sögu Norðmanna sem
sína eigin. Hinum íslensku Noregs-
konunga sögum eiga Norðmenn það
mest að þakka, að þeir eiga nú betri
heimildarrit að miðaldarsögu sinni til
loka 13. aldar en aðrar germansk-
ar þjóðir á þeim tímum, og enda
þótt víðar sje leitað. En það hefur
iegið í landi síðan á 13. öld. að ís-
lendiifgum hefur þótt meira gaman
að sögu Noregs á fyrri öldum, en
sögu annara landa. Margir þeirra
hafa verið fróðir í sögu Norðmanna
um það, sem hinar fornu sögur ná,
en eftir þann tíma vita fæstir þeirra
meira en það, sem stendur í sögu-
ritum Páls Melsteðs, föðurbróður míns.
Nú verður tækifæri fyrir þá að bæta
úr því.
. Bogi Th. Melsteð.
i lil I.
fyrv. ráðherra.
TJr Mýrdal í apríl 1909:
Herra Hannes Hafstein, Reykjavík!
Um leið og þjer mí vikið úr ráð-
herrastöðunni, teljum vjer undirrit-
aðir oss skylt, að tjá yður þakkir
fyrir siörf yðar i þarfir þjóðarinnar.
Stjórn yðar hefur að voru áliti sýnt
það, að þjer hafið unnað fósturjörð-
inni, og ekkert til sparað, hvorki
fje nje eigin krafta, til þess að henn-
ar vegur og gengi mœtti sem mest
verða. Pað er trú vor, að þjer
látið af stjórharstörfum með þökk
og virðingu þjóðarinnar að launum.
Þorv. Þorvarðarsson, Halldór Jónsson,
Guðm. Þorbjarnarson, Sveinn Þorláks-
son, Þorsteinn Jónsson, Einar Hjaltason,
Páll Bárðarson, Egill Gunnsteinsson,
Jón Brynjólfsson, Jón Gíslason, Guðjón
Jónsson, Gunnar Gunnarsson, Pjetur
Hansson, Ólafur Ólafsson, Klemens
Klemensson, Sigurður Sigurðsson, Jó-
hann M. Oddsson, ísleifur Þorsteinsson,