Lögrétta - 01.05.1909, Blaðsíða 2
86
LÖGRJETTA.
Lögrjetta keraur út á hverjura raiö-
vlkudegi og auk þesi aukablöð vió og viö,
minst 60 blöó als á ári. Veró: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Á að Ieggja niður
Hafnardeild Bókmenta-
fjelagsins?
í íslenskum blöðum hefur á síðari
árum stundum verið farið fram á, að
leggja niður Hafnardeild Bókmenta-
fjelagsins. Þessum greinum hefur
hingað til ekki verið svarað. En þar
sem nú mun eiga að láta til skarar
skríða á næstkomandi aðalfundi
Reykjavíkurdeildarinnar, telur stjórn
Hafnardeildarinnar það rjettast, að
alþýða manna fái Hka að sjá ástæð-
ur þær, er hún hefur til að leggja
á móti heimflutningi deildarinnar, og
hefur því beðið „Lögrjettu" að birta
skjal það, er hjer fer á eftir. Það er
erindi frá stjórninni til forseta Reykja-
víkurdeildarinnar, er hann hefur ver-
ið beðinn að birta fjelögum þar á
næsta fundi.
Skjalið er svohljóðandi:
„Eins og þjer vitið, herra forseti,
þá er stjórn Hafnardeildar Bókmenta-
fjelagsins á þeirri skoðun, að afnám
deildarinnar eða heimflutningur sje
hið mesta óráð nú sem stendur.
Heimflutningur mundi að miklum
mun veikla tjelagið f heild sinni,
draga úr bókaútgáfunni og svifta
þannig fjelagsmenn bókum, sem þeir
eiga heimting á; ennfremur mundi
afnám deildarinnar gera íslendingum,
sem dvelja erlendis, örðugra að fást
við íslensk fræði og gefa út íslensk
heimildarrit.
í lögum Bókmentatjelagsins er gert
ráð fyrir þvf, að það kynni að koma
fyrir, að önnur hvor deildin losnaði
sundur eða liði undir lok, og „á þá
allan fjárstofn sú deild, sem lengur
er uppi“. Lögin geta þess aftur á
móti hvergi, að það sje hugsanlegt,
að annari hvorri deildinni sje slátr-
að í fullu fjöri. Aldrei virðist
hafa verið eins lítil ástæða eins og
nú til að afnema Hafnardeildina; fjár-
hagur deildarinnar hefur aldrei fyr
verið jafngóður og aldrei fyr hafa
jafnmargir skólagengnir menn íslensk-
ir dvalið í Höfn. Það er því engin
hætta á því, fyrst um sinn, að deild-
in losni í sundur af fjelagaskorti eða
áhugaleysi fyrir íslenskum fræðum. í
handritasöfnum Kaupmannahafnar er
enn sem fyr mikill grúi íslenskra
handrita og skjala, sem ekki hafa
verið gefin út, og mun það eigi
fjarri sanni, þó sagt sje að fullur
helmingur af sögu Islands sje geymd-
ur í handritasöfnum í Kaupmanna-
höfn. Þessar heimildir til sögu ís-
lands er miklu hægra að gefa út,
þegar íslenskt Bókmentafjelag er í
bænum.
Aðalástæðan fyrir heimflutningi eða
rjettara sagt, eina ástæðan, sem til-
færð hefur verið, er sú, að það sje
óþjóðlegt, að íslenskt vísindafjelag
sje í Kaupmannahöfn. Þetta er und-
arleg ástæða. Hafnardeild hins fs-
lenska Bókmentafjeiags hefur hingað
til verið og mun jafnan verða eins
íslensk og þjóðleg eins og Reykja-
víkurdeildin. Hafnardeildin prentar
íslenskar bækur á fslenska tungu,
fjelagarnir eru nærri allir íslenskir og
fundargjörðir og umræður í fjelag-
inu fara, samkvæmt lögum, eingöngu
fram á fslensku, en tilgangur fjelags-
ins er, „að styðja og styrkja ís-
lenska tungu og bókvísi, mentun og
heiður hinnar íslensku þjóðar". í
hinum miklu mentalöndum er það
álitið sjálfsagt, að vfsindaleg tjelög
standi fyrir utan pólitiskar hreyfing-
ar og dagdóma, og Þjóðverjar, Frakk-
ar og Englendingar eiga mörg vís-
indaljelög og vísindastofnanir í öðr-
um löndum og Iáta sjer heldur enga
lægingu þykja, þó sumar stofnanir
þeirra talci vísindalega styrki frá öðr-
um þjóðum.
Ef vjer skoðum hina fjárhagslegu
hlið málsins, þá getur engum dulist,
að tekjur Bókmentafjelagsins mundu
stórunr. rýrna við afnám Hafnardeild-
ar, en kostnaður mundi aukast. Að
sjálfsögðu mundi fjelagið missa 1500
kr. — IOOO króna styrk úr ríkissjóði
og 500 kr. styrk af sjóði Hjelm-
stjerne-Rosenkrone's, og ef til vill
líka 400 kr. úr konungssjóði. Enn-
fremur mundu á næstu árum eflaust
ailmargir fjelagar erlendis segja sig
úr fjelaginu, ef það væri flutt til
Reykjavíkur. Heimflutningur fjelags-
ins mundi því að öllum líkindum
kosta um 2000 kr. á ári beinlínis,
en þar við mundi eir.nig bætasttölu-
verður óbeinn kostnaður. Flutning-
ur á forlagsbókum fjelagsins til Rvík-
ur mundi kosta nokkra upphæð, og
svo yrði deildin í Reykjavík að vera
sjer úti um rúmgott húsnæði, því
bækur Hafnardeildar fylla nú þrjú
herbergi á Amalíuborg, sem deildin
nú hefur ókeypis til afnota. Enn
fremur má geta þess, að Bókmenta-
fjelagið mundi varla komast hjá því,
að hafa umboðsmann f Kaupmanna-
höfn, og hann fengist varla nema
fyrir einhverja þóknun.
Afnám Hafnardeildar yrði af greind-
um ástæðum ekki mikið fjárhags-
happ fyrir Reykjavíkurdeildina, því
deildin yrði líka, þrátt fyrir minkað-
ar tekjur, að taka að sjer skuldbind-
ingar Hafnardeildarinnar, og gæti
ekki hætt við bækur í miðju kafi.
Reykjavíkurdeildin yrði að halda á-
fram ^að gefa út ísle.idingasögu og
Lýsing íslands, og óviðkunnanlegt
væri, að hætta við Safn til sögu ís-
lands í miðju bindi. Auk þess hefði
deildin siðferðislega skyldu til að
halda áfram aiþýðuritum þeim, sem
Hafnardeildin var byrjuð á. Arang-
ur heimflutnings yrði því að eins
rýrnaðar tekjur, meiri kostnaður en
aður og meiri skuldbindingar.
Eins og kunnugt er, hefur stjórn
Hafnardeildarinnar nú í 20 ár litið
svo á, að heimflutningur eða alnám
Hafnardeildar með einfaldri laga-
breytingu væri lagabrot, beint á móti
anda og bókstaf iaganna. Ur þeirri
þrætu milli deildanna er ekki hægt
að skera, nema með langvarandi og
kostnaðarsömum málaferlum, og væri
heppilegast fyrir fjelagið, að hjá
þeim yrði komist. Því verður ekki
neitað, að lög fjelagsins eru fyrir
löngu orðin úrelt í mörgum grein-
um, sumum ákvæðum laganna hefur
eigi verið fylgt í 30—40 ár, og sum-
ar greinar eru nú oiðnar óhafandi, t.
d. að nokkrir fjelagsmenn geta gef-
ið atkvæði f báðum deildum og hafa
þannig tvöföld atkvæði við alla aðra
tjelagsmenn. Eins og nú stendur á,
eru kringumstæður beggja deildanna
að ýmsu leyti mismunandi, svo hver
deild þyrfti ýms sjerstök ákvæði lag-
anna.
Oss finst afnám Hafnardeildar strfði
bæði á móti lögum og tilgangi fje-
lagsins, því það getur eigi verið til-
gangur fjelagsins að færa inn kví-
arnar — að minka vísvitandi svæði
og mátt íslenskra bókmenta. Fje-
lagið átti þvert á móti að auka afl
sitt utanlands og innan samkvæmt
kröfum og þörfum tíuians, og til þess
eru tvær deildir nauðsynlegar; fje-
lagið ætti að minsta kosti að halda
þeirri bókaútgáfu sem nú er, og það
er hægt, ef deildirnar styrkja hvor
aðra. Hafnardeildin mundi eflaust
vilja styrkja systur sína í Reykjavík,
ef samkomulag gæti komist á milli
deildanna, því fjelagið þarf spektog
ró til þess að geta unnið að tilgangi
sínum. Fjárhagur Reykjavíkurdeild-
ar hefur hin seinni ár verið örðugur,
en Hafnardeildinni hefur gengið bet-
ur. Vjer viljum benda á, að það er
ekki ólíklegt, að koma mætti samn-
ingum á um skiftingu sjóðsins jafnt
milli beggja deilda, ef lögunum er
breytt á þann hátt, sem hentugt er
fyrir Hafnardeildina. Það hefur vak-
að fyrir oss, að nauðsyn væri á, að
nýjum lögum væri hagað svo, að
sambandslög væru gerð milli deild-
anna, sem ekki væri hægt að breyta
nema með samþykki beggja, en að
hvor deild fyrir sig hefði sjerstök
lög eða samþyktir, sem ekki kæmi
f bága við sambandslögin, en ákvæði
nánar um fyrirkomulag og störf
hvorrar deildar. Ef lögunum væri
breytt í þessa stefnu og sjóðnum væri
skift, mundi það vinnast, að Reykja-
víkurdeildin fengi meira fje til um-
raða en nú, en Hafnardeildin gæti
haldið áfram starfi sínu nokkurn veg-
inn í sama horfi, þó hún gæfi fáum
örkum minna út á ári. En yrði Hafn-
ardeildin afnumin, líklega eftir margra
ára málaþras, þá mundi Bókmenta-
fjelagið missa mikið fje árlega, verða
kraftaminna, en áður, og vegur þess
mundi ekki vaxa í augum erlendra
fræðimanna.
Nú er Hafnardeild Bókmentafje-
lagsins útvörður og fulltrúi íslenskra
bókmenta gagnvart umheiminum og
efasamt, hvort hægt er að reisa slíka
stoð aftur, ef hún einu sinni fellur.
Virðingarfylst.
Friðriksbergi og Kaupmannahöfn,
. 14. apríl 1909.
Þorv. Thoroddsen,
pt. forseti í Hafnard. Bókmentafjel.
mæta 4 sinnum á ári við æfing-
ar slökkviliðsins, sem og að koma
til bruna, er eldsvoða ber að
höndum. (Frh.).
SrjejúrVestmannaeyjum,
21. apríl iy09.
Ötull sýslumaður. — Sekur botn-
vörpungur yarnar sýslumanni
uppgöngu. — Vestmanneyingar
hervæðast. — Sjö sekir skipstjórar
teknir á land og sektaðir. — Pörf
á síma. — Fiskiafli. —
Til
Sigfús Blöndal,
pt. skrifari.
forseta í Reykjavíkurdeild hins ísl.
Bókmentatjelags.
^fgreiili lög
frá alþingi 1907.
1. Lög um sjerstaka dómþinghá í
Keflavík.
í Gullbringusýslu skalvera sjer-
stök dómþinghá og skal þing-
staðurinn vera Keflavík.
2. Lög um stækkun verslunarlóða í
Isafjarðarkaupstað.
Leyft að reisa verslunarhús al-
staðar í umdæmi ísafjarðarkaup-
staðar, þ. e. á jörðinni Eyri með
hjáleigunni Stekkjanesi.
3. Lög um bráðabyrgðarhækkun á
aðflutningsgjaldi.
Áður prentað hjer í blaðinu.
4. Lög um breyting á 26 gr. 1. lið
í lögum 16. nóv. 1907 um laun
sóknarpresta.
Aðal-breytingin í því fólgin, að
prestar, sem orðnir eru sextugir,
geta fengið laun sín úr landsjóði,
ef þeir óska, þótt eigi sje í því
prestakalli, þar sem sú breyting
ella gæti komist á þegar.
5. Lög um breyting á 2. gr. laga
13. apríl 1894 um fuglaveiða-
samþykt í Vestmannaeyjum.
Þegar sýslunefndinni virðist
nauðsyn til bera, að gera fugla-
veiðasamþykt fyrir sýsluna, skal
hún kveðja til almenns fundar,
sem auplýstur sje með nægum
fyrirvara. Atkvæðisrjett á fund-
inum eiga allir þeir sýslubúar,
er jörð eða jarðarhluta hafa þar
til ábúðarafnota.
6. Lög um breyting á lögum 4.
febr. 1898 um aðgreining holds-
veikra frá öðrum mönnum, og
flutning þeirra á opinberan spí-
tala.
í lögum þessum er ákveðið, að
lfkþráa menn skuli setja á holds-
veikraspítala svo fljótt, sem rúm
leyfir, en limafallssjúka því að-
eins, að hjeraðslæknir telji það
nauðsynlegt vegna sára eða ann-
ars lasleika.
Bannað að setja sveitarlimi
niður á heimili, þar sem holds-
veikir eru fyrir, nema læknir
leyfi. — Börnum holdsveikra for-
eldra, er sveitarstyrks njóta, jafn-
an skylt að koma í fóstur á önn-
ur heimili.
Sveitarómögum, holdsveikum,
sem eigi eru á holdsveikraspítal-
anum, skal koma fyrir á þann
hátt, að eigi stafi af þeim sýk-
ingarhætta, sbr. 4. gr. laga 4.
febr. 1898.
7. Lög um að leggja jörðina Naust
í Hrafnagilsheppi í Eyjafjarðar-
sýslu undir lögsagnarumdæmi og
bæjarfjelag Akureyrarkaupstaðar.
8. Lög um viðauka við lög 14. des.
1877, um ýmisleg atriði, er snerta
fiskiveiðar á opnum skipum og
lög 10. nóv. 1905, um viðauka
við nefnd lög.
Ákveðið, að greind lög skuli
og ná til þiljaðra mótorbáta, sem
ganga í Vestmannaeyjum, og eru
ekki stærri en nemi 15 smálest-
um.
9. Lög um að stofna slökkvilið í
Hafnarfirði.
Allir kaupstaðarbúar, sem tii
þess eru álitnir hæfir, skyldir að
Hann sýndi það þann 19. þ. m.
hinn setti sýslumaður hjer, Björn
Þórðarson, að hann er ötull, ódeigur
og ósjerhlífinn. — Þann dag, nálægt
hádegi, var honum tilkynt það, að
botnvörpungur væri að veiðum í
landhelgi, milli Lands og Eyja. —
Fjekk hann sjer þá vjelarbát og lagði
á stað til að hafa hönd í hári söku-
dólgsins. En móttökurnar voru ekki
sera alúðlegastar, því þegar skipstjóra
var tilkynt erindið, þá setti hann á
sig fólskusvip og kvaðst ekki vilja
þessa menn upp á skipið. Ætlaði
þá sýslumaður að leggja að skipinu
og ráða til uppgöngu, en þá skipaði
skipstjóri skipverjum sínum til varnar
við borðstokk skipsins með barefli,
sleggjur o. s. frv. í þrjú skifti reyndi
sýslumaður að leggja að, en það fór
ávalt á sömu leið. Fór það betur,
að sýslumaður rjeði ekki til uppgöngu,
því að enginn efi er á því, að hann
hefði ekki sloppið upp óskaddur.
Kom það fram við þessar atlögur,
að sýslumaður hafði ekki í hyggju
*ð hlífa sjer eða draga sig í hlje.—
Varð sýslumaður samt að hverfa frá
við svo búið.
Eftir því, sem næst verður komist,
er ekki ósennilegt, heldur öllu frem-
ur nær því víst, að skipstjóri þessi
er hinn sami óþokki, sem fyrir
nokkrum árum síðan varnaði sýslu-
manni Magnúsi Jónssyni uppgöngu
með því að dæla á hann og þá sem
með honum voru heitu vatni. Þá
var hann einnig að ólöglegum veið-
um í landhelgi og sýslumaður þá í
sömu erindagerðum og nú, að hand-
sama hann og færa til lands til sekta.
Þegar sýslumaður Björn var far-
inn heimleiðis, dró botnvörpungurinn
inn veiðarfæri sín. Annars eru botn-
vörpungar vanir, er þeir sjá vjelar-
báta stefna að þeim, er þeir eru að
ólöglegum veiðum, að losa veiðar-
færin við sig eða ná þeim upp á
þilfar. En þessi hirti ekki um það,
heldur hjelt áfram hinni ólöglegu
veiði, þótt hann stæði augliti til
auglitis sýslumanni. Skipið er frá
Hull og heitir „Gaol" nr. 761.
Þegar sýslumaður kom í land, Ijet
hann hafa gætur á skipi þessu, og
kom það þá í Ijós, að það lá í skjóli
vestan við Eyjarnar með vörpuhler-
ana útbyrðis, ásamt fleirum botn
vörpungum, sem einnig höfðu veiðar-
færi útbyrðis.
Sýslumaðnr brá þegar í stað við
og fær tvo vjelarbáta og um 30 menn,
og höfðu þeir nokkrar byssur með
sjer og skotfæri. Þá var kl. 6 e. h.
Þegar komið var vestur fyrir Eyjar,
kom það í Ijós, að sökudólgurinn
var flúinn. Hann hefur að öllum
líkindum aldrei lagst við akkeri, en
stygst við aðra báta, sem farið höfðu
þar áður um til fiskiveiða. — Samt
sem áður var þar ærið að starfa
fyrir sýslumann, því að hann náði
þar í sjö botnvörpunga, sem höfðu
ólöglega búið um veiðarfæri sín. —
Sýslumaður tók alla skipstjórana í
land: 3 enska, 2 fraeska, 1 hollensk-
an og 1 norskan. Flesrir komu mögl-
unarlítið; að eins einn bauð skip-
verjum að draga upp akkeri og halda
til hafs. Hafði sýslumaður sent þang-
að annan bátinn, cn var sjálfur í öðru
skipi. En þeir, sem sendir voru,sýndu
fulla alvöru. Ráku »spil“-manninn í
burtu og stöðvuðu „spilið". Hafði
einn um orð við „spil“-manninn, að
hann yrði skotinn, ef hann færi ekki
í burtu. Þetta sagði hann að vísu
á íslensku, en það hittist svo á, að
„spil“-maðurinn var einmitt íslenskur.
Varð hann hræddur mjög og hörf-
aði aftur á skipið. Skipstjóri skip-
aði í sífellu að draga upp akkeri og
halda til hafs. En þegar að hann
sá, að einn af þeim, sem upp voru
komnir af Eyjabúum, hlóð byssu sína,
þá spurði hann um það, hvort sýslu-
maður væri með í förinni. Óg þegar
honum var sagt það, sem reyndar
áður var búið að tjá honum, þá
kvaðst hann ekki skyldi sýna mótþróa.
— Þeir voru kátir Eyjabúar, þegar
þeir komu heim um kveldið (kl. 10)
með veiðina. Sungu þeir og skutu
sem aðrir sigurvegarar. En skip-
stjórunum 7 mun hafa fátt um. fund- -
ist, enda búist við lítilli veiði þá
nóttina. Heyrði t. d. einn norska
skipstjórann segja við sjálfan sig
þar sem hann sat hugsandi: „Det
var god Forretning det“.
Um kl. 2 um nóttina var prófum
Iokið; voru skipstjórar sektaðir um
200 kr. og þar yfir hver og síðan
fluttir til skipa þeirra.
En sökudólgurinn versti — hann
slapp. í gær sást hann hjer við
Eyjar að nýju með veiðarfærin út-
byrðis, og í morgun mun hann enn
hafa sjest. En hann er var um sig;
varpar ekki akkerum, og verður við
svo búið að standa, þvf að „Fálk-
inn" okkar hefur ekki sjest hjer lengi
(líklega ekki síðan 5. apríl). Og að
koma boðum til hans á stuttum tíma,
er ómögulegt, því að ekki er sím-
anum til að dreifa hjer — og hans
ekki von í bráð, eftir því sem heyrst
hefur. Stór-hneyksli er það í raun
og veru, að síminn hingað skyldi
vera feldur núna, jafn-mikil þörf og
virðist vera á honum hjer. „Það er
verið að refsa ykkur Eyjabúum fyrir
kosningarnar í haust", sagði einn
landvarnar- eða þjóðræðismaðurinn
(jeg þekki aldrei mörkin á þeim)
hjer nýlega, er það frjettist hingað,
að síminn væri feldur. Hvílík mis-
sýning hjá afa gamla, ef hann hugs-
ar það, að hann sje með þessu að
refsa Eyjabuum, þótt hann ljeti dilk-
ana sína skera símann hingað niður.
Nei, hann er vinna landinu í heild
sinni stórt ógagn, baka landinu í
heild sinni stórtjón. í líku tilfelli
sem því, er nú hefur verið minst á
út af þessum botnvörpung, væri
nú búið að ná í botnvörpung þennan,
ef sími hefði verið hingað. — Hjer
er einnig nú þessa dagana annar
botnvörpungur að sveima í kringum
Eyjarnar, sem margar kærur hvfla á
út af stórskemdum, sem hann hefur
gert á veiðarfærum sjómanna hjer.
Hann hefur einnig orðið svo nær-
göngull einum bát, sem var „á línu"
að hann varð að skera á línuna til
þess að forða sjer undan honum.
Við náum ekki í „Fálkann", kom-
um ekki boðum til hans, og því má
eins búast við, að þessi sökudólgur
sleppi einnig hjeðan án þess, að
honum verði refsað.
Þannig mætti halda áfram að telja
upp ýms dæmi, sem sýndu það, að
það er ekki Eyjabúum einum, held-
ur öllu landinu í heild sinni, stórtjón,
að hjer er símalaust. — En hvað
Eyjabúa snertir, þá munu þeir eflaust,
þá er þingkosning fer hjer næst fram,
sýna það, að þeir munu ekki láta
þessa refsingu blindaðra fyrirliða
verða til þess, að hræða þá frá sann-
færingu sinni. Svo lítilsigldar sálir
erum við ekki; þær raggeitur finnast
hjer ekki, sem betur fer,
Af aflabrögðum hjer á þessari ver-
tíð er það að segja, að alt útlit var
til, að þessi vertíð yrði ein hin allra
arðsamasta, en aprílmánuður hefur
verið svo stormasamur, að sjaldan
hefur verið komið á sjó hjer þennan
rnánuð, líklega ekki oftar en 5—6
sinnum. Aprfl er þó venjulegast
besti fiskimánuðurinn, en oft minna
úr því honum sleppir. Reyndar eru
hjer all-góðir hlutir hjá nokkrum
vjelabátum. Hæst líklega um 16
þúsundir á bát, í sex staða skifti
venjulegast. Meðal-afli á bát líklega
7—IO þúsundir. Nokkrir bátar hafa
minna. í fljótu bragði virðist þetta
hár hlutur, en þess er ekki ávalt
jafnframt gætt, sem vera ber, að
óvenju-mikill kostnaður hvílir á
vjelarbáta-útgerðinni hjer. Og víst
er það, að fiskist hjer ekki til muna
þann tímann, sem eftir er til „loka",
verður ástandið hjer á engan hátt