Lögrétta - 12.05.1909, Side 1
Aígreiðslu- og innheimluni,:
ABINBJ. SVEINBJARNARSON,
Lauiiaveu: 41.
Talsimi 74.
LOGRJETTA
R i ts tj ó r i:
Þ 0 RST EIN N GISLASON,
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M
Reylqavík 13. maí 1909.
IV. árg.
Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. ! mán-
kl. 2—3 á pítalanum.
Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—I.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/^
—12 og 4—5.
Hlutabankinn opmn 10—2*/. og —7-
Landsbankinn io1/^—2J/2. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
1—3 °g 5—8-
«^vm4c
•HThAThömsen-
HAFNARSTR-I7I8I920 21-22-KOLAS 1-2'LÆKJART-IZ
• REYKJAVIK •
©
er
að
versla
Thomsens
ím.
Lárus Fjeldsted,
Yfirrjettarmálafœrslumaður.
Lækjavgata 2.
Heima kl. lOVa—12'/= og 4—5.
Bóka- og pappirsverslun
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
Laugaveg 41.
Talsími 74.
•)
fjármálin i þinginn.
Kafli úr ræðu eftir Jón Jónsson
frá Miila við eina umræðu
fjárlaganna í n. d.
2n. apríl.
Eins og sjá má, þá eru útgjöld
landsjóðs eftir frv. áætluð yfir 100
þús. kr. minni á næsta fjárhagstíma-
bili, en farið var fram á í stj.frv.
Og þessi sparnaður — ef sparnað
skyldi kalla — er að þakka háttv
e. d. Úr n. d. fóru fjárlögin þann-
ig, að utgjöldin voru meiri en upp-
baflega var til ætlast (í stj.frv ), en e
d. hefur svo lækkað þau um nalega
170 þús kr, eða rúml. það. Þessi
lækkun á útgjöldunum (118 þús. kr.)
sem nú er á pappírnum, er að vísu
álitleg — Jrá vissu sjónarmiði\ út-
gjöldin virðast þar stórum minni, en
áætlað var upphaflega. En ef litið
er til þess, að Ijarlaganetnd þessarar
deildar og ráðherra hafa nú stungið
upp á auknum fjárveitingum, sem
nema til samans um 100 þús. kr„ og
þar sem gera má ráð fyrir, að þess-
ar tillögur verði samþyktar, sjerstak-
lega að því er til þeirra fjárveitinga
kemur, er hæstv. ráðher ra fer fram
á, því að þær eru í alla staði rjett
mætar, — ef nú litið er á þetta, þá
verður upphæð útgjaldanna í fjárlög-
unum svipuð og í stj frv. upphaflega.
Þar hefur í rauninni ekkert sparast.
Það hefur oft heyrst kveða við á
þessu þingi, einkum frá háttv. meiri-
hlutaþingmönnum, hve mikil nauð-
syn sje á, að spara landsfje, það sje
svo ilt í ári nú o. s. frv. Þetta er
nú að vísu fallega hugsað, og efast
jeg ekki um, að niörgum hinna háttv.
þingmanna sje það í raun og veru
áhugamál að fara drjúglega með fje
landsjóðs. En það mætti líka ein-
mitt búast við, að sá flokkur, er nú
hefur yfirtökin á þingi, fyndi sjer
skylt — flestum fremur — að spara
sem mest, af því að þessi sami flokk-
ur hefur áður lagt svo mikla áherslu
á það, að það væri ein af helstu á-
stæðunum til að skifta um stjórn, að
þá yrði minna fje eytt.
Jeg þykist nú vita, að það sje
fullur vilji allflestra hinna háttv. þm.
þessa flokks, að gera sitt til að út-
gjaldabálkur fjárlaganna verði sem
minstur. En það verð jeg að segja,
að hinum háttv. meiri hluta hefur
ekki tekist það; honum hefur mis-
tekist sú tilraun, sem jeg efa ekki,
að fyrir honum hafi vakað, mistek-
ist hún með ölln. Að vísu er það
svo, að ýmsar upphæðir hafa verið
feldar úr fjárlögunum, en þær hafa
þá komið fram annarstaðar, ef til
vill smærri upphæðir, en að sama
skapi fleiri. Það er í rauninni ó-
mögulegt í fljótu bragði, að segja,
hvað orðið hefur af öllum þessum
„spöruðu" upphæðum; en horfnar
eru þær að mestu. Það er víst.
Jeg hef borið saman upphæðir
helstu gjaldagreinanna, eins og þær
eru i fjárlögum þeim, er nú gilda
frá síðasta þingi 1907), eins og þær
voru í stjórnarfrumvarpinu, og eins
og þær eru nú í frv , og kemur þá
ýmislegt einkennilegt í ljós, og skal
jeg leyfa mjer að benda á ýmsar af
greinar þessum ummælum mínum
til skýringar.
Við byrjum þá á 12. gr. fjárlaganna
jæknaskipunin); það er fyrsta grein út-
gjaldabálksins, þar sem um verulegan
mun er að ræða. Upphæð þeirrar grein-
ar er í gildandi fjárlögum 269 þús.,
í stjórnarfrv. 283 þús., og í frv., eins
og það nú liggur fyrir, 300 þús.
Sú grein hefur því verið hækkuð um
17 þús. krónur fra því sem stjórnin
ætlaðist til, og þessi hækkun er þings-
ins verk.
Þá kemur 13. gr. fjárlaganna. Það
er sú greinin, sem stærstu fjárhæð-
irnar hefur að geyma, eins og vant
er. Það er samgöngumalagreinin, og
í henni eru allar fjarveitingar til vega,
gufuskipaferða, síma og vita. Til
þeirra mala hefur verið varið æ stærri
og stærri fjarhæðum á undanfarandi
þingum, og verið lögð áhersla á það,
að vinna sem mest að þeirn fyrir-
tækjum, og er óhætt að fullyrða, að
í því efni hefur farið saman vilji þjóð-
arinnar, þingsins og stjórnarinnar.
Þetta hygg jeg að hafi verið rjett
leið, sem legið hefur að því marki,
að styðja sem haganlegast alla at-
vinnuvegi og framfarafyrirtæki lands-
manna allra. En nú koma þessar
svokölluðu sparnaðartilraunir meiri-
hlutans einmitt niður á þessari grein,
og þetta maikar nýja fjarmalastetnu
meirihlutans og nýju stjórnarinnar.
Kröftunum hefur hingað til verið varið
til verklegra nytsemdarfyrirtækja, og
það hefur markað stefnu þa í fjar-
málapólitíkinni, sem fyrverandi stjorn
Og meirihluti hefur fylgt a undanfar-
andi þingum, en nú er auðsjaanlega
horfið frá þessari stefnu. Tölurnar í
Í3. gr. sýnir þetta Ijóslega. Á þing-
inu 1907 var áætlað 1208 þús. kr
til útgjalda þessarar gr., eins og fjár-
lögin sýna. Stjórnin ætlaði nú að
fara nokkru gætilegar í sakirnar, og
ætlaði 1078 þús. til þessara útgjalda.
Hún miðaði við, að tekjur landsjóðs
yrðu nokkuð ódrýgri en á undanfar-
andi árum, og sló því hæfilega und-
an, en hjelt þó eindregið í áttina að
takmarkinu. Eins og frv. liggur nú
fyrir deildinni, þá eru útgjöld í þess-
ari grein áætluð 871 þús. kr., eða
207 þús. kr. lægri en stj.frv. áætlaði
þau og 337 þús kr. lægri en í gildandi
fjárlögum. Háttv. þm. S.-Þing. skýrði
nakvæmlega frá, á hverju fje þetta
væri xsparaðí;1), og sýndi fram á, að
það var á brúm, vegum og símum,
þeim fyrirtækjum, sem hingað til hafa
verið talin nauðsynlegust allra, og
því ætla jeg ekki að fara fleiri orð-
um um þessa grein, en vekja að eins
athygli háttv. þingdeildar á því, að
allar aðrar útgjaldagreinar jrv. haja
hcekkað. Því fje, sem tekið hefurverið
af brúm, vegum og símum, er dreift um
þær allar. 14. gr. (kirkjumál) hefur
hækkað um 26 þús. i meðferð þings-
ins, stj.frv. áætiaði hana 473 þús.,
nú er hún 499 þús. kr. Það er ým-
islegt setn hækkuninni veldur, en það,
sem mestu veldur, eru mjög auknar
fjárveitingar til ýmislegra skóla, sem
landsjóður hefur að vísu styrkt hing
að tii, en þó ekki verið taldir hans
handbendi. Hjer kemur þessi »ten-
dens« glögt fram, að fella úr fjárl.
ýmislegt það, sem landsjóði er að
lögum skylt að láta vinna, en taka
upp í þess stað ýmislegt, sem enga
lagaheimild hefur til fjár úr iandsjóði.
T. d. skal jeg benda á Flensborgar
skólann; hann fær nær því alt, sem
hann bað um, nær alt sitt fje úr
landsjóði, án þess þó að stjórninni
sje gefinn vegur til þess að líta eítir
eða hafa ahrif á skólann. — Alstaðar
kemur það sama fram: Það er
látast vera að spara, með því að
fresta útgjöldum í bili, sem landsjóði
er skylt að greiða, og hann verður að
borga á næstu arum, en fjenu er
varið til ýmislegra útgjalda, sem
binda landsjóði bagga nú og fram-
vegis, bagga, sem honum er ekki
skylt að bera og hann hefur ekki
borið áður,
15. gr. hækkar um 20 þús. kr.
frá því sem hún var áætluð í frv.
stj., og nokkru meir en l/2 þeirrar
upphæðar eru bitliugar til einstakra
manna. Jeg skal ekki segja, að þeir
sjeu óþarfir eða ónauðsynleg fjárveit-
ing, en það er þetta þing, sem veitir
þá, þingið, sem ekki álítur landsjóð
færan um að vinna sín skyldustörf.
Alls eru í fjárl. nýjar styrkveit-
ingar til einstakra manna, eða hækk-
aðir styrkir, sem ncma 24 þús. kr.
Svona örlatur er sparnaðarflokkurinn
nýi við einstaka menn. SHkar fjárveit-
ingar hafa áður verið kallaðar bitlingar.
Það, sem meðal annars hefur hækkað
útgjöldin í 15. gr., er aukin fjár-
veiting til bókasatnanna á Akureyri
og ísafirði. Það er pkki hægt að
segja um það fje, sem til þeirra er
varið, ef það er rjett notað, að það
sje eyðslueyrir, sökum þess að það
hækkar eign landsins og kaupstað-
anna. En því gat þetta ekki líka
beðið?
16. gr. er til verklegra fyrirtækja.
Þar er um stórar upphæðir að ræða,
og hefur sú grein hækkað tiltölulega
minna en hinar í meðferð þingsins,
enda er þar um verkleg fynrtæki að
ræða, og þau geta nattúrlega beðið
fremur hinu. Alis hefur grein þessi
hækkað í meðterð þingsins um 20
þús, úr 396 þús. upp 1 416 þús.
Það er þessi meðlerð a fje landsjóðs,
sem jeg hef viljað benda a. Jeg get
dregið það saman í örfá orð: Þörf-
ustu verkin, svo sem vegir, brýr,
símar o. s. frv. eru stöðvuð, án þess
að það takist að láta hag landsjóðs
batna í minsta máta frá því sem hann
var, meðan hin seyðslusama stjórn«
sat við völdin. En hún var gætin
framfarastjórn. Nú er öllu snúið
öfugt.
Jeg segi það fyrir mig og minni-
hlutann í þessari deild, að vjer höf-
um reynt að berjast móti þessari
nýju stefnu eftir föngum. Meiri-
hlutinn hefur heiðurinn á þessu eins
og öðru, sem þingið gerir, og hann
ber einnig ábyrgðina af því. Og
jeg afsala mjer og þeim þm. hjer í
deildinni, sem sama flokk fylla —
heimastjórnarflokkinn — allri hlut-
deild bæði í heiðri og ábyrgð af
þessum fjárlögum.
Stofa á góðum stað er til leigu
14. maí fyrir reglusaman mann. —
Fæði má fá á sama stað.
Upplýsingar í Gutenberg.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II
og 4—5. Talslmi 16.
Kartöflnr
hjá
Jes Zimsin.
r stó
111.
Reykj avik.
Dáinn er hjer á Landakotsspítala
í fyrra dag Sveinn Jónsson trjesmið-
ur frá Stykkishólmi, bróðir Björns
ráðherra. Hann kom hingað sjúk-
ur og að fram kominn með „Skál-
holti" í fyrra dag og andaðist sam-
dægurs. Hann hafði verið veikur á
þriðja mánuð og var banameinið
blóðæðastýfla.
Sveinn hafði lengi búið í Stykkis
hólmi og var merkur maður og vel
nætinn. Hann lætur eftir sig ekkju
og nokkur upp komin börn.
Jarðsunginn var hjer í fyrra dag
Jóhannes Böðvarsson snikkari frá
Skarðshömrum í Norðurárdal. Hann
dó á Landakotsspítala 4. þ. m.
Frá Austfjörðuni eru hjer ýmsir
gestir staddirnú: læknarnir Ól. Thor-
lacius frá Búlandsnesi og Georg Ge-
orgsson fra Fáskrúðsfirði, Lárus Tóm-
asson bóksali frá Seyðisfirði, frú Sig-
urbjörg kona síra Vigfúsar Þórðar-
sonar á Hjaltastað o. fl.
Norðan-þingmenn fóru flestir með
Fálkanum í morgun áleiðis heim.
Fl'á útlöndum eru nýkomin Schou
bankastj., Copeland kaupm. og frú
hans, E. W. Sandholt prentari o. fl.
Kirkjusamsöngurinn á laugar-
dagskvöldið var tókst vel, en var
ekki nær því eins vel sóttur og bú-
ast hefði mátt víð. Vakin skal eftir-
tekt á auglýsingu á öðrum stað hjer
í blaðinu um endurtekningu samsöngs-
ins, en um hann verður frekar getið
síðar.
Ráðherraliúsið, sem H. Hafstein
bygði, keypti alþingi fyrir landsins
hönd og ætlar það fyrir bústað handa
ráðherra framvegis. Nýi ráðherrann
er nú fluttur þangað. Verðið var 52
þús. kr.
l'emplaraveisla. 4. þ. m. hjeldu
Templarar fjölmenna veisluá»Hó-
tel island« og buðu til hennar öll-
um alþingismönnum, sem greitt
höfðu atkvæði með bannlögunum.
Ráðherra var boðið, en hann vildi
ekki koma.
Jón Ólafsson alþm.
hefur nú heimili
Lindargötu 28 (horn á Frakkastíg).
ilnllariuai.
1) Sbr. síðasta tbl. Lögr.
L(
Síðustu útlend blöð, sem hing-
að eru komin, segja þær fregnir
frá Lissahon, að landskjálftar hafi
verið þar fyrir síðastliðin mán-
aðamót og hafi fundist viðast
hvar á Spánarsltaganum. Sum-
staðar gerðu þeir allmikið tjón.
Á einum stað fórust 40 manna.
l3ing Portúgalla kvað hafa veitt
400 þús. kr. til að bæta úr tjón-
inu.
í »Politiken« frá 13. f. m. stend-
ur síniskeyti frá Reykjavik undir-
ritað H. (Hjörleifsson?) og segir
þar frá komu nýja ráðherrans úr
utanförinni frægu. Þar stendur
meðal annars: »Mængden hilste
ved Landstigningen Ministeren
með ligefrem storniende Ovatio-
ner«, þ. e. á íslensku: Múgnrinn
heilsaði ráðherranum, er hann
stje á land, með alveg dynjandi
fagnaðarlátum(!II). Og síðar í
skeytinu er frá því sagt, að fagn-
aðarlætin hafi verið endurtekin
við hús ráðherra, er liann var
heim kominn.
Hann velgir ekki við ósannind-
unum manninn, sem svona segir
frjettirnar.
En fregnirnar, sem hingað bár-
ust heim af frammistöðu ráðherra
í Danmörku, voru ekki þannig
lagaðar, að nokkur flokkur manna
hjer í bænum dirfðist, að undir-
húa nokkurn móttökufagnað. Hitt
munu margir liafa ætlað, að ó-
nægja sú, er orðin var almenn
hjer í bænum með frammistöðu
ráðherra ytra, er hann kom heim,
mundi á einhvern liátt koma
fram,. þegar hann kæmi á land,
og mannfjöldann, sem þávarvið
bryggjuna, á ráðherrann vafalaust
því að þakka. En á Framfundi
rjett áður hötðu heimastjórnar-
menn verið beðnir, að hafa engin
læti í frammi, er ráðherra kæmi,
og taka engan þátt í þeim, þótt
þau yrðu hafin úr einhverri
annari átt. Þetta hjeldn þeir. Það
var líka siður en svo, að nokkur
sigurfararbragur væri á ráðherr-
anum, er hann kom i land og
gekk upp bryggjuna, og engin
fagnaðarrödd heyrðist við mót-
tökuna, enda hefðu hinar víst
orðið fleiri, sem öðruvisi liefðu
kveðið, ef byrjað heíði verið þar
á nokkrum fagurgala. Þegar ráð-
herra var kominn heim í liús
sitt, höfðu einhverjir af þjónum
hans og húskörlum farið að tísta
þar fyrir utan, og hann þá kom-
ið út um glugga þar á austur-
gaílinum, út á þekjuna, og þakk-
að þeim fyrir. En einhverjir
aðrir höl'ðu þá eigi heldur getað
á sjer setið og kallað: »Niður með
hann!« Þetta er rjett sögð sagan
af viðtökunum. En hvernið ætl-
ar hr. H. Dönum að skilja þess-
ar fagnaðarviðtökur, sem hann
lýsir? Eiga þeir að skilja þær
svo, að fagnað hafi verið yfir
sinnaskiftum B. J. í Danmerkur-
förinni, vfn' afneitum hans á ísaf.
o. s. frv.?
Og því hjó hr. H. ekki til sögu
um þessar tagnaðarviðtökur í eitt-
hvert stjórnarblaðið hjer heima?