Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.05.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.05.1909, Blaðsíða 2
98 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. íslands minni. (í veislu 4- maí 1909, er góðtemplarar hjeldu þingmönnum, eftir að lög um að- flutningsbann höfðu verið samþykt). Það var einu sinni karl fyrir norð- an, hjet Árni smiður, var að járna hest, reiddi hátt hamarinn, og rak bylningshögg í hausinn á þeim, sem hjelt fætinum, svo að maðurinn æpti og engdist í kút. „það getur verið nógu ansvíti sárt“, sagði Árni gamli og leit í hamarskallann. Það er líka sárt fyrir unglingana í knattleikum hjerna á melunum þegar þeir gá sín ekki og sparka hver f annan, í stað þess, að sparka knettinum. Við vitum að þeir skifta sjer í tvo flokka og sparka knettinum milli sín, en sá flokkurinn vinnur, sem kemur knettinum gegnum heimahiið hins. Þá er leikurinn úti. Og þó að margur sje blár og blóðrisa, þá rjetta þeir hver öðrum bróðurhönd að leikslokum. Við fullorðnir menn eigum oft líkan leik, göngum í flokka hver á móti öðrum og höfum að knetti eitt- hvert velferðarmál þjóðarinnar, spörk- um því hver í sína áttina, á undir- búningsmelunum, þar til er annar- hvor flokkurinn kemur því að sínu keppimarki, gegnum framkvæmdar- hliðið. Sá er munurinn, að okkur er enn hættara til þess, en ungum mönn- um, að sparka óþyrmilega hver í annan. Það er viturra manna mál, að bar- áttan gegn áfengisnautninni sje eitt afhelstu velferðarmálum nútíðarinnar. Það kemur til af því, að aldrei á allri æfi mannkynsins hefur áfengis- nautnin verið nándarnærri eins al- menn, og þess vegna aldrei eins háskaleg, eins og nú undanfarnar aldir, síðan allir lýðir tóku upp það óheiilaráð að breyta miklu af bestu fæðu sinni, korninu, í brennivín, í stað þess, að gera úr því grauta og brauð. Þetta velferðarmál hafa bindindis- menn og áfengisvinir haft að knetti milli sín hjer á landi í 25 ár. I fyrstu veitti bindindismönnum miður og voru oft sárt leiknir. En nú er svo komið, að þeir hafa unnið fullan sigur, náð sínu óska- marki. Og það getur verið að þeim sum- um, sem halda enn trygð við áfengið, finnist það nógu andsvíti sárt, að svona skuli hafa farið. En því skyldum við ekki, að leikslokum, hala ungra manna sið og rjetta hver öðrum bróðurhönd og óska þess, að þetta mikla ný- mæli verði ættjörð okkar til bless- unar í bráð og lengd. Hvað sem í milli ber, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, hvernig sem leikar fara og flokkum semur, þá bindumst við ávalt allir bróðurhöndum um þá heitu ósk, að allir hlutir gangi ættjörðu okkar í vii og alt snúist niðjum okkar til farsældar. Jeg sagði frá því á mannamóti einhvern tíma í vetur, að jeg hefði einu sinni spurt gamlan mann, hvort honum þætti gott brennivín, og hann svarað: „Osköp gott blessað; heldur vildi jeg deyja, en að vera án þess, meðan það er til“. Fyrir skömmu heyrði jeg talað um annan unnusta áfengisins; hann lenti í sjávarháska og komst af við illan leik; var spurður á eftir, um hvað hann hefði verið að hugsa þegar háskinn var mestur. „Jeg var að hugsa um það", sagði manntetrið, „hvort mjer mundi nokkurn tíma framar auðnast að fá mjer á hana brúnku rnína". Er það nú ekki „ansvíti sárt", að skerða frelsi þessara manna, heimta af þeim að þeir hætti að drekka, meina þeim fyrir fult og alt að fá sjer á hana brunku sína, til þess að ný kynslóð getir risið upp á ættjörð okkar og alist upp, án áfengis og laus við alla þá óhamingju, sem því fylgir. Ef slík ný kynslóð kæmist á fót, þá mundi hún, hver maður, telja jafn sjálfsagt, að hafa áfengi hvergi til nema í lyfjabúðum, eins og okkur 'óllum finst sjálfsagt, að hafa ópíum og morfín hvergi nema þar. Aðflutningsbannið heimtar af nú- lifandi kynslóð, öllum sem nú neita áfengis, að þeir hætti því algert vegna niðja vorra, vegna komandi kynslóð- ar, til þess að hún venjist ekki á- fenginu og viti ekki af öllu því böli, sem það bakar okkur. Er til of mikils mælst? Fyrir skömmu heyrði jeg einn þjóð- kunnan mann segja við nokkra vini sína: „Þegar jeg var ungur", sagði hann, „hjet jeg því, að helga fóstur- jörð minni alla krafta mína og láta lífið fyrir hana, ef þess gerðist þörf; og enn í dag" — bætti hann við hægt og stillilega — „ber jeg þann hug til hennar, að jeg mundi fús ganga í dauðann fyrir hana, ef svo bæri undir". Alvaran skein út úr augum mannsins. Þegar jeg litast um, þá er sem jeg sjái bjartan glampa í hverju auga kringum öll þessi borð, þess vott, að hver og einn mundi fús að leggja lífið í sölurnar fyrir hamingju þjóðar- innar. Ef við erum fúsir að Iáta lífið fyrir fósturjörðina, ættum við þá ekki allir miklu fremur að vera fúsir að láta áfengið. Og sjeu margir þess albúnir, að úthella blóði sínu fyrir framtíðarheill þjóðarinnar, ættum við þá ekki allir að geta gengist undir það, að út- hella að minsta kosti brennivíninu ? Það er algengt ungra manna hjal, að þeir spyrja hver annan: „Hvað ætlar þú að verða?" Og það er miklu oftar, en margur hyggur, að menn ná því marki, sem þeir setja sjer í æsku; þeir sem ætla hátt, þeir komast hátt, en hinir, sem eru huglausir og latir, þeir komast ekki úr stað, en hringsnúast eins og höfuðsóttarkindur fram á grafarbakk- ann. Ef íslenska þjóðin væri spurð: „Hvað ætlar þú að verða?" Hverju mundum við svara? Jeg þykist vita, að við mundum svara á þessa leið: „Við ætlum að verða mestir í heimi, ekki að mann- fjölda og morðvopnum — margri stórþjóð er skömm að stærðinni — heldur að mannviti, mannkærleik og velfarnan". Það fara sögur af mörgum þjóð- um, hvernig þær komu til, og voru litlar í fyrstu, minni en við erum nú; síðan þroskuðust þær og urðu miklar og máttugar; þá hnignaði þeim aftur fyrir síngirnis sakir og ólifnaðar; og loks genguþær fyrir ætt- ernisstapann. Rómverjar byrjuðu búskapinn í einum litlum bæ — Róm var ekki bygð á einum degi — en þeir urðu á nokkrum öldum að mestu þjóð heimsins og mentuðustu í þá daga. Þessu lík er saga Englendinga um undanfarnar aldir; þeir eru Róm- verjar vorra tíma; og því spá marg- ir, að þeir muni á komandi öldum hljóta lík örlög og hinir fornu Róm- verjar, þeir muni úrættast og missa máttinn og detta úr tölu hefðar- þjóða heimsins. Hvað við verðum á komandi öld- um, það fer alt eftir því, hvaða marki við keppum að af viljans fulla mætti. En eitt er víst: Sönn þjóðarframför er sú ein, að hver lifandi kynslóð leggi alt í sölurnar til þess, að ala upp nýja kynslóð sjer meiri og sjer betri. Eitthvað þessu líkt hefur vak- að fyrir einum íslenskum vinnu- manni; hann var spurður, hvort hann ætlaði ekki að giftast. „Það ætlajeg ekki", sagði hann, „en jeg vil eiga eitt barn og setja það á“. Nú veit jeg enga betri ósk á þess- ari stundu til handa ættjörðinni, en þá, að okkur auðnist að fóstra henni nýja kynslóð, er verði með öllu laus við eitt af okkar verstu meinum, á- fengismeinið, það mein, sem vitrir menn í öllum löndum kalla mesta böl nútímans. Önnur lönd hafa sætt þeim forlög- um, að þar hafa búið ýmsir þjóð- flokkar, hver fram af öðrum. En þetta land, það er okkar eigið land — Fjallkonan fríð — móðir vor kær, og við íslensk þjóð hennar trum- getið barn. Gefi það gæfan, að niðjar okkar megi byggja landið, og elska landið, og ávalt keppa hærra og hærra, með- an heimur stendur. Island — heill, heill þjer, vort fósturland. G. Björnsson. Kveðjuskeyti til H. flafsteins fyrv. ráðherra. Úr Strandarhreppi í Itoi'ti'- arf ] arðarsýsln 11. apr. 09: Fi/rv. ráðherra Hannes Haf- stein, Reykjavík. Innilegar þakkir fyrir vel unnin störf í þarfir fóst- urjarðarinnar. Vjer óskum, að geta notið yðar miklu oy góðu hcefileika einnig framvegis. Helgi Jónsson, Þorkell Pjetursson, Guðmundur Magnússon, Helgi Jónsson, Magnús Gíslason, Jónas'Jóhannesson, Brynjólfur Einarsson, Jón Einarsson, Jón Þorsteinsson, Jón Sigurðsson, Jósef Tó- sefsson, Jónas Sveinsson, Gísli Magnús- son, Búi Þorsteinsson, Heigi Helgason, Magnús Magnússon, Benteinn Einarsson, Helgi Einarsson, Erlendur Jónsson, Ste- fán Jónasson, Olafur Ólafsson, Magnús Þorsteinsson, Jón Þorsteinsson, G. Pjet- ur Jónsson, Bjarni Bjarnason, 4 Hjálmar Guðnason. A1 Langanesi: Til Hannesar Hafstein, Reykja- vík! Vjer undirritaðir alþingis- kjósendur í Sauðaneshreppi voit- um yður alúðarþakkir fyrir unnin störf í þarfir fósturlandsins. Vjer vonum og’óskum, að þjóðin kalli yður sem jyrst aftur til að vera ráðherra sinn, því vjer treystum yður best. Jóhannes Jóhannesson.'Guðmundur Vil- hjálmsson, Vilhjálmur Guðmundsson, Sig- fús Jónsson, Kristján Magnússon, Jón Sig- urðss. Bárðdal, HjörturDavíðss., Vilhjálm- ur Davíðsson,' Pjetur Metúsalemsson, Jón Ólafsson, Grímur Jónsson, Þorsteinn Einarsson, Guðmundur Gunnarsson, Jón Benjamínsson, Guðjón Þórðarson, Jón Sigurðsson, Kristján Jónsson, Guðbrand- ur Guðbrandsson, Sigurður V, Jónsson, Friðrik Stefánsson, Sigurður Jónsson, Jón Júlíus Árnason, Björn Guðmundsson, Jóhann Gunnlaugsson, Snæbjörn Arn- ljótsson. Úr Mosiellssveit, frá fundi að Lágafelli 22. apríl '09: Hannes Hajstein sanna heiðurs krýni meiðar lim, er Fróns að frama fleira vann og meira öllum áður snjöllum öldum saman höldum; hylli honum allir Heimamenn og geyma.1) Stefán B. Jónsson, Elliði G. Nordal, Guðjón Helgason, Jón Jónsson, Páll Gestsson, Bogi Þórðarson, Einar Guð- mundsson, Guðm. Magnússon, Björn Bjarnarson, þorbjörn Finnsson, Sigurður Einarsson, Þórður Jónsson, Magnús Þor- steinsson. I i’ Bárðardal, símað 2. maí '09: Hannes Hafstein, Iivík! Kœra þökk fyrir ógleymanlegt starf í þarfir fósturjarðarinnar, sjerstak- lega í sambandsmálinu. Vjer von- um, að guð og giftan gefi, að yð- ur verði aftur falin œðsta stjórn landsins. — Orðstírr deyr aldregi hveim sjer góðan getr. Með alúðarkveðju frá öllum kjósend- um Bárðdælahrepps að undanteknum einum. TJr V.-Eyj&f jallaiii*. í mars og: Hannes Hafstein ráðherra, Rvik! Hafið þökk vora fyrir öll störf yðar *) Limar (=greinar) [hins] sama heið- urs meiðar krýni H. H., er Fróns að frama fleira og meira vann öllum snjöll- um höldurn (=mönnum) áður öldum saman; hylli [sína] geyma honum og (=einnig) allir „Heimaméjnn". / þarfir œttjarðar vorrar alla yðar embættistíð. Vjer óskum yður heilla og bless- unar í ókominni framtið. Lifið sem lengst landi voru og þjóð til uppbyggingar. Kjártan Einarsson, Jón Sveinbjarnar- son, Einar Jónsson, Friðjón Magnússon, Vigfús Bergsteinsson, Magnús Sigurðs- son, Hannes Sigurðsson, Árni Ingvars- son, Eyjólfur Ketilsson, Jón Sigurðsson, Björn Guðmundsson, Sigurhans Ólafs- son, Auðunn Auðunsson, Sigurður Ein- arson, Jón Auðunsson, Ingvar Einarsson, Sigurður Tómasson, Sigurður Eyjólfsson, Eyjólfur Jónsson, Sæmundur Einarsson, Jón Jónsson, Auðunn Ingvarsson, Magn- ús Magnússon. bíða dauðans, því þið eruð þá .ekki fæddir til annars. En ef sú raun yrði á, að líðan ykkar yrði betri og þroski líkamans yrði meiri, sem jeg er ekki í neínum vafa um, þá er það þess vert, að þið bíðið ekki til morguns, heldur byrjið strax í dag. Þess fyr, þess betra. Munið eftir því, að ait, sem þið gerið fyrir lík- ami ykkar, er ykkur til góðs; því sem þið gerið ungir, munuð þið búa að í ellinni. Heilsan er dýrmætasta eignin. S t e f n i r. íþróttir vorar. Þegar menn tala um íþróttir, þær sem almennast / eru iðkaðar hjer í höfuðstaðnum, eru það örfáir menn, sem um þær vita, og enn færri, sem um íþróitir hugsa og iðka þær. Helst er það glíman okkar elskulega. En það er svo upptalið. Það er hjer um bii alt og sumt. Aðeins nokkrir ieik- fimismenn eru til, en verða aldrei neitt vegna ’ þess, að þeir mæta svo sjaldan á æfingum. Glíman erkom- in lengst, og er það fáumj; mönnum mest að þakka, að almenningur er farinn að kynnast henni dálítið. Eiga þessir menn þökk og heiður skilið fyrir dugnað sinn og atorku. Þeir eru og verða öðrum til fyrirmyndar; þá vantar anðsjáanlega fleiri í hóp- inn; þeir eru of fáir, sem nenna að vera með. Það er hinn óeðlilegi gangur hugsana flestra manna hinn- ar yngri kynslóðar, að láta aðra gera alt fyrir sig, og horfa svo á það, sem þeir gera, — auðvitað hlæja að þeim, ef miður tekst o. s. frv. — en gera ekkert sjálfir. Maður finnur þefinn, þegar maður gengur á götum þessa bæjar, af þess- um „Cigarettu-buxnavasa-hengilmæn- um“, sem læðast áfram eftir götun- um og „kfkja" með dómarasvip á andlitunum, ef þeir sjá einhverjar tiiraunir gerðar af meiri vilja en mætti. En tilraunirnar eru gerðar í þeim góða tilgangi, að reyna að vekja þessa svefnþungu, lötu menn til framgöngu, og til að fylla hóp þessara fáu manna, sem auðsjáanlega gera alt sitt ítrasta til að glæða áhuga bæjarbúa á íþrótt- unum, og fá þá þannig til að vera með að gera eitthvað: ganga, hlaupa, hoppa glíma, synda, kasta, skjóta o. fl. Nóg er verkefnið og nógur er tím- inn. Það vantar bara letina burt úr líkamanum, þessa slæmu vinnukonu, sem til mikillar óhamingju fyrir mann- kyn vort verður víða drotning — en þó sjerstaklega hjer í Reykjavík. Undantekningar frá þessu eru nokkr- ir ungir menn, sem eru auösjáanlega 1 máttarstoð allra íþrótta hjer. Þair nafa rekið letina út og gert viljann og þolinmæðina að húsbændum, og lík- ami þeirra ber þess líka Ijósan vott, þeim til prýðiogsóma. Jeg vil því, sem einn gamall íþróttamaður, skora á alla yngri menn þessa bæjar, að sýna, að þeir beri virðingu sína og þjóðar sinnar fyrir brjóstinu með því, að styrkja, efla og stæla líkami sína. Alt í kringum okkur liggur sjór- inn, glóðvolgur og tundurhreinn, og mænir á fbúa þessa bæjar spyrjandi, hvort enginn vilji koma og þvo af sjer rykið. Þið ungu menn, sem gangið hjer á götum bæjarins með höndurnar í vösunum! Þið getið ekki ímyndað ykkur þá vellfðan líkamans, sem við það skapast að synda í sjó, þeg- ar þið eruð búnir með vinnu ykkar, og í staðinn fyrir að ganga hjer um göturnar og soga í sigbæj- arlyktina, að fara þá út fyrir bæinn, 2—3—4— 10 menn í hóp og láta sjóinn þvo af sjer svitadropa dags- vinnunnar og hleypa hreinu og góðu lofti inn í lungun, teygja úr hálf- stirnuðum taugunum með því að hlaupa eða glíma og koma þannig blóðinu á hreyfingu. Ef þið gerið þetta í 1—2—3 mánuði og þiðfinn- ið engan mun á líkama ykkar og líðan, skuluð þið leggjast á bæn og Frl íjáWn til fistíiii Austan af Völlum er skrifað af merkum manni 30. f. m.: „ . . jeg og margir aðrir, og jafnvel allur fjöldinn af mönnum, sem ekki eru blindaðir af heimsku og ofstæki, eru sárreiðir út af valinu á nýja ráð- herranum og að Hannesi Hafstein skyldi vera vikið frá sinni stöðu, sem eflaust er okkar mesti stjórnmálamað- ur og þar að auki drengur hinn besti til orðs og æðis, og hefur að minni hyggju svo mikið við sig, að hann ætti að vera sjáltkjörinn ráð- herra á meðan hans nýtur við“. Jón Jónatansson, sem verið hefur bústjóri í Brautarholti síðan 1902, fer þaðan nú um miðjan þ. m,, því Sturla Jónsson hefur leigt Daníel Daníelssyni myndasmið Brautarholtið. Sakna Kjalnesingar Jóns mjög, og flytja honum þakkarorð í kvæði, eftir Guðm. Magnússon, svo hljóðandi: Þú grófst þitt nafn í grænan svörð til gengis mörgum vonum, því ann þjer fögur fósturjörð sem fáum öðrum sonum. Þín blómgast munu’ og blessast spor, þú bestan samhug finnur, þjer fylgir sigursæld og vor, því sólin með þjer vinnur. Við þökkum alt, sem okkar sveit þú unnið fjekst til þrifa, hvern græddan blett,hvern bættan reit, Öll blómin, sem þar lifa. Vjer þökkum öll hin unnu störf; við á þig miklu hlóðum, því ætíð vandi vor og þörf þar var í höndum góðum. I Brautarholti blómlegt var og búsæld þína daga, sem Búa annan ætti þar hin endurhorna saga. Við þökkum ástúð ykkar, hjón, í orði sem í hljóði. Og ykkar för er okkur tjón, — en öðrum sveitum gróði. Við óskum þess, að heillahag þú hljótir, vel og Iengi, og margan sannan sumardag með sól og yl og gengi. —■ En horfir þú þær heiðar á, sem hylja’ oss bráðum sýnum, þá heilsar Esju-eggin blá frá okkur, vinum þínum. Nákunnugur maður ritar Lögr. svo um burtför Jóns af Kjalarnesi: »Hann hefur verið þeim Kjalnesingum eink- ar þarfur maður sem oddviti hrepps- ins um nokkur ár og formaður bún- aðarfjelags Kjalnesinga síðan það var fyrir 2 eða 3 árum skilið frá búnað- arfjel. Mosfellinga. Hann hefur verið lífið og sálin í fjelagsskap þeirra og framfaramálum hreppsins, frá því hann kom til þeirra, jafntramt því sem hann að öllu leyti hefur viljað láta gott af sjer leiða, bæði inn- og út á við. Tillögur hans hafa verið mjög góðar og vel metnar. Regla hans á rcikningsfærslu fyrir hreppinn hin besta og cins fyrir kirkjuna og um- sjón og hirða um hana ágæt. Sjálf- ur er maðurinn mjög víða vel heima og hæfur vel sem búfræð- ingur, enda hefur hann haft mikinn trúnað hjá Búnaðarf jelagi íslands, og öllum þeim, sem hann hefur kent plægingar, er hann hefur gert á hverju ári undanförnu, er hann kær vinur. Hreppsfjelagið hefur honum því mikið að þakka, því það hefur bæði beinlínis og óbeinlínis notið hans og lært af honum. Stöðu sinni sem bú- stjóri stórrar og umsvifsmikillaí jarð- ar hefur hann gegnt vel, og fólk hans

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.